Morgunblaðið - 13.08.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.08.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971 Útgsfandi hf. Árvakur, Reykj'avík. Framkveemdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjorn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. STRAUMHVÖRF í INNLENDUM SKIPASMÍÐUM Þögn þeirra æpir til þin Gamla konan með ungbarnið Tl/feð hverjum deginum sem líður verður það æ ber- ara, að atvinnuvegimir og þar með þjóðarbúið í heild, stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni eftir 12 ára valdatímabil viðreisnarstjóm arinnar. Er sama hvert litið er: Atvinnulífið er í upp- gangi og meðal almennings ríkti bjartsýni og atvinnu- öryggi. Eitt skýrasta dæmi þessa eru hin mikla straumhvörf, sem urðu í skipasmíðum landsmanna. Innlendar skipa smíðar voru hér sáralitlar fyrir, en um síðustu áramót var komið svo, að í smíðum voru 67 fiskibátar innanlands, þar af 18 yfir 100 rúmlestir. Tvö strandferðaskip hafa verið smíðuð og undirbún- ingur hafinn að smíði tveggja 1000 lesta skuttogara á Akur- eyri. F’ins og fyrr er að vikið eru nægileg verkefni í inn- lenda skipasmíðaiðnaðinum eins og sakir standa. Og að óbreyttum aðstæðum hefði ekki þurft að kvíða verkefna- skorti. En þá gerist það, að ný ríkisstjóm tekur við völd- um í landinu og hennar fyrsta verk er að veikja sam- keppnisaðstöðuna við er- lendu skipasmíðastöðvamar með því að veita jafnháa lánafyrirgreiðslu til fiski- skipa smíðaðra erlendis og væru þau smíðuð hér á landi. Eru sérlega upplýsandi við- töl, sem Þjóðviljinn átti við nokkra forráðamenn skipa- smíðastöðvanna sl. sunnudag um þessar ráðstafanir. Allir þeir, sem við nýsmíði fást, lýstu því undantekningar- laust yfir, að þær mundu veikja mjög samkeppnisað- stöðuna við erlendu stöðvarn- ar. Og er einn þeirra var spurður álits á ráðstöfunun- um tók hann svo djúpt í ár- inni að svara því til, „að ef engar sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til handa ís- Jenzkum skipasmíðastöðvum, þá liði ekki á löngu, þar til íslenzkar skipasmíðastöðvar gætu snúið sér að því að smíða eingöngu árabáta og trillur." Og væri þá illa farið. Eins og nú er komið er sannarlega ekki vanþörf á að rifja upp þau ummæli Jó- hanns Hafsteins, fráfarandi iðnaðarmálaráðherra, er hann En hvernig mátti slíkt verða? Þar kom annars vegar til dugnaður og stórhugur heimamanna og hins vegar skilningur ríkisvaldsins, sem fyrir tilstuðlan Jóhanns Haf- steins beitti margvíslegum að gerðum til þess að efla skipa- smíðaiðnaðinn í landinu. Þannig voru stofnlán skipa- smíðastövanna hækkuð til þess að þær væru betur fær- ar um að gegna hlutverki sínu, samtímis því sem lána- fyrirgreiðslur til skipa smíð- aðra hér voru auknar og samkeppnisaðstaða innlendu skipasmíðastöðvanna við er- lendar þannig bætt. Þessi lánamismunur var útgerðar- mönnum nægileg hvatning til þess, að þeir létu smíða skip- in hér á landi, þótt þau yrðu ef til vill nokkru dýrari. sagði, að fyrir fiskveiðiþjóð sem okkur íslendinga sé fátt mikilvægara en vera þess megnugir að smíða okkar eigin fiskiskip innanlands. Er hvort tveggja að af því er mikill menningarbragur, skipasmíðarnar eru hags- muna- og sjálfstæðismál og af þeim hafa menn svo hundruðum og jafnvel þús- undum skiptir framfæri sitt. Hér á það við sem um svo margt annað, að það er hæg- ara að brjóta niður en byggja upp. Við höfum á að skipa þjálfuðum og hæfum skipa- smiðum, sem tryggja verður næg verkefni. í þessum efn- um gagnar ekkert almennt tal um áætlanagerðir, heldur raunhæfar aðgerðir. Eins og sakir standa, er mikil atvinna í landinu. Þess munu fá dæmi, að aðrir gangi atvinnulausir en þeir, sem eru helzt ekki vinnufærir. Með röngum stjórnarathöfn- um er á skömmum tíma hægt að snúa þróuninni við, þann- ig að samdráttur verði og at- vinnuleysi. Fráfarandi ríkisstjóm lagði áherzlu á að efla atvinnuveg ina og koma upp nýjum at- vinnugreinum og tryggja þannig hinum mikla fjölda, sem bætist við á vinnumark- aðinum á hverju ári nægi- lega atvinnu. Þannig verða hagsmunir almennings bezt tryggðir. Með þeim. eina hætti er unnt að bæta lífs- kjörin í landinu til fram- búðar. Kalkútta, 8. ágúst. Frá Freysteini Jóhannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Dag og nótt heldur flótta- mannastraumurinn frá Austur- Pakistan yfir til Indlands áfram. Nú er aðeins um tvær leiðir yf ir landamærin að velja og á hverjum sólarhring koma um 36 þúsund manns. Það eru hin- ir heppnu. tír andlitum þessa fólks má lesa þungar raunir og um leið og þúsundirnar ganga þöglar hjá, heyrir þú þögn þeirra æpa til þín undan blóð- ugu oki. Indverska stjórnin telur flóttafólkið nú vera orðið rös'k ar 7,4 milijónir, 3,9 milljónir karla og 3,5 milljónir kvenna. Flest er fólkið hér í Vestur- Bengal, eða um 5,6 milljónir og um 200 þúsund rnannis til við- bótar hafa verið fiuttir tiil ann- arra fylkja. Af þessum 5,6 miilj ónum dvelur á fjórðu milljón í flóttamannabúðum, en hitit fólk ið, sem einnig fær sjúkrahjálp við komuna og mat, reikar um fyikið og leitar uppi frsendur og kunningja. Við ókum sem leið liggur frá Kalkútta aJlt að landamærun- um við Bagdah. Þar er önnur þeiirra ieiða, sem stjórnarher Pakistan hefur ekki tekizt að lóka. Langieiðina var vegurinn krökkur af flóttafólki og viða meðfram honum hefur flótta- fólkið reist strákofa sér til skjóls gegn monsúnregninu, sem í einni svipan breytir um- hverfinu i svað. En þetta fól'k er ekki hinigað komið til að kvarta. Það hefur náð lifandi yfir landamærin og í bili er það fyrir mestu. „Það grátlega við okkar gíf- urliega starf fyrir flóttafólkið," segir æðsti embættismaður Vestur-Bengal, Sengutta, við mig, „er að við getum ekki gert það hamingjusamt. Við veitum þvi skjól, læknishjálp og nauð- synlegustu fæðu. Og það er ör- Uiggt hjá okkur. En lífsham- ingja þess liggur sundurkram- in „heima“.“ Hjá Bagdah hitti ég ungan mann, sem á hverjum degi fer upp að landamærunum til að leita frétta frá þorpinu sínu. „Ég átti ekki mikið,“ seg- ir hann, „en ég hafði nóg fyr- ir mig og mína. Og stundum gat ég meira að segja glatt fjöl- skyldu mína smávagis. Við hlóg um og vorum hamimgjusöm. Nú er heimili okkar horfið og við lifum sem beiningafólk í öðru iandi. Konan mín er hætt að hlægja og börnin ok!k- ar gráta. Ég fer á hverjum degi upp að landamærunum." En sumir tapa fleiru en ham- ingjumni. Við ókum fram á unga konu, sem hafði tap- að sjálfri sér. Hún reikaði um veginn án þess að veita um- hverfimu nokkurn gaum. Við urðum að stoppa til að aika ekki yfir hana. Ég hljóp út og fram fyrir hana með myndavél Mikið ber á börnum i flóttamannabúðnnum. Svartsýni í skipasmíðaiðnaðinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.