Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNÉLAÐIÐ, ÞIUÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1971
Þessi rnyml var tekin í vor, er blaða-
maður Mbl. ræddi við Erik Eriksen
fyrrverandi forsætisráðherra í Óðins-
vénm í sambandi við heimkomu hand-
ritanna.
Núverandi
ríkisstjórn
of eyðslusöm
Þjóðaratkvæði um
EBE-aðild er
hættulegur leikur
með laganna
bókstaf
Segir Erik Eriksen
fyrrverandi for-
sætisráðherra Dana
í viðtali við
Jyllands-Posten
Danska biaðið
Jyllands-Josten
hefur í sumar birt
greinaflokk, þar
sem rætt er við
ýmsa danska
stjórnmálamenn,
sem nú hafa
dwgfið sííí í hlé frá
virkiun stjórn-
málastörfum. Hér
er um að ræða
fyrrverandi ráð-
herra og: ýmsa
aðra stjórnmála-
menn, sem verið
hafa í sviðsljós-
inu hver á sinum
tíma. Fyrsta
greinin í flokkn-
um var viðtal við
Erik Eriksen
fyrrverandi for-
sætisráðherra,
sem er íslendingr-
um að góðu kunn-
ur fyrir þátt hans
í handritamálinu.
I greininni er
fjallað um hin
ýmsu tímabil, sem
Eriksen sat á
þingi og einnig er
hann ákaflega
hreinskilinn í
svörum og lætur í
ljós álit sitt á hin-
um ýmsu málum,
sem eru að gerast
í Danmörku i dag.
Blaðamaðiirinn
hefur orð á því og
kvartar um leið
og hann lætur í
Ijós aðdáun á
þeim stjórnmála-
legu *iæfileikum
og klókindum, sem
Eriksen býr enn-
þá yfir og kvart-
ar þó einktim yfir
tilhneigringu hans
til að vík,ja sér
undan beinum og
ákveðnum spurn-
ingum, án þess þó
að neita hreinlega
að svara þeim.
Hann tekur það
einnig fram að hin
68 ára gamla
kempa sé síður en
svo farin að
dragi. úr ferðinni,
því að Eriksen er
maður mjög önn-
um kafinn og það
tók fréttamann-
inn viku að ná
sambandi við
hann og pá var
það að Eriksen
gat fundið lausan
tíma eftir þrjár
vikur til að ra-ða
við hann. Eriksen
var einnig mjög
tregur til að tala
nm hápunkta
stj órnmálaf er i 1 s
síns og veltir
fréttamaðurinn
þvi fyrir sér hvort
hann sé ekki að
geyma þær frá-
sagrnir þar til
hann gefur út
endurminningar
sínar, sem
Eriksen hefur enn
ekki tekið ákvörð-
un um hvort hann
ætlar að rita.
Hann hefur þegar
tekið ýmislegt
sanian um þau
efni og gert skrá
yfir mörg atriði,
en hann hefur
bara ekki gert
það upp við sig
hvort hann á að
fara fram á rit-
völlinn og taka
þar fyrir ýmis við-
kvæm atriði, sem
gætu komið við
kaunin á ýmsum
háttsettum emb-
ættismönnum,
látnum og lifandi
eða hvort þau
va>ru betur látin
kyrr liggja.
I greininni seg-
ir fréttamaður við
Eriksen að hann
hafi fengið mikla
gagnrýni fyrir að
neita að mynda
minnihliitastjórn
Venstre, með
stuðningi
Badikala árið
1957 og spyr hann
hvort að hann sé
enn viss um að
það hafi verið
skynsamlegt að
hafna stuðningi
Kadikala.
Eriksen svaraði:
— Já, það tel ég,
þvi að ég er ekki
tU þess fallinn að
vera bundinn
stjórnmálum ann-
arra og ég veit að
ég hefði átt allt
mitt undir
Badikölum koniið.
I slíkiim tilfeUum
veg ég og met það
jákvæða og nei-
kvæða og ég
komst að þeirri
niðiirstöðu að ég
myndi fá of lítið
likri ríkto-
stjórn til að það
svaraði kostnaði.
Það sk.vldi enginn
halda að það sé
ófrávíkjanleg
regla að maður
hafi mest völd og
áhrif þegar maður
er í stjórn, því að
það liefur iðulega
átt sér stað i
dönskum stjórn-
málum að stjórn-
arandstaðan hef-
ur verið sterkari
en stjórnin.
— Þér hafið þá
gengið út frá því
1957 að aðstaða
yðar yrði sterkari
í stjórnarand-
stöðu en í stjórn?
— Já, miðað við
þá möguleika sem
það að vera í
stjórn bauð upp á
á þeim tímum.
— Teljið þér
starf við samn-
ingu stjórnar-
skrárinnar 1953,
sem hápunktinn á
ferli yðar seni
stjórnmálamanns?
— Ég neita þvi
ekki að það gladdi
mig að mér tókst
að gera það sem
Stauning mistókst.
Sú gleði er þó
blandin þessa
dagana, þvi að nú-
verandi ríkisstjórn
hefur fallizt á að
láta fara fram
þjóðaratkvæða-
greiðslu um liugs-
anlega aðild okk-
ar að EBE. í upp-
hafi sögðu þeir
nei og þvi hlýtur
það að hafa verið
með niikUli
ánægju að Jens
Otto Krag lagði
eindregið til að
þjóðaratkvæða-
greiðsla færi
fram. Það er eig-
inlega hroðalegt
að ég á míniim
aldri skuli taka
mér í mimn orð
Hostrups „leikið
ykkur aldrei með
laganna bökstaf",
því að það er leik-
ur með hókstaf-
inn, að láta fara
fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu og
það er veikleika-
merki, þegar rík-
isstjórnin fellst á
þjóðaratkvæða-
greiðslu með
ánægju. Ef
Krag hefði verið
forsætisráðherra
hefði honum
aldrei komið til
hugar að minnast
á þjóðaratkvæða-
greiðslu.
— Þér hafið lát-
ið þau orð falla að
í ýmsiim tilvikum
telji stjórnmála-
menn sig persónu-
lega mikilvægari
en flokkinn, vilj-
ið l>ér nefna dæmi
um slíkt?
— Líklega er
eðlilegast að
minnast fyrst á
Stauning. Hans
kjölfesta var í
valdastöðum, sem
hann hafði gott
vald á, en það
verður líka að
segjast að hann
var maður alls
landsins. Ég var
samtiða Kans
Hedtoft og
H.C. Hansen.
Hedtoft var mað-
ur tilfinninganna
og hann lét
stjórnast af til-
finningiinum, en
H.C. Hansen var
maður sem hugs-
aði hlutina vand-
lega og braut þá
til niergjar og lét
alls ekki stjórnast
af tilfinningunum.
Ég átti miklu létt-
ara meö að vinna
með honum. Mér
finnst líka aUt í
lagi að minnast á
Krag í þessu sam-
handi. Ég tel það
hreina fjarstæðu
að bera honum það
á brýn að hann sé
ekki hæfileika
maður, því að
hann er í raun og
veru mikiU hæfi-
leikamaður. Það
var einnig lán
hans í stjórnartíð-
inni að Hækkerup
studdi hann með
ráðum og dáð.
Krag er einnig
hugrakkur maður,
því að það þurfti
kjark til að leggja
fram lagafrum-
varpið um launa- og
verðstöðvunina
árið 1967, sérstak-
lega þegar maður
er Jafnaðarmaður.
— Þegar þér
voruð formaður
Venstre voruð þér
oft, eins og átti
sér stað um fyrir-
rennara yðar kall-
aður Höfðingi. Er
það hefðbundin
láirf fyrir þann
flokk að hafa
höfðingja?
— Ekki held ég
það og ég held að
þetta sé nokkuð
sem dagblöðin
hafi búið tU og áð-
ur en maöiir veit
af hefur þetta
festst við flokk-
inn, en því skal
ekki neitaö að
þegar maður hef-
ur hlessun flokks-
ins og er svolitið
sterkur í höndun-
um, er hægt að
komast af með
miklu færri fundi
og samningsvið-
ræður.
— Er Hartling
höfðingi í dag?
— Ég er þing-
maðiir og get því
ekki svarað því af
eigin reynslu, en
ég tel Hartling
sjálfstæðari og
ákveðnari en
hann var og það
mun ég aldrei
gagnrýna hattn
fyrir.
— Hver er
helzta gagnrýni
yðar á stjórnina í
dag?
— Hún er alltof
eyðslusöm. Ég er
að öllu leyti sam-
mála stjórninni í
þeim stefnumálum,
sem hún hefnr
markað en ég
vissi lika að þau
yrðu éhemju dýr í
framkvæmd. En,
þessu hefur
stjórnin nú gert
sér gre'n fyrir og
stefnir nú loks að
því að draga úr
útgjöldum.
— Þér létuð af
formennsku í
Venstre eftir að
Ijóst var að 16 af
þingmönnum
Venstre voru a:id-
vígir því að
íhaldsflokkurinn
og Venstre yrðu
sameinaðir, eftir
mikio og náið sam-
starf þeirra. Teljið
þér að þessir tveir
flokkar hefðu getað
myndað sterka
heild ef þeir
hefðu runnið sani-
an?
— Ég tel engan
vafa á þvi að þeir
hefðu getað
myndað óhemju
sterka heild. ekkl
<>ingöngii vegna
mannanna, sem
þar hefðu starfað
saman heldur og
vegna fjölda sam-
tokanna, sem
myndii hafa stutt
sanisteypuna.
— Jens Otto
Krag lét svo uni
mælt ekki alls fyr-
ir löngu aö árið
1956 hefðuð þér
haldið á lyklinum
að stjórnmáliim
landsins?
— Það er hugs-
anlegt að sá lykill
hafi gengið að
skáp, sem ég hafði
ekki áhuga á að
opna.
E. B. Malmquist, yfirmatsmaður:
Nauðsynlegt að vanda
meðferð kartaflna
Sumaruppskeran
sérstaklega viðkvæm
ÞAR sem uppskerustörf fyrir
sumarmarkað eru að hefjast, er
ástæða til að minna á nokkur
brýn atriði í því sambandi, ef
verða mætti til þess, að betri
bragðgæði fengjust á markaðs-
kartöflum og útliti þeirra.
í sumar, þegar sprettutíð hef-
ur verið eins og bezt verður á
kosið við okkar aðstæður og
langtum betri en við höfum átt
að venjast nokkur undanfarin
misseri, þá má ekki standa á
framleiðendum og þeim, sem um
dreifingu vörunnar sjá að gera
sitt tii að hún megi verða sern
bezt, þegar til neytandans er
komin.
Hálf-þroskaðar kartöflur eru
afar viðkvæmar fyrir öllum utan
aðkomandi áhrifum. Þola illa
hnjask, aterka birtu eða h'ita-
sveiflur.
Hýðismyndun er skammt á veg
komin. Kartöflumar eru vatns-
miklar og verða þvi fljótt særð-
ar og slepjaðar, ef ekki er gætt
ýtrustu varúðar í þessu efni við
upptöku og dreifingu.
Varðandi upptökuna væri
æskilegast og i sumum tilfellum
nauðsynlegt að handtaka upp
kartöflurnar t.d. ef um grófan og
malarkenndan jarðveg er að
ræða. í slikum jarðvegi særast
kartöflumar of mikið með véla-
upptöku og síðar verður afleið-
ingin sú, að áferð og útlit verð-
ur ekki sem skyldi, eða nýting og
bragðgæði, þegar á markað er
komið.
En þeir, sem freist'ast til þess
að nota vélar við sumarupp-
töku, verða að gæta þeas að
vinna rólega og hægt með vélun-
um, ef ekki á að hljótast verra
af og á þetta ekki sízt við í mjög
sandbornum jarðvegi s.s. í
Þykkvabæ og víðar.
Það þarf að hafa í huga, að öll
fyrstu mistök með þessa dýr-
mætu framleiðslu geta eðlilega
haft það í för með sér, að kart-
öflurnar geti aldrei orðið það er
við köllum forsvaranlega mark-
aðsvöru.
Æskilegt væri að tekið væri
upp í kas9a og kartöflurnar látn-
ar ryðja sig og þorna í þeim, þar
til þær eru sekkjaðar í 25 kg
pakkningar til sendingar á sölu-
rnarkað.
Oftast er nauðsynlegt að þvo
sumaruppskeruna strax eftir
upptöku og er þá ágætt að
„spúla“ kartöflurnar beint í
upptökukössunum.
Ekki sízt er þvottu-r nauðsyn-
legur á kartöflum, sem eru rækt
aöar i fremur sandbornum jarð-
vegi, s.s. víöast þar sem kart-
öfluræktun okkar er mest og
þarf að vera bezt.
Vlðloðun hinna hörðu sarnd-
korna veldur eyðileggingu á hýði
og mótstaða kartöflunnar verður
minni gegn alls konar hnjaski og
öðrum utanaðkomandi aðstæð-
um, s.s. birtu, lykt og þ.u.l.
Aríðandi er, að karföflumar
séu vel þurrkaðar áður en þær
eru sendar á markað. Þurrkun
þeirra þarf að fara fram við
hægan súg, helzt í geymslu eða
skála, því sterka birtu (sól) þola
þær ekki, þótt í pokum eða köss
um séu, nema mjög stuttan tíma.
Séu þær því þurrkaðar úti, er
nauðsynlegt að hafa ábreiðslu,
svart plast eða þ.u.l. yfir þeim, í
það minnsta sólarmegin kart-
öflustæðunmar. Annars er hætt
við, að grænn litur komi á hýði
og af þeim orsökum verða þær
óhæfar til neyzlu.
Þó að strangt mat kartaflna á
sumarrnarkaði hafi yfirleitt ekki
verið framkvæmt, þá er að sjálf
sögðu gert ráð fyrir samkv. af-
urðasölulögum og reglugerð þar
um, að á markaðinn komi aðeins
ógölluð. hrein, þurr og frambæri
leg vara á hinn almenna markað.
Stærðarmörk sumarsölu mið-
ast við lágmark 30 m/m þvermál
á kartöflum afgreiddum frá fram
leiðanda til Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins eða umboða henn
ar, er sjá um dreifingu vörumn-
ar.
Þar sem vænta má, sem fyrr
greinir, góðrar sumaruppskeru
og þar með meira framboðs af
betri vöru, þá er skylt samkv.
,,anda“ afurðasölulaganna, og
reyndar ákvæðum þeirra, að láta
góða framleiðslu sátja fyrir á
markaði að öðru jöfnu. Er því
eðlilegt, að þessi atriði komi frem
ur til framkvæmda nú en stund-
um áður, þegar hörgull hefur
verið á kartöflum. Verða því
þeir framleiðendur, sem eru með
í ræktun „betri“-kartöfluaf-
brigði og hafa vandað meira til
framleiðslunnar, ræktunar og
frágangs vörunnar, látnir ganga
fyrir með sölu að öðru jöfnu,
annað væri óeðlilegt og með því
móti einu getum við vænzt
meiri vöruvöndunar almennt á
þessu sviði sem annarri fram-
leiðslu.
Þá má ekki gleyma í þe*su
srimbandi þæltti verzlunarinnair
og þá ekki minmst smásöludreif-
ingarinnar. Það er ekki nóg, að
varan komist óskemmd til verzl-
ana. Séu kartöflurnar ekki
geymdar á kældum stað (5 til 10
gráðum) á meðan á dreifingu
stendur, þá hrakar bragðgæðum
og áferð fljótt og á það alveg
sérstaklega við í sambandi við
sumaruppskeruna. Það verða
verzlunarsljórar og starfsfólk
þeirra að hafa í huga, þegar um
nýjar kartöflur og dreifingu græn
metis er að ræða almenmt.