Morgunblaðið - 20.05.1971, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.1971, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAl 1971 Mývatnsmálið; Lögmenn vilja dómarana burt „MÝVATNSMÁLIГ svonefnda, sem eigendur og ábúendur 36 lögbýla við Mývatn höfðuðu ff gegn rikinu til viðurkenningar á því, að strandeigendur við Mývatn eigi einir almenning vatnsins, var tekið fyrir i Skjól- brekku í Mývatnssveit á þriðju- dag. Þar kom fram krafa frá lögmönnum um að dómarar í máiinu vékju allir sæti og lauk réttarhöldunum með því, að dómurinn tók sér frest til að kveða upp úrskurð um, hvort ástæða sé til, að dómari víki sæti. Sem fyrr segir hófu strandeig- endur málarekstur þerman, en nú hafa tveir aðilar aðrir bætzt inn í málið sem sækjendur; nokkrir eigendur jarða í grenind við Mývatn og hreppsnef nd Skútustaðahrepps. Jóhann Skaptason, sýslumað- ur, tilnefndi sem meðdómendur sína, Friðrik A. Magnússon, hrl. Akureyri og Björn Friðfimnsson, bæjarstjóna á Húsavík. í þing- haldiinu á þriðjudag lögðu lög- menn málsaðilja fram ný slkjöl og allir lögðu þeir fram skriflega kröfu um, að allir dómendumir vékju sæti í málinu þar sem það kyntni að varða ómerkingu síðar, að þeir eru vegna staðna sinna viðriðnir málið. Lögmaður Mývatnebænda er Páll S. Pálsson, hrl, lögmaður rikissjóðs er Sigurður Ólason, hrl., iögmaður Skútustaðahrepps er Guðmundur Skaftason, hrl., og lögmaður utanvatnsbænda er Ragnar Steinbergsson, hrl. . Ung börn fyrir bíl TV(j ung börn urðu fyrir bíl skammt austan gatnamóta Hringbrautar og Hofsvallagötu í fyrrakvöld um kl. 22. Morris- bifreið var ekið í austur og er hún var nýkomin yfir gatna- mótin komu tvö lítil börn, dreng- tir og stúlka, á reiðhjóli út frá bilum, sem stóðu á stæði við miðju Hringbrautar. Skall bíll- inn á börnunum, sem slösuðust bæði. Börnin, Jón Axelsson, Hring- braut 52, 8 ára og Bryndís Árna- dó’ttir, Brávallagötu 48, 5 ára, voru á litlu reiðhjóli, er slysið varð. Ökumaður Morris-bílsins hemlaði jafnskjótt og hann varð barnanna var, en þá var það um seinan og skall bíllinn á börn- in. Hemlaför bilsins voru um 20 metrar — að þvi er rannsóknar- lögreglan tjáði blaðinu. Börnin voru flutt í slysadeild Borgar- sjúkrahússins. Kom þar í ljós að Jón litli er illa lærbrotinn og hefur hlotið höfuðmeiðsl. Bryn- dís litla hlaut höfuðmeiðsl og er kinnbeinsbrotin. Líðan barnanna var eftir atvikum í gær. S.Í.B. 50 ára: Spegilmynd , barnaskólanna Sýningar í öllum skólum borgarinnar um helgina I TILEFNI hálfrar aldar afmæl- is Sambands íslenzkra barna- kennara efna Reykjavíkurborg og Stéttarfélag bamakennara í Reykjavik tii sýninga í ölium Drífa Viðar Thoroddsen. barnaskólum borgarinnar 22. og 23. maí nk., þar sem brugðið er upp spegilmynd af starfinu í barnaskólunum. Dagana 4., 5. og 6. júní nk. verður svo ýtarleg heiidarsýning sama efnis i Melaskólanum og verður þá hátíðllega haldið upp á framangreint afmæli barna- kennarasambandsins. Sýningu Sigríðar Björnsdóttur lýkur MÁLVERKASÝNINGU Sigriðar Björnsdóttur i Bogasalnum lýk- ur á sunnudagskvöld. Á sýntngunni eru 35 myndir. Hefur aðisókn verið mjög góð, og 21 mynd selzt. Sýningin er opin frá kl. 14—22. Drífa Viðar Thoroddsen látin * DRÍFA Viðar Thoroddsen lézt í gærmorgun í BorgarspitaJanuni, en hún hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að striða. Drífa var rúmlega fimmt.ug, þeg ar hún lézt. Drífa Viðar Thoroddsen fædd- ist í Reykjavik hinn 5. rnarz 1920, dóttir hjónanna Katrínar Viðar (fædd Norðmann) og Ein- ars Indriðasonar Viðar. Drífa Viðar Thoroddsen varð stúdent frá MR árið 1938. Árið 1943 fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún lagði stund á mynd listarnám í tvö ár. Síðar lagði hún einnig stund á myndlistar- nám í Frakklandi. Drifa hefur tekið þátt i nokkrum samsýn'ing- um en fyrstu sjálfstæðu mál- verkasýningu sina hélt hún um páskana s.l. Drífa Viðar giftist árið 1947 Skúla Thoroddsen lækni, og varð þeim fjögurra barna auðið, Einars, Theodóru, Guðmundár og Jóns. Nýja þotan heim HIN nýja þota Flugfélags ís- lands mun lenda á Reykja- víkurflugvelli kl. 14 í dag. Þotan kemur frá borginni Dallas í Texas, þar sem hún var afhent F.í. í fyrradag. — Flugstjóri á leiðinni heim er (Anton Axelsson. Þotunni verð ur gefið nafn við hátíðlega at1 höfn á Reykjavíkurflugvelli. | Ingólfur Jónsson, flugmála- ráðherra, flytur ræðu svo og Birgir Kjaran, stjórnarfor- maður F.Í., en frú Svein- ( björg Kjaran mun gefa þot- unni nafn. Lúðrasveitin Svanur leikur á flugvellinum frá kl. 13,30. HM i bridge: Dallas- Ásarnir heimsmeistarar BANDARlKIN sigruðu á heims- meistarakeppninni í bridge fyrir srveiitir sem fra/m hefur farið undanfama daga á Formósu. 1 ú rsl itakeppn inin i sigraði bandaríska sveitin frönsku sveif- ina með 243 stigum gegn 181. Að 96 spilum loknum var sitaðan 175—130. 1 sáðustu 32 spilunum spiluðu bandarísku spilaramir mjög vel og þráitt fyrir góðar tilraunir frönsku sveitarinnar tókst þeirri bajndarisku að bæta við forskotið, þannig að þegar keppninni lauk var 62 stiga mun- ur á sveitunum. Þetta er í annað sinn sem bandaríska sveitin „Daillas-Ás- amir“ sigrar í héimsmeistara- keppninni. Evrópuþing búfjárræktenda haldið hér BÚFJÁRRÆTARSAMBAND Evrópu, sem Búnaðarfélag ís- Iands er aðiii að, efnir til fund- ar uni fóðrun og meðferð sauð- fjár um sauðburð á Hótel Sögu dagana 20.—23. maí. Fundinn sitja 30 manns, þar af um helmingurinn útlending- ar frá sex aðildarlöndum sam- bandsins. Sextán erindi verða flutt á fundinum, þar af tólf ís- lenzk. Á laugardag fara fundar- menn upp i Borgarfjörð og á sunnudag um Árnessýslu. Verða þar skoðuð fjárhús og fé hjá bændum og tilraunabúum. Senn lokar færeyska sjómannaheimilið NÆR allir þeir Færeyingar sem komu hingað til starfa á vertíð- inni eru nú farnir heim. Fær- eyska sjómaninaheimilið við Skúlagötu sem opið hefur verið undainfarna mánuði, lokar ura helgina. Þar hefur að sögn for- stöðumannisinis Johanns Olsen verið margt gesta og samkomu- gesta af færeyskum skipum seon hér hafa haft viðdvöl. í dag klukkan 5 síðdegis verð- ur næstsíðasta kristilega sam- koman í heimilinu að þessu sinni, en iokasamkoman verður á sunnudaginn klukkan 5 síð- degis. Jóhann Olsen og kona hans. sem hefur veitt heimilinu forstöðu með manni sínum, halda heimleið;s á þriðjudaginn kemur. Bifreiðin á slysstað. — Ljóisim.: Sv. Þonm. Hemlalaus bíll olli gangbrautarslysi ALVARLEGT umferðarslys varð síðdegis i gær á gangbraut yfir Hringbraut, framan við gamla Kennaraskólann. Var þar eklð á 26 ára konu, sem var á leið suður yfir götuna. Bifreiðin var tekin úr umferð, þar eð við skoð un eftir slysið reyndist hún vera hemlalaus. Engin hemla- för voru á slysstað. Konan var flutt í slysadeild Borgarspital- ans og þaðan í gjörgæzludeild. 1 gærkvöldi voru meiðsl hennar ekki að fullu rannsökuð, en líðan hennar var sögð eftir vonum. Tildrög slyasins voru þau, að konan var á leið suður yfir göt- una og var 'komin gkammt yfir niyrðri brautina, er bíllkm skall á henni, en hainin kom að austan. Konan kastaðist upp á frambretti bílsins og gkall með höfuðið í framrúðuna, sem brotnaði og brettið dældaðist allmikið. Kon- an kastaðist þá frá bílmum og vðk ökumaður þá til vinotri em beygði síðan til hægri og nam staðar uppi á umferðareyjunmi milli brautanna. Eftir slysi'ð kom í Ijós að bíll- inn var hemlalaus, en ökumaður ber að hemiarnir hafi bilað þá er slysið varð. Engin merki voru samt um það á slysstað — að sögm ramrasókn arlögreglunnar. Bifreiðaeftiriitið tók bílinm í sína vörzlu. Ólafsvík ein með meiri afla HEILDARAFLINN á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms varð, rniðað við 15. maí, 153.667 lestir, að því er Morgunblaðið fékk upplýst hjá Fiskifélaginu í gær. Vertíðaraflinn á þessu svæði í fyrra nani 197.224 iest- um. 1 aðeins einni verstöð á svæðinu barst nú meiri afli á land en í fyrra; í Áiafsvík. Mesitur aifli barsit á land i Grindavík — 39.591 lesit og er hlutur Grindavikurbáta þar í 27.277 lesitir. Á vertíðinni í fyrra bárnst 41.156 lestir á land í Grindavík. í Vestmannaeyjum var landað nú 23.447 lestum á móti 39.055 lestum i fyrra. Til Þorlákshafnar bárust nú 17.803 lestir á móti 18.343 lestum í fyrra og í Keflavík var landað nn 14.200 lestnm á móti 23.176 á vertíðinni í fyrra. Fyrirlestrar vestan hafs: Tiil Ölaísvi'kur bárust nn 8.165 lestir, en á vertíðinni í fyrra var landað þar 7.806 lestum. Tómas Guðmundsson Tómas Guðmundsson og ísland nútímans PRÓFESSOR Richard Ringler, forseti Norrænudeildar Wiscon- sinháskóla í Bandaríkjiinum, er nú á fyrirlestraferð nm Banda- ríkin og flytur fyrirlestra um Tómas Guðmundsson, skáld, og „ísland nútimans." Ringier, sem er viðurkenndnr sérfræðingur í íslenzkum bókmenntum, skrifaði m.a. formálann að Svartfugli, skáldsögu Gnnnars Gunnarsson- ar, sem nýlega kom út vestan hafs. Frá þessari fyrirlestraferð er skýrt í nýlegu tölublaði „Scan“ — mánaðarriti „The American- Scandinavian Foundation." Þar segir, að Ringler lesi í fyrir- lestri sínum um Tómas Guð- mundsson, úrval kvæða hans og reki skáldferil Tómasar. I fyr- irlestri sínum um „Island nútím- ans“ leggur prófessor Ringler áherzlu á menningarlega, þjóð- félagslega óg efnahagslega stöðu Islands nú og rekur nokkuð sögulegar forsendur. Með þess- um fyrirlestri sýnir prófessor- inn skuggamyndir, sem hann hefur tekið hér á landi. Richard Ringler lauk B.A. prófi frá Harvard 1955 með hæstu einkunn og stundaði síð- an nám við Wisconsin-háskóla, þar sem hann tók M.A.-gráðú. Þá sneri hann aftur til Har- vard, þar sem hann varð doktor 1961. Ringler hefur þrisvar komið til Islands, m.a. stundaði hánn nám í íslenzku, íslenzkum bók- menntum og sögu við Háskóla íslands veturinn 1965—’66. — Háhýsi Framh. af bls. 32 skrifstafiur og verzlanir ein- oka nýja miðbæinn. Eí af bygginigTi þessa 10 hæða húsa verður, rís þar hæsita hús í Kópavogi, eti hsestu fjölbýlislhúis þar nú eru f jögurra hæða. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.