Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1971 15 80 ára á morgun; Jóhannes Erlendsson bóndi á Stóru-Giljá Á morgun er 80 ára sá ágæti maður Jóhannes Erlendsson bondi á Stðnu.Giliá. Hann er fædd ur á Bemakeldu 21. maí 1891 son- ur hjónanna Ástriðar Sigurðar- dóttur frá Hindisvík á Vatnsnesi og Erlendar Eysteinssonar frá 'Örrastöðum. Bjuggu þau mætu hjón lengi stóru búi á Beina- kéldu. Eignuðust þau 8 börn: 4 dætur og 4 sonu. Komust þau ' sýstjkini ÖH til fuliorðins ára og voru þróttmikið og gott fólk. Muriu fjögur þeirra enn á lifi, en fjðgur eru komin yfir tjaldið mikla. Bóndinn Erlendur Eysteinsson andaðist árið 1901 eftir uppskurð. Fluttist þá ekkjan bráðlega að Stóru Giljá ásamt sumum börn- unum. Þar á meðal Jóhannesi. En elztu bræðurnir Sigurður og Eysteinn bjuggu áfram á Beina- keidu. Bjó Eysteinn þar við mik inn skörungsskap tii dauðadags 1969, en Sigurður flutti að Stóru Giljá 1916 og hefir búið þar æ siðan í félagi við bróður sinn Jóhannes. Bjuggu þeir fyrst með móður sinni Ástríði, en þegar hún féll í valinn, þá með yngstu systur sinni Sólveigu. En eftir að hún giftist Páli Kristiánssyni á Reykjum, hafa þeir búið með ráðskonum, en aldrei kvænst eða edgnast afkvæmi. Sáðustu áratugi hefir ráðskona þeirra bræðra verið Sigurbjörg Jónasdóttir frá Litladal. Giliár-bræður hafa verið fram- úrskarandi framfaramenn, svo að þeir eiga fáa sina lika. 1 bygg ingum og ræktun á jörð sinni hafa þeir verið svo stórtækir, að tdl mikillar fyrirmyndar er. Ár- ið 1926 byggðu þeir íbúðarhús- ið, sem er stórt steinhús tvílyft með kjailara undir, og var það mjög vandað eftir því sem gerð ist á þeim tíma, með góðri vatns leiðslu. Nokkru síðar byggðu þeir rafstöð í Giljárgiii tii allra afnota fyrir heimilið og hefir hún skapað mikil þægindi, svo sem gefur að skilja. En nú mun hun vera sett í samband við 'rikisrafveitu héraðsins. Fjós og 1 íjárhús og heyhlöður hafa þeir 'byggt I stórum stíl, svo sem nauðsyn ber tii, því alltaf hafa þeir haft stórt bú. Ræktunin er orðin geysi mikil. Bæði tún og engjar með góðri áveitu. Auk þess stórt tún á beitarhúsum fyrir ofan Beina- keldu. Og allt þetta mikla rækt unarland er vélfært. Samvinna þeirra hefir alla tið verið með miklum ágætum svo þar hefir aldrei borið skugga á. Að gera upp á milli þeirra, verð- ur ekki reynt hér. En þó hafa þeir alla tíð haft sín á milli nokkra verkaskiptingu, á hinn heppilegasta máta. Siguðrur hefir að mestu leyti haft umsjón á hag heimilisins út á við. Og ekki einasta heim- ilisins á Stóru Gidjá, heldur og allrar sveitarinnar: Torfaiækjar- hreppi. Var hann mjög lengi bæði oddvitd og hreppsstjðri sveitarinnar og rækti þau störf af mikil'li prýði. Jóhannes hefir mjög lítið blandað sér i opinber mál. Hann hefir varið öllum sínuom kröft- um til að tryggja hag heimilis- ins heima fyrir, og þar hefir hann ekki látið neitt á vanta. Hann hefir verið framúrskar- andi heyskaparmaður og var meðal alira fyrstu manna til að taka heyVinnuvélar tii afnota á hinn fullkomnasta hátt, og sýndi á því sviðd hinn fullkomn asta dugnað., ósérhlifni, þekk- ingu og verklægni, svo að hon- um stóð enginn framar á þvi sviði. Fiármaður er Jóhannes ágæt- ur, svo al'lt það fé sem hann hefir sjáitfur hirt, hefir jafnan verið hjólalið og af þvi svo full- kominn arður sem bezt getur verið. Þeir Giijár bræður hafa lengi verið mestu heyfirningamenn í Húnavatnssýslu og þó viðar sé leitað. Hafa þeir oft og einatt veitt mörgum öðrum góða hjálp þegar iila hefir verið komið. Sýn ir þetta þeirra miklu fyrir- hyggju og er meira virði, en flestir gera sér grein fyrir. Fyrstu kynni okkar Jóhannes- ar á Giljá voru í undanreið á Auðkúiuheiði. Unnum við þar saman í tvö haust, þegar við vorum ungir menn. Fann ég strax, að Jóhannes var frábær maður að dugnaði -og góðvilja. Undanreiðin var á þeim tíma viku ferð og var tvær nætur gist fyrir sunnan Kjöl i Gránu- nesi. Voru þar venjulega sam- an komnir um 80 leitarmenn. Af þeim voru aðeins 8 Húnvetning- ar. Hitt allt Árnesingar. Flestir úr Biskupstungum en nokkur hópur úr Hreppum. Var þarna venjulega glatt á hjalla einkum þegar þurrt og gott veður var. Þar var kveðið og sungið og glímt. Hittust þar að vonum margir sem aldrei höfðu áður sést. Þótti okkur norðan mönn- um mjög góð kynni við Árnes- ingana, sem margir voru gleði- menn miklir, veitulir og skemmti legir. Eftir þetta var lítid sam- vinna milli okkar Jóhannesar þar til ég fluttist mörgum árum síðar í nágrennið að Akri, sem er næsti bær. Síðan hef ég ailt- af notið ánægjunnar af vináttu og samvinnu við þennan ágæta miann, og þá bræður báða. Get ég ekki hugsað mér betri og ánægjulegri nágramna en þá. Þeir eru svo hjáipfúsir og góð- viljaðir gleðimenn, sem bezt er hægt að kjósa og má þar ekki á milli sjá hvor hinum stendur . framar. Svo stendur á eins og alkunn ugt er, að fjölfarinn þióðvegur liggur gegnum túnið á Stóru Giljá. Þar hefir því oft verið húsfyllir gesta, og oft nætúr sem daga. Hefir þar líka jafnan verist gestrisni í bezta laigi og ekkert til sparað af hálf u bræðr- anna og þeirra heimafólks. Áður en bílaöldin hófst voru þarna miklú meiri brögð af gestagangi en siðan hefir verið, og einkum meira um næturgesti. En siðan bifreiðaferðir komu til sögunn- ar fer fólkið yfirleitt fljótar yfir, en áður var. Þó er það svo að alltaf eru margir, sem stanza á Stóru Giljá til að njóta ánægj- unnar af að eiga tal við hina gestrisnu höfðingsmenn, þvi við þá eiga margir erindi. Jóhannes á Giljá er sérlega orðheppinn maður og orðsnjail, einkum þeg ar það ber við, sem sjaldan er, að hann hefir aðeins smakkað vín. Að vera með honum og þeim bræðrum báðum er þeir ævin- lega ánægjuleg gleðistund. Nú þegar minn elskulegi vin- ur Jóhannes á Giljá er 80 ára, þá færi ég honum innilegar þakkir fyrir allan hans skör- ungsskap og alveg sérstaklega fyrir alla hans ágætu vináttu við mig og mitt fólk og margvís- legar gleðistundir, sem við höf- um saman átt á liðnum árum. Jafnframt óska ég þess mjög eindregið, að honum reynist ævi- kvöldið ánægjulegt og bjart hvort sem það verður langt eða stutt, Heill þér kæri vinur. Jón Pá.lmason. Iðnftœðsluráö Orðsending um rafsuðunámskeið og hæfnispróf. Rafsuðunámskeið verða haldin á næstunni við iðnskólana í Reykjavík og á Akureyri, til undirbúnings sveinsprófum í raf- suðu, sem verða haldin þegar að námskeiðunum loknum. Rétt til þátttöku eiga þeir. sem starfað hafa við rafsuðu með góðum vitnisburði í a. m. k. 5 ár, þar af að minnsta kosti 24 mánuði á síðustu þremur árum. Þeir sem standast próf þessi munu fá útgefin sveinsbréf í raf- suðu, auk hæfnisvottorðs Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Umsóknir um þátttöku skal senda Iðnfræðsluráði, þósthólf 5113, Reykjavík, fyrir 1. júni 1971, ásamt vottorðum um starfs- feril umsækjanda við rafsuðustörf. Eldri umsóknir ber að end- urnýja. Til sölu í Kópavogi Iðnaðarhúsnæði, verzlunarhtisnæði og skrifstofuhúsnæði. Ný vönduð bygging á tveimur hæðum, samtals 600 fm. HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12, sími 24647 og 25550, Þorsteinn Júlíusson, hrl., Helgi Ólafsson, sölustjóri. Kvöldsími 41230. Ástand og horfur í rafreiknimálum á Islandi Stjórnarfélag Islands og Skýrslutæknifélag Islands halda sameiginlega ráðstefnu að Hótel Sögu, hliðarsal, helgina 22.— 23. maí og hefst hún kl. 13.30 báða dagana. Laugardaginn 22. maí verður rætt um rekstur rafreiknideilda í fyrirtækjum og stofnunum. Stutt erindi flytja: Öttar Kjartansson, skýrsluvélum ríkis- og Reykjavíkurborgar. Sigurður Þórðarson, Loftleiðum h.f. Gunnlaugur Björnsson, Sambandi ísl. samvinnufélaga. Jakob Sigurðsson, Sláturfélagi Suðurlands. Ölafur H. ÓlafSson, Islenzka álfélaginu. Aðalsteinn Júlíusson, Verzlunarbanka Islands. Sveinbjörn Egilsson, Landsbanka Islands. Magnús Magnússon, Reiknistofnun Háskólans. Sunnudaginn 23. maí verður flutt erindi: rafreiknir sem stjóm- unartækni, Framsögu hefur: Helgi V. Jónsson, borgarendurskoðandi. Þátttaka tilkynnist í síma 82930 fyrir laugardag. Heima er bezt Þjóðlegur fróðleikur fyrir alla fjölskylduna Áskriftargjald aðeins kr. 400.00 Gerist áskrifendur strax í dag. Það borgar sig Tímaritið Heima er bezt. Pósthólf 558, Akureyri Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu Heima er bezt. ? Hjálagt fylgir éskriftargjald 400,00 kr. n Sendið blaðið gegn póstkröfu (kr. 400,00 + kr. 20,00 póstkröfugjald). ? Sendið mér ókeypis Bókaskrá HEB. Nafn Heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.