Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 Færeyjum, eða svo ontað sé færeyskt ritmál „tað hevur bor- og ti hevur tar verið ein stöðugur vökstur. Hetta verður vón- ' mögruleikar fyri thignaligum og: virkisfúsum fólki“. órétti, viljandi eða ekki, en all tént órétti. Ég hef hér í stórum dráttum rifjað upp þessa sögulegu þró- un og þessar sögulegu stað- reyndir vegna þess, að sumir ábyrgir stjórnmálamenn virð- ast hafa tilhneigingu tii að dylja þessi málefni — og á þau mun alis ekki vera minnzt í kennslubókum — og af þvi að færeysk stjórnmá'l í dag verða alls ekki skilin til hlitar, nema mið séu tekin af þeim. HFiIMASTJÓRNARLÖGIN Til voru menn, sem trúðu því, að með setningu heima- stjónariaganna hefði verið stig ið spor í rétta átt — og má það ef til vill að nokkru leyti til sanns vegar færa, en þegar menn sömuleiðis gerðu sér von ir um, að á þeim grundvelli gæti aukið frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar þróazt, þá hefur reynslan samt sýnt okkur, að þær vonir hafa gersamlega brugðizt. Gagnstætt þessum vonum höfum við að mörgu leyti með hverjum deginum orð ið ósjálfstæðari og háðari Dönum en áður. Kunnugt er hvernig ríkisvald og ylfirleitt hvers konar íhlutun hins opin- bera á öliluim sviðum hefur auk izt á síðustu áratugum, Mka í Færeyjum, en þar er ríkisvald ið danskt og margar hliðar hins opinbera danskar. En sjálfstjórnin, sem við hlut um, hefur hins vegar í raun- inni farið þverrandi á Siðustu árum. Hlutur Færeyinga í stjórnun landsins hefur hvergi vaxið, en það hefur hins vegar hlutur Dana gert, og skilst þetta meðal annars af þeirri staðreynd, að útgjö'ld þeirra til Færeyja hafa farið hraðvax- andi á þessum árum í stað þess að minnka, eins og menn höfðu gert sér vonir um. Eða í stuttu máli sagt: 1 stað þess að verða sjálfstæðari og óháðari erum við orðnir ósjálf- stæðari og háðari Dön-um en áð ur. Heimastjórnariögin frá 1948 — „stöðulögin" sem ég vil kallla þau — bera ábyrgð á þessari öfugþróun. Og til þess að kornast út úr þessum víta- hring verðum við einfaldlega að höggva á þann hnút sem heimastjórnarlögin eru. Þessi heimastjómarlög eru annars emgin stjórnarskrá, heldur eru þau — eins og þeg ar er drepið á — dönsk lög, sem gilda fyrir Færeyjar sér- staklega. Svo ekki skuli orka tvímælis er þvi Slegið föstu — fyrst I innganginum og síðan í fyrstu grein 'laganna — að Fær eyjar eru hluti danska rikisins. Með þéssu var verið að þröngva upp á Færeyinga og „endurnýja" innlimunina frá árinu 1849, og á þessari grund vallarstöðu — h'luti Danmerk- ur — byggist þá allt okkar stjórnarfar, en samkvæmt henni er danska stjórnarskrá- in,í gi'ldi í Færeyjum, sem þýð- ir meðal annars, að löggjafar- valdið er áfram hjá danska þjóðþinginu, framkvæmdvald- ið áfram hjá dönsku ríkisstjórn inni og dómsvaldið áfram hjá dönsku dómstólunum. En samkvæmt lögum þessum er framkvæmdavald og það sem kallað er löggjafaxvald í nán- ar tilteknum málum yfirfært — til 'færeyskrar landstjórnar og 'færeysks lögþings. ,,Lög“ þau, sem lögþimgið samkvæmt þessu samþykkir og landstjórn in auglýsir, eru kölluð „lög- þingslög", til aðskilnaðar þeim 'lögum sem Danir samþykkja og setja i gildi. Það hefur, bæði af stjórn- málamönnum og fræðimönnum verið mikið um það þráttað, hvort þetta sé löggjafarvald í sannri merkingu þess orðs eða eitthvað annað. En sleppum því. Einn kunn- asti lögspekimgur Dana, Al'f Ross prófessor við Kaupmanna hafnarháskóla, hefur skýrt réttarstöðu Færeyja samkvæmt þessum lögum á þá lund, að hún sé héraðsstjórn með víð- tæka sjá'lfsstjórn, og má það heita sanni nærri. Þá er í lögum þessum upp- talning á þeim málaflokkum, sem geta talizt til sérmála Fær eyja — og er það alllangur listi. Úr þessum lista hafa svo Færeyinigar valið sér mála- fiokka, sem þeir hafa gert að sérmálum sínum, þar á meðal eigin fjárhag, skatta- og tolla- mál, atvinnumá'l, verðlagsmál, síma- og vegamál og fjölda ann arra mála. ^ Á þessum -sama lisita er sömu leiðis fjöldi málaflokka, sem gera má að færeyskum sérmál- um, þar á meðal félagsmál, heil brigðismál og skólamál, en ekki hafa verið gerð að slíkum enn. Hefur jafnan staðið mikill styrr um það milli stjórnmálaflokk- anna hver mál eigi að gera að færeyskum sérmálum, og hefur sjaldan orðið samstaða um þetta, heldur hefur þar verið hver höndin upp á móti ann- ari. f lögunum er skýrt tekið fram, að va’ld færeysku heima- stjórnarinnar út á við takmark ast af dönskum sáttmálum á al- þjóðavettvangi og að danska ríkisvaldið hlutist til um öll þau mál, sem varða ríkið út á við. Af þéssu leiðir meðal ann- ars, að Færeyingar verða að lúta danskri stjórn í gjaldeyris málum, markaðsmálum, land- helgismálum, friðunarráðstöf- unum og fleiru. Peningamál eru undir stjórn danska þjóð- bankans og öll banka- og spari sjóðslöggjöf er dönsk. Danska ríkisvaldinu, dönsku embættismönnunum og dönsk- um opinberum stofnunum er gert að nota danska fánann og dönsku á að læra vel og sórna- samlega í skólunum. Allt þetta og meir af þessu tagi gefur að lesa í þessum stjórnskipuna'riögum. Á danska þjóðþinginu eiga svo sæti 2 færeyskir fulltrúar kosnir almennuim ikosningum. Dómstólarnir eru algeriega danskir. Lögregluvaldið er danskt og færeyskir lögreglu- menn og sýslumenn eru dansk- ir embættismenn eða starfs- menn. Skólarnir eru byggðir upp eftir dönsku skólakerfi og eru skólamál, eins og félagsmál og heilbrigðismál, undir danskri lögigjöf og danskri stjóm. Lykilaðstöðu í öilu þessu valdakerfi og í öllu þessu flókna stjórnunarfyrirkomu- lagi, þar sem sumt er aldanskt, sumt alfæreyskt, en sumt danskt-færeyskt, hefur svo danski amtmaðurinn, sem með heimastjórnarlögunu'm fékk nafnabreytingu og heitir nú rikisumboðsmaður. f hendur þessa manns er geysilegu valdi og geysilegum áhriifum á gang allra mála saman safnað, jafnt danskra sem færeyskra. Hann fer með rikisvald Dana i Fær- eyjum, er lipur og þægilegur í viðmóti, eins og þess háttar mönnum sæmir, en fer samt sínu fram og er harður í horn að taka, þegar til kastanna kemur, eins og líka vera ber. Það gefur auga leið, að i þessu fyrirkomulagi getur ekk ert þjóðfrelsi falizt — og því síður getur nokkurt lýðræði þrifizt þar. Frá færeysku sjónarmiði séð 'gatur þetta fyrirkomulag kall- azt fyrirhafnariaust og þægi- legt að því leyti, að við getum státað af að hafa eigin land- stjórn, eigið lögþing, já jafnvel eigin fána og meira að segja fulltrúa í Norðuriandaráði, að við getum notið góðs af um- boði og fyrirgreiðslu Dana út á við, að við getum treyst því, að danskur ríkissjóður, þegar í hart fer, borgi brúsann, þ.e.a.s. hallann á rekstri hins opinbera og á þjóðarbúskapn- um yfirieitt. Og reynslan hefur orðið sú, að það fer alltaf „í hart“ — meira og meira með hverju ár- inu sem líður. í fjárhagslegu og efnahagslegu tiiliti eru Fær eyjar þjóðarbú, sem er rekið með sífellt vaxandi halla — sem svo danskur rikissjóður borgar. Að öllu þessu athuguðu má lita á Færeyjar sem danska ný lendu sem rekin er með sí- vaxandi halla. Þetta má sem sagt heita þægi legt líf, en það kostar okkur færeyiska stjóm, sem ber ábyrgð á stjórnun landsins, jafnt í fjárhags- og efnahags- málum sem og á öllum öðrum sviðum þjóðMfsins — og þetta kostar okkur þjóðfrelsi og lýð ræði. Það eru þessar staðreyndir, sem við Færeyingar getum ekki unað við. Þetta fyrirkomu lag er okkur bæði skaðlegt og óverðugt — skaðlegt að því leyti, að það eykur á ábyrgð- arieysi, óstjóm og ringulreið og tefur efnahagslegar og þó einkum menningariegar fram farir — en óverðugt að þvi leyti, að það gerir okkur að lifa af annarra manna náð og miskunn, en ekki af eigin verk um. Og — af því að Færéyingar samt sem áður eru þjóð — þá má segja, að þetta sé ekkert einkamál milli Dana og Fær- eyinga, heldur er þetta mál — þótt lífið virðist á heimsmæli- kvarða — sem varðar allan heiminn, og þá einkum og sér í lagi Norðurlandaþjóðirnar. Eða geta þessar svokölluðu bræðraþjóðir — án þess að láta sér bregða — horft á það, að ísienzk stúlka t. v. og faereysk í þjóðbúningum beggja landanna. Myndin var tekin á Ólafsvökudag í Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.