Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1971 17 Sveinn Kristinsson; Skákþáttur NÚ er komið að okkur íslend- ingum að halda Skákþing Norð- urlanda þriðja sinni, en eins og ýmsir munu muna, þá voru slík þing haldin hér áður, árin 1950 og 1961. — 1 bæði skipti hafa Islendingar staðið sig með mikl- um ágætum og hrepptu titilinn „Skákmeistari Norðurlanda" í bæði skiptin, Baldur Möller 1950 og Ingi R. Jóhannsson 1961. Árið 1950 urðu íslendingar, auk þess sigurvegarar í öllum hinum keppnisflokkunum. Ég hefi að vísu ekki „document" yfir úr- slitin í hinum flokkunum 1961, en mig minnir fastlega, að þá færi einnig á sömu leið, að við yrðum sigurvegarar í öllum flokkum. Þó er eins og mig minni, að það stæði mjög glöggt með úrslitin i unglinga- flokki, þar sem Norðmaðurinn Zwaig og Bragi Kristjánsson börðust um efsta sætið. — Gott ef þeir voru ekki jafnir að vinn- ingum, en skakkaði einhverju á atigum. Áætlað er, að mótið fari fram 14.—28. ágúst nk., svo nú fer hver að verða siðastur með rækilega æfingu undir mótið. Baldur Möller varð fyrstur Is- lendinga til að vinna titilinn Skákmeistari Norðurlanda, og var það í Örebro i Svíþjóð, 1948. Síðan varði hann titilinn hér i Reykjavík, 1950, sem áður greindi, en gaf hann síðan eftir keppnislaust, með þvi að mæta ekki á næsta Skákþingi Norður- landa, 1953, en þá varð bara annar íslendingur til að hirða hann, og hét sá Friðrik Ólafsson. Friðrik hélt svo titlinum til 1956, er hann tapaði honum fyrir Lar- sen. Freysteinu Þorliergsson er svo fjórði íslendingurinn, sem náð hefur skákmeistaratitli Norður- lar.da um s"keið. Það væri ekki úr vegi, í tilefni þess, að Skákþing Norðurlanda er nú senn að hefjast hérlendis, eins og getið var, að birta eina af vinningsskákum Baldurs Möll- ers frá Skákþinginu 1950. — Það mætti kannski nefna það í leið- inni, að þrír íslendingar voru i fjórum efstu sætunum í Lands- liðsflokki þá, þ. e. Guðjón M. Sigurðsson var í öðru sæti og Gitöniundtir Ágústsson í fjórða. í þriðja sæti var hins vegar Norðmaðurinn Aage Vestöl. — Má af þessu marka, hversu gíf- urlegur sigur þetta var fyrir Is- lendinga. Andstæðingur Baldurs i eftir- farandi skák, frá þessu móti, er sænski meistarinn Olov Kin- mark, sem var mjög lengi i röð þekktustu skákmanna Svia. — Hann var vel fullorðinn, er hann kom hingað 1950 og mun nú látinn. Nokkuð var skákstíll hans stundum sérkennilegur, eins og reyndar maðurinn sjálf- ur: hvass á brún, ekki gizka smáleitur, en kjamakarl. Hér kemur skákin: Hvítt: Baidur Möller Svart: Olov Kinmark INDVERSKT TAFL I. d4, Rf6; 2. R1'3, g6; 3. g3, b6; (Kóngs- og drottningarindversk- ar uppbyggingar, með ýmiss konar tilbrigðum, eru öllu meira i tízku nú en þegar þessi skák var tefld. En ég held ég fari rétt með það, að Baldur Möller hafi verið einhver sá fyrsti, sem hóf Bokhald Vanur bókhaldari getur bætt við sig nokkrum fyrirtækjum. Bókhald, tollskýrslugerð, verðútreikningar. Upplýsingar í slma 25864 eftir klukkan 7.00. STÓR- hefst í dog Kjóloefni, tilbúinn fotnoður fyrir konur, korlo og börn Selt fyrir ótrnlego lúgt verð Austurstræti 9. að tefla kóngsindverska vöm á íslandi, svo nokkru næmi.) 4. Bg2, Bb7; 5. a4, (Þessum leik er ætlað að skapa veikingu á drottningararmi svarts.) 5. — Bg7; 6. a5, c5; (Naumast er þessi lelkur timabær, með tiMiti til þess, hve langt hvíta a-peðið er komið fram, og fær svartur nú brátt peðaveikleika á b6 við að stríða.) 7. 0-0, 0-0; 8. c3, Ra6; (Hér var 8. — d6 og svo — Rb-d7 trúlega betra, því riddarinn á a6 verður lengi vei áhrifalítill mað- ur.) 9. Ra.3, Hb8; 10. axb6, axb6; II. Re5, Bxg2; 12. Kxg2, cxdi; 13. cxdl, Dc8; 14. Da4, Db7t; 15. Kgl, d6; 16. Rf3, Ha8; (Segja má, að em. sé stöðumunur ekki mikiM, þó er svarta b-peðið áber- andi veikara en b-peð hvíts, og riddarinn á a3 á fleiri reita völ en „collega" hans á a6.) 17. Db8, De4; 18. Bd2, (18. Dxb6 mundi auðvitað stranda á Hf-b8. — Enn banvænna væri nú fyrir svartan að drepa á e2 vegna Hel.) 18. — Rc7; (Nú yrði Dxb6 ^var- að með — Rc-d5, og svartur ynni peðið aftur og hefði prýðilega stöðu.) 19. Ha-el, Re6; 20. Rb5, Dg4; 21. Kg2, Re4; 22. Be3, Ha5; 23. h3, Dh5; 24. Rc3, Re4-g5; 25. Rxg5, Rxg5; 26. Bxg5, Dxg5; 27. e3, (Línurnar hafa nú skýrzt allmikið. Vonir þær, sem svartur kann að hafa gert sér um kóngs- sókn, hafa fjarað út, vegna und- anfarinna uppskipta á mönnum, og á hann nokkru lakara tafl og — ennþá vegna örðugleika á að veita b-peði sínu fullnægjandi völdun.) 27. — Ha5-a8; (B-peð svarts sýnist alla vega dæmt til tortímingar. Ef, til dæmis, 27. — b5; 28. Hal, Hf-a8; 29. Hxa5 Hxa5; 30. Db4, Ha8; 31. Hbl, (Ekki 31. Dxb5?, Dxb5; 32. Rxb5, Hb8, og vinnur peðið aftur.) Hb8; 32. H-al-a5, og vinnur peð- ið.)28. Hal, Ha-1>8; 29. H-a6, b5; 30. Ha5, h5; 31. Hbl, lil; 32. g4, e6; 33. Hxb5, (Eftir þetta er auð- vitað einungis timaspursmál, hvenær Baldur innbyrðir vinn- inginn.) 33. — Hxb5; 34. Dxb5, e5; 35. Dd5!, (Lei'kur þessi er einkennandi fyrir Baldur: ein- faldur en sterkur. Hann gerir allt í senn, valdar d-peðið sitt, hótar d-peði svarts, leppar f7- peðið og rýmir fyrir riddarar.um til b5.) 35. — De7; 36. Rb5, Hb8; 37. Hci, (Auðvitað ekki 37. Rxd6?, Hd8; 38. dxe5, Bxe5 og vinnur riddarann. Sama yrði upp á teningnum, eftir 37. Dxd6?, Db7t; o. s. frv.) 37. — exdl; 38. Hc7, Ðf6; 39. Rxd6, Hxb2; 40., Re4, De6; 41. Da8t, Bf8; 42. Hc8, De7; 43. He8, Db4; 44. exd4, Kg7; 45. Dd8, Db7; 46. d5, He2; 47. Df6t, Kg8; 48. d6! Og Kinmark gafst upp, því að hann er varnarlaus gegn hótun- inni Hxf8 og síðan Dh8 mát. Við skerum pöruna frá fyrir yður. Það er yðar hagur. Bíðjið því kaupmann yðar aðeins um ALI BACON. SlLD é FISKUR Vanan gröfumann vantar á John Deere skurðgröfu. Ennfremur vantar tvo verkamenn. Upplýsingar í síma 85261 milli kl. 19—20 í kvöld og á morgun. Framtíðarstarf Viljum ráða karlmann vanan skrifstofustörfum til að annast tollskýrslugerð, verðreikninga og fleira. Til greina kemur að vinnaa hluta úr degi til að byrja með Nánari upplýsingar I skrifstofunni. EGILL VILHJÁLMSSON HF.. Laugavegi 118. f.W, FRÁBÆR UTANHÚSSMÁLNING FRAMLEIDD FYRIR ÍSLENZKT VEÐURFAR 2800 TÖNALITIR BYLTING í MÁLNINGARÞJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.