Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1971 • 15 úr Heklu Iskariot? 3 Hugrmyndir miðaldamanna um eyjar St. Brendans. Kort Barto- loineo Pareto frá 1455, nú í saf ni Vittorio Emanuele í Róin. minntu þá á helgar borgir. Væntanlega hefur það verið ís- jaki. Á einni eyjunni fundu Brendan og féiaigar hans Júdas Iskariot, sem sat þar og afpiám- aði refsingu sína. Því næst komu þeir að klettóttri eyju, gróður- vana og kuldalegri og þar mætti þerm óhugnanleg, loðin vera, sem kastaði að skipi þeiirra heitri hraunleðju, sem féll hviss andi í hafið. Frá þessari eyju flugu djöflar til Júdasar Iskari- ot og gerðu sér til dundurs að bíta hann. Átti Guð almáttugur að hafa dæmt Júdas til þess að þola þannan ágang en fyrir orð Brendams létti hann nú af Júdasi þessari hegningu. Fyrir það kunnu djöflaimir hinum helga manni enga þökk, því þar með voru þeir sviptir góðri skemmtan. Morison bendir á, að eldfjalla eyjan gæti hafa verið ísland -— eldfjaliið jafnvel Hekla, — en eins gæti þetta verið Beeren- berg á Jan Mayen eða jafnvel Tenerife, þvi það komi stund- uim fyrir, að isjaka reki suður fyrir Azoreyjar. Á korti, sem haffræðideild bandaríska flot ans hefur gefið út, segir Mori- som að ísjakalínan sé miðuð við 45 gráður norðlægrar breiddar og 38 gráður vestlægrar lengd- ar, en þó séu þar sýndir nokkr- ir syðri staðir, þar sem ísjakar hafi sézt, m.a. nokkrir á siglinga- leiðinni Ísland-Azoreyjar, þar sem St. Brendan kynni einnig að hafa séð ísjaka. Lýsingin á eyjunni með vatns föllunum gæti komið heirn við ísland eða St. George á Azor- eyjum. Segist Morison þeirrar Skoðuinar, að þessar frásagnir a? ferðum St. Brendans byggist á rauinveruilegum ferðurn hans en ívafið megi rekja til kelt- nesks hugmyndaflugs. Fuglarn- ir og fjárhópamir bendi til Fær- eyja og Soay á Suðuireyjum og þremur öldum eftir að Brendan á að hafa dáið, hafi Vikingar fund ið írsfca munka á Islandi, Færeyj uim, Hjaltlandseyju.m og Orkneyj um. Hann telur óhætt að álykta, að Brendan hafi farið nokkrar fierðir - og e.t.v. verið í sjóferðum í sjö ár — á svæðimu Suðureyj- ar, — Hjaltlandseyjar, — Fær- eyjar, — ísland og jafnvel allt til Azoreyja. Sennilega hafi ein hver, sem heyrði sagt frá sjó- ferðumum séð, að þær voru gott söguefni, sérstaklega ef þær væru kryddaðar nokkrum góð- um ævimtýra- og kraftaverka- þáttum. Sum atriði í Navigatio . . . kiomi 'fyrir í frásögnum af fyrri ferðum írskra manna og jafnvel megi rekja sumt í þeim til Lucians, Virgils, Hóm- ers og annarra fornskálda og rit höfunda. • EITTHVAÐ ANNAÐ EN VÍKINGARNIR En að Brendam hafi komið til Ameríku — það telur Morson af og frá. Hamn segir, að bug- myndafl'Ug ýmissa nútímahöf- unda írskra — sem standi ekk- ert að baki hugarflugi gömlu höfundanna — hafi flutt Brendan til Nýfundnalands, Vestur-India, Mexioo og jafnvel upp í Ohio fljót. Vissulega meigi koma skipi Brendans fil Amerlkustranda, ef lagðar séu saman allar þær fjörutíu daga siglinigar, sem um er getið í Navigatio, en líklegra finnst honum þó, að höfundur frásagn arinnar hafi notað töluna f jöru- tiu vegna þess, að hún eigi við föstutíma kristinna manna, — meira að segja sé rætt um, að harnn hafi siglt I fjörutiu daga umhverfis eina eyjuna í leit að lendingarstað. Á hinn bóginn telur Morison frásögnina af ferðum Brendans ómetanlega, m.a. vegna þess, að þar sé lýst reynslu sæfaranna á norðlægum höfum, stilltum sjó, morandi af fiski, háttemi hvala, ísjökum bráðnandi í sumarsól, þoikusúld og klettóttum eyjum, gróðursælum eða grýttum eftir atvikum. Þar að auki sýni frá- sagnirnar flestum öðrum betur hinn keltneska hugarheim. „Allt er fallegt, hreint og sak laust, ekkert ofbeldi, engin svik, engir veikleikar né veikindi, sem hinn helgi Skipstjóri getur ekki ráðið bót á, menn þjást hvorki af hungri né þorsta, allt slíkt er leyst á einhvern yfir- skilvitlegan máta. Aldrei hefur svo blíðlyndur eða brjóstgóður skipstjóri sem þessi írski dýrl- ingur siglt um vestræn höf — hann biður jafnvel Júdasi vægð ar ...“ Það var eitthvað annað en víkmgamir, sem síðar komu til sogunnar, og síðan rekur Brendansflói á frlandi. Morison frásagnir af því hvern ig það kom til, að írskir menn settust að á Islamdi, fyrst á 7. og 8. öld, nokkiur hundruð munkar, sem andvigir voru til- raunum til að temgja írsku kirtkj una betur hinni rómversiku — og síðan munkar, sem flúðu frá Fær eyjum eftir ránsferðir vikinga þar. Þar sem engir íbúar voru fyr- ir á íslandi, gátu íramir hreiðr- að um sig að vild. Diouil, lærð- ur Kelti við hirð Karlamagnus- ar, sagði í riti sínu „De Mensiura Orbis Terrae“ frá presti, sem verið hafði á Islandi og líflegri lýsingu hans á endalausuim dög- um heimskau'tasumarsimis þar sem jafin auðvelt var að tina lýsnar úr skyrtunni sinni um miðnætti og miðjan dag. „1 heila öld eða meira," segir Morison, „voru þessir írsku ný- lendubúar á Islandi öruggir fyr ir yfirgangi Römar, ránsferðum Vikinga og freistingum holdsins. Þegar komið var fram á seinni hluta níundu aldar . . . voru þeir orðnir a.m.k. nokkur hundr uð, e.t.v. mörg þúsund talsins.“ — En því miður . . . þá eiins og nú gátu menn hvergi í heimin- um verið öruggir um að fá að lifa I friði. Einn fagran sumar- dag árið 870 mætti óhugnanleig sýn írskuim augum á íslenzkri strönd . . . floti langra vikinga- skipa og í fylgd með þeim nökk ur kaupakip. Maður getur imyndað sér skelfinguna. — Hvað í herrans nafni er þetta ? spyr einn. — Víkingaskip, vinur minn, víkingaskip er það. Þeir ætla að Leifar munkaklausturs á Skellig MMhaeL taka land. Heilaga Guðsmóðir, j þeir koma með kvi'kfénað — og : konur — þeir ætla að setjast að. — Eru þessar biáeygðu rnanin- eskjur með langa gula hárið, konur, faðir? — Það eru þær vimur minn og við verðum að yfirgefa þessa eyju til þess að varðveita okk- ar kristilega hreinleika .. .“ „Norðmennimir héldu áfram að koma og irsku papamir, eins og þeir kölluðu munkana, fónu ekki allir í senn. En inman fáurra ára voru allir famir og Norð- mennirnir höfðu Island fyrir si.g,“ segir Morison. ÍRLAND IT MIKLA En hvert fóru írskiu Islend- ingarnir? spyr hann síðan. Sumir hafa vafalaust farið heim. Mar.g ir hljóta að hafa farið í hafið með síinum veikbyggðu bátum. En það er viss ástæða til að trúa því, að nokkrir hafi siglt vestur um haf, farið framihjá Grænlandi og að þá hafi borið að landi einhvers staðar á strönd Norður-Ameríku. Röksemdir sínar byggir Mori- son á íslendingasögum. 1 fyrstiu getur hann Lamdnámabókar, þair sem segir frá Ara Mássyni á Reykjahólum —- (Reykhólum). „Hann varð sæhafi til Hvítra- mannalands. Þat kalla sumir ír- land it mikla. Þat liggr vestr I haf nær Vínlandi inu góða. Þat er kallat sex dægra siglimg vestr frá Irlandi. Þaðan náði - Ari eigi brott að fara ok var þar skírðr. Þessa sögu sagði fyrst Hrafn Hlymreksfari, er lengi hafði verit í Hlymreki á Irlandi. Svá kvað Þorkell Gell- isson segja IslenZka menn, þá er heyrt höfðu frá segja Þorfinn i Orkneyjum, at Ari hefði kemndr verit á Hvítramannalandi ok náði eigi brott að fara, en var þar vel vi>rðr.“ Síðan vísar Morison til Eyr- byggju, þar sem segir frá ást- um Björns Ásbrandssonar, Breiðvíkingakappa, og Þuríðar, syst'ur Snorra goða og átökum- um, sem at því ævintýri leiddi. Þeim lyktaði svo, að Bjöm fóc endanlega af landi burt og spurðist ekki til hans meir, fyrr en Guðleifur Gunnlaugsson taldi sig hafa hitt hann löngu seinna í ókunnu landi. Guðleifur var á leið til Is- lands er hann hraktist af leið langt vestur í haf og í útsuð- ur — ,,svá at þeir vissu ekki til landa. En þá var mjök á lið- it sumar, ok hétu þeir möngu, at þá bæri ór hafinu. Ok þá kotn þar, at þeiir urðu við land var- ir. Þat var mikit land, en eigi vissu þeir, hvert land þat var. Þat ráð tóku þeir Guðleifir, at þeir sigld'u at landinu, því at þeim þótti illt at eiga lengr við hafsimegnit. Þeir fengu þar höfn góða. Ok er þeir höfðu þar Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.