Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971
»
® 22-0*22- |
pAUDARÁRSTÍG 31)
HVERFISGÖTU103
YW Sendífefðabí f rei ð - VW 5 mmna-VW svefnvap
VW 9 manna - Landrovif 7manni
ej'ÍBAfc— /J""r 1 l-Á fMWm -gggfc,
4>i—Jöl
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BÍLAUEIGA
CAR RENTAL
Tf 21190 21188
BÍLALEIGA
Keflavík. sími 92-2210
Reykjavík — Lúkasþjónustan
Ss'^urla.ndsbraut 10. s. 83330.
Bilaleigan
SKÚLATÚNI 4SÍMI15808 (10937)
Tiorðtirbraut U1
Wafnarfirði
SÍMI 52001
EFTIR LOKUN 50046
0 Eiturherferð á fögru
vorkvöldi
Húsmóðir sendir Velvakanda
þetta síðbúna bréf með ofan-
greindri fyrirsögn.
„Kvöld eitt í vor var barið
að dyrum hjá mér. Úti fyrir stóð
mikiM beljaki, ber niður að mitti
með kafloðna bringu.
Hann spurði, hvort frúin
vildi, að hann úðaði garðinn, en
ég afþakkaði boðið. En herrann
var nú ekki á því að láta mig
sleppa. Hann reyndi að fcelja
mér trú um, að það væri auðséð
á trjánum, að úðun væri þeim
nauðsynleg. Hálfgert hik kom á
mig, og það hvarflaði að mér sú
hugsun, hvort ég væri að verða
glámskyggn, en mér hafði þótt
garðurinn minn óvenju blóm-
legur á þessu vori og mikil
berjagróska í ribsinu.
0 Söngurinn þagnaði
En þá kom í hug min.n vor-
kvöld fyrir þremur ámm. Barið
var að dyrum í sama tilgangi
og nú, og lét ég úða garðinn þá.
En töluverð umskipti urðu i
garðmum mínum eftir þetta
kvöld. í honum var töluvert af
fuglum, og unaðsríkur söngur
þessara vorboða vakti mig á
morgnana. Eftir úðunarkvöldið
hurfu þeir og sáust ekki það
sumarið, og saknaði ég þeirra
mjög. Mér var tjáð, að ekki
hefði það verið óalgengt að ung
ar dræpust af eitrinu. Líka kom
í ljós, að lauf sumra trjánna
urðu skorpin og lífvana. — Ég
afþakkaði því boð beljakans.
Undanfarin ár hafa úðunar-
menn gengið hús úr húsi í hverf
inu mínu. í>ó befur heldur dreg
ið úr þessum ferðum þeirra hin
allra síðustu ár.
0 Fyrirspurn um réttindi
úðunarmanna
Nú langar mig til þess að
gera þá fyrir3purn til réttra að
ila, hvort Öllum sé heimilt að
kaupa úðunartæki og eiturefni
og ganga síðan x hús borgar-
anna og telja þeim trú um, að
nauðsynlegt sé að úða garðana,
án aUror kunnáttu til þeirra
verka, m.a. í sambandi við blönd
un og hæfilegt úðunarmagn á
hvert tré?
Hér virðist vera mikil hætta
á ferðum, og ýmsir hafa bent á
hana, meðfeil þeirra Haukur
Kristjámsson, læknir, í Morg-
unblaðsgrein 24. júní sl. Hann
segir m.a. í viðtalinu: „Furðu-
legt að banna að eitra fyrir refi,
en íeyfa að eitra fyrir börn“.
Og læknirinn Upplýsir, að í Borg
arspítalann hafi komið í slysa-
deildina 20 manna með eitrunar
einkenni, og nokkra þeirra varð
að leggja inn á sjúkradeild, svo
alvarleg voru tilfellin.
0 Nýúðaður rabarbari er
hættulegur
Og garðyrkjustjóri borgarinn
ar upplýsir einnig í sömu grein,
að nýúðaður rabarbari sé lífs-
hættulegur, og segir það sig
sjálft, að annað grænmeti hlýt-
ur lika að verða barneitrað.
En hvernig stendur á því, að
þessi úðunarherferð er látin við
gangast, þegar komið hefur í
ljós, að hún er stóhættuleg lífi
og heilsu manna? Þarf ekki að
athuga þetta rhál rækilega á
vetri komanda og setja þar um
fasitar reglur? Eitthvað verður
að gera í málinu fyrir næsta
vor. Það er ekki forsvaramlegt,
að fjöldi íólks verði að leita til
lækna, og jafnvel sjúkrahúsa,
vegna veikinda af eitri, sem
spúð er út í loftið“.
0 Hoftættur á Austur-
landi
Þórður Einarsson, Dunhaga
15, skrifar:
„Ég hef allt frá bemskudög-
um haft mikinn áhuga á forn-
Hjúkrunarkona
óskar eftir 2ja herb. íbúð, sem næst
Landakotsspítala.
Upplýsingar í síma 19600.
Starfsfólk óskast
Lagermaður, afgreiðslustúlka í kjörbúð og afgreiðslustúlka
í kjötdeild óskast.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
SÖEBECHSVERZLUN
Háaleitisbraut 58—60.
um ömefnum og jafnframt
reynt að afla mér upplýsinga ura
sagniir, sem gengið hafa um
þau. — Nú, þegar farið var að
grafa eftir Ingólfsbæ í Reykja-
vík, blossaði upp í mér þessi
gamli áhugi. Mér varð hugsað
til Austurlands, þar sem ég
þekki bezt til, því að þar sjást
viða greinilega rústir af fornum
bæjum, hofum og þimgstöðum,
sem íslendingasögur seigja frá
og munnmæli henna. En þessar
fommenjar hafa ekki verið
rannsakaðar hingað til, en það
mun stafa af því, hvað fáir hafa
lagt fyrir sig þessi vísindi, og
því ekki komizt yfir þau verk
efni, sem þurftu rannsóknar
við, en siima fyrst og fremst
rannsóknum á Suður- og Norð-
urlandi, enda hafa þar verið
grafnir upp nokkrir bæir með
góðum árangri, einnig mun
hafa verið grafilð til hofa og
þinga, en með minni árangri.
Ranrusóknir á Ausiturlandi
hafa algerlega mætt afgangi, síð
an fyrir aldamót. Árið 1775 ’77
ferðast Olavius um landið, og
þar á eftir kom svo Sigurður
Vigfússon fomfræðingur til
Austurlands árið ’ 1890. Rann-
sakar hann m.a. Hrafnkelsdal.
Staðfestir rannsókn hans Hrafn
kelssögu í meginatriðum. —
Hrafnkelsdalur er talinn hafa
byggzt kringum 920, en byggð
in mun hafa eyðzt í Svarta-
dauða.
Dalurinn er hreinaista náma
fyrir fomfræðiinga. Þar eru til
ranmsóknar 10—20 eyðibýli, þó
sérstaklega húsakostur og hof
Hrafnkels goða, og mætti ætla,
að það væri nokkurs virði fyr
ir fornfræðinga að hafa rann-
sóknir Sigurðar Vigfússonar sér
til stuðnings.
Það hefur reynzt erfitt fyrir
fornfræðinga að finna vel varð
veittar „hoftóftir“, en ég þykist
viss um, að þann vanda sé hægt
að leysa á Austurlandi. Vil ég
í því sambandi sérstaklega
benda á hofstættur í landi Hof
teigs á Jökuldal, og vil ég leyfa
mér að taka hér upp frásögn
Landnámubókar;
„Þorsteinn torfi nam Hlíð alla
utan frá Ósfjöllum og upp til
Hvannár. Hákon hét maður, er
nam Jökuldal allan fyrir vest-
an Jökulsá og fyrir ofan Teig
ará“.
„Teigur.lá óvtxnninn (ónum-
inn) irnlli Þorsfceins torfa og
Hákonar, þann lögðu þeir til
Hofs, og heitir nú Hofteigur".
Af frásögn Landnámubókar
er ljóst, að land það, sem Þor
steinm torfi og Hákon helga
guðunum, er allt land milli
Hvannár að utan og Teigarár
að innan. Af þessu sést, að þeir
hafa ekki skorið við nögl land
það, sem þeir lögðu til Hofs.
0 Rústir á Goðanesi
Innsti hluti Hofteigs heitir
Teigur; er hann takmarkaður
af Staðará að utan, en Teigará
að innam. í Teigi þessum var
reist hofið á nesi því, er gengur
fram í Jökulsá, en markast að
ixtan af Stafnkensmel, en að of-
an af brattri brekku, sem geng
ur fram að Teigará, en Teigar-
áin myindar n/esið að innan, en
nes þetta heitir Goðanes. Þar
sjást ennþá mjög greinilega rúsit
ir af hofi Hákonar og Þorsteins
torfa, sem er að stærð 8x16 m
og hefur sjálfsagt verið mjög
veglegt og vel til þess vamdað,
enda stóðu að byggingu þess
og rekstri að minnsta kosti 2
goðar, sem ekkert hafa til spar
að, að yfir því hvíldi full reisn.
og helgi, enda er staðurinii val-
inn af slikri vizku, að vafasamt
er, að fegurri og hentugri stað
ur til þinghalds sé til á þessu
landi.
Nú eru ekki lengur til skrif
aðar heimilldir um þinghald í
Goðanesi, en þó eru miunnmæii
höfð eftir gömlum mönnum,
sem lesið höfðu Jökuldæhi, að
í Goða-nesi hafi árlega verið háð
fjölmennt þinghald, enda rnunu
sjást búðartættur víðs vegar um
nesið.
Ég orðlengi þetta ekki meira,
en vona að þessar línur verði
til þess, að farnfræðingair vorir
fái áhuga á þessu máli, svo að
hafnar verði rannsóknir á forn
menjum á Austuriandi sem
allra fyrst.
Þórður Einarsson,
Dunhaga 15“.
TIL ALLRA ATTA
NEW YORK
Alladaga
•>
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugandaga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miövikudaga
Laugardaga
L0FTLEIDIR
Útsala — Útsala — Utsala
ÚTSALAN ER i
FULLUM GANGI
Stórkostlegur afsláttur 20-60°/o
Útsala — Útsala — Útsala
skúbUðin suðurveri
SlMI
8
3
2
2
5