Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIE), SUNNUDAGUR 16. MAl 1971
9
'ljóst fyrir hvoi*t heldur á Græn
landi eða í Labrador, og fundu
einnig merki um fyrri ferðir
Cabots um þessar slóðir.
Evrópuþjóðir brugðu hart
og titt við að lokinni kömrun
Kólumbusar á Amerikuströnd-
um og árangurinn var undra-
verður. Áður en liðin voru
þrjátfu ár þekktu menn nokk-
uð gerla alla austurströnd
Norður- og Suður-Ameriku.
Áður en þriðji áratugurinn
hafði runnið skeið sitt, voru
sjóferðir eins og þær, s^m
Kólumbus hafði farið forðum,
hartnær orðnar daglegt brauð.
Þeim Spánverjum, er fylgdu
ANNAR HLUTI
í kjölfar Kólumbusar, var það
efst og fremst í huga að finna
greiðfæra leið ytfir þetta mikla
meginlandflæmi og þaðan svo
til hinna langþráðu Austur-
landa. Það var stór stund í
mannkynssögunni, er Baiboa
rataðist yfir Panamaeiðið árið
1513.
Upp frá þessu tók áhugi
Spánverjar á Austurlöndum að
dofna, en áhugi þeirra á hin-
um nýfundna meginlandi hins
vegar að vaxa að sama skapi.
Spænskir könnuðir sýndu af
sér stórkostlegt þrek og þol-
gæði í könnunarferðum sinum
um því nær ótfær landssvæði á
þessum slóðum. Því miður héld
ust þessir aðdáanlegu eiginleik
ar æði oft í hendur við taum-
litia grimmd og villimennsku,
sem þeir beittu inntfædda í lönd
inn þessum. Gott dæmi þessara
harðsviruðu landvinninga-
manna var Hernando Cortéz,
sem lagði undir sig Mexíkó.
Árið 1519 lagði Cortéz í haf
við tfimmhundraðasta mann og
„sextánda hest.“ Hann kom þar
að landi, sem nú stendur Vera
Cruz. í þessari geysiströngu
ferð, sem stóð í tvö ár, lagði
hann undir sig Mexikó, að
hluta með tilstiHi óánægðra ætt
flokka innfæddra, að hluta með
hreinni grimmd og ofbeldi, en
þó fyrst og fremst harðri
stjórn sinni og aga á liðs-
mönnum sínum. Það var einu
sinni, að hann óttaðist mjög, að
menn hans hefðu í hyggju að
yfirgefa hann og sigla sjálfir
heim á leið. Cortéz sá í hendi
sér, að hér dugði engin háif-
velgja, svo að hann tók sig til
og brenndi allan flota sinn!
Cortéz náði á sitt vald hinum
stórmerka innfædda keisara
Montezúma. Hann jafnaði líka
um Narváez, landa sinn, sem
Spánarkonungur hafði sent til
þess að vikja Cortés frá emb-
ætti og koma i hans stað. Loks
gerði Cortéz hvort tveggja,. að
missa og vinna aftur á sitt
vald Méxíkóborg.
Ferðir Cortézar bera af öll-
um öðrum fyrir biræfni sakir.
Hann lét aldrei neina land-
fræðilega hindrun hamla för
sinni og hinna nokkur hundr-
uð hermanna sinna, heldur
brauzt ótrauður yfir hvaða tor
færu sem var, hvort sem voru
eyðimerkur ellegar frum-
skógar. Hann komst alla ieið
að Kaliforníuflóa i norðvestri
og Hondúras í suðaustri.
Velgengni Cortézar, svo og
auðæfi þau, er hann sendi
heim til Spánar, ýttu öðrum til
þess að kanna hinn mikla.
Mexíkóflóa, sem nú fyrst tók
á sig nokkurn veginn rétta
lögun á kortum. Einn þessara
ævintýramanna var Cabeza
de Vaca, sem var í leiðangri
nokkrum, er tók land í
Flórída árið 1528. De Vaca fór
í könnunarferð á land upp og
fór svo, að hann missti sjón-
ar á skipum sinum og samband
við þau. Hann tók það þá til
bragðs að halda i vestur, komst
yfir Mississippifljót og hafði vet
ur«etu á eyju einni und-
an Texasströnd. Þar skildi de
Vaca við félaga sína og sneri
aftur til meginlandsins, þar
?em hann dvaldist næstu fimm
árin meðal Indíána. Hann
reíkaði frá einum ættbálknum
t;l annars sem leið lá allt þar
til hann kom að Kalifomíu-
flóa. Þaðan hélt hann til
Mexíkóborgar og árið 1537
sneri hann svo aftur heim til
Spánar eftir níu . ára flakk og
ævintýri. Hann hafði lagt að
baki sér meginlandið . frá
Florida að Kaliforníuflóa, eða
rm fjögur þúsund og átta
lumdruð kílómetra.
Þegar de Vaca kom heim og
"r^indi frá ferðum sínum voru
aðrir leiðangrar þegar sendir
í slóð hans til Ameriku. Einn
þeirra var undir stjórn Hern-
andos de Soto, sem verið hafði
með Pizarro í Perú; sá leið-
angur taldi sex hundruð fót-
gönguliða og eitt hundrað og
fimmtíu riddara og tók hann
land á vesturströnd Flórída
árið 1539. De Soto fór þar yfir,
sem nú eru fylkin Georgia,
Alabama, Mississippi og
Arkansas, en gullle:t hans bar
engan árangur. De Soto lézt
einhvers staðar i grennd við
Memphis við Mississippi og
stóðu menn hans þá uppi vega
lausir. Þeim tókst að lokum
eftir mikið harðræði að
klambra saman nokkrum bát-
um, og létu þeir sig síðan reka
niður fljótið og niður I Mexíkó
flóa. I augum þeirra tíma
manna hafði leiðangur þessi
gersamlega misheppnazt, en
Framh. á bls. 11
Allt á sama stað
w Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL VILHJALMSSON HE
ÖRYGGI í UMFERÐ
er krafan — og Chrysler United Kingdom
byggir Sunbeam bílinn. Hann er byggður
fyrir fimm manns. Fólkið situr í þægindum
de luxe innréttingar í miðjum bíl. Umhverfi
þess er styrkt sérstaklega, en báðir end-
ar bílsins „mýktir" tii að draga úr höggi.
Skagi eitthvað út úr sjálfri innréttingunni
er það bólstrað. Hurðahandföng inngreypt.
Rúðusnerlar brotna af við högg. Hrökkvi-
lás á hurðalæsingum auk barnalæsinga.
Þér gerið örugg kaup í Sunbeam.
DISKAHEMLAR
á framhjólum. Öryggisfelgur á öllum hjól-
um. Sjálfvirk bakkljós, stórar afturlugtir.
Fjölhraða rúðuþurrkur og öflugur rúðu-
blástur ásamt miklu Ijósmagni tryggja út-
sýni fram á veginn. Eitt snöggt tillit nægir
til álesturs á mælaborð.
STJÓRNSVÖRUN
Sunbeam bílsins er létt og mjúk og hliðar-
leiðni í lágmarki. Snúningsradíusinn er
9,68 m og gírskipting al-samhæfð. Steðji
að hætta, sem hægt er að drífa sig frá,
hjálpar viðbragðið: 0—100 km/klst. á 14,5
sek. Góð viðhaldsþjónusta er mikið ör-
yggisatriði og tryggir auk þess hátt endur-
söluverð. Nýr kostar hann kr. 276.500,00.
Þér gerjð örugg kaup í Sunbeam.
Sunbeam DeLuxe.