Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAl 1971 3tttt$uttM*Mfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Rilstjórar Aðstoðarritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 195,00 I lausasö hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstrœti 6, sími 10-100 Aðalstraeti 6, slmi 22-4-80. kr. á mánuði innanlands. lu 12,00 kr. eintakið. UNGT FOLK OG NY VIÐFANGSEFNI 17"ið hverjar kosningar geng- " ur jafnan fjöldi nýrra kjósenda að kjörborðinu í fyrsta sinn. Þessum yngstu kjósendum fjölgar jafnt og þétt, og aldrei fyrr hefur svo stór hópur ungs fólks átt kost á að neyta kosningarétt- ar og nú. Stjórnmálaflokk- arnir reyna jafnan með ýms- um hætti að koma sjónarmið um sínum á framfæri við þetta unga fólk, enda er þar um að tefla óplægðan akur af þeirra hálfu. Það er þó ljóst, að megin gagnrýnin á stjórnmálaflokk- ana undanfarin ár hefur ein- mitt komið frá ungu fólki. Fjölmargt ungt fólk hefur tekið verulegan þátt í störf- um stjórnmálaflokka og unn- ið þar að breytingum og nýj- um vinnubrögðum. Á hinn bóginn haf a stórir hópar ungs fólks staðið utan allra flokka og stjórnmálasamtaka. í aug- um margra eru stjórnmála- flokkarnir keimlíkar stofnan- ir og þeir sjá ekki grundvall- ar skoðanamismun milli ein- stakra flokka. Af eðlilegum ástæðum verða stjórnmála- umræður marklitlar í hugum þessa fólks. Hvort sem þetta er rétt mat eða ekki, stendur þetta fólk á krossgötum, þeg- ar dregur að kosningum og stjórnmálaflokkarnir hefja baráttuna um atkvæði þess. En hvort sem unga fólkið hefur skipað sér í raðir ein- hverra stjórnmálaflokka eða ekki, blasa fjölbreytileg við- fangsefni þjóðfélagsins við því sem öðrum. Stöðugt fleiri ungmenni leggja nú stund á langskólanám, ýmist í háskól- um eða sérskólum. Menntun- in er undirstaða lífsstarfs hvers einstaklings og því er það frumskylda þjóðfélagsins að tryggja öllum jafnan rétt og aðstöðu til náms. Eins og nú er ástatt er landsmönnum þó mjög mismunað í þessu efni. Þannig á fjöldi ungs fólks í hinum dreifðu byggð- um landsins ekki kost á lang- skólanámi vegna búsetu sinn- ar. Til þess að útrýma þessu misrétti verður á næstu ár- um að hefja stórsókn til efl- ingar skólakerfinu úti á lands byggðinni. Á undanförnum árum hafa verið gerð stór átök til þess að auka námslán til náms- manna heima og erlendis. Það er á hinn bóginn orðið augljóst, að skuldabagginn verður orðin þungur, þegar námi loks lýkur. Þess vegna hafa nú komið fram raddir um námsstyrki eða námslaun. Nú er það einnig svo, að fjöl- margir, sem horfið hafa frá námi af einhverjum ástæð- um, óska síðar að komast inn í skólakerfið til að afla sér aukinnar menntunar. Það er augljóst, að þjóðfélagið verð- ur með einum eða öðrum hætti að koma til móts við þessar óskir. Enda á skóla- kerfið ekki einungis að vera fyrir æskuna, heldur fólkið í landinu. Unga fólkið hefur einnig við önnur viðfangsefni að glíma, þegar það ræðst í heimilisstofnun og íbúða- kaup. íbúðir í eigu fólksins sjálfs eru hornsteinar efna- hagslegs sjálfstæðis borgar- anna. Þess vegna er það ein höfuðskylda þjóðfélagsins að búa svo um hnútana, að ungu fólki sé kleift að eignast sín- ar íbúðir, án þess að það sé firrt lífshamingjunni vegna óhóflegs strits. Ungar konur æskja þess nú í æ ríkara mæli en áður var að taka þátt í störfum þjóðfélagsins utan heimilisins. Þetta er þróun, sem átt hefur sér stað um nokkurn tíma og verður vafa laust hraðari á næstu árum en verið hefur til þessa. Þetta kallar á ýmis konar aðgerðir eins og t.a.m. fjölgun barna- heimila. ÖU þessi viðfangsefni og raunar miklu fleiri blasa við ungu fólki í dag. En þetta unga fólk er leitandi og hef- ur hug og vilja til þess að koma fram með nýjar og ferskar hugmyndir. Margar nýstárlegar hugmyndir eiga þó oft og tíðum erfitt upp- dráttar í fyrstu, og ef til vill hafa stjórnmálaflokkarnir verið of lokaðir fyrir nýjum hreyfingum og hugmyndum ungs fólks. Stjórnmálaflokk- ur verður á hverjum tíma að vera opinn og frjáls um- ræðuvettvangur, því að ein- mitt innan vébanda stjórn- málaflokka eiga straumar nýs tíma að koma fram. En unga fólkið hugsar ekki einungis um eigin hagsmuni, heldur hefur það hug á að vinna að betra þjóðfélagi, þar sem einstaklingarnir geta notið og þroskað hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli. Síaukin áherzla er því lögð á aukið lýðræði, þátttöku og hlutdeild almennings í stjórn un atvinnufyrirtækja, mann- helgi og frelsi einstakling- anna til orðs og athafna. Muskie? Miklar sveiflur í bandarískum stjórnmálum EDMUND Muskie, öld- ungadeildarmaður, nýtur enn mestra vinsælda með- al bandarískra kjósenda þeirra leiötoga Demókrata- flokksins, sem koma til greina í forsetaframboð á næsta ári. En þrátt fyrir hagstæðar skoðanakannan- ir að undanförnu fer varla á milli mála, að Muskie hefur lækkað í áliti: hann þykir hikandi og óákveð- inn. Sá maður, sem verð- ur áreiðanlega mest fylgzt með í bandarískum stjórn- málum fram til forseta- kosninganna, er Edward Kennedy. Opinberlega neitar Kenne- dy því, að hann keppi eftir forsetaframboði. Útskýring- ar hans í einkaviðræðum á ríkjandi stjórnmálaástandi gefa þó sterklega til kynna, að hann kunni aS vera að endurskoða afstöðu sína. Mat hans á ástandinu er eitthvað á þessa leið: Bandarísk stjórnmál eru komin á nýtt stig, sem er furðulega sveiflukennt. Það sést meðal annars á miklum áhuga meðal almennings á ping-pong-þiðunni svoköll- uðu í samskiptunum við Kín- verja þrátt fyrir harð- vítugan áróður, sem hef- ur verið rekinn gegn kin- versku kommúnistastjóin- inni í meira en 20 ár, upp- haflega fyrir atbeina Ric- hard Nixons meðal annarra. Mótmæli fyrrverandi her- manna gegn Víetnam-stríð- inu hafa hlotið mikla samúð meðal almennings, og þetta sýnir hvernig viðhorf geta breytzt á örfáum vikum, seg- ir Kennedy. NÆGUR TlMI. Kennedy telur að „rót- grónir" foringjar repúblik- ana og demókrata, Nixon annars vegar og Muskie og Hubert Humphrey hins veg- ar, elti stöðugt almennings- álitið i stað þess að móta það með meiri djörfung. Stjórn- málamaður, sem hefur hug á að stíga fram á sjónarsviðið og móta almenningsálitið í stað þess að fylgja þvi, að minnsta kosti í orði kveðnu, hefur enn nægan tíma til stefnu. Hann hefði líka nægan tíma til stefnu, þótt hann biði þangað til barátt- an fyrir forsetakosning- arnar hefst formlega í janú- ar næstkomandi. Þetta er grundvallarforsenda Kenne- dys, að því er fram kemur í einkaviðræðum við hann um stjórnmálaástandið. Kennedy játar, að það hafi verið mistök hjá sér að halda fyrir forsetakosn- ingarnar 1968, að Nixon tæk- ist að nota til sigurs óánægju atoennings með Vi- etnanvstríðið vegna þess hve herskár hann hafði verið í afstöðu sinni til stríðsins. En að þessu sinni telur Kennesdy, að Nixon takist ekki að nota friðarhorfur í stríðinu til þess að tryggja sér endur- kosningu. Ástæðan sé sú, að þótt almenningur sé ánægður með heimkvaðningu her- manna frá Víetnam, hafi rétt- arhöldin gegn Calley og aðr- ir atburðir að undanförnu gert stríðið að siðgæðismáli. Þess verði vart í vaxandi mæli, að spurt sé hvort það sé rétt að hafa herlið í Indó- Kennedy Nixou Kína, hvort það lýsi nokkru siðgæði að sprengja upp þorp eins og fótgönguliðar á borð við Calley lautinant í My Lai 1968. MCGOVEBN HJÁEPAB. Eini forystumaðurinn úr hópi demókrata, sem í svip- inn stenzt þetta siögæðislega próf, er George MeGovern, öldungadeildarmaður frá Suð- ur-Dakota, og eini maðurinn sem hefur opinberlega gefið kost á sér til forsetaframboðs 1972. Hann er bandamaður Kennedys og gaf kost á sér sem friðarframbjóðanda á flokksþinginu alræmda í Chicago sem nokkurs konar staðgengill Robert Kenne- dys, sem hafði verið myrtur nokkrum vikum áður. En áhrif McGovern rista ekki djúpt. Unga fólkið er ánægt með það sem hann segir, en foreldrar þess, millistéttar- fólkið, þekkir hann aðeins að orðspori. En McGovern vinn- ur Kennedy mikið gagn með því að vera yfirlýstur þátt- takandi í kapphlaupinu, því að hann dregur til sín friðar- sinna úr herbúðum Humphr- eys og Muskies. McGovern gæti látið Kennedy taka við baráttu sinni á næsta ári ef hann breytti um skoðun. Aðstaða Kennedys er vita- skuld ennþá veik að mörgu leyti. Hann var sviptur stöðu sinni í þingflokknum. Fólk hefur enn ekki gleymt bifreiðarslysinu, sem varð Mary Jo Kopechne að bana, en vel getur verið að farið sé að fyrnast yfir það vegna breyttra siðgæðishugmynda. BÓTTÆKABI STEFNA. Þar sem Kennedy gegn- ir engum ábyrgðarstöðum lengur í flokki sínum hefur hann tekið upp róttæk- ari stefnu. Tid dæmis klæddist hann gömlum fötum, meðal annars stormjakka Johns bróður síns úr stríðinu, og rabbaði í þrjá tímá við andstæðinga stríðsins hjá þinghúsinu. Áður hafði hafði hann verið við kvöldverð sem demókrat- ar efndu til fjársöfnunar, en leiddist og fór. Afstaða hans tii helztu mála gerir aðstöðu hans sterka. Hann beitti sér fyrir bættum samskiptum við kínversku kommúnista- stjórnina löngu á undan Nixon. Hann hefur borið fyr- ir brjósti velferð flóttamanna í Indó-Kina i fimm ár, siðan 1967, þegar þjáning þeirra var ekki mikið atriði í stjórn málabaráttunni. Blökku- menn, fólk af mexíkönskum uppruna og Indíánar dýrka Keinnedy meir en nokkurn annan stjórnmálamann. — Vegna írsks uppruna síns nýtur hann stuðnings „hörðu hattanna" svököMuðu, það er hvítra verkamanna sem eru ekki eiins hrifnir af Nixon og Spiro T. Agnew varaforseta og þeir voru fyrir nokkrum mán- uðum vegna verðbólgunn- ar og atvinnuleysis. Enn sem komið er beinir Nixon forseti skeytum sínum að Muskie, og er það áreið- lega hyggileg ráðstöfun. Stefnan er sú að dreifa at- hyglinni frá Humphrey og Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.