Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1971 Yfirlýsing frá framkvæmda- nefnd Rannsóknaráðs ríkisins MORGUNBLAÐINU hefur bor izt eftirfarandi yfirlýsing frá framkvæmdanefnd Rannsókna- i-áðs ríkisins svo og greinargerð ríkisendurskoðunar til mennta- málaráðuneytis: OTIRLÝSING FRA FRAMKVÆMDANEFND Vegna greinar dr. Þorsteins Sæmundssonar, stjörnufræðings, í Morgunblaðinu 1.8. þ.m., undir íyrirsögnimni „Ævintýri í rann sóknaráði", vill framkvæmda- mefnd Rannsóknaráðs rikisins taka fram eftirfarandi: Ársreikningur Rannsóknaráðs ríktóöts fyrir árið 1969 var á aíjium tíma sendur til athugun ar hjá ríkisendurskoðun, eins og iog gera ráð fyrir. Vegna athuga semda, sem fram höfðu komið frá dr. Þorsteini Sæmundssyni, ós'kaði menntamálaráðherra sér siaklega eftir gagngerri athugun aí hálfu ríkisendurskoðanda. — Akveðið hafði verið að halda íund í Rannsóknaráði um reikn jnga ársins 1969 snemma á þessu ári, þegar er úrskurður ríkisend urskoðunar lægi fyrir. Úrskurð- urinn, ásamt greinargerð í bréfi til menntamálaráðherra, barst 17. þ.m. og var lagður fram á iundi Rannsóknaráðs rikisins, esem haldinn var 18. þ.m. Á fundinum skýrði mennta- málaráðherra frá þvi, að úr- ekurði ríkisendurskoðanda yrði að sjálfsögðu framfylgt og væri málinu þar með lokið af hálfu menntamálaráðuneytisins. Greinargerð ríkisendurskoð- snda, sem lögð var fram á fundi Rannsóknaráðs, fylgir hér með. F.h. framkvæmdanefndar Rannsóknaráðs ríkisins, Magnús Magnússon, formaður. Hátíðahöld á Self ossi í tilefni 50 ára afmæiis S.Í.B. I TILEFNI 50 ára afimæOis Sam bamds islenzkra barnakennara gengst Kennarafélag Suður- 'ianús fyrir háítðahöMum á fjór- •utm stöðum á Suðuriandi, dagana 20.—23. mai: Seifossi, Hellu, Hvolsvelli og Vik i Mýrdal. Hátiðahöldin á Selfossi hefj- ast með samsæti i Selfossbíói kl. 16 á fimmtudag og M. 18 verður sýming á vinnu nemenda úr skói usm Árnessýslu opnuð í barna- skóla SeJfoss, fyrir boðsgesti. Sýningin verður siðan opin fyr- ir alamenning á föstudag, laugar rlag og sunnudag kl. 13—19. Þá sflcemmta börn úr nokkrum skól- usn Árnessýslu, í Selfossbíöi ííonmitudagskvöld M. 21, og á iöstudag kl. 14 og 16 og eru þær sýningar frekar ætlaðar börnum. 1 sambandi við þessi hátíða- hold verður ráðstefna á sunnu- dag uim grunnskólafruimvarpið og hefst hún kl. 14 í gagnfræða- sköla Selfoss. Frummaalendur verða þeir Andri tsaksson, for- Ktöðumaður skólarannsókna waenntamálaráðuneytisijns og öl- ver Karlsson, oddviti. Ráðstefn- an er ölluim opin og er áhuga- Jóik um skólamál hvatt til að iiæfcjá hana. Þá gefur Kennaraiélagið út aí imæDisrit með myndum aí skól- unufla á Suðurlandi, kennaratali og stuttri frásögn frá hverjum jBkóia. Kennarafélag Suðurlands vænt ir þess að sem flestir taki þátt J hátíðahöldunum, sæki skemimt- ainíir, sýningar og ráðstefinu. (Fréttatillkynninig). GREINARGERÐ RIKISENDURSKODUN AR Samkvæmt beiðni í bréfi dags. 10. maí sl. fer hér á eftir samandregiii greinargerð iim at hugasemdir rikisendurskoðunar og únskurði á reikningsskilum Rannsóknaráðs ríkisins fyrir ár ið 1969. Þá fylgja hér með, í Ijósriti, svör framkvæmdastjóra ráðsins við athugasemdunum, en að venju voru þær sendar ráðu neytinu á sínum tíma. Eins og fram kemur af athuga semdum ríkisendurskoðunar við reikningsskil Rannsóknaráðs rik isins fyrir árið 1969, er ýmislegt í bókhaldi stofnunarinnar á ann an hátt, en vera ætti. Margar athugasemdirnar eiga rót sina að rekja til þess, að ekki hefur verið viðhöfð nægj- anleg vandvirkni í bókhaldsvinn unni, t.d. eru ýmis útgjöld færð á aðra liði en vera ætti. Er hér frekar um að ræða fjölda færslna en um stórar fjárhæðir. Ekki verður séð, að um viljandi „ónákvæmni" se að ræða til þess að ná fram breytingum á mðurstöðutölum kostnaðarliða. Þá hefur óvandvirkni komið fram í sambandi við Surtseyjar félagið, hafa verið færðar til gjaida hjá Rannsóknaráði nokkr ar fjárhæðir, sem Surtseyjarfé- lagið á að greiða, samt. krónur 8.190,00. Sama máli gildir um nokkrar færslur þar sem um er að ræða framkvæmdastjóra ráðsins og skrifstofustjóra Skrifstofu rann- sóknastofnana atvinnuveganna. Samtala eru aifkar fænsJur varð andi framkvæmdastjóra ráðsins að fjárhæð kr. 3.295,00, en sam tais kr. 1.230,00 varðandi skrif- stoíustjórann. f»á hafa nokkrir reikningar viðkomandi einkabifreið fram- kvæmdastjóra ráðsins, G-1149, verið færðir til gjalda hjá ráð- inu, samtals að fjárhæð krónur 5.102,10. Er þar um að ræða reikninga fyrir varahlutum að fjárhæð kr, 1.848,00, sem fram kvæmdastjórinn kveður mistök hafa valdið gjaldfærslunni, og kr. 3.254,10 vegna bensíns á bif reiðina, sem framkvæmdastjór- inn kveður hafa verið fært til gjalda hjá ráðinu, vegna notk- unar hennar í þágu stofnunar- innar. í sambandi við simakostnað hefur framkvæmdastjóri ráðsins ákveðið að greiða kr. 7.017,00 af þeim símakostnaði, er beðið var skýringar á. Fellst ríkisendur- skoðunin á þá fjárhæð. Nokkrum sinnum hefur fram kvæmdastjóri ráðsins leigt ráð- inu einkabifreið sina og tekið fyrir hana gjald samkvæmt km- taxta ríkisins, utan einu sinni, þar sem reiknað mun vera sama gjald og bilaleigur taka, en dreg inn frá 20% afsláttur. Eftir atvikum hefur ríkisend- urskoðunin fallizt á þesssa reikn ingagerð, nema þetta eina til- vik, þegar reiknað er bílaieigu gjald. Þar hefur rikisendurskoðunin reiknað út km-gjald og úrskurð ar endurgreiðslu kr. 7.880,00. Ríkisendurskoðunin hefur því úrskurðað eftirtaldar endur- greiðslur úr hendi framkvæmda stjóra ráðsins: Vegna misfærslna í bókhaldi kr. 3.295,00 Vegna bifreiðarinnar G-1149 — 5.102,10 Vegna símakostnaðar — 7.017,00 Vegna leigu einkabifreiðar — 7.880,00 að heimild viðkomandi ráðu-- neytis þarf til ferðalaga til út- landa á kostnað ríkisims. Slikra heimilda var því ekki aflað vegna ferðalaga greiddra af ráðinu. Fyamkvæmdastjóri ráðsins hef' ur gert grein fyrir hverju ein- stöku ferðalagi og verður við svo búið látið standa að þessu sinni. Þá hefur á skort að aflað hafi vérið heimildar ráðuneytis til greiðsiu launa ¦ sjóefnanefndai og/eða þóknana, en samkvæmt skýringum framkvæmdastjóra ráðsins unnu nefndarmenn ýmis sérfræðistörf auk venjulegra nefndarstarfa, en öll launin eru færð sem nefndarlaun. Nú hefur verið aflað umbeð- inna hehnilda ráðuneytisins fyr ir þessum greiðslum syo og fyr ir greiðslum til framkvæmda- stjóra ráðsins fyrir sérstök störf. Af frarhansögðu má ljóst vera, að bókhald Rannsóknaráðs verð ur að vinnast af meiri má- kvæmni en verið hefur og verð ur að ætla að athugasemdir og úrskurður ríkisendurskoðunar verði hvati í þá átt. Ríkisendurskoðunin leggur ekki til að gerðar verði breyt- ingar á fyrirkomulagi bókhalds og fjárvörzlu Rannsóknaráðs, a.m.k. ekki á meðan þessi sam eiginlega skrifstofuþjónusta, Skrifstofa rannsóknastofnana at vinnuveganna, er fyrir hendi í núverandi mynd. í því sambandi vaknar eú spurning hver staða Skrifstofu Samtals kr. 23.294,10 Framkvæmdanefnd rannsókna ráðs og/eða framkvæmdastjóra þess virðist ekki hafa verið ljóst rannsóknastofiiana atvirinUyeg- anna sé gagnvart Rannsókna- ráði, hvort þar eigi aðeins að fara fram bókhald og fjárvarzla, gagnrýnislaust, eða hvort t.d. skrifstofustjóri skrifstofunnar eigi að neita að láta færa og/ eða greiða þá reikninga, er að hans -áliti falli ekki undir þær regiur, er fara beri eftir, eða ekki þannig úr garði gerðir að fullnægjandi sé eða hvort hann eigi að láta sér nægja, að fram kvæmdastjóri ráðsins riti sam þykki sitt á þá. Þess skal getið, að þetta sama vandamál gildir einnig gagn- vart öðrúm þeim stofnunum, er skrifstof an hefurr bókhald og fjárreiður fyrir. Eins og fram kemur i úr- skurði, þá litur rikisendurskoð- unin svo á, að Rannsóknaráðið eða framkvæmdanefndin fyrir þess hönd, fylgist það með fjár reiðum ráðsins, að allar stærri fjárráðstafanir hljóti þar form lega afgreiðslu svo og að lagð ar séu i stórum dráttum þær línur i fjármálum, sem fram kvæmdastjóri ráðsins vinni eftir. Að sjálfsögðu getur fram- kvæmdastjóri ekki borið ein- stakar minni háttar greiðslur undir samþykki ráðs eða nefnd ar, þær verður hann að ákveða að eigin mati og í samræmi við þær reglur, sem á hverjum tima gi'lda, um ráðstöfun opinbers fjár. F. h. T. Halidór V. Sigurðsson. Torfi Halldórsson á reynslusiglingii. Ljösmynd Mbl., h. k. Mynd- in er tekin frá lóðsbát fsafjarðar, íir stafni. Bátur til Flateyrar ~ frá skipasmíðastöð Marselíusar FLATEYRI, 17. maí. Nýtt skip koim hiingað tiJ heimahafnar sí. laugardagskvöld í fögru veðri. Var það vélskipið Torfi Halll- dórsson ÍS 19, sem er smáðaður í sta'pasmíðastöð MarseMusar Bernlharðsisonar á Isafirði. Skip- ið er 115 smálestir brúttó og mesta lengd 26,40 metrar, breídd 7,70 m og og dýpt 3,35 m. Aðal- vél skipsins er Vicmanm 660 ha og reyndist ganghraði í reynslu- ferð 12,5 sjómilur. Hjálparvélar eru tvær aí gerð- inni Mereedes-Benz, hvor um sig 50 ha og framleiða þær 220 vatta riðstraum, samtellis 50 kilovötf. 16 tonma togvinda er i skipinu framleidd hjá Sigurði Svein- björnssyni hí., Reykjavik. Skip- ié er stmiðað etftir ströngustu kröfum uoi gerð ísflemzikra fiski- sJtipa aí þessari stærð og er búið olQuim fiskSeitar- og siglinga- tækjum af nýjustu gerð. Skipið er nú fulllbúið til veiða og m.un heíja veiðar næstu daga. Skip- stjóri verður Jón Marteinn GuSröðarson á Isaifirði, stýrimað- ur Eimar Hálfdánarson, Bokmg- arvik og 1. vélstjóri G&aHi Valtýs- son, Flateyri. Eigandi slkipsims er Benedikt Vagin Gummarsison út- gerðarmaður, Flateyri, en bamn á einmig m/b Áskell Torfajson 70 tonma skip. Margt manna safnaðist á haínarbafckann til þess að fagna himu nýja skipi, ræðu flutti Odd- ur Einar Kristjánssom f. h. hreppsmefridar og þakkaði hann Beinedikt Gunnarssyni fyrir framtak hants I atvinmwmálum staðarins, og bauð skip og skips- höfin velkoanma. — Kristjám. STAKSTEINAR Efnalegt sjálfstæði Eitt af brýnustu verkefiuoim nútimaþjófffélags er að trygg'Ja efnahagsiegt sjálfstæði borgar- anna allra. Það er varasöm þró- *t un, ef yfirráðin yfir fjármagn- inu safnast.á fárra hendur, hv©rt heldur er ríkisins eða einst&kl- inga. Þess vegna er nú mifeil- vægt að stuðia að dreiflngu fjár- málavaldsíns í þeim tilgangi »9 treysta efnalegt sjálfstæði fólfes- ins í landinu. f stjórnmálayfirlýsingu lands- funii.ir Sjálfstæðisflokksins seg- ir svo: „Endurskoða þarf af- skipti ríkis og stjórnmálaflokfea af fjármálakerfinu og vinna að þvi að fjármálavaldið sé sem mest i höndum borgaramna sjálfra og samtaka þeirra. Stefna ber að því, að hið opin- V bera hætti sem mest þátttökn f atvinnurekstri og leggja sfeal höfuðáherzlu á frjálsan einfea- og félagsrefestur, frjálsa sam- keppni, þátttöku almennings f atvinnurekstrinum og bag- fevæmari rekstrareiningar. Sjálf- stæðisflofekurinn telur, að sam- keppni og frjáls verðmyndun sé bezta trygging neytenda fyiií hagstæðum viðskiptakjörum. Til iryggingar eðlilegum vendunar- háttum verð'i sett lög um eftirlit nieð hringamyndun, einokun ©g verfflagi. Breyta þarf yfirstjórii banka og sparisjóða atvinnuveg- anna nieð það fyrir augum að gera kerfið virkara og einfald- ara en nú er. Markmiðið er a8 gera borgarana efnahagslega sjálfstæða og stuðla að því, aS fjölskyldur búi í eigin ibéð, í. enda sé þeim ekki iþyngt um ©f vegna sfeulda eða fasteigniia- skatta." Vinnumarkaður Stóraukin þátttaka almennings i atvinnurekstrinum er samofiii þeim hugmyndum, sem nú eru oft ræddar, um aukna Mut- deild fólksins i stjórnun atvinnti fyrirtækjanna. I st.iórnmálayfir lýsingu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins segir svo um vinnu- markaðinn: „Efla ber skilnipg á þvi með aðilum vinnumarfe- aðarins, að raunhæfar kjarabæt- ur verði bezt tryggðar með aukinni framleiðslu, framleiðni og bættiim viðskiptakjörum, <- jafnframt stöðugu verðlagi. Til þess að jákvæður árangur náist á þessu sviði, er vinnufriðtar grundvallarnauðsyn. Endursfeoða ber vinnulöggjöfina í samráði við samtök launþega og vínnu- veitenda. Ber við þá endurskoS- un m.a. að hafa i huga ný ákvæði laganna, er tryggi rétt sáttasemjara til frestunar á boð- uðu verkfalli eða verkbannít ásamt öðrum ákvæðum, »r tryggi að til hins ýtrasta verðf reynt að ná samkomulagi, áðnf en til vinnustöðvunar kemur. Sfuðlað verði að þvi, að að- ilar þessir komi á með sér rammasamningum um samstarfs- nefndir með aukið atvinnulýð- v ræði í huga. Áfram verði unnið að vinnurannsóknum, hagræð- ingu og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja, auk hvetjandi launa- kerfa, sem mun ásamt frjátsnm amningum þessara aðila stuðla að réttlátri skiptingu þjéðar- tekna." Á þessum sviðum er vissulega þörf nýrrar sóknar til þess að efla áhrif einstaklinganna í þjóðfélaginu. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.