Morgunblaðið - 31.07.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.1971, Blaðsíða 18
J 18 teÖRGtJNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 3Í.' JÚU 1971 Fishing News um 50 mílurnar: Uggur og gremja í Grimsby og Hull en raunsæi boðað FISHING News slær upp á forsíðu frétt um að opinber tilkynning frá islenzku ríkis- stjórninni um 50 milna land- helgina sé væntanleg, skýrir frá viöbrögðum fulltrúa sjó- manna og togaraeigenda í Hull og Grimsby og segir frá heimsókn þingmanns Hulls, James Johnsons, í islenzka sendiráðið í London og brezka utanríkisráðuneytið. 1 Sslenzika sendiráðinu var Johnson þingmanni sýnt, að sögn blaðsins, bréf, sem sent yrði brezka utanríkisráðu- neytinu um 50 mílurnar, og um heimsóknina i utanríkis- ráðuneytið hafði hann þetta að segja: „Ríkisstjórn okkar vill forðast að hiti komist í málið, því að við verðum að geta rætt mállð af sanngirni og kynnzt sjónarmiðum hver annars.“ Blaðið segir, að almennur uggur sé ríkjandi í brezkum fiskiðnaði þar sem Bretar geti misst fiskimið þar sem þeir hafi fengið allt að fjórðungi þess afla, sem landað hafi verið í Bretlandi. Jonathan Watson Hall, formaður sam- bands fiskiskipaeigenda í Hull segir, að færi Islendingar landhelgina út í 50 mílur og íari aðrar þjóðir að dæmi þeirra, sé úti um veiðar Breta á fjarlægum miðum, því að öðrum miðum sé ekki til að dreifa. „Við yrðum að rífa gömlu skipin og kannski yrðum við að selja nýju sikip- in íslendingum. Það yrði stór- kostlegt að fylgjast með þvi að skip okkar sigldu frá Is- landi með íslenzkum áhöfn- um kannski til að landa aflan- um hér í Hull,“ sagði Hall í viðtali við blaðið. Jack Allison, formaður sambands fiskkaupmanna í Hull, segir, að 50 mílurnar hljóti að hafa gifurleg áhrif á fisksölu í Hull og öllu Bret- landi, þar sem suma mánuði ársins séu helztu hafnarborg- ir landsins háðar fiski frá Is- landsmiðum. Tom Neilson skipstjóri, rit- ari félags yfirmanna á togur- um i Hull, lætur í ljós von um að brezka stjómin láti ekki undan Islendingum eins og fyrri ríkisstjómir, og segir: „Þótt veiðarnar á Ishafi og við Bjarnarey hafi verið held- ur tregar, hefur fengizt góð- ur afli við Island, og mörg brezk skip geta stærðar vegna ekki sótt á fjarlægari mið. Bann við veiðum á þess- um miðum hlýtur að hrekja þau á nálægari mið, og fiski- menn, sem nú stunda veiðar á þeim slóðum, eiga fullt í fangi með að framfleyta sér. Færi Islendingar út fiskveiði- takmörkin, hljóta fiskbirgðir okkar að minnka stórkost- lega, og líklegt er að verð hækki svo mikið að fáir muni hafa efni á að kaupa fisk.“ Bill Letten, formaður sam- bands fískiskipaeigenda í Grimsby, sagði, að knúið yrði eins fast og frekast væri kostur á brezku stjórnina um að verja hagsmuni brezks fiskiðnaðar. J. Nunn skip- stjóri, ritari togaraeigenda- félagsins í Grimsby tók í sama streng, lagði áherzlu á 1 að samstöðu allra, sem hags- | muna ættu að gæta og kvaðst . vona að heilbrigð skynsemi mundi sigra og að umræður I um málið yrðu alþjóðlegar. Fishing News vitnar að lokum í enn einn fulltrúa tog- araeigenda, Nigel Marsden, og segir að margir muni lík- lega telja að athugasemd hans lýsi mestu raunsæi: „Ég veit fyrir satt, að brezka togarasambandið hefur sam- ráð við ríkisstjórnina í þessu máli. En tilgangslaust er að sitja með hendur í skauti og berja stríðsbumbur eða segja: 1 „þeir geta ekki gert okkur |J þetta.“ Heimurinn hefur breytzt. Við verðum að beita hugviti okkar og byrja að hugsa.“ Satarí skór margar gerðir. — Póstsendum. Strigaskór nýkomnir, allar stærðir. Skóverzlun Péturs Andréssonar, sími 17345, 23795. Vandlótir ökumenn vnndn valið og nota aðeins HJOLBAROA Yokohama nylon hjólbarffar veita y5ur aukiS öryggi í akstri. Njótið akstursins á Yokohama hjólbörðum, Þeir eru mjúkir og endingargóðir. Samband íst. samuínnufélaga Véladeild Ármúla 3, Bvík. simi 38 900 — Varðberg 10 ára Framhald af bls. 5. í aukana innan bandalagsins og þar hefur nú verið lögð mikil áiherzla á tæknileg vandamál og viðfangsefni eins og mengunar- rannsóknir. — Sigþór: Það er allt sem bendir til þess, að Atiantshafs- bandalagið helgi sig þessum við fangsefnum í stórauknum mæli. En þess er að gæta um leið, að þessi þáttur í startfsemi banda- lagsins hefur verið minnst kynntur til þessa. Úr því þarf að bæta á næstunni. — Jón: Menn verða að tala varlega um hugarfarsbreytinigar Sovétrikjanna og varanlegan frið í Evrópu. Þótt starfsemi Atlantshafsbandalagsins hafi stöðvað útþenslu kommúnista og tryggt frið í Evrópu, er ekki langt síðan honum var ógnað með innrás i Ungverjaland og siðar í Tékkóslóvakíu. Allar horfur eru nú á því, að hættu- legt ástand sé að skapast í Júgóslavíu. Framtíðarstefna Atlantshafsbandaiagsins hlýt- ur að mótast atf því að láta ekki blekkjast af sýndarmennsku í friðarátt, en á hinn bóginn að vinna að einörðum samningavið ræðum við Varsjárbandaiagið um gagnkvsema afvopnun. Ein- hliða aðgerðir í þessa átt eru ekki til þess fallnar að greiða fyrir slíkum samningum; það á við um varnarstöðina í Kefla- vik. Valdajatfnvægið er forsenda þess, að með friðsamlegum hætti sé unnt að semja um afvopn- un. — Innan Atlantshafsbanda- iagsins eru nú tvö einræðisríki og Bandaríkin hafa orðið fyrir mikilli og vaxandi gagnrýni vegna styrjaldarinnar í Viet- nam. Má búast við þvi, að þetta valdi innbyrðis erfiðleikum í bandaiædnu á næstu árum, Sigþór -. — Ég get ekki séð, að ein- mitt þessi atriði þurfi að veikja bandalagið. Hitt er þó Ijóst, að öií þessi mái geta gert samstartf einstakra aðildarþjóða stirðara. — Jón: Það er styrkleika- merki bandaiagsins, að slikar deilur skuli vera uppi innan þess. Menn hafa hikað við að reka Grikkland úr bandaiaginu af hernaðartlegum ástæðum, esn til þess getur þó auðvitað kom- ið. Það er ofur eðlilegt, að Evrópurikin gagnrýni Banda- ríkin íyrir stefnu þeirra í Víet- nam, en þau geta um ledð átt samstarf um vamir EXrrópu. — Hvað um framtíð Varð- beorigs etfltdr tdiu ára starf ? — Jón: Atl antshafsband al ag ið stefnir að frumkvæðd í samn- ingaviðræðum við Austur- Evrópuríki um frið og afvopn- un. Við teljum bæði nauðsynlegt og tímabært, að Varðberg auki starfsemi sína til þess að effla skilning á þessum viðfangsefn- um. — Ólafur: Varðberg er íélag ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu; þar er öllum frjálst að skýra sín sjónarmið. Varðberg hefur enga opinbera stetfnui. Hiliutverk þess eir að skapa aukinn skilning og um- ræðugrundvöld um utanríkismál efni. — Sigþór; Aukin fræðsla um utanríkis- og varnarmál er nauðsynleg tii þess að umræð- ur og skoðanaskipti eigi sér stað. Að þessum þáttum verður Varðberg að vinna. — Hafið þið í hyggju að hag- nýta ykkur á einhvern hátt þær auknu umræður, sem undanfar- ið haifia átt sér stað uim utan- rikismálefni? — Jón: Við fögnum því sér- staklega, að áhugi fólks á utan- ríkismálum hefur aukizt til muna undanfarnar vikur; það er vonandi, að þetta verði ekki skammtímafyrirbæri. Það er ai- veg ljóst, að það er höfuðnauð- syn, að opnari umræður hefjist um þessi málefni; Islendingar hafa engan veginn íylgzt nægj- anlega vel með umræðum um ut- anríkismál. — ÞP. Barngóð stulka — Genf íslenzk hjón með 3 börn óska eftir bamgóðri stúlku á heimili sitt í Sviss. Upplýsingar í síma 13548 til kl. 3 í dag (laug- ardag) og eftir helgina. AKUREYRI Einstakt tækifæri Innflytjandi fjölbreyttra byggingavara leitar eftir samvinnu við dugandi mann á Akureyri um stofn- setninigu og rekstur sölu- og dreifingarmiðstöðvar fyrir Norðurland. UMSÆKJANDI HAFI; 'k Góðam skipulagshæfileika og geti byggt upp frá grunmi arðvæmilega starfsemi. Reynsílu í viðskiptum og þá helzt sölu bygg- imgavara. Hamdbært nokkurt fjármagn er tryggi að við- unandi vörubirgðir verði ávallt tiil staðar. Ekki annað starf með höndum og geti einbeitt sér að rekstri fyrirtækisins. UMSÓKN, ER GREINI ALDUR, MENNTUN OG STARFSFERIL, SENDIST í PÓSTHÓLF 5002, REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.