Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1971 Yngstu f íknilyfj aney tendur 16 ára Fíknilyfjaneyzla er orðinn áþreifanlegt vandamál hér á landi og „IUgresið skýhir út fleiri og fleiri öngum". valda. Ég vil því leiða þá hlið hjá mér. Hitt get ég aftur rætt, að það er greinilegt að þetta vandamál er búíð að skjóta rótum hér á landi og því ber okkur að beita allri orku í það að stemma Sum stigu við því, að illgresið nái að RÉTTIR þrír mánuðir eru nú liðnir siðan til starfa tók fjög- urra manna samstarfshópur lög- reglu og toils til að kanna, hvert ástand ríkti hér á landi á sviði fíknilyfjaneyzlu. Hópurinn sendi fyrir nokkru embætti lögreglu stjórans skýrslu um störf sín °8 a grundvelli hennar hafa nú verið lögð drög að 70 málum, þar sem einhvers konar með- ferð ávana- eða fíknilyfja kemur fram. Nokkur hluti þessara mála hefur þegar verið sendur sak- sóknaraembættinu til athugun- ar. Morgunblaðið átti samtal við Kristin Ólafsson, fulltrúa lög- reglustjóra, um þessi mál, en þess má geta, að framangreind- ur samstarfshópur er skipaður einum manni frá rannsóknarlög reglunni í Reykjavík, einum frá embætti lögreglustjóra, einum frá tollgæzlunni og sá fjórði kemur frá lögreglunni á Kefla- Víkurflugvelli. — Þessi samstarfshópur hefur eftir föngum reynt að kynna sér ástandið í þessum efnum, segir Kristinn. í skýrslum þeirra eru skráð viðtöl 388 talsins, en þess ber að gæta, að margir þeirra, sem rætt hefur verið við, eru margtaldir í þessari tólu. Á grundvelli þessara skýrslna er nú búið að leggja drög að 70 málum, þar sern einhvers konar meðferð ávana- og ,, fíknilyfja kemur fram. Inn í hverju máli eru svo mismargar skýrslur, þannig að þessi tala segir held- ur ekki allan sannleikann. — Hver er þá sannleikurinn um stærð vandamálsins? — Hann treysti ég mér ekki til að tíunda, enda er alltaf ver- ið að sækja á ný og ný mið, þannig að útíiokað er að full- yrða með nokkurri vissu, hversu útbreidd ávana- eða fíknilyfja- neyzla er orðin hér á landi. Hins vegar vil ég taka fram, að það, að ekki skuli fleiri en 70 mál nú vera undirbúin, stafar ekki af því, að efni til þeirra skorti, heldur hinu, að tími hef- ur ekki unnizt til að vmna að þeím. — Hvers konar efni er hér aðallega um að ræða? — Aðallega kannabis; það er háss og marijúana. Og að því er okkur er sagt, þó að við 'höf utn ekki getað sannreynt það sjálfir, mun sumt af þessu vera ópíumblandað. Einnig ber nokkuð á skynvillu ifnum, einkum LSD og lítils láttar af meskalíni. —Á hvaða aldri eru neytend urnir? — Aldur þeirra, sem þessi at- hugun hefur leitt fram í dags- ljósið, er yfirleitt 19, 20 og 21 ár. Yngstu neytendurnir, sem okkur er kunnugt um, eru 16 ára. — Hvernig er skiptingin milli kynja? — Það er miklu meira um pilta en stúlkur. — Hefur þessi rannsókn ein- skorðazt við Reykjavík, eða . . ? — ... Samstarfshópurinn hef- ur aðallega unnið hér í Reykja- vík og einnig á Keflavíkurflug- velli, þegar ástæða þykir til. Hins vegar hefur fólk úr ná- grannasveitum Reykjavíkur komið inn í málin við rannsókn irnar. — Er unnt að segja að þetta vandamál einskorðist við þétt- býlið hér syðra? — Því get ég ekki svarað, frekar en spurningunni um stærð vandamálsins. En við höf- um ekki fengið beiðnir eða ábendingar um rannsókn slíkra mála frá lögregluyfirvöldum annars staðar á landinu en hér á suðvesturhorninu. Og þá á ég við Reykjavík, Kópavog, Hafn- arfjörð, Keflavík og Keflavíkur- flugvöll. — Mætti greina einhverjar sam eiginlegar ástæður að baki þeim neytendum, sem þið hafið fundið — til dæmis heimilis- ástæður, þjóðfélagsstöðu eða eitt hvað annað? — Nei. Það höfum við ekki fundið. í hópí neytendanna eru ungmenni með alls konar bak- grunn — innan um frá beztu heimilum,, að því er við þekkj- um ,til., — Hvar koma.st þau á bragð ið? — Mörg þeirra hafa kynnzt þessum efhum erlendis og þá einkum á hihum Norðurlöndun- um og í Englandi. En það þaií ekki alltaf utanlandsferð til. Mörg þeirra hafa fyrst komizt á bragðið hér heima. — Hvernig berast þessi efni inn í landið? — Það er aðallega um þrjár leiðir að ræða: í pósti — og þar á ýmislegan hátt, nokkuð kemur einnig með farþegum til landsins og í þriðja lagi koma þessi efhi í gegnum varnarliðið. — Hvaða leið er drýgst? — Ég get ekki sagt til um það. Skiptingin á magni Virðist vera nokkuð jöfn — Ef við tökum nú fyrstu Kristinn Ólafsson reglan þar hafði á skiá. þessara nafna hafa og komið við sögu hér heima. — Og hvaða fólk er þetta? Námsfólk? — Þetta er mikið námsfólk og hljómlistarfólk. — Önnur leiðín, sem þú nefnd ir, var með farþegum til iands- ins. Eru það íslendingar eða út- lendingar? — Bæði. Við höfum frétt af útlendingum, sem reyndust vera söluaðilar hér, þó að okkur hafi ekki tekizt að ná til þeirra í tíma. — En íslendingarnir? — Ég býst nú við að upphaf- legi tilgangurinn sé yfirleitt ekki að selja hér á landi. Að minnsta kosti höfum við enn ekki náð til þess magns, að það eitt bendi til slíkra áforma. En það getur reynzt erfitt að stilla sig, þegar markaðurinn er hungraður. — Og þá er það varnarliðið? — Já. Við vitum til þess, að menn úr varnarliðinu hafi lagt vaxa. — Hvernig það? — Það held ég verði bezt gert með því að fá almenning til að leggja fram sitt lið, auk þess sem yfirvöld vinni áfram af festu að þessum málum. Þess skal getið, að við höfum orðið þess varir — og það mjög greini lega, að meðal almennings ríkir mikill áhugi á þyí að koma til liðs víð okkur í þessum efnum. — Hvað með fræðslu? — Ég er mjög hlynntur því, að fræðsla á þessu sviði verði tek- in inn sem eðlilegur þáttur heilsufræðináms. Og ég legg áherzlu á „eðlilegan þátt", þar sem ég held, að fræðslan hefði mun síðri áhrif, ef hún yrði slit in úr tengslum við aðra þætti heilsufræðinnar. — Hver gæti verið hlutur fjölmiðlanna á þessu sviði? — Eg tel allar æsifréttir um þessi mál skaðlegar, þar sem þær geta alveg eins orðið til rætt við Kristin Ólafsson, fulltrúa lögreglustjóra, um fíknilyfjaneyzlu hér leiðina — póstinn, þá þýðír hún, að einhver annar en neytand- inn er í hinum endanum. Érti það íslendingar? — Þar er bæði um íslenzka og erlenda kunningja að ræða, en það virðist ríkjá ótrúlega mikill áhugi hér á því að kom: ast yfir þessi efni. í því sam- bandi má benda á, að hér virð- ist hægt að selja hvers konar heimatilbúnar blöndur; meira að segja mold, undir því yfir- skini, að um fíknilyf sé að ræða. Og allt gengur út. — Hafið þið tak á að hafa hendur í h^fi þeirra, sém senda efnin hingað til lands? — Við getum það. Lögreglan í nágrannalöndunum hefur boð- ið okkur upp á samstarf í þess- um efnúm. Það er bara enn of lítið, sem við vitum um send- endurna. — Eru íslendingar á skrá er- lendra lögregluyfirvalda vegna fíknilyfjaneyzlu eða dreifingar á fíknilyfjum? — Já. Þess eru dæmi. Ég get nefnt, að þegar við vorum í Kaupmannahöfn um síðustu ára mót að kynna okkur þessi mál þar, voru okkur gefin upp nöfn nokkurra íslendinga, sem lög- til fíknilyf í fjölmenn „partí" hér í Reykjavík. Einnig er ljóst, að varnarliðsmenn hafa útvegað fólki fíknilyf, sem þá hafa sótt heim. — Er hér um stóran hóp varnarliðsmanna að ræða? — Ekki myndi ég telja það. En einn er einum of mikið. — Og hvað hefur verið gert í málum þessara manna? — Við höfum sent viðkom- andi yfirvöldum skýrslur um mál þeirra. Ég vil benda hér á-, að okkar hjutverk er að reyna að koma í veg fyrir að fíknilyf berist til landsins, og ef það hendir, þá að hindra notkun þeirra og út- breiðslu. Það er svo annarra að fleyta málunum iengra, ef þeir telja starf okkar gefa tilefni til slíks. . — Nú þýðir ekki lengur að neita þeirri staðreynd, að fíkni- lyfjaneyzla er til hér á landi. Hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getum við til dæmis gert fyrir 16 ára fíknilyfjaneytanda? —'¦ Ég á nú dálitið erfitt með að svara þessari hlið málsins, þar sem hún heyrir undir ákvörð unarvalds annarra og hærri yfir valda, dóms- og heilbrigðisyfir- þess, að vekja áhuga einhverra á fíknilyfjum og draga þeim nýja neytendur. Sannar og ýkju lau^sar frásagnir tel ég hins veg ar sjálfsagðair. — Hafa undanfarnar rannsókn ir leitt í ljós, að um „fíknilyfja- hring" sé að ræða hér á landi? — Nei. Við. höfum ekki kom- izt að öðru en að dreifingar- kerfið byggist á emstaklingum, sem starfa út af fyrir sig. Auð- vitað er stundum um eínhvers konar kunningsskap að ræða, en um samtök held ég elkki. — önnur hlið á þessu máli er pilluátið. — Já. Það er gamalt vanda- mál og flókið. Misnotkun róandi pillna alls konar er mikil og fer vaxandi að mínu áliti. í sum- um tilvikum er hún tengd fíkni lyfjaneyzlu, en að mestum hluta er um aðra neytendur að ræða og þar fólk á öllum aldri. Ásókn í pillurnar er mikil og ég tel, að læknar verði að vara sig nrjög vel á alls kyns brögðum, sem fólk notar til að verða sér úti um þessar pillur. Og þá ertu nú reyndar aftur bú- inn að teyma mig út fyrir mitt svið. - «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.