Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 11
MÓRGÚNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18! ÁGÚST 1971 11 Minning: Lúðvík Á. Jóhannesson framkvæmdastj óri F. 19/12 1915. D. 10/8 1971 KVEÐJUORÐ Aldnir kveðja, einnig hinir, ævin líður, skammt til nætur; en þegar fara fomir vinir, íinn ég sviða í hjartarætur. R. Beck. UM miðjan maí sl., þegar vorið skartaði sínu fegursta og dag- amir lengdust að því marki, að verða nóttlausir, á okkar norð- urslóðum, var mágur minn og vinur, Lúðvik Jóhannesson, lagð- ur inn á sjúkrahús til uppskurð- ar við innvortis meinsemd. Það var hans fyrsta vist á ævinni í þeirri stofnun — og hin siðasta, að fáum dögum undanskildum, sem hann fékk að dvelja heima, unz hann var kaUaður inn á ný. Þessi sterki og glæsilegi at- orkumaður varð að lúta þeim bitru örlögum, sem „maðurinn með sigðina" hafði boðað. Leiðir okkar Lúðvíks lágu saman síðsumars árið 1933 og þegar ég kvæntist systur hans 1936, má með sanni segja, að líf okkar og f jölskyldnanna væri samtvinnað ævinlega síðan. Við bjuggum undir sama þaki um 16 ára skeið, eignuðumst hús saman á öndverðu ári 1940 og byggðum sameiginlega í Barma- hlíðinni árið 1946 og á sama ári stofnuðum við fyrirtæki ásamt Ragnari bróður hans og fleiri góðum mönnum. Ekki veit ég hvort það má eindæmi kallast, en öll þessi nánu samskipti okkar Lúðviks, bæði á sviði viðskiptanna, sem og í daglega lífinu, mótuðust af gagnkvæmu trúnaðartrausti og skilningi, og þegar nú hugurinn reikar yfir liðnu árin, minnist ég aldrei þess, að nokkurn tima hafi spunnizt ágreiningur eða sundurþykkja okkar í milli. Hann var maður friðar og jafn- aðar; og ekki spillti eiginkona hans þeim góðu eiginleikum. Þetta stutta ágrip hlýtur að- eins að skoðast sem þröngur rammi um langa og töluvert viðburðaríka sögu, sem geymir óteljandi gleði- og hamingju- stundir, en rúmið leyfir ekki frekari skil. Vorið 1939 kvæntist Lúðvík eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi- björgu Vilhjálmsdóttur frá Haf- urbjarnarstöðum. Ávallt kölluð Bíbí af ættingjum og vinum. Það var eitt af stærstu auðnu- sporum í lífi hans, því samvald- ari hjónum um persónuleika og allan höfðingsskap hefi ég ekki kynnzt á minni lífsleið. Æska Lúðvíks var engum rósum stráð. Hlutskipti hans varð, eins og svo margra ung- menna á tímum kreppu og at- vinnuleysis, að treysta á mátt sinn og atorku, en þar var af miklu að taka. Kom snemma i ijós að hann var afburða hágleiksmaður, eins Og hann átti kyn til. Hann varð þvi brátt eftirsótt- ur sem fagmaður í húsgagna- og húsasmíði, ennfremur tók hann meistararéttindi í bifreiða- smíði. Árið 1940 stofnaði Lúðvík, ásamt nokkrum úrvals fagmönn- um, Bílasmiðjuna h.f., sem brátt varð landsþekkt fyrirtæki, enda var það drifið upp af samvöld- um mönnum þar sem vinna og fagþekking bættu upp takmark- að stofnfé. Fyrirtækið óx og dafnaði. Var Lúðvík forstjóri Bíla- shriiðjunnar alla tíð. , Einn sterkur þáttur lífsnautn- ar hans voru hin næmu áhrif er hann fékk notið, af fegurð ís- lenzkrar náttúru og í þeim efn- um áttu hann og Bíbí beina sám- leið. Fyrír nokkrum árum festi Lúðvik þeim land; lítinn órækt- arhvamm uppi af Hafravatns- rétt, sem hlaut nafnið Stekkjar- hvammur. t höndum þeirra hjóna og með aðstoð barnanna, varð á skömmum tíma til einn fegursti blómskrýddur trjálundur, sem gefur að Iíta á þeim slóðum. Efst í þeim gróðurlundi stend- ur nú glæsilegur sumarbústað- ur fjölskyldunnar, sem hann reisti af þeim hagleik og smekk- vísi, sem hann var þekktur að. Óneitanlega verður um hríð tómlegra þangað heim að líta, eftir að húsbóndinn er horfinn af sjónarsviðinu. — En merkið stendur þótt maðurinn falli, og ekki tjáir um að sakast, því við stóran er að deila. Eitt sólrikasta sumar, sem við höfum lifað, er nú senn á enda. Lúðvík fékk ekki að njóta þess, — og það haustaði snemma að í huga okkar. Ég minnist ekki að hafa kynnzt manni grandvarari Lúð- vik til orðs og æðis. Skaphöfn hans mótaðist af rólyndi og þeirri festu, sem einkennir vilja- sterkar persónur, sem gera harð- astar kröfur til sín sjálfra. Lúðvík var einstakur heimilis- faðir, nærgætinn og tillitssam- ur. Mér fannst stundum eitthvað ljúft og barnslegt við hann. Var þar ekki guðseðlið í mann- inum? Öll börn hændust ósjálf- rátt að honum. Ég mæli hér af mikilli reynslu; af langri sambúð við Lúðvik og Bíbí. Þau hjón reyndust mér, konu minni og börnum okkar eins og þau tilheyrðu þeirra eig- in fjölskyldu. Þessi nánu tengsl fjölskyldna okkar og umhyggju fyrir mínu fólki, mátti ég því betur finna, að ég var oft langdvölum á sjón- um, allt til striðsloka og deildi minni landveru með þeim. Það kemur ekki aðeins skyld- leikinn til, að börnin mín sakna Lúðviks móðurbróður síns svo mjög. Sá tregi á sér dýpri rætur. Einlægur vinur æsku þeirrar, sem bar þau á höndum sér og lét sér éins annt um þau og sín eigin börn, er nú horfinn þeim. Þau bönd voru mjög sterk, og hin bundnu tengsl við Bíbí og börn þeirra munu aldrei slitna. Það er sannast mála, að heim- ili Lúðviks bar frá upphafi hefð- bundinn glæsibrag, sem þau hjónin voru sem eitt um að skapa. En það segir fæst. Þau voru slíkir vinír vina sinna, að gestrisni þeirra voru fá takmörk sett. Hafi maður nokkru sinni, utan sins eigin heimilis, fundið sig heima hjá sér, þá var það i þeirra ranni. Þar hafa margir, aðrir en ég átt ógleymanlégar gleðistundir. Þeim virtist létt um að vekja stemningu, þeim var það svo eðlilegt. Einn bezti vottur um hjárta- Iag Lúðvíks var umhyggja hans fyrir Elísabetu móður sirini. Hún hefir nú dvalið undir hans þaki hátt í tvo áratugi, og lifir þá ráun, á níræðisaldri, að sjá á bak ástfólgnum syni fyrir ald- ur fram. Og nú hverfist tómið yfir hugann og manni finnst, sem andlegri birtu sé brugðið. Þó verður þeirri djúpu kennd þakklætis og virðingar, sem hann ávann sér meðal sinna vina, aldrei á burtu feykt um ókomna tíð. Gefi almættið ástvinum hans styrk í þeirra reynslu. Guðm. Jensson. MARGAR skemmtilegar stundir höfum við átt með Lúðvík Jó- hannessyni og Ingibjörgu, konu hans; e.t.v. þær eftirminnileg- ustu við Hrófá í Steingrimsíirði. Þegar degi tók að halla og logn- ið breiddi hvíta hönd á ósinn, sátum við á bakkanum og horfð- um á torfurnar ganga í ána, forystulaxinn fyrstua: og kom stundum hálfur upp úr vatns- skorpunni, eins og til að skoða manniífið og umhverfið og full- vissa sig um, að æskustöðvarn- ar væru þar í næsta nágrenni. Þá var gaman að lifa, anda að sér og láta hugann hvilast i vatninu. Á slákum stundumnaut Lúðvík sín og smitaði alla með gleði sinni og hlýju viðmóti. Enn rennur Hrófá. Og enn finnum við Lúðvík í minning- unni þótt hann sé sjálfur far- inn til upphafs sins, þangað sem leið okkar alira liggur: . . . en innsta hræring hugar mins hún hverfa skal til upphafs sins sem báran endurheimt í hafið. Þegar heiðin hvíslar í tæru vatni er Island ævintýri líkast. Lúðvík upplifði þetta ævintýri með þeim hljóðiáta fögnuði, sem einkenndi allt lif hans og af- stöðu alla. Atkvæðamikill fram- kvæmdamaður sótti hann kjark og áræði, unað og gleði I þann Söng, sem á sér landið sjálft að forsendu. Og þannig minnumst við hans, ekki með sorg heldur gleði og þakklæti. Það er því ekki að ófyrirsynju að nú á kveðjustund renni Fljótið helga inn í hugann i sinni hljóðlátu tign. Við eigum vafalaust oft eft- ir að vera minnt á að „...sefandi harmljóð hins helga fljóts úr húminu til mín líður.“ En — — eins veit ég og finn, að það fylgir mér um firð hinna bláu vega, er hnig ég eitt síðkvöld að hjarta þér ó, haustfagra ættjörð miíns trega. Landið fylgir okkur í fljótinu og minnir á góðan dreng, sem við söknum af bakkanum héma megin. Við og fjölskyldur okkar send- um Ingiibjörgu og bömunum sem voru gleði hans, stolt og un- aður djúpar samúðarkveðjur. Gunnar Hansson, Matthías Johannessen. Framhald á bls. 19 Trésmáðavélar Til sölu góðar trésmíðavélar. Sambyggð Steinberg vél (stærri gerð). Bandslipivél (pússvél). Hjólsög, kúttsög og borvél á fæti og margt fl. Tilboð merkt: „7519" sendist Mbl fyrir 23. þ.m. Starfsmaður Öskum eftir að ráða starfsmann til verksmiðjustarfa. Umsækjendur komi til viðtals kl. 4—6 í dag og 9—11 á morgun. ETNA H.F., Grensásvegi 7, simi 85685. Tilkynningi Með tilvisun til 11. gr. laga nr. 78 frá 10. ágúst 1970 sbr, fög nr. 49 frá 16. marz 1951, er hér með skorað á þá, sem eiga ógreidd iðgjöld í Lifeyrissjóð sjómanna, að gera nú þegar skil á þeim til sjóðsins. Hafi ekki verið gerð skil á öllum vangoldnum iðgjöldum innan 30 daga frá birtingu þessarar tilkynningar mun verða óskað uppboðssölu á viðkomandi skipi (iögverði) til fullnustu skuldarinnar, Reykjavík 9. ágúst 1971 f. h. Lífeyrissjóðs sjómanna Tryggingastofnun ríkisins. heimurinn segirJá víd hinum logagylltu BENSONand HEDGES kr.SZ hafið þið sagt Já?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.