Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐXJR Dýr islenzk frímerki í London London, 19. maí — Einkaskeyti til Mbl. frá AP — Á FRÍMERK JAUPPBOÐI, ’ sem haldið var hjá Robson( Lowe í London í dag vakti ( einna mesta athygli, hversu ( hátt verð fékkst fyrir þrjú) sett íslenzkra frímerkja. Al-| þingishátíðarfrímerki fráj 1930 fóru á 360 sterlingspund 1 (um 76 þús. ísl. kr.). Hópflugl ítala fór á 600 sterlingspund ( 1 (um 126 þús. ísl. kr.) og fríí merki með yf irprentuninni J þrír á 5 aura merki frá 1897) fóru á 180 sterlingspund (ná( lægt 38 þús. ísl. kr.). Alls seldust skandinavísk^ frímerki fyrir 19.651 pund. —, Robson Lowe uppboðsfyrir- J tækið hefur neitað að gefa( upp nöfn kaupenda. Skozkir skamma Noble vegna ummæla um landhelgismálið 1 VIÐTALI sem Morgunblaðið fitti við Michael Noble, viðskipta- ráðherra Bretlands hinn 14. þ.m., sagði ráðherrann rneðai annars að ef fsland færði út landhelgi BÍna í fimmtíu sjómilur, einhliða og formálalaust, gæti það leitt til nýs þorskastriðs. Morgunblaðinu hefur nú bor- izt afrit af bréfi sem William McDougall, fulltrúi skozkra þjóðernissinna á íslandi, sendi ráðherranum. í því segir: Kæri herra. Sem fulltrúi skozkra þjóðernis- sinna á Islandi, mótmæli ég harðlega ummælum yðar í Morg unblaðinu 14. maí, þar sem þér varið islenzku þjóðina við öðru þorskastríði, ef þjóðin færir landhelgi sína út í fimmtíu míl- ur. Islenzka þjóðin á fullan rétt Framh. á bls. 10 Maríutásur á himni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fjöldahandtökum hald ið áfram í Tyrklandi — en ræðismaðurinn ófundinn nianna Istanbul, 19. mai. HUNDRUÐ handtekin í vegna ránsins — (AP) hafa verið Istanbul í dag, á ísraelska ræðis- Egyptaland: Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Frekari fundir til stuðnings Sadat bannaðir KAlRÓ 19. mai — AP. Anwar Sadat, Egyptalandsfor- seti, stýrði í dag fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar sinnar og byrjaði hann með j>\í að full- vissa ráðherrana um að Egyptar myndu aldrei sætta sig við að fsraelar fengju snefil af egypzku landssvæði, né lieldur myndu þelr semja um að réttindi Pal- estinu-Araba yrðu skert. Forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar er sem fyrr Mahmoud Fawsi og meðal nýrra ráðherra er Sadek, vamamálaráðherra og Kader Hatem, upplýsingamála- ráðherra. Eftir öllum sólarmerkjum að dærna virðist ástand í Egypta- landi vera að koma&t i eðlilegt horf. Sadat hefur lagit bann við því að frekari íjöldafundir verði haldnir til að lýsa yfir situðn- ingi við stefnu forsetans. Kvaðst Framh. á bls. 10 manninum Ephraim Elrom, en ekkert hefur frétzt um, hvar honnm er haldið föngnnm. Eig- inkonu hans barst í dag bréf frá honnm, sem hún telnr ófals- að og segir hann þar að ræn- ingjarnir komi ágætlega fram Myndin er af Ephraim Elrom, aðalræðism. fsraeis i Istanbnl. við sig. í fréttum AP hefnr ver- ið frá því sagt að maður einn hafi verið handtekinn, sem grun- aður er um að hafa staðið að ráninu. Látið hefur verið að því liggja að lögreglan sé komin á Framh. á bls. 10 Ceaus- escu til Peking Vienna, 19. maí. — AP. NICOLAS Ceausescu, formaður kommúnistaflokks Rúmeníu og forseti iandsins, fer í vináttu- heimsókn til Kína í næsta mán- uði. 1 leiðinni mun hann koma við í Norður-Kóreu og Norður- Víetnam. Fetta er fyrsta heim- sókn leiðtoga kommúnistarikis i Austur-Evrópu tU Kína, og er litið á hana m.a. sem frekari undirstrikun sjálfstæðis Rúm- eníu gagnvart Kreml. Ceausescu hefur löngum pré dikað vináttu milli leiðtoga komm únistarikja og hvatt þá til að leysa deilumál sín í vinsemd, á sérstökum leiðtogafundi. Hann fer til Kína í boði miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins og ríkisstjórnarinnar. Rúmenía er eina Austur- Evrópulandið, að Albaníu und- anskilinni, sem hefur vinsam- legt samband við Kína. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýs- ingar um dagskrá heimsóknar- innar, en forsetinn mun að sjálf- sögðu hitta kínverska ráðamenn að máli, og er gert ráð fyrir að bætt sambúð Kína við önnur kommúnistariki, verði ofarlega á baugi. Ekkert hefur heldur verið sagt um heimsóknir hans til Norður-Kóreu og Norður-Víet- nam, en þær munu vera farnar í svipuðum tilgangi og heim- sóknin til Kína. Nixon stöðvar verkfall Washington, 19. maí NTB NIXON forseti undirritaði í gær bráðabirgðalög til að I binda enda á tvegigja daga ' verkfall járnbrautarstarfs- manna. Verkfallið hafði gjör- samlega stöðvað allar járn- brautarferðir í gervöfflu land- , inu. Bráðabirgðalögin gilda til 1. október næstkomandi og samkvæmt þeim fá járnbraut arstarfsmenn 13,5 prósent I launahækkun, en þeir höfðu krafizt þess að fá 54 prósent ' hækkun, : em kæmi til fram- kvæmda á næstu þrem árum. Gert er ráð fyrir að lestarnar , fari aftur af stað í dag. Réttarhöldin í Leningrad: V anþakklátir óbótamenn — segir Tass um Gyðingana níu Dóms að vænta í dag MOSKVU 19. maí — AP. Vitnaleiðslum í máli Gyðinganna níu í Sovétríkjunum, sem ákærð- ir eru fyrir að hafa gert tilraun til flugvélaráns í því skyni að flýja land lauk í dag. Dómaram ir hafa dregið sig í hlé, og búizt er við að dómur verði kveðinn upp á morgun. Saksóknarinn hefur krafizt þess að þeir verði dæmdir til þrælikunar í vinnutoúðum í aht að tíu ár. Rússneskir fréttamiðl- ar haifa verið mjög harðorðir í garð Gyðinganna, kallað þá öll- um iílum nöfnum og sagt að þeir hafi unnið markvitsist að því í nafni Síonismans að grafa undan stjóm Sovétníkjanna, og Franih. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.