Morgunblaðið - 13.08.1971, Side 12

Morgunblaðið - 13.08.1971, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971 ,ísland séð með augum Lenins4 — eftir C. L. Sulzberger HINN þekkti bandaríski blaða maður, C. L. Sulzberger*! var á ferð á íslandi fyrir nokkru og hefur hann síðan ritað greinar héðan í blað sitt, Tiie New York Times. Grein hans, „Iceland as Viewed by Len- in“, birtist hér í lauslegri þýð- ingu. Það er Atlantshafsbandalag inu mikið hagsmunamál, að siglingatengsl geti verið með fullkomlega eðlilegum iiætti milli aðildarþjóða beggja vegna Atlantshafsins. Þessum tengslum er nú stefnt í hættu, þar sem líkur benda til, að aðalsiglingaleiðin verði rofin ellegar umkringd. Fyrir áhrif svipaðrar pólitískrar þróunar á ísiandi og Möltu, vofir sú hætta yfir bandaiaginu, að það geti ekki iengur lokað siglingaleiðum um Norður- Atlantshaf og vestari hluta Miðjarðarhafs. Ekkert samband er þarna á milli, heldur ráða tilviljanir einar, segir Sulzbergir. Hann bendir á að í kosningum í báð um löndunum í júní hafi vinstri flokkar fengið naum- an meirihluta og þeir æski þess að samningarnir við Atlantshafsbandalagið verði endurskoðaðir. Síðan segir hann: „Þetta kann að hafa í för með sér breytingu á ríkjandi valdajafnvægi í heiminum og gæti, ef því verður fylgt eftir, haft miklar hernaðarlegar af- leiðingar.“ Svo segir: „Malta og ísland eiga ekkert sameig- inlegt, nema að bæði löndin eru eyríki í nánum tengslum við hinn enskumælandi heim. Vegna landfræðilegrar legu sinnar má frá þessum eyríkj- um loka lífsnauðsynlegum siglingaleiðum. Malta er ör- smá að stærð, en þar eru um helmingi fleiri íbúar en á ís- landi. Malta var áður brezk nýlenda. ísland var hernumið af bandariskum hermönnum í júlí 1941, áður en Banda- ríkjamenn hófu þátttöku í styrjöldinmi, og hefur notið verndar Bandaríkanna síðan 1951. Til að forða eyjunum frá því að lenda í klóm Þjóðverja í seimni heimsstyrjöldinni, háðu Bretar hatramma bar- daga á Möltu og hernámu ís- land. Frá sjónarhomi Atlantshafs bandalagsins er hlutverk Möltu að loka hinni þröngu siglingaleið í vesturátt milli Evrópu og Afríku. Hin nýja ríkisstjórn Mintoffs hefur krafizt geysilegrar fjárupp- hæðar fyrir að leyfa Bretum og Atlantshafsbandalaginu að hafa þar áfram aðstöðu fyrir flugher og flota. NATO-ráðið er nú að kanna hvort unnt sé að fá bækistöð í staðinn fyrir Möltu, sem gerir sama gagn, til dæmis á Kýpur, Sikiley eða Gíbraltar. Látið hefur verið að því liggja að þetta sé mögulegt, þó að því fylgi viss óþægindi. Það sem fyrst og fremst þurfi að tryggja sé að sovézki flet- inn fái ekki aðstöðu á Möltu, þegar Bretar eru farnir það- an. íslenzka vandamálið er öðru vísi og miklu mikilvægara. Landið er stofnaðili Atlants- hafsbandalagsins, þó að fram- lag þess til Atlantshafsbanda- lagsins hafi ekki verið neitt fyrstu tvö árin — og hvorki bandarískir né amnarra þjóða hermenn hafi þá verið þar í landi. íslendingar hafa sjálfir engan her. En eftir að Kóreu- styrjöldin hafði mjög aukið ótta manna við Rússa, var und irritaður varnarsáttmáli við Bandaríkjastjórn samkvæmt óskum bandaiagsins. Samkvæmt sáttmálanum var komið á fót tveimur stöðv um, annars vegar herstc.ð Atl- antsbafsbaindalagsins í Kefla- vík, hins vegar varnarliðinu á íslandi — en þannig var þetta einungis í orði, því að báðar stöðvarnar eru algerlega bandarískar og undir stjórn bandarísks flotaforingja. En þær eru geysilega mikilvægar fyrir varnarmál Atlantshafs- ríkja.nna því að þær hafa með höndum viðvörun og vernd gegn sovézkum skipum og flugvélum frá Murmansk inn á og yfir norðausturhluta Atl- antshafsins. Á fundi í Kominterm árið 1920 lýsti Lenín því yfir, að ísland mundi gegna her- tæknilegu hlutverki í hernað- arátökum framtíðarinnar, sér- staklega í sambandi við flug- véla- og kafbátahemað. Þróun í visindum og vopnagerð hef- ur, ef nokkuð, aukið þunga þessa viturlega spádóms Len- íns. Bandarískar flugvélar, hlaðn ar rafeindatækjum, bandarísk ir ratsjárskermar og leyni- tæki á landi og um borð í skipum, hafa stöðugt eftirlit með ferðum Sovétmanna i lofti og á legi og þessi tæki eru þannig sett, að þau geta gefið skjóta viðvörun, ef hætta er á eldflaugaárás. 57. orrustuflugsveit Bandaríkja- hers er við öllu viðbúin allar 24 klukkustundir sólarhrings- ina. Engu að síður er möigum íslendingum órótt í geði vegna þessara umsvifa. Þeir búa yfir gróinni löngun eftir hlutleysi skandinavísku þjóð- anna (það hlutleysi hafa að- eins Svíar efni á að veita sér). Hin nýja, vinstrisinnaða ríkis- stjórn myndi að öllum líkind- um kjósa að vera áfram í Atl- anthshafsbandalaginu, njóta verndar Bandaríkjanna, en láta varnarliðið fara úr landi og láta þannig sem svo að þeir væru í senn aðilar að banda- laginu og hiutlausir. Þetta er sannarlega ógern- ingur, eins og tvö aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í Skandinavíu, Noregur og Dan mörk, hafa þegar bent hinum íslenzku frændum sínum á. Ekki er nóg með það að ís- land gegni mikilvægu hlut- verki sem eins konax eftirlits- auga, er beinir sjónum að Sovétríkjunum, heldur líta Norðmenn á það sem herstöð, sem hægt er að treysta á til tafarlausra flutninga, liðsauka og birgða, yrðu Norðmenn fyrir árás Rússa. Aukin heldur kæra Noreg- ur og Danmörk sig ekki um að þurfa að hlaupa í skarðið til að halda norðvesturleið- inni opinni, ef Keflavíkurstöð in er lokuð. Bæði löndin fylgj a sömu meginreglum og íslendingar æskja. Ekkert er- lent herlið á landi þeirra á friðartímum. Árið 1956 kom upp áþekikt vandamál fyrir tilstuðlan þá- verandi vinstri stjórnar. Það var til lykta leitt — eftir að viðræður voru hafnar — þeg- ar Sovétríkin réðust inn í Ungverjaland og raddir gerð- ust háværari um styrjaldar- hættu. Gagnkvæmum viðræð- um varðandi endurskoðun varnarsamningsins, með það fyrir augum að varnarliðið færi úr landi, var þá hætt. Vegna ástæðna, sem lýst verður nánar í næstu grein- um, hefur nýkjörin rítkisstjórn, sem í eiga sæti kommúnistar, í hyggju að endurskoða málið og stefnir að því að brottflutn ingi varnarliðsins verði lokið fyrir lök kjörtímabilsins (1975). 1 HÖFUM BEÐIÐ ÞESSA TÆKI FÆRIS MEÐ ÓÞREYJU FKÚ Dorothy og Alexander Miiler frá Flint í Miehigan-fylki í Bandaríkjuniini eru hérna á ferð, og funduni við þau atigna- blik að máli heima h,já Kggert Ó. Briem og frú Sigríði, að Sól- vallagötu 55 um daginn. Séra Miller var hérna á stríðs- árunum í 3V2 ár, og talar ís- lenzku. Hann eignaðist hérna marga vini, og er nú kominn til að endurnýja kynnin. — Það voru löng ár, sagði frú- in, og hann skrifaði mér svo mikið um íslenzkar kökur og gestrisni, að ég var alltaf hálf soltin i þeyttan rjóma. Þér skilj- ið, að á þeim tíma var allt slíkt skammtað heima hjá okkur. — Dvöl min hér var á þeim tima framlengd, vegna þess, að ég gat talað málið, segir séra Miller, og gerði það mér kleift að vingast við Islendinga og kynnast öllu því bezta. — Ég ferðaðist þá heilmikið um landið. Keypti mér hjól, sem ég skýrði Ragnar og lagði af stað norður til Akureyrar á því. Ég var orðinn svo uppgefinn, er ég iagði á Holtavörðuheiðina, að vörubílstjóri, sem þar fór um sá aumur á mér, og flutti mig með sér norður á Blönduós. Bjargaði hann málinu algerlega. Ég var þá regluiegur farfugl og fór í útilegu með íslenzkum vin- um mínum. Skemmtilegt var það. - Núna ætlum við hjónin að eyða hér þremur vikum. Jón sonur okkar kemur eftir helg- ina til að flakka með okkur. Við vonumst til að komast um Suð- urland, á Vestfirði, norður á Akureyri. Þangað hugsa ég alltaf með hlýju og heitri þrá, í Mývatnssveitina og helzt á Austfirði líka, ef Guð lofar. — Helzt vildum við setjast hér að, en á því eru annmark- ar Söfnuðurinn bíður heima, gest risni vina okkar og landinu viljum við ekki ofgera, og svo er hann Jón, ég hugsa, að hann og fleiri úr fjölskyldunni vilji fá okkur heim aftur. -— Ég reyni alltaf að ná til sem flestra Islendinga í Banda- ríkjunum og hygla að þeim, ef þess er kostur, því að á þann hátt finnst mér, að ég geti helzt reynt að endurgjalda þann hlý- hug, sem ég fann hér á striðs- árunum. — Um daginn höfðum við 7 íslendinga til borðs heima í Flint. Þar voru aðeins tveir út- lendingar, eiginmaður einnar ís- lenzku konunnar og konan mín, Dorothy, segir séra Miller og brosir í kampinn. — En eftir þessu tækifæri, að ferðast hingað, höfum við öll beðið með óþreyju i mörg ár, og nú erum við loksins komin. Miller-hjónin — RANGE ROVER - BÍLASÝNING Á AKUREYRI hja RAOG hf. - Norðurgötu 62 SÝNINGIN verður opin trá klukkan 1-10 e.h. laugardaginn 14. ágúst Við munutn kynna á næstunni hinn nýja stórglæsilega Range Rover og sýna hinn vel þekkta Land Rover hjá umboðsmönnum okkar víðs vegar út um land. Auglýst verður nánar í útvarpi sýningarstaðir og tímar. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.