Morgunblaðið - 16.05.1971, Síða 3

Morgunblaðið - 16.05.1971, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 3 ið notaðir til halds fyirir saum- þráðinn sem festi saman kver bókarinnar. Venjulega eru bút amir svo sem 10—15 sentimetr ar á lengd og svo sem 6—10 á breidd; þó er til að notaðir hafi verið stærri sneplar og jafnvel 'heil skinnblöð. Lange skjalavörður lét nú hefja skipulega leit að skinn- bleðlum í bókbandi safnsins, og má segja að það væri upp- 'haf slíkra athugana í sötfnum á Norðurlöndum. Mest fannst að sjálfsögðu i íyrstu lotunni, og ári eftir að Lange fann fyrstu brotin birti sagnfræðing urinn P. A. Mundh skýrslu um afraksturinn í Norsk Tidsskrift for Videnskab og Litteratur („Levninger af norsk Oldlit- teratur i det norske Rigs- arkiv"). Siðar hafa smám sam- an fundizt eitt og eitt brot til viðbótar; og ekki tö'ldu skjala- verðir safnsins óhugsandi, er ég ræddi við þá, að eitthvað merkilegt ætti enn eftir að koma í leitirnar. Plestir eru sneplarnir úr kirkjuilegum miðaldaritum á latínu, en þó er einnig talsvert á norrænu máli. Alls hafa fund izt ieifar af um 1200 latneskum handritum og um 100 norræn- um. Stundum eru aðeins einn eða tveir sneplar úr hverju handriti, en stundum allt að 30. Samtals eru snepiamir nokkuð á sjötta þúsund, þar af tæp- lega 500 úr hinum norrænu handritum. FÓGETAVANDALISMI EÐA LÉNSMANNASPJÖLL Plest brotin fundust i reikn- ingsbókum og manntalsbókum fógeta, og þvi var þeim í fyrstu einum kennt um þessa eyðileggingu; þeir hefðu láfið skera sundur skinnbækumar, þegar þeir voru að binda reikn inga sína. Kölluðu Muneh og samtíðarmenn hans þetta „fógetavandalisma". En Gustav Storm benti síðar á það að oft eru sneplar úr einni og sömu s'kinnbók i bandi á fógetareikn ingum frá mismunandi héruð- um Noregs, og af því dróhann þá ályktun að eyðingin hefði verið framin eftir að fógetar höíðu skilað reikningunum til aðallénsmanna. Þar hefðu skrif arar safnað saman reikningum nokkurra ára og látið binda þá áður en þeir voru sendir suð- ur til Kaupmannahafnar. Þetta mál hefur ekki verið kannað $ÓÍt<tírí>fotmt ^cffamcnf/tJcfu cfgenhgoit) z (Cuðngdú ílalpt ptebifjði •* Pínði/btít i þfö me/®€m bna poílulat *0tibj fp( «1(4 mcií ílðart fPnpuðo. þh«u ítu ttii bfct vtlðgb 4 *7oc r4Miif ©ubthllopa « byrbðt/ efí «Imu QM ttú ttl famðat t 0<?!i?bi4lp4r. Titilblað Nýjatestamentis Odds Gottskálkssonar, sem út var gefið i Hróarskeldu 1540. Elzta ís- lemzk bók prentuð sem til er. gaumgæfiiega, en svo virðist sem bæði fógetar og lénsmenn eða lénsskrifstofur eigi þarna hlut að máli. í fljótu bragði má þykja litlu varða hvorum sé um að kenna, en þó er þetta ekki með öllu þýðingariaust: Ef fógetar eiga sökina, þá sýn- ir það að hin norrænu hand- rit hafa verið dreifð um land- ið; en sé þetta verk léns- manna eða skrifara þeirra, þá má vera að um sé að ræða fá og einstæð bókasöfn, tii dæm- is söfn klaustra, sem eftir siða- skipti hafi verið lögð undir hin ar æðstu stjómarskrifstofur landsins; og þá væri þetta ekki altækur vitnisburður um bóka- eign og bóklestur Norðmanna á 13. og 14. öld. LtJTERSTRt) OG LÖG KRISTJÁNS FJÓRÐA Handrit latneskra kirkjurita tóku að missa gildi sitt þegar á kaþólskum tíma við tilkomu prentlistarinnar. Að visu eign- uðust Norðmenn ekki prent- Simavarzla Óskum að ráða stúlku til símavörzlu og vélritunar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 19. þ. m., merkar: „7552", Atvinna Viljum ráða ungan mann með Verzlunarskólapróf eða hlið- stæða menntun til að annast verðútreikninga og fleira. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 19. þ. m., merktar: „7553". nusnœoi fyrir verzlun mína. smiðju fyrr en á 17. öld — meir en hundrað árum siíðar en íslendingar, en latneskar prent bækur bárust þeim frá Dan- mörku. Auk sjálfrar hinnar latnesku Bibliu (Vulgata) má nefna Missale Nidrosiense og Breviarium Nidrosiense, sem prentuð voru í Kaupmanna- höfn og París 1519. Siðan dundu siðaskiptin yfir, og þótti eftir það' Guði þóknanlegt að tortíma öllum pápiskum villu- bókum, enda voru þær alger- lega ónytsamlegar. Meir en tveir þriðju hlutar hinna norrænu handrita eru norskar lögbækur. Eyðilegging þeirra stendur í beinu sam bandi við innreið danskra áhrifa. Á 16. öldinni var farið að þýða Landslög Magnúsar lagabætis á dönsku, eins og fyrr segir, og fullnaðist sú við- Ieitni með útgáfu Norsku laga í Kaupmannahöfn 1604 — „Den Norske Low-Bog, offuer- seet, corrigerit oc forbedrit." í>að stendur heima að elzta fógetabókin i skjalasafninu sem geymdi norsk fornlög í bandi sinu var frá 1610, sem sé rituð fáum árum eftir prentun laganna. Og öil lögbókarbrotin voru í bandi reikninga frá næstu áratugum á eftir, hin síðustu i reikningum frá 1650. Sýnir það hve rösklega hefur verið gengið að verki við tor- timingu þessara forngripa. Þó hefur ekki tekizt að spilla þeim öllum, því að enn er til fjöldi af heil'legum handritum norskra fornlaga, svo sem sjá má i hinu fagra útgáfuverki Norðmanna frá 19. öld, Norges gamle Love. ÓVEN.TULEG ÍITFLTJTNIN GSV ARA Minnst að vöxtum, en merk- ust að heimiidargildi alira þess ara bókbandsbrota eru leifar ýmissa norrænna handrita ann arra en iögbókanna. Alls eru þarna slitur af hér um bil 30 slikum handritum, sem flest hafa að geyma fornar sögur. Skal nú vikið nokkru nánar að þeim. Það vekur þegar i stað at- hygli hve mikið er um islenzk- ar rithendur á þessum sögu- bókum. í hinum norsku laga- brotum sem fyrr getur bregð- ur aðeins fyrir íslenzkum hönd um — til dæmis hendi Hauks iögmanns Erlendssonar sem löngum dvaldist í Noregi; en mest er skrifað af Norðmönn- um, eins og að líkum lætur. Hins vegar er mikill meirihluti sögubrotanna með islenzkum riteinkennum, og fer vart milli mála að þar hafa Islendingar verið að verki. Stefán Karls- son magister, sem manna mest hefur rannsakað þessi hand- ritabrot, hyggur að Islending- ar hafi beinlínis framleitt handrit handa Norðmönnum eins og hverja aðra útflutnings vöru. Með norskum höndum eru einkum rit af norskum uppruna, svo sem Konungs- skuggsjá og hinar þýddu sög- ur Barlaamssaga og Flóres saga og Blankiflúr. Aldur handritanna er lika athugunar verður. Þau eru öll skrifuð á 13. og 14. öld. Norsku brotin eru flest frá 13. öld, en þau íslenzku sækja á þegar tímar liða fram, og eru flest rituð á tlmabiliniu frá lok- um 13. aldar og fram um miðja 14. öld. Þetta segir sina sögu. Ef hugað er að efni brotanna, ,'r Hafnarstræti 19. Jafnan Fátt er svo brothætt sem rúðugler. Því er einkum hætt við broti við ísetningu. Það skal því brýnt fyrir húsbyggjendum að gleyma ekki að tryggja það. Iðgjald af gleri í ísetningu er 4% af verðmæti, hámarks tryggingartími er þrír mánuðir. Sé hins vegar tekin árs- trygging, lækkar iðgjald í 3%. Glertryggingar í húsum er nauðsyn, sökum þess hvað verð- mæti glers er orðið hátt, sérstaklega ef um tvöfalt verksmiðjugler er að ræða. Smávægi- leg mistök eða lítill stéinn hafa oft molað stóra rúðu, og þá er gott að hafa glertrygg- ingu. Almennar tryggingar h.f. veita yður glertryggingu sem aðrar tryggingar. sími 17700. ALMENNAR TRYGGINGAR” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 IZT^ '\\ II II II II II II II II II II II II II II II II II II 11 II II II II II II 11 II II II II 11 11 II 11 11 II 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 11 -JJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.