Morgunblaðið - 18.05.1971, Síða 24

Morgunblaðið - 18.05.1971, Síða 24
24 MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1971 0 oooooo ooooo o c -í c C 12 C C 0 C oooooo ooooo c höfuðverk þá á hún við kærast- ann. Þér eruð dugleg. Þér kunn ið stafsetningu og farið ekki í taugamar á mér eins og þessi sem ungfrú Litehgate hefur ver- ið að senda mér. . . hvað hún nú heitir? — Þér eigið við Joybelle Thomas? — Stendur heima. Ægætis stúlka en dálítið hvöss og verndaraleg. Það kemur oft fyr- ir að fólk kemur sem vill eins gjarnan tala við mig og ég við það; þá visar Joybelle — guð minn hvílíkt nafn! — því frá og reynir að koma því burt. Þér farið ekki í taugarnar á fólki og þér eruð heiðarleg. Ég held ekki þér munduð nokkurn tíma segja höfuðverk ef þér ætt uð við kærastann. En þetta er betur launað og skemmtilegra verk vona ég. Hvað segið þér um það? — Mér þætti það ágætt. Ég er ekkert hrifin af þessu gull fiskabúri þarna frammi. Mér finnst ég vera orðin að vél- menni. — Já finnst okkur það ekki öllum? Og ég er mesta vélmenn- ið á staðnum. Þér eruð heppn- ari en ég. Þér getið sloppið en það get ég ekki. Svo að ef þér viljið vinna hjá mér þangað til þér hlaupið leiðar yðar þá . . . A K R A fyrír steih I fyrír steik Gult ^ Hreinol með hreingerningalykt Góð lykt er öllum kær. En lyktin ein gerir ekki hreint. Það hefur aldrei beinlínis verið ilmvatnslykt af Hreinol hreingerningalegi. Gult Hreinol hefur töluverðan þef af salmíaki. En salmíaksblandan i gulu Hreinoli er hinsvegar einmitt efnið, sem lætur gólfin glansa, harð- plastið Ijóma, skápana skína, flísarnar, tréverkið . . . já, og jafnvel bílínn! Hver, sem trúir því ekki, ætti bara að finna lyktina. Hún sannar það. Gult Hreinol með hreingerninga- lykt... ÞRÍFUR \ OG HRÍFUR t HF HREINN — Ég ætla ekkert að hlaupa leiðar mirmar, sagði Naucy móðguð. — Með útlitið yðar? Nei þér hlaupið ekki burt heldur verð ur yður rænt! Hún komst burt éinum tiu minútum fyrir venjulegan hættutima. Þegar hún kom inn í snyrtiherbergið óskaði hún þess heitast að hún hefði beðið með að iaga sig til þangað til hún væri komin heim. 1 herberginu með hvítu gólfflisunum sat Joy beile Adams og flóði i tárum. 1 fyrstunni ætlaði hún ekki einu sinni að vilja lita á Nancy sem staðnæmdist hikandi við hlið hennar. En svo þerraði hún á sér augun með votum vasa- klút og sagði: Ég lái þér það ekki. Það er ekki þér að kenna. Dugnað- ur og kunnátta eru hér einskis metin. Ég hefði átt að vera far- in fyri löngu. Ég hef fengið til- boð um aðrar stöður, en ég var bara of trygg til þess að taka þeim. Ég hef alltaf hlaupið í skarðið fyrir Elaine — og ég veit, að hr. Lleweilyn vill gjarnan hafa mig — en ungfrú Litchgate vill ekki lofa mér að komast áfram. Nú þegar Elaine fer, þá færð þú stöðuna. Ég hef lengi vitað, að hún hefur horn í síðu minni. En nú verð ég að taka til minna ráða. Hún stóð upp. Hún hafði sagt: „Ég lái þér ekki. . . ", en nú vissi Nancy, að hún kenndi henni einmitt um allt saman. — Það er bara eitt, sem ég vii segja þér — þín sjálfrar vegna. Vertu ekkert að hugsa um Lloyd Llewellyn. Hann er trúlofaður Holly Nort- on. Það hefur ekki verið opinberað enn, en það vita það allir. Hann gæti meira að segja tekið upp á því að bjóða þér út. Mér er kunnugt um, að hann bauð Elaine einu sinni út að borða og notaði yfirvinnu sem átyllu. En það er ekkert mark á sllku takandi. Hann er glaum gosi og ef þú lætur hann bjóða þér út, þá vekur það bara um- tal. Hún þaut síðan út og Nancy varð eftir og hugsaðd um allt, sem hún hefði getað sagt, og nú vorkenndi hún Joybelle minna en áðan þegar hún sá hana alla útgrátna. Hrúturinn, 21. mar/, — 19. april. Gerðu Öðru fólki það Ijóst, að þú vilt ekki eyða um efni fram. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Nú er rétt að gera smátilraunir, án þess að brenna allar brýr að baki. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. f>ú þarft að snúast i svo mörgu, að þú skalt gera skrá yfir verkefnin, og ráðast í þau, sem ryðja þér brautina fyrst. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Ekkert verður nákvæmt eða fullkomið í dag. l>jónið, 23. júli — 22. ágúst. Gerðu ráð fyrir mjög miklu annríki þessa vikuna. Meyjar, 23. ágúst — 22. septeniber. Þú skalt ekki leika þér að tilfinningum annarra. Vogin, 23. septeniber — 22. okttíber. í dag eygirðu fyrst smá möguleika varðandi áhuganiál þín Sporðdrekinn, 23. októb<‘r — 21. névember. Þú færð prýðis tækifæri á því sviði, sem þú ert færastur á. Bogfmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú þarft að athuga fleira en málæði og ádeilur. Taktu til hend inni í dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þín verkefni eru öll hér í dag. Ef þú getur samræmt þarfir dagsins og verkefni. verður vel fyrir framtíðinni séð. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Gerðu ráð fyrir því, að aðrir séu hugkvæmari og framtakssam ari en þú. Gefðu þeim tíma og tækifæri til að víkja úr vegi. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú hefur ekki gert þér fulla grein fyrir verkefnum þínuin en vinir þínir gefa þér vinsamlegar ábendingar. Hún gekk út um útgang starfs fólksins, en þaðan lá gangstíg- ur út að bílastæðunum. Stígur- inn lá svo áfram samsíða akveg inum en báðum megin voru gras blettir og blómagarðar, sem höfðu verið gerðir til þess að leyna verksmiðjusvipn um á Lloydstown, sem annars var sveitalegur bær. Nancy fór venjulega gang- andi. Það var tæprar mílu leið heim tii hennar og hún þóttist hafa gott af hreyfingunni. Bráð um yrði heitt i veðri og þá yrði hún fegin að noía strætisvagn- inn, sem var sjaldan svo fullur, af því að flestir óku í eigin bíl- um eða fewgu far hjá náungan- um. AKRAIAKRA fyrír steih \ fyrír steíh Allar tegundir í útvarpstæki, vasatjós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins f heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvík. — Slmi 2 28 12. Bragðbezta kaffið fáið þér aðeins úr FILTROPA kaffi- pokum. Munið betri kaup í pökk- um með 120 pokum. Með FILTROPA fáið þér alltaf sjóðandi heitt kaffi. Sparið kaffið og kaupið FILTROPA strax. AMSTERDAM H.F. SlMI 31023. Sam Novak veifaði til hennar þegar hún fór gegn um hliðið. Það var ekki svo mjög hennar vegna, heldur var það kveðja til þess, sem fyrstur fór út um hættutíma, en því varð hann feg inn, því að þá gat hann látið næturvörðinn taka við starfi sinu. Úti fyrir var gatan næstum manntóm. Verkamennirnir, sem hættu klukkan fjögur, voru all ir á bak og burt. Tveir bílar biðu úti fyrir hliðinu. Við stýr- ið á öðrum sat Timothy Evans læknir. Það var ekkert ein- kennilegt að sjá verksmiðju lækninn þarna, en við stýrið í hinum bíinum, sem var langur sportbíil, sat Rick Armstrong. Rétt eins og að gefnu merki, opnuðust báðir bílamir samtímis og báðir mennirnir stigu út bros andi. Meðan Nancy stóð þarna hik- andi, án þess að vita, hvorum hún ætti að heilsa fyrst eða hvað hún ætti að segja við hvorn þeirra sem væri, kom þriðji bíllinn akandi og stanz- aði fimiega milli hinna tveggja. X'It úr þessum bíl hallaði sér HoJiy Norton. Hún horfði á mennina tvo, sem gáifu hvor öðr um illt auga, og svo á Nancy. Síðan veifaði hún tii hennar. — Afsakaðu ef ég kem of seint. Ég var alveg búin að gleyma stefnumótinu okkar. Án þess að spyrja um þetta frekar, en sárfegin að iosna úr þessari klípu, gekk Nancy í átt ina til þeirra. Hún brosti tii þeirra beggja, en sagði svo við Rick: Afsakaðu mig Riok. Hefð- irðu hringt, hefði ég sagt þér af því. — Ég skal muna eftir því næst. Hann sendi henni ólund- arlegt augnatillit og ók burt, AKRA fyrír steik SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUGFÉLAG ÍSLA/VDS Fé fími, fyrirfiöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og mijlL---------- landa. Flugfrakt með Flugfélaginu: \ ódýr, fljót og fyrirhafnarlaus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.