Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR OG 4 SIÐUR IÞROTTIR 176. tbl. 58. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fimm skotnir til bana: Hundrað hús í Belfast brenna BELFAST 9. ágúst — NTB. Rúmlcga 100 hús stóðu í björtu báli í úthverfum Belfast í kvöld eftir mestu óeirðir, sem um getur á Norður-frlaiidi í tvö ár, og mik- ínn reykjarmökk lagði upp frá húsum mótmælendatrúarmanna í kaþólska hverfinu Ardoyne. Gatan, sem húsin standa við, heitir Faringdon Gardens. Heim- ilisfólkið hafði flutt luisgögn sín út á gangstéttina og liorfði á heimili sín brenna til ösku. Fólk- ið hafði yfirgefið hús sín vegna hótana kaþólskra, að því er góð- ar heimildir herma, og nokkrir kaþólskir óeirðaseggir hötfðu skotið á liúsin, kastað steinum gegnum gluggana og hótað að brenna þau til grtuina. Óeirðir blossuðu upp að nýju í Belfast í dag, etr Brian Faulkn- er forsætisráðherra hafði til- kynnt að undanþágulögum yrði beitt og að nokkrir skæruliðar Stalín gagn rýndur í nýju æviágripi Moskvu, 9. ágúst, AP. ★ í NÝJU ágripi af ævi| 1 Stalíns, sem birtist í sögu-( | legu uppsláttarriti, er ein- ræðisherrann fyrrverandi gagnrýndur verulega. Segir þar, að hann hafi staðið fyr- ir ástæðulausum hreinsunum á áriinum 1930—1940; hann hafi einnig gert margvíslegar vitleysur, þegar samyrkjubú- skapurinn var tekinn upp í landbúnaði og misreiknað sig í heimsstyrjöldinni síðari með alvarlegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Þetta æviágrip Stalíns etr hið ýtarlegasta, sem birt er frá því að Saga sovézka komimiúnistaflokkjsins kom út Framh. á bls. 11 úr írska lýðveklishernum (IBA) yrðu hafðir í haldi án rétta.r- halda. 300 masins hatfa verið hand teknir í dag og fimm menn liafa beðið bana í óeirðum síðan fyrir helgina. Brezkur hermaður var meðal þeirra, sem féliu í Beifaist, og ungur piitur var skotinn niður af því að óttazt var að hann mundi kasta bensilnsprenigjiu. Hermenn ieitúðu í húsum að grunsamíeg- um mönnum og fréttir berast af Framh. á bls. 27 Tunglfararnir í yfirheyrslum: Með vitneskju um myndun tunglsins Ein af þremur fallhlíf um opn- aðist ekki þegar Apollo 15 lenti á Kyrrahafi MYND þessi atf bandaríska * geimfaranum James Irwin var I tekin, þegar verið var að hjáipa honum út úr APOLI.O 15. eftir lendinguna á Kyrra- hafi. I baksýn er þyrlan frá I herskipinu OKINAWA, en I hún beið þess að flytja geim farana þangað. Houston, 9. ágúst. — AP GEIMFARARNIR David R. Scott, James B. Irwin og Alfred M. Worden svöruðu í dag spurningum vísinda- manna um 12 daga ferð sína í Apollo 15 og jarðfræðingar búa sig undir að opna fyrstu kassana með sýnishornun- um sem þeir fluttu með sér frá tunglinu. Geimfararnir munu segja í smáatriðum frá ferðinni og tekur það nokkr- ar vikur. Eftir lendinguna á Kyrrahafi á laugardag sögðu læknar í flug- vélamóðurskipinu Okinawa að geimfararnir væru við góða heilsu eftir ferðina. Geimfararn- ir voru fluttir í flutningaflugvél flughersins frá Hawaii til Ell- ingtonflugstöðvarinnar skammt frá Houston og hittu þar fjöl- skyldur sínar eftir mánaðar að- skilnað. Áhafnir þriggja fyrri tunglfara urðu að vera þrjár vikúr í sóttkví, en vísindamenn hafa engar tunglbakteríur fund- ið og áhöfn Apollo 15 þarf því ekki að vera i einangrun. • heimþrA Scott sagði við komuna að hann hefði fyllzt heimþrá þegar hann sá tunglið um borð í Oki- nawa. Irwin kvaðst oft hafa hugsað í ferðinni um þá snilli- gáfu er lægi á bak við ferðina og alla þá sem hefðu lagt hönd á plóginn. Geimfararnir hafa meðferðis um 100 pund af sýn- um, og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að rann- sakaður verði steinn nokkur er Scott og Irwin fundu í Sporagíg og talið er að sé frá þeim tíma er tunglið varð til. Heillaóskir hafa streymt til Bandarikjanna vegna ferðar Apollo 15, meðal annars frá Framh. á bls. 27 Lækkar BOAC í 180 dollara ? London, 9. ágúst. AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í London, að brezka flugfélagið BOAC — British Overseas Aircraft Corporation — hafi í hyggju að lækka far- Framh. á bls. 11 Muj ibur leiðtogi Austur Pakistans f yrir herrétt Réttarhöldin lokuð og leynileg Má velja pakistanskan verjanda Rawalpindi, 9. ágúst. — AP, NTB. — ★ FRÁ því var sliýrt í Rawal- Indira Gandhi á f jöldafundi: Engin breyting á utan- ríkisstefnu Indverja — þrátt fyrir 20 ára vináttusamn- ing Indverja og Rússa sem undirritaður var í gær Nýju Delhi, 9. ágúst. — AP, NTB. — ★ INDIRA' Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, lýsti því yfir á fjöldafundi í Nýju-Delhi í dag, þar sem hátt í milljón manna hlýddi á mál hennar — að hinn nýi 20 ára vináttusamningur Ind verja og Rússa mundi styrkja hlutleysisstcfnu Indiands. Því færi fjarri, að samningurinn táknaði nokkra breytingu á ut- anríkisstefnu ríkisins, sú væri stefna indverskn stjórnarinnar, að efla tengsl við sem flest ríki og þessi samningur væri spor í þá átt. A Spurningum hluta þátttak- enda um það, hvort indverska stjórnin hygðist viðurkenna Bangia Desh sem sjálfstætt ríki — svaraði forsætisráðherrann þií, að stjórnin mundi taka þá stefnu, sem hún teldi íbúum Aiistur-Pakistans fyrir beztn. Hinn nýi vináttusáttmáli Ind- lanids og Sovétríkj arnna vax und- irritaðux í Nýju Delhi í morgun, Framh. á bls. 27 pindi í morgun, að Mujibur Rah- man, leiðtogi AWAMI-bandalags- ins í Austur-Pakistan, yrði leiddur fyrir herrétt næstkom- andi miðvikudag og sakaður um „að heyja styrjöld gegn Pakistan og önnnr afbrot“, eins og komizt er að orði í yfirlýsingu, sem gef- in var út undir nafni Tahya Khans forseta. Réttarhöldin verða lokuð og málflutn- ingur leynilegur, að þvi er segir í yfirlýsingunni — en þar er hvergi á það minnzt, hvar réttarhöldin fari fram né hverjir skipi réttinn. Hins vegar segir, að Mujibur Rahman muni fá tækifæri tii að undirbúa vörn í málinu og ráða sér lögfræðing, en hann verði að vera pakistansk ur ríkishorgari. ★ Utanríkisráðherra Indlands, Swaran Singh, hefur lýst því yf- ir heima fyrir, að það muni hafa alvarlegar afieiðingar, ef Muji- bur Rahman verði leiddur fyrir rétt. Ekki tilgreindi ráðherrann þó nánar hverjar þessar afleið- ingar yrðu — en kvaðst hafa lát- ið í Jjós áhyggjur sínar við tals- menn eriendra ríkja, vegna þessa máls og skorað á stjómlr þeirra, að beita áhrifum sínum á stjóm Pakistans til þess að fá hana til að hætta við slík réttar- höld. Mujibur Rahman vair handtek- inn í Dacca, skömmu eftir að vestur-pakistamski herinin hóf að- Framh. á bis. 27 Flugslys í Noregi Odda, 9. ágúst. — NTB SJÓFLUGVÉL af gerðinni Cessna 206, með finim manns um borð, fórst í gær, sunnudag, austur af Tyssedal. Hafði vélar- innar verið leitað lengi þegar þyrla fann hana í Ringedals- vatni og leit þá út fyrir, að hún hefði rekizt á fjall við vatnið. Björgunarsveitir voru sendar á vettvang, en að sögn flugmannsins í þyrlunni var ekk- ert merki um líf sjáanlegt á slysstaðmim. Flugvéiin var frá flugfélaginu Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.