Morgunblaðið - 31.07.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JÚLl 1971
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvnmdattjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráó Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritatjórnarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritetjóm og afgreiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4-80.
Áakriftergjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasðlu 12,00 kr. eintakið.
KOSTNAÐARSAMAR AÐGERÐIR
EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR
Sá árstími stendur nú sem hæst, þeg-
ar mannifólkiið og sauðkindin vinna sem
ötullegast að því að eyða gróðri á há-
lendinu. Dalakindin svöng etur grösin
og naigar kannsfci svolítið niður í svörð-
inn, þegair þrengist á dalnum. Ein-
hverja tilburði til sjáLfsbjargarviðleitni
verður hún að hafa. Og mannikindin
elskar svo mjög fósturjörðina, að hún
lætur ekkert stöðva sig í að fara á
henniair fluind og sjá saim mest af hennd,
þó svo hún verði að piista hana í suind-
ur til þess. Svo heit getur ástin oirðið.
Þesisi merki wn oÆumheitia ást lamds-
maimna má viða sjá á háiliemdi Isliands.
Ódeig jeppahjól hafa ekki iátið sig
fyrr en sigur var umninn og búið að
rista sundur jarðveginn. Þau eiga sér
lí'ka bandamenn — vatn og vind — sem
að vetrinum og vorinu halda áfram að
rífa úr þessum förum, svo þau verði
gapandi minjiair um ferðiailagið á vit náitt-
úrunnar. Eftir að þessir tveir höfðingj
ar hafa lokið sér af, er auðvitað ekki
hægt að nota gömlu hjólförin, sem orð-
in eru að djúpum skorum. En þá má
líka alltaif aka við hliðina á þeim og
svo koll af kolli, þar tii giróðurblettur-
inn er alliur. Kannski verður þá loks
að gripa til þess óyndisúrræðis að fara
að aka yfir á sandi eða mel, sem sjald-
an er langt fjarri. En það er auðvitað
ekki gert fyrr en í síðuistu lög, þegar
gróðurinn er farinn.
Gott dæmi um þetta mátti sjá hér í
blaðimu nýlega á myndum frá Fjalla-
baksleið syðri, þar sem ekið hefur ver-
ið um grónar grundir. Gapandi sárin
blasa við á myndunum, en skammt frá
má aka á söndum. Þannig gengur nú-
tímafólk á vit náttúrunnar eða réttara
sagt ekur þangað á fuillri ferð.
Tilefni þessara hugleiðimga var þó
ekki í þetta sinn af hálendmu. Sem ég
gekk eftir Miklubrautinni eitt göðviðr-
iskvöld fyrir nokkru, sá ég allt í einu
hjólför í ræktuðum, fagurgrænum gras-
sverðinum utan við akbrautina. Þau
lágu þvert af rennisléttri götunni og yf
ir steyptan vegarkantinn og síðan gang
stétitina. Ég fylgdi þeim forviða með
augunum og sá uppi við saimbýlishús
hiimum miegin viið grasf'liötiimn tvo stóra
og þunga ferðabílau Þeir voru vandLega
merktir fyrirtæki, sem nýlega er farið
að fara með útlenda farþega um land-
ið, til að kynna ósnortna náttúru þess
og feguirð. Hvenniiig skyklu biilstjórar
með svona hugarfari annars aka um
landið? Hvernig ætli þeir aki í gróður-
vinjum? Æt'l-i þeir stöðvi bilana utan
við tjaldstæðisflatirnar? Mundu þeir
annars nokkuð skilja hvað ég er að
fara? Liklega verða menn að hafa tii
þess innbyggða tilfinmimgu fyrir þvi að
ganga eða aka með nærfærni um þetta
viðkvæma land.
Svo viðkvæmt er það, að sárin eftir
ökutækin eru áratugi að gróa. Þessi á
myndunum af Fjallabaksleið gera það
aldrei. Þau fá ekki frið tii þess, því
héðan í frá rennur vatnið eftir hjólför-
unum hvern vetuir og vor.
í Mbl. var það nýlega haft eft-
ir dönskuim líffræðingi, að hjólför eftir
jeppa væru 100 ár að gróa á Græn-
landi, — norður í Thule minnir mig.
Hér á norðurhveli tekur þetta sannar-
lega sinn tíma. 1 GráfeHstagJi í Hekiiu
eru enn hjóllförin eftir bílana, sem riðl-
uðust þar um í HeMugosinu 1947 en
hafa MMega ekki verið notuð siðan. Á
24 árum sjást þess vart merki að þau
séu farin að jafna sig.
Raunar er það ekki svo undarlegt,
ef að er gáð, að þetta taki tíima. Allur
jarðvegur er myndaður úr rnuLdum, moL
uðum og breyttum bergtegundum og
meira eða minna rotnuðum og ummynd
uðum jurtaleiifum. Það tekur vissulega
sinn tírna að mylja niður fjöliin og
flytja þau með foki og vatni niður yfir
landið. Eða þá að ná sarnan nógu miklu
af jurtaleifium í svo gróðurlWiu Landi,
að af verði nofckurt veruiegt lag af
jarðvegi. Og ekki flýtir hitinn fyrir þvi
verkefni.
Það hefur víst tekið 10 milljónir ára
að mynda jarðveg á jörðinni. Hér hafa
eyðimgaröfl'ijn orðið mikLu steukari en
hin síðan um Landnám. Þá kom maður-
inn í þetta land og ekki öðrum tii að
dreifa. Og auðvitað höfum við hert
róðurinn þar, eins og annars staðar, af
nútíma dugnaði. Með tilkomu stór-
virkra véla getum við uinnið að með
helmingi meiri hraða en nokkru sinnd.
Þungu bíilarnir fyrrnefndu gætu t.d.
orðið drjúgir á einu sumri, hvað þá ef
þeír halda áfriam feirðum i mörg ár.
Einihvern veginn finnst mér það samt
dálítið „trist", ef eitthvað af flóru Is-
lands hefur nú li'fað af ekki minni
plágu en hið mikla jökulskeið, eins og
náttúrufræðingar telja, ef það á svo
fyrir henni að Liggja að farast í blL-
slysi og verða jeppahjólum að bráð.
Það er eins og að standa upp úr
krabbameinslegu og Labba út á götu tiil
að farast í bílslysi.
Vísindamaðurinn, bróðir Jonasar, for
seta Austurríkis, sem komið hafði tii
Isliauids, en ég vissi enigiin deifi á 1 sið-
ustu Gárum, er kominn í Leitirnar. SLg-
urður Jónsson, framkvæmdastjóri Loft-
ferðaeftirlitsins, hringdi og kvaðst eiga
bók eftir hann um leiðangra hans á Is-
landi. Heitir maðurinn Rudolf Jonas og
gaf út bókina „Fahrten im Isiand" árið
1949. Hánn hafði verið hér í vLsinda-
leiðöngrum árin 1934, 1935 og 1939 og
ferðaðist mikið um hálendið. Eru í bók-
inni frásagnir af ferðalögunum og marg
ar myindiir. Þar sést að ferðazt var á
hestum. Og á jöMum drógu menn far-
angur sinn á sleðum. RudoM Jonas og
féiagar hans fóru víða, m.a. fóru þeir
kringuim Langjökul, á Hofsjökul og á
HeMu. Og að norðan fóru þeir frá
Akureyri um Mývatnsöræfi að Dyngju
jökli og yfir Vatnaj'ökui með viðkomu
í Grímsvötnum og fleira. AlLs staðar
gerðu þeir sínar vísindalegu rannsókn-
ir. Sumarið 1939 kom einn úr leiðangr-
inuim, F. Nusser, og fékk þá með sig
flugvél norður fyrir Vatnajökui til að
mæla jökulsporða. Sigurður Jónsson
flaug með hann og lenti norðan Vatna-
jökuls og hefur það sjáifsagt verið
fyrsta fiugvélin sem þar lenti. Segir
Nusser firá þeiinri ferð í lok bókar
Joniasair og þess vagma sein'di hamn Siig-
urði Jónssyni bókina áletraða. Þannig
enu tiiikomin tengsl þeinra bræðra
Jonasar forseta Austurrikis og RudoLfs
Jonasar við Island.
FLUGVÉL FÓRST
VIÐ KALKÚTTA
Áhöfnin komst lífs af
Kalkúltta, 29. júlí NTB—AP.
Oíkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar hefur einbeitt sér
að því verkefni að undan-
förnu að útdeila lífsins gæð-
um á meðal landsins þegna
og er í sjálfu sér ekkert nema
gott um það að segja. Ákvörð
un ríkiisstjórnarinnar um að
flýta hækkun tryggingabóta
og greiða þanin kostnaðar-
auka úr ríkissjóði sýndi, að
ráðherrarnir höfðu að eigin
dómi tekið við góðu búi frá
viðreisnarstjórninni. Næst
var tilkynnt hækkun fisk-
verðs, að verulegu leyti á
kostnað Verðjöfnunarsjóðs. í
því tilviki hafði vinstri
stjómin einnig handbæran
sjóð frá fyrrverandi ríkis-
stjóm, sem hún seildist í. Þá
vom gefin út bráðabirgðalög
þess efnis, að þau tvö vísi-
tölustig, sem samkvæmt verð-
stöðvunarlögunum áttu að
greiðast hinn 1. september
nk., skyldu koma til útborg-
unar um þessi mánaðamót.
Og nú hefur vinstri stjórnin
ákveðið að fella niður sölu-
skatt af nokkrum vömteg-
undum, svo sem rjóma, skyri,
smjöri, osti, eggjum og kart-
öflum, ennfremur af hita-
veitugjöldum og olíu til húsa-
hitunar. Þá hefur ríkisstjórn-
in ákveðið að greiða niður
hluta sjúkrasamlagsgjalds og
fella niður námsbókagjald.
Það er ljóst, að ríkisstjórn-
in tók við góðu búi frá fyrr-
verandi stjóm og mörgum
gildum sjóðum. Það liggur
einnig fyrir, að ráðherrarnir
hafa ekki enn getað fundið
„hrollvekj una“ svonefndu,
sem þeir héldu fram fyrir
kosningar, að mundi blasa
við í haust. Hins vegar þarf
engan að undra, þótt almenn-
ingur spyrji um þessar mund-
ir, hvaðan vinstri stjóminni
komi það mikla fé, sem hún
er með þessum hætti að ráð-
stafa og hvað þessar aðgerðir
kosti.
Láta mun nærri að fram-
lenging verðstöðvunar, hækk-
un tryggingabóta, niðurfell-
ing söluskatts og námsbóka-
gjalds, niðurgreiðsla á sjúkra-
samlagsgjöldum og launa-
hækkanir vegna vísitölustig-
anna tveggja kosti ríkissjóð
um 600 milljónir króna. Fisk-
verðshækkunin kostar um
300 milljónir króna. Þannig
hefur ríkisstjómin á stuttum
stjómarferli sínum samtals
ráðstafað um 900 milljónum
króna. Þessi upphæð er ein-
ungis miðuð við tæplega hálft
ár og getur þá hver og einn
gert sér grein fyrir því, hvað
slíkar ráðstafanir kosta á árs-
grundvelli.
Ríkisstjómin hefur því ráð-
stafað til áramóta nálægt
1000 milljónum króna án þess
að hún hafi gefið í skyn, að
hún hyggist afla tekna á móti
þessum útgjöldum, sem hún
hefur stofnað til. Vissulega
er gott að geta gengið í digra
sjóði en sannleikurinn er sá,
að t.d. Verðjöfnunarsjóður
sjávarútvegsins hefur ekki
yfir meira fé að ráða um
næstu áramót en svo, að hann
mundi eyðast upp á einu ári,
ef svipuð sveifla yrði á verði
frystra fiskafurða á erlendum
mörkuðum, niður á við, og
oft hefur orðið áður. Það er
því áreiðanlega mikil skamm-
sýni, þegar gengið er í Verð-
jöfnunarsjóðinn með þeim
hætti, sem gert hefur verið.
Það er ráðstöfun, sem bæði
útgerðarmenn og sjómenn og
raunar þjóðin öll geta orðið
óþyrmilega fyrir barðinu á,
ef veruleg breyting verður á
verðlagsþróuninni erlendis,
sem við því miður höfum ör-
lagaríka reynslu af.
Ríkissjóður stóð einnig
traustum fótum, þegar vinstri
stjómin tók við, en ríkis-
sjóður er ekki botnlaus, eins
og allir vita og það segir
fljótt til sín, ef miklu fé er
ráðstafað úr honum án þess
að nokkuð komi í staðinn.
Vandi ríkissjóðs er þeim mun
meiri vegna þess, að það er
yfirlýst stefna núverandi
fjármálaráðherra að þær
tekjur, sem hann með ein-
hverju móti fær af umferð-
inni í landinu skuli allar
renna til Vegasjóðs.
Óneitanlega hafa aðgerðir
vinstri stjórnarinnar sínar
skoplegu hliðar. Þannig hef-
ur því verið lýst yfir, að sölu-
skattur verði felldur niður af
smjöri, en jafnframt tilkynnt,
að niðurgreiðslur á smjöri
verði lækkaðar, þannig, að
verð á smjöri verði óbreytt!
Niðurfelling söluskatts af
nokkrum öðrum búvörum er
líka sýndarmennska, vegna
þess, að sama árangri hefði
verið hægt að ná með aukn-
um niðurgreiðslum. Hömlu-
laus fjáreyðsla leiðir til
ófarnaðar og nýrrar verð-
bólguöldu. Því bendir margt
til þess, að hrollvekja geti
skapazt í efnahagsmálum, en
það er ekki sú hrollvekja,
sem núverandi stjórnarflokk-
ar töluðu um fyrir þessar
kosningar, — heldur þeirra
eigin sköpunarverk.
SOVÉZK fIutnlngB.véI af Turbon
ovgerð hrapaði við Dum-Dum
flugvölliim í Kalkútta í dag, en
áhöfnin, sjö manns, komst lífs
af. Mikið fárviðri var, þegar vél-
in kom inn tU lendingar og veittu
flugvaUarstarfsmenn þvi eftir-
tekt að eldtir gaus upp í vinstrl
væng. Vélin þeyttist út af flug-
braut, er hún Iækkaði flug til
lendingar, skall tU jarðar og
brotnaði vélarbúkurinn í tvennt.
MikiiLl elciur gaiuis uipp, ein á-
höfn'iinmi tófcslt að forða séir og
Slökkviilið réð niiðuii'löguim eiidisiinis
á háltfiri Mukkustuind. Vélim he£-
ur verið notuð tii að fiiytjia filótta
menn firá Auistiur-Piakistiain tii sér
stakra flóttaimaininabúða í Mad-
hya Pradeshríki á Mið-Indilamdi
ag þainigiað haifiði hún filoigiiö með
100 man.n's íyrr í diag-