Morgunblaðið - 13.08.1971, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÖST 1971
*
!
Forsetaheimsókn lokið
Flogið frá Höfn í gærdag
FORSETAHJÓNIN fóru með
flugvél frá Höfn í Homafirði kL
12.30 í gœr og var þar með lok-
ið ferðalagi þeirra um Austfirði.
Síðast heimsóttu þau Austur-
Skaftafellssýslu, og stigu þá
m. a. á Vatnajökul, þvi gengið
var upp í Fláajökul í ferðinni
um Suðursveit um morguninn.
1 veizlu sem haldin var á Höfn
í Homafirði i fyrrakvöld, afhenti
Einar Oddsson, sýslumaður for-
setahjónunum að gjöf málverk
eftir Jóhannes Geir frá sýslunni.
Ánægja með veiðiferð
til Grænlands með Flugfélagi Islands
GRÆNLANDSFLUG Flugfélags
Islands hefur gengið mjög vel
í sumar, að því er Sveinn Sæ-
mundsson, blaðafullitrúi tjáði
Mbl. Veður hefur yfirleitt verið
gott, þótt komdð hafi fyrir að
tafir hatfi orðið. Eru ferðir til
austurstrandarinnar til Kulusuk,
og fór í fyrradag þangað full
15 ára í
rafmagns-
stólinn
New York, 12. ágúst. NTB.
15 ÁRA gamall piltur, Joe
Kabegian, var í gærkvöldi
dæmdur til dauða, fundinn sek
ur um morð á 27 ára gömlum
bónda, Jimmy Wramplar, í
nóvember í fyrra.
Piilturinn verður Mflátinn i
rafmagnsstóL Hann verður í
dauðadeild til 11. október og
þann dag fer aftakan fram.
Dauðadómnum verður á-
frýjað, að sögm verjanda. Dóm
urinn var felldur í bænum
Dewitt í Arkansas-ríki.
Eru þeir
að fá‘ann?
flugvél, með 80 manns, meist út-
lendinga. Til vesturstrandarinn-
ar eru vilkuferðir með 60 manns
til Narsassuaqe, þar sem m. a.
er gert ráð fyrir að menn geti
veitt og hafa tekizrt mjög vel.
Siðasta vikuferðin vakti alveg
sérstaka ánægju, sagði Sveinn.
Kvaðst hanm ekki hafa hitt
ámægðara fólk að koma úr ferða-
lagi, og þá sem þar voru. Ferðin
var farin fyrsfcu vikuna í ágúst.
Meðal þátttakenda var hópur
Breta, fólk á ýmsum aldri. Var
það ákaflega hrifið, sagði veður
hafa verið gott, lofaði farar-
stjóm Birgis Þórgilssonar og
kvað allt hafa verið eins og bezt
varð á kosið. Tveir kváðust æ-tla
að panta strax sams konar ferð
að ári.
1 þessum veiðiferðum til
Narsassuaque er komið í hinar
fornu íslendingabyggðir og þær
skoðaðar, en auk þess skipulögð
veiði. Er veitt á ýmsum stöð-
um í sjónum, og einnig ám
og veiðin er svokallaður Græm-
landslax. Býr fólkið í Arctic
hóteli í Narsassuaque, sem Dan-
ir reka.
LAUGARDALSÁ
í ÖGURHREPPI
Sigurjón Samúelsson, Hrafna
björgum í Ögurhreppi, veitti
þættinum þær upplýsingar í
gær, að mjög góð veiði hefði
verið í Laugardalsá í sumiar.
Á land væiru nú komnir um
470 laxar, en það er mun
meiri veiði en verið hefur
undanfarin ár. Leyfð er nú
veiði á þrjár stengur í ánni,
en á tímabilinu 15. júní til 1.
júlí og eftir 15. ágúst er að-
eins leyfð veiði á tvær steng-
ur. Fyrir tveimur árum var
byggður laxastigi í Einarsfoss
og hefur það aukið laxagengd
í ána til muna, en Einarsfoss
er í 800 m fjarlægð frá sjó.
LAGARFLJÓT
OG JÖKULSÁRHLÍÐ
Samkvæmt upplýsingum Ás
dísar Sveinsdóttur, Egilsstöð-
um, hefur enn ekki bóiað á
neinni laxveiði í Lagarfljóti,
en örfáir laxar munu hafa
veiðzt í Jökulsárhlíðinni. Ás-
dís sagði, að hins vegar væri
talsverð silungsveiði í téðum
Togaralöndun
TOGARINN Dagný kom til
Siglufjarðar í gær með 110 lestir
af fiski, sem hann iandaði þar.
ám, og væri það laxveiðimönn
um nokkuir huggun.
KORPA
Samkvæmt upplýsingum
Alberts Erlingssonar, hefur
veiði verið með ágætum í allt
sumar í Koxpu. Fyrri hluta
þessarar viku voru kornnir
um 430 laxar á land, og er það
nokkrum löxum fleira en þar
veiddust yfir allan veiðitím-
ann í fyrra. Stærsti laxinn,
sem veiðzt hefur í sumar var
12 pund, en meðalþungi er
5—6 pund. Helzt er veitt í
ánni neðanverðri, en að sögn
Alberts er nú lax upp um alla
á, og vel hefur veiðzt í hylj-
unum ofan við brúna.
Brúar- og vegaframkvæmd-
ir við Vesturlandsveg virðast
því ekki hafa haft nein áhrif
á laxagengd í ánni ofanverðri
eins og óttazt hafði verið, og
taidi Albert að sízt væri
minna um lax þar nú- en ver-
ið hefur undanfarin ár.
Undanfarin ár hefur lax-
veiði í Korpu farið smám
saman vaxandi, en að sögn
Alberts hefur áin aldrei tekið
svo mikinn kipp sem nú, svo
að honum væri kunnugt um.
Veiðitíminn í Korpu hófst
þann 20. júirí og honum lýkur
19. september. Leyfð er veiði
á tvær stengur í ánni.
Blóðug átök hafa geisað í Belfast og Norður-írlandi síðustu fjóra daga og hafa 24 fallið, margir
særzt og eignatjónið er gífurlegt. Þessi mynd sýnir brezka hernie nn og brennandi hús í baksýn.
írland:
70% af leiðtogum IRA
tekin úr umferð
ÞUSUNDIR FLYJA
Belfast 12. ágúst. — AP-NTB
BREZKIR hermenn réðust
gegn kúlnahríð inn í kaþólsku
hverfin í Belfast og rifu þar
niður götuvirkin, sem reist
voru í hinum blóðugu átök-
um um helgina. Gripið var
til aðgerðanna í dag til þess
að koma í veg fyrir borgara-
styrjöld í landinu að sögn
talsmanns brezku herstjórn-
arinnar. Talsmaðurinn sagði
að undanþágulögin, sem tóku
gildi sl. mánudag og heimila
handtöku grunaðra félaga
VOLVO
hækkar
Gautaborg, 12. ágúst NTB.
VOLVOVERKSMIÐJURNAR
skýrðu frá þvi í dag að þær
hefðu fengið leyfi sænska verð-
lagseftirlitsins til að hækka verð
ið á bifreiðunum árgerð 1972 um
400—550 kr. sænskar, eða um
7000—9000 isl. kr. Eru hækkanir
þessar einungis leyfðar á þeim
forsendum að hlutir sem filytja
þarf inn til framleiðslunnar hafa
hækkað svo og kostnaður við
nýjungar í bifreiðunum.
í IRA, írska lýðveldishern-
um, án sérstaks handtöku-
leyfis, hefðu mjög dregið úr
baráttugetu hans. Talsmað-
urinn sagði að 70% af leið-
togum IRA hefðu verið tek-
in úr umferð sl. 4 daga. 24
ntanns hafa nú látið lífið í
átökunum og eignatjón nem-
ur milljónum sterlingspunda.
Fréttamaður AP-fréttastofunn-
ar, Fred Coleman, símaði frá Bel-
fast í dag, að ástandið í landimu
yrði æ alvarlegra og matvæla-
og húsnæðisalkortur væri þegar
mjög tilfinnanlegur, þar sem
fjöldamörg heimili og verzlanir
hefðu verið brennd til grunna í á
tökunum.
Segir Coleman að þúsund-
ir Belfast-búa flýi nú á hverjum
degi yfir til írska lýðveldisins, en
þar sé ástandið í flóttamanina-
búðum orðið ískyggilegt sökum
þrengsla og matvælaskorts.
Coleman hefur eftir tals-
manni IRA, að lýðveldisherimn
muni geta haldið baráttunni
áfram í að mimnsta kosti tvær
vikur í viðbót og lengur, ef unnt
verður að útvega meiri vopn og
skotfæri.
Sagði talsmaðurinn að á
þeim tíma mætti búast við að
stjórn Faulkners félli og að
brezka stjórmin tæki við völdum
á Norður-írlandi. Talsmaðurinm
sagði, að undanþágulögin hef®u
algeirlega misst marks.
Fréttamenm segja að tiltölu-
lega rólegt sé í Belfast í kvöld og
bæði hermenm og hermdarverka
menrn undirbúi nú nýjar aðgerð-
ir. —
21. þing S. U. S. á
Akureyri
STJÓRN Sambands ungra
Sjálfstæðismanna hefur á-
kveðið, að 21. þing SUS verði
haldið í Sjálfstæðishúsinu á
Akureyri dagana 24.—26.
september n.k.
Aðildarfélögum SUS hefur
verið sent bréf varðandi kjör
fulltrúa og er ungum Sjálf-
stæðismönnum bent á að hafa
samband við viðkomandi for-
menn eða skrifstofu SUS,
Laufásvegi 46, ef nánari upp-
lýsinga er óskað.