Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 11 - Gullöld Framh. af bls. 9 hvað sem um það var, þá var ferð þessi fyrsta meiriháttar könnun Evrópubúa á svæði því, þar sem siðar urðu suður- ríki Bandaríkjanna. Sögur de Vacas um gull og græna skóga seiddu aðra ævintýramenn og árið 1540 lagði annar nokkur hundr- uð manna leiðangur undir stjórn Coronados upp frá Kali forníuflóa. Á þessari ferð sinni komu þeir m.a. að hinu stórkostlega náttúrufyrirbæri Grand Canyongjánni, sem Coloradofljót rennur um. Suð- austur af gjánni komu þeir að hinum geysiviðáttumiklu gresj- um, þar sem vísundarnir reik- uðu um tugmilljónum saman; einnig hittu þeir fyrir Indíána- þjóðflokka þá, sem de Vaca hafði dvalizt hjá forðum, „fólk, sem bjó eins og Arabar“, í tjöldum gerðum af sút- uðum húðum. Eins og hirðingj- ar gamla heimsins fylgdu frum byggjar þessir hjörðum sínum eftir á ferðum þeirra, og drápu það jafnóðum af þeim sér til matar, sem þurfti hverju sinni. Báðir höfðu nokkurn gróða af þessum fundi, Spánverjarn- ir og Indíánarnir. Spánverjarn ir uppgötvuðu þarna óþrjót andi matarbirgðir, þar sem vís- undahjarðirnar voru og Indi- ánarnir komust að þvi, að temja mátti hestinn, og létta sér þanníg visundaveiðarnar til mikilla muna. Coronado og menn hans koomust alla leið tii Kansas; það var þó raunar ekki miklu lengra vestur, en de Soto hafði komizt á sínum tíma. Þegar upp var staðið höfðu þeir tveir lagt að baki sér gjörvöll Suðurríkin. En þessháttar landkönnunarferðir drógu skammt hjá emb- ættismönnum á „Nýja Spáni" nema gull fylgdi og þegar Coronado kom gullsnauður aft ur til Mexíkóborgar árið 1542, komst hann að því að hann var fallinn í ónáð. Um þetta leyti og þó fyrr voru Spánverjar teknir að hyggja í æ ríkara mæli suður á bóginn. Óljósar þjóðsögur og sagnir Indíánanna greindu frá geysiauðugu konungsriki Inka þar suður frá. Það þurfti yfirleitt ekki lengi að brýna Spánverja, er gull var ann- ars vegar. Þegar 1519 voru þeir teknir að smíða og gera út skip frá hinni ný- reistu Panamaborg í þvi augna miði að hafa upp á öllu þessu gulli með einum eða öðrum hætti. En fyrstu leiðangrar þeirra á þessar slóðir færðu þeim lítið sem ekkert í aðra hönd. Fyrstu áreiðanlegu heimild- irnar um ' tilveru Perúríkis komu frá Francisco Pizarro, gömlum félaga Balboas á ferð- um hans forðum. Pizarro var maður ólæs og óskrifandi og hafði raunar fátt sér til full- tingis, nema dæmafátt hug- G-LISTI = Listi Alþýðubanda- lagsins O-LISTI = Listi Framboðs- flokksins 1. Magnús Kjartansson, ritstjóri, Háteigsvegi 42. 2. Eðvarð Signrðsson, aiþingismaður, Litlu Brekku við Þormóðsstaðaveg. 3. Svava Jakobsdóttir, rithöfundur, Hraunbæ 88. 4. Jón Snorri Þorleifsson, húsasmiður, Hraunbæ 31. 5. Sigurður Magnússon, rafvélavirki, Kleppsvegi 30. 6. Margrét Guðnadóttir, prófessor, Rofabæ 29. 7. Ingólfur Ingólfsson, vélstjóri, Safamýri 13. 8. Þórunn Klemenzdóttir Thors, hagfræðinemi, Hjallavegi 1. 9. Stefán Briem, eðlisfræðingur, Víðimel 52. 10. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Laugateig 54. 11. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, rafmagnsverkfræðingur, Eskihlíð 16. 12. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Skaftahlíð 8. 13. Ida Ingólfsdóttir, fóstra, Steinahlíð við Suðurlandsbraut. 14. Sverrir Hólmarsson, menntaskólakennari, Skaftahlíð 22. 15. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, Dragavegi 7. 16. Sigurjón Rist, vatnamælingarmaður, Skriðustekk 4. 17. Ragnhildur Helgadóttir, skólabókavörður, Álftamýri 14. 18. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, Langholtsvegi 138. 19. Silja Aðaisteinsdóttir, stud. mag., Laugavegi 28 B. 20. Kristinn Gíslason, kennari, Hofteigi 52. 21. Birgitta Guðmundsdóttir, afgreiðslustúlka, Kleppsvegi 30. 22. Þórarinn Guðnason, læknir, Sjafnargötu 11. 23. Dr. Jakob Benediktsson, ritstjóri, Stigahlíð 2. 24. Einar Olgeirsson, , fyrrv. alþingismaður, Hrefnugötu 2. 1. Sigurður Jóhannsson, þ j óðlagasöngvari, Eskihlið 8 A. 2. Eiríkur Brynjólfsson, kennari, Óðinsgötu 17. 3. Ásta R. Jóhannesdóttir, plötusnúður, Laugarásvegi 43. 4. Guðrún Þorbjarnardóttir, stud. phil., Tómasarhaga 46. 5. Gísli Pálsson, kennari, Skaftahlíð 15. 6. Helgi Torfason, fyrrv. skrifstofustjóri, Melhaga 4. 7. Vilhjáimur H. Vilhjálmsson, nemi, Skjólabraut 17, Seltjarnarnesi. 8. Andrés Sigurðsson, erindreki, Einarsnesi 28. 9. Gísli Jónsson, nemi, Úthlíð 5. 10. Páli M. Stefánsson, læknanemi, Mávahlíð 23. 11. Eyjólfur Reynisson, tannlæknanemi, Víðihvammi 1, Hafnarfirði. 12. Haukur Ólafsson, þjóðféa.fræðinemi, Hofteigi 28. 13. Sigríður Jónsdóttir, þjóðfél.fræðinemi, Hvassaleiti 73. 14. Magnús Böðvarsson, læknanemi, Háteigsvegi 54. 15. Þröstur Haraldsson, aðstoðarmaður, Hjaltabakka 12. 16. Baldnr Kristjánsson, nemandi, Eikjuvogi 4. 17. Gísli Geir Jónsson, stud.polyt., Kleppsvegi 2. 18. Kristján Árnason, nemi Blönduhlíð 33. 19. Pétur Guðgeirsson, tjargari, Ásvallagötu 26. 20. Karólína Stefánsdóttir, nemi, Auðbrekku, Hörgárdal, Eyjafirði. 21. Benedikt Svavarsson, vélstjóranemi, Leirhöfn, N-Þing. 22. Stefán Carlsson, nemi, Breiðagerði 6. 23. Stefán Halldórsson, nemi, Kleppsvegi 44. 24. Pétur Jónasson, læknanemi, Amtmannsstíg 5. í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 13. maí 1971 Páll T.índal Eyjólfur Jónsson Jón A. Ólafsson Hafsteinn Baldvinsson Sigurður Baldursson rekki sitt og óbilandi einivrð og festu. Að loknum fáeinum könnunarferðum, er sannfærðu hann um tilveru Inkanna, hélt hann þrískipa úr höfn árið 1531 og voru i för hans eitt hundrað og áttatíu manns og tuttugu og sjö hross. Pizarro hafði upp á vasann kon- ungsleyfi til þess að leggja undir sig Perú. Hann tók land við Guayaquilflóa og sagan af afrekum hans er jafn ótrúleg og var sagan um landvinninga Cortézar. Við komuna kvaðst Pizarro vera hér staddur til þess að koma á vináttusambandi milli hins fjarlæga sannkristna kon ungs sins og keisara Barna sól- arinnar, Inkanna. Hann fékk leyfi til þess að fara yfir hinn háa fjallveg til Caxamarcaborg ar. Er Pizarro og hinir hundr- að liðsmenn hans komu upp í skarðið fyrir ofan borgina og stöidruðu við til að iitast yfir, gaf þeim á að líta fylkt lið tugþúsunda Inka þar á slétt- unni fyrir neðan. Ofureflið var svo algjört að hér urðu önn- ur ráð að koma til. Pizarro komst að þeirri niðurstöðu, að eina von hans til sigurs væri sú að koma Atahualpa keisara að óvörum og ná honum á sitt vald. Þetta tókst honum með því að myrða alla embættis- menn og höfðingja við hirðina án þess að missa sjálfur nokk- urn mann. Er þetta var gjört lof- aði hann keisaranum fuliu frelsi gegn herbergisfylli gulls, sem mun vera nálægt því þriggja milljóna sterlings- punda virði. En er hann hafði fengið gullið í heiídur, setti hann sýndarréttarhöld á svið og að þeim loknum var Atahu- alpa myrtur á hinn svívirðileg- asta hátt. Er leið að árslok- um 1533 hafði Pizarro höfuð- borgina Cuzco. á sínu valdi. Sagnfræðingar hafa jafnan lagt höfuðáherzlu á grimmd og gullþorsta hinna spænsku land vinningamanna, en sneitt hjá hinu stórfurðulega hug- rekki, sem þeir sýndu af sér og líkamlegu harðræði þvi, sem þeir bjuggu við á ferðum sinum. Cuzco, höfuðborgin, liggur til dæmis í meira en þrjú þúsund og. sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli og verður að fara yfir ennþá hærri og ógreiðfærari fjallvegi til þess að komast að henni. Og samt lét Pizarro ekki staðar numið í þessari köldu höfuð- borg Norður-Andesfjalla held- ur gerði þaðan út tvo aðra leiðangra og lagði á ráðin um það að finna og komast yfir enn meiri auðæfi þaðan. Drengur í sveit 11 ára drengur vill komast í sveit í sumar hjó góðu fólki. beir, sem vinsamtegast vildu sinna þessu, hringi í síma 91- 40738 eða skrifi Karli Benediktssyni, Birkihvammi 18, Kópa- vogi. Heimsþekktir hollenzkir vindlar... EINNIG FAANLEGIR: HENRIWINTERMANS LONDRES CELLO-CAFECREME-CAFE CREMETIPPED SENORITAS PERFECT-SHORT PANATELLAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.