Morgunblaðið - 13.08.1971, Síða 19

Morgunblaðið - 13.08.1971, Síða 19
MORGUNBLJÆHÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1971 19 r---------------------------- r____________________________ F — 5 skuttogarar Framhald af bls. 32. Wichmann-vélar, en eitt verður með 1600 ha MAK-vél. Aðaltog- vinda verður raídrifin. Þess má einnig geta að í vélarrúmi sikip- anna verður komið fyrir sérstök- um veltitöníkum frá Ulstein-Mek Verkst, en siiikir veltitankar eru nú settir í öll nýjustu fiskiskip Norðmanna. Skipin verða að sjálfsögðu bú- in öiktm fullkomnustu fiskileit- ar- og siglingatækjuim, svo sem gýro-kotmpás og sjálfstýringu. Kaupverð hvers skips verður röskar 90 milljónir króna. Tvö skipanna verða aifhent á næsta ári, og eru það Gunnvör hí. og Hraðfry.stihúsið Norður- tangi hf. á Isafirði, sem fá þau skip, en hin þrjú skipin koma á árinu 1973, og eru það Álffirð- ingur hí. í Súðavik, Hraðfiysti- hús Dýrfirðinga á Þingeyri og Hrönn hf. á ísafirði, sem fá þau skip. — Lufthansa Framh. af bls. 1 tæki upp eigin fargjöld er IATA- samninigurinn rennur út 1. febrú ar, og þar með hæfist samkeppni miilli aSildarfélaganna um far- gjöld. Kuhlmann sagði, að far- gjaldatillögur Lufthana væru ein faldari en þær, sem hefðu komið fram í Montreal. Nú væru 52 mismunandi fargjöld á leiðunum yfir Narður-Atlanitshaf. Sam- kværnt tillögunni í Montreal yrði þeim fjölgað í 69, en samkvæmt tillögum Lufthansa fækkað í 9. „Fyrirhuguð fargjöld ofckar eru þau lægstu, sem íxafa verið boð- in,“ sagði dr. Kuhimann. BOAC LÆKKAR Talsmaður brezfca flugfélags- ins BOAC sagði í dag, að félagiö stæði við fyrirhugaða lækkun sin/a á fargjöldum á flugleiðum yfir Atlantshaf þótt ekki hefði tefcizt að ná samkamulagi um fargjaldalækfcanir á IATA-fund- inum. Talsmaðurinn sagði, að fé- lagið mundi væntanlega bíða til 1. september, þar til eitthvað yrði aðhafzt. Hann taldi liklegt að stóru flugfélögin á Atlantshafs- leiðunum, BOAC, PanAm, Trans World og Air Canada, ákvæðu fargjöld eftir eigin höfði, en héldu áfram aðild sinni að IATA. Talsmaður Air Canada sagði einnig í d'ag, að félagið hygðist reyna að lækka fargjöld sín á leiðunuim yfir Norður-Atlants- haf á næsta ári þótt Lufthansa hefði hafnað tillögunni í Mont- real. — Gorton Framh. af bls. 1 íram í þvi að hann hafi ráðfært sig meir við einkaritara sinn en samráðherrana i stjórninni. And- stæðingar Gortons segja hins vegar, að hann hafi ekki látið sér nægja að svara gagnrýni: hann haldi því frarn að hann treysti ekki sumum samráð- herrum sinuim og eiginkonum þeirra fyrir leyndarmálum. Gort- on er borinn þeim sökum að valda klofningi í stjórnar- flokknuim, Frjálslynda fiokkn- um, og færa stjómarandstöðu- fflökknum, Verkamannaifiokkn- um, beitt vopn í hendur. 'Gorton varð að víkja úr forsætisráðherraembæt'tinu fyrir fimim mánuðum vegna blaða- skrifa um ágreinteng í stjórninni. Gorton greiddi sjálfur atikvæði með því að hann léti af emibætti, og atkvæði hans réð úrslitum. MoMahon var kjörinn eftirmað- ur hans og til þess að lægja deil- umar í flokknum bauð hannGort on erribætti landvarnaráðherra og stöðu aðstioðarflokksleiðtoga, er hann gegnir enn. Talið er að David Fairbarbairn menntamála- ráðherra verði iandvamaráð- herra og menntaimálaráðherra verði Maleoím Fraser, sem stjórnaði uppreisninni gegn Gort- on í marz með þeim afleiðingum, að Gorton vék honium úr emtb- ætti landvamaráðherra. — Berlín Framh. af bls. 1 fundum í alis 23 klukkustundir. Að loknum fundinum í morgun héldu ambassadorarnir til bú- staðar sovézka sendiherrans i Austur-Berlín, þar sem hann bauð upp á karvíar og kampavín í hádegisverð. Bandariska frétta- stofan UPI segir að á fundinum hafi Sovétríkin neitað að tryggja frjálsar samgöngur milli A- og V-Berlínar gegn þvi að Sovét- rikin fengju að hafa takmarkaða diplómatíska starfsemi í V-Berlín. Þetta hefur ekki fengizt staðfest og eins og fyrr segir hefur ekk- ert verið látið uppi um efni við- ræðnanna undanfarna daga. Á morgun minnast A-Þjóðverjar 10 ára afmælis Berlínarmúrsins og er búizt við miklum hátíðar- höldum og skrúðgöngum. Lögreglan i V-Þýzkalandi gerði í dag húsleit í þremur borgum i landinu og handtók nokkra menn og gerði vopn upptæk, sem óttast var að ætti að nota til að koma af stað óeirðum við múrinn á morgun. Erich Honecker, leiðtogi A- Þýzkalands, sæmdi í dag yfir- menn varðsveitanna við Berlín- armúrinn heiðursmerkjum fyrir frábærlega rækt skyldustörf, er múrinn var reistur fyrir 10 ár- um. Hann sagði að múrinn hefði lagt fram stóran skerf til að tryggja frið og öryggi Evrópu og vöxt A-Þýzkalands. — Húsmæðra... Frarnh. af bls. 3 að fræða einnig karlmenn um heimilisrekstur og húshald? — Heimilin eru engin einka mál kvenna, því að þau eru og verða hornisteinar þjóðfélags- ins. Þess vegna þarf að tengja heimilisfræð'sluna við sem flesta skóla og þá jafnt fyrir pilta og stúlkur, og mér dett- ur til dæmis í hug múna, að það væri mjög æskilegt fyrir okkur að koma á mámskeið- um fyrir mýgift fólk, eða fólk, sem ætlar að fara að stofna heimili, og það mætti haga því þanmig að það væri úti í sveit og unga fólkið gæti farið þetta í sumiarleyfi sínu, fengið þarna í senn gott sumarfrí og fræðslu, sem kemur því að notum alla ævi. — Bengal Framh. af bls. 17 fólks. Því eru úitlendinigamir nú á förum. „Þetta hefur ver- ið hryllilegt," segir hollenzkur sjúkrastarfsmaður í Salt Lake City-búðunum við Kalkútta. „Min ægilegasta reynsla. Það er ómögulegt að Imynda sér, hvernig þetta hefur verið — það hef ur enginn Ímyndunarafl til að sjá slíka eymd í huga sér.“ Aðstoðin erlendis frá kemur mest með flugvélum og fer þá um Dun Dun flugvöll við Kal- kútta. Á hverjum degi lenda flugvélar með lyf, barnamat, mjólk, tjöld og sjúkragögn en það þarf miklu meira til, ef hjlálpin á að teljast nægjanleg. Meðal flugvéla, sem færa flóttafólkinu hér lífshjálp, eru vélar frá Cargolux. Mesta aðstoð veita Bandarík- m og Rússland og V-Þýzka- land hefur sent mikið magn lyf ja og sjúkragagna. Þegar flóttafólkið kemur til Indlands, er það illa til reika eftir langa jg erfiða ferð ge.gn um skióga og f jaMlandi. Monsún regnið hellist yfir það og her menn stjórnar Pakistan eru stöðugt með riffla sina á lofti. Margir eru rændir á ieiðinni þvi litla, sem þeir hafa með- ferðis og langstærsti hópurinn kemur slyppur og snauður. A1 eiga hinna kemst fyrir í litlum pinklum, sem fólkið yfirleitt ber á höfðum sér. Um pen- inga er þar ekki að tala. Lífið i flóttamannabúðunum vteðist ganga snurðulaust sinn erfiða gang. Fólkið deilir hörm ungum sínum af æðruleysi. En það er erfitt að liggja uppi á öðrum. Þetta er líka stoiit fóik. Hvergi þar sem ég kom betl- aði nokkur flóttamaður. I öll- um sinum þrengingum reynir fólkið að halda virðingu sinni. Það er líka erfitt að sivíkja ekki sjálfan sig, þegar verst gegnir. „Það er gott að hjálpa þesisu fólfci," segir B. B. Mandal, yfir maður fióttamannastofnunar V Bengal. „Það er verst að geta ekki hjálpað því betur. En við eigum einskis annars úrkosta en að rétt hjálpa því til að draga fram lífið í flóttamanna- búðunum. Við vorum ekki einu sinni sjálfum okkur nógir fyrte. En ég held að indverska þjóðin sé reiðulbúin til mikilla fórna fyrir flóttafólkið. Það eitt dugar bara ekki enda- laust.“ Sögur flóttafólks'ins bera með sér að í A-Pakistan æði stjórnarherinn undir foryistu Tikka Khan, herlandsstjóra, fram í skefjalausri útrýmingar herferð. „Jafovel Hitler myndi skammast sín fyrir eiginn ódugnað hjá þessu,“ sagði hátt settur vestuir-bengalskur emib- ættismaður við mig. Æði stjórnarhersins beinist einkum gegn Hindúatrúuðu fólki, sem Agha Mohammed Yahya Kahn, Pakistanforseti, vill kenna sigur Sheika Muji- bur Rahman í kosningunum í desember sl. Yahya Kahn hef ur Raihman nú í haldi og hefur lýst því yfir, að réttarhöld skuli fara fram og Rahman verða ákærðuir fyrir landráð með hengingu sem refsingu. Bn fylgismenn Rahmans hafa ekki gefist upp. 1 þorpinu Muj'i bnagar, ekki langt frá landa- mærunum hafa þeir myndað stjórn og kosið Rahman for- seta A-Pakistan. í f jarveru hans gegnir N. Islam forsetastörf- um og T. Ahmeder florsætisráð herra. Um þessa stjörn hefur Indira Gandhi, forsætisráið- herra sagt, að enn sé ekki tími kominn til viðurkenniinigar. „En við munum láta til skarar skríða þegar rétti tíminn kem- ur,“ segir Indira Gandhi. Mukti-Bahini frelsishreyf- ing Bengladesh, eins og þeir hafa skýrt A-Pakistan, ræður störum landsvæðum, sem liggja að landamærunum við Ind land. Félagar hennar halda uppi linnulausum skæruhern- aði gegn stjórnarhernum o.g hafa m.a. eyðilagt samgöngu- leiðir milli Dacca og Ohitta- gong, sem er stærsta hafnaæ- borg landsins og aðalútflutn- ingshöfn. Skæruliðahópar eru þjáltfað ir handan landamæanna í Ind- landi og er nú svo komið £ið indverska stjórnin nennir ekki lengur að mótmæla þessari staðreynd. Yahya Kahn, Pak- istanforseti, hefur látið svo um mælt að hann sé reiðuibúinm að leggja út í styrjöld við Ind- land vegna stuðnings þess við fólkið í A-Pakistan. Og i Ind- landi eru mairgir þeirrar skoð- unar, að það sé einfaldasta og ódýrasta lausnin fyrir Ind land að heyja strið við Yahya Kahn. „Við myndum vinna,“ sagði indverskur liðsforingi við mig, „ef stórveldin létu stríðið afskiptalaust. Hvernig eiiga 60 milijónir að sigra 460?“ En stórveldin bíða átekta. Kína hefur iýst stuðningi við Yahya Kahn og indverska stjórnin sækir nú fast að fá sams konar yfirlýsingu frá Sovétríkjunum. Áframhald- andi aðstoð Bandaríkjamanna við stjórn Yahya Kahn vekur reiði Indverja. „Það er nú stórveldanna að finna laust á þessu máli og tryggja öryggi í A-Pakistam svo flóttafólkið geti snúið heim,“ sagði embættismaður í Vestur-Bengal við mik. En A- og V-Pakistan verða aldrei aft ur eitt ríki. Sigur Rahmans í vor var fyrsta skrefið til slíks. Yahya Kahn hefur svo sjálf ur séð um af ganginn. Og meðan stórveldin bíða átekta heldur ílóttamanna- straumurinn áfram. Frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík Haldin verður 1. bekkjardeild fiskimanna í Ólafsvík og á tsa- firði frá 1. október til 31. marz, ef næg þátttaka verður, Umsækjendur tilkynni undirrituðum þátttöku í síðasta lagi fyrir 1. september. Þá verður haldin 1. bekkjardeild á Akureyri. Þeir, sem sækja vilja þá deild, en hafa ekki sent umsókn, geri það sem fyrst. SKÓLAST JÓRINN. Röskínns stuttbuxut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.