Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 6
MORGUMBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA GUR 18. ÁGÚST 1971 f 6 HOSJVIÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sfetn kemur í diag, tílbúirm á rrtO'rgiun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúía 12, sími 31460. STÚLKA ÓSKAST til starfa á ilítið hótel í Reykja vtk. Málakunnátta æsikileg. Tilboð menkt „Vaktavinna 7037" sertdist blaðinu sem fyrst. KEFLAVÍK Afgretðslustúlka ðskast. Brautamesti. ÓSKUM EFTIR þriggja trl fjögurra herbergja íbúð nú þegar eða fyrir 1. október. Höfum meðmæli fyrri húsráðanda. Sírni 86989. ÍBÚÐ ÓSKUM eftir 3ja—6 herb. Jbúð strax; eirum á götunni. Eimhver fyrirframgreiðsla. — Upplýsingar í síma 83406. BLIKKSMIÐIR eða menn vanir blikksmtðí óekast nú þegar. Breiðfjörösblikksmiðja Sigtúni 7, sími 35000. UNGAN MANN vantar vinrvu, hefur rekið svínabú í tvö ár í Englandi. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 34984. 21 ARS STÚLKA óskar eftir góðri atvinnu, er vön verzlunarstörfum. Nánari uppfýsúvgar í síma 32434. ÓSKA AÐ TAKA A LEJGU fitla Jbúð nú þegar. Þrennt í heimiili, algjör regkjsemi. Möguleiiki á einhverri fyrir- framgreiðslu. Brynjar Valdi- marsson, kennari, sími 40660. TIL SÖLU Skoda Octavia '64, nýskoð- aður, selst ódýrt Upplýsing- ar í síma 41307. BÆNDUR Amason kartöfluupptökuvél til sölu. Uppil. t sírna 51072. IBÚÐ ÓSKAST Ung hjón óska eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð strax. Skilvís greiðsla. Upp- lýsingar í síma 25666 eftír kl. 7 í kvöld. DlSILVÉLAR TIL SÖLU BMC, 40 hesrtöfl, og Merced- es-Benz, 45 hestöfl. „Com- plet með gírkasa", notaðar, í fyrsta flokks lagi. Jónas Pálsson, sími 43140 ÓSKA EFTIR þriggja herbergja íbúð til leigu. Sími 17112. TILBOÐ ÓSKAST I Vo’kswagen bifreið, árgerð '67, sem er skem-md eftir áreksi.ur Upplýsingar I síma 92-1354 eftir kl. 7 á kvöldin. Leirhöfn á Sléttu Bærinn Leirhöfn stendur undir fjalli ofan við Leirhafn arvatn, og hefur þarna all- lengi verið stærsta tún í sýsl- unni. I>ar var árið 1965 talið vera stærsta sauðfjárbú á landinu í eign eins bónda og stærsta fjárhús landsins, þá nýlega byggt. Neðan við vatn ið og- nær sjó eru fjögur ný- býli byggð úr landi jarðar- innar: Miðtún, Sandvik, Keist ames og Nýhfifn, sein er lang eizt. Kristinn Krist.jánsson véLsmiður frá Leirhöfn, setn þar á heima, sjálflærður að mestu, fann npp Bnurennuna, sem lengi hefur verið notuð á vélbátaflotanum. 1 Leirhöfn er sýslubókasafn, sem Helgi Kristjánsson bóndi þar og kona hans gáfu sýslunni. Eitt nýbýH enn er heima í Leir- höfn og enn fremur Sæb<>rg, iðnaðarbýli, rétt utan við nefnda bæi austanvert við Leirhafnarvík. Vestan > við vatnið norðarlega gengur Leirhafnartangi í sjó til vest- urs. Norðan við hann er vik- in. Skerjagarður er norður úr tanganum utan við víkina og veitir henni skjól fyrir haf sjó. Hún er á kafla alldjúp. Færeyingar reru fyrrum frá Deirhöfn og mn tima var þar gerður út þilfarsbátur. Raufarhafnarmenn og Austur- Sléttungar hafa gert nokkuð af því að rækta land í Leir- höfn og flytja töðuna allt að 40 km leið. Eru þar ræktun arskilyrði miklu betri og þurrkdagar fleiri en á Aust ur-Sléttu. Alllangt norður frá Leirhöfin með sjó fram er Grjótnes, tvíbýlisjörð og er akfært þangað sjávarmegin við Broinavatn og Hávarðs- vatn. Þar er mest æðarvarp á Sléttu. Land þessara jarða naer norður á Rauðanúp, sem er á norðvesturhorni s'kagans og alllangt utan við mynni öxarfjarðarflóa. Grjótnes er svo norðarlega og vestarlega, að þaðan er í góðu skyggni ákaflega víðsýnt og sést ailt suður á Herðubreið. Rauði- núpur er ekki hár, en sæ- brattur. Eru þar þverhnípt björg og mikið varp bjajrg- fugla, en laust og ekki að- stæður til sigs. Hafsúla verp- ir nú við Rauðanúp. Austur af Rauðamúpi er Þverfell og suður af þvi Hvammf jöll, hvo-r tvegigja lág. Austan þessara fjalla ér Kötluvatn, langt og mjótt og suður af því Selí jarnir. SpðBkorni austan Leirhafn- ar eru tveir móbergshaugar, annar á jafnsléttu, hinn uppi í miðju fjalli. Sagt er, að þetta séu nátttröll, sem báru hval á miffi sín utan af Kíls- nesreka, er dagur rann og hefti för þeirra. Karlinn er niðri á jafnsléttuinni og heitir Einbúi. Við sjóinn utan við Leir- höín mun enn sjást flak af þýzkri sprengjuflugvél, sem nauðienti þar á sjó vorið 1945 um það bil, sem síðari heims- styrjöldinni var að ljúka. Áhöfnin, fjórir menn, komst aif. Heimamenn drógu vélar- flakið á land. Á sjávarbakka á landa- merkjum Leirhafnar og Grjótness heitir Bangsaiþúfa. Snemma á 19. öM, er ís lá við land, var húsfreyja í Leir- höfn á ferð, gangandi milh bæjanna. Sá hún þá, hvair hvítabjörn sat á þúfunni og varð ekki um sel. Hét hún þá á bjöminn að láta barnið, sem hún átti von á, heita eft- ir honum, ef hann gerði henni ekki mein. Konan komst óáreitt leiðar sinnar og efndi heit sitt. Varð sonur hennar, Bjöm, bóndi á Grjótnesi. 1 Landnámu segir svo, að „Reistur sonur Bjameyja- Ketils og Hildar systur Ket- ils þistils, faðir Amsteins goða, hann nam land miiii Reistargnúps og Rauðagnúps og bjó í Leirhöfn." En hvar var Reistargnúpur? Sam- kvæmt Landnámu er hann Leirhöfn á Sléttu. Myndin er tekin af Ó. Sigv. og fengin að láni úr árfoók Ferðafélags íslands 1965. Hjónin í Miðtúni: Helga K. Lund og Ami Pétur Lund. núpur sá, er Einar landnáms- maður í Öxarfirði setti öxi í og nefndi fjörðinn eftir. Hafi það verið Snartarstaðanúpur, hefur landnám Reistar aðeins tekið yfir Leirhafnar- og Grjótaneslönd. Hafi það ver- ið Öxarnúpur, hefur Reistur einnig numið alia Núpasveit. Landnáma nefnir aðeins tvo núpa, Rauðanúp og Reistar- núp, en sleppiir þeim núpnum sem ekki skipti landnámium. Með þvi að gera ráð fyrir, að Öxfirðingar hafi, þegar frá leið, fremur viljað kenna núp við landnámsöxi sína en Reist er hægt að færa líkur fyrir því, að Reistur sé landnáms- maður Núpasveitar. Á Sturlungaöld kemur Leir G.G. Hluti heimHisfólks og gestir í Miðtúni. Frá vinstri; Benedikt Lund, EiríUur Haraldsson Grímur Þór Lund, Helga K. Lund, Valdimar Karl Guðlaugsson og Árni Pétur Lund. t>ekkirðu landið þitt? höfn við sögu. Þegar Kol- beinn ungi Arnórsson sigldi skipum sinum norður um Skaga á Jónsmessukvöld 1244, var í liði hans Hjalti Helgason úr Leirtoöfn og „stýrði mikilli ferju", segir sagan. En að vestan sigidi Þórður kakali Sighvatsson skipum af Vestfjörðum, og mættust skipaflotarnir á Húnaflóa um nóttina, er emn var „iágur veggur undir sól- inni“. Barizt var með grjóti, meðan það entist á skipum. Þá voru skip látin siga sam an og hófst höggorrusta. Er bardaginn tók að harðrna, bað Kolbeinn Hjalta að leggja „sitt skip á skut skipi Þórð- ar“, sem var ,„skúta ein mik- il“ og á henni „heimamenn hans og mannval er honum þótti knálegast". Vestflrðing- ar gengu á skip Hjalta. „Lagði Þórður til Hjalta gegnum brynjuna og sjálfain hann og nísti hann svo dauð- an út við borðinu," segir sag an. Þar týndu flestir menn Hjalta lífi, en sjálfan hann telur Sturlunga meðal þeirra manna failinna úr liðá Kol- beins, er „voru mest virðir" En alls létust af Kolbeiní fuM ir sjö tugir manna, og voru Kkin svo og sárir menn flutt á tveim skipum austur á Skaga. Flóabardaga lauk, er sól var „nær miðju lands- suðri hafin.“ Hefur því stað- ið frá því mjög snemma um morguninn og fram til hádeg is. Heimikomu þeirra fáu manna af Leirhafmarskipi, er eftir lifðu, getur sagan ekki. Blöð og tímarit Sveitastjómarmál, 3. tbl. 1971, er komið út. Aðalgreinin fjallar um sveitarstjórniir og gróður- vemd og er eftir Ingva Þor- steinsson, magister. Hallgrímur Dalberg, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, skrifar um samskipti féiagsmáliaráðu- neytisins við sveitarstjórnir og Þórhallur Halldórs-son, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- iits R.eykjavíkurborgar, um heil brigðiseftirlit Ragnar Emilsson, arkitekt, á grein um dvalarfaeitn ili aldraðra og Grimur Gísiason, fyrrv. oddviti, lýsir Húnavöll- um, nýjutn heimavistarbama- skóJa sex hreppa í Ausbur-Húna vatnssýslu. Sagt er frá stofnun læknamiðstöðva í Borgamesi, á Isafirði og á Egiisstöðum og dvalarheimilum aldraðra í Borg arnesi og á Egilsstöðunn. Birtar eru fréttir frá sveitarstjórn-um, landshiutasamtökum sveitarfé laga, frá löggjafarvaldinu og frá ráðstefnu Samibands ís- lenzkra sveitarfélaga á seinasta starfsvetrL Forustugneinin, friðun minn- ingarverðmæta, er eftir Pál Lín dal formann sambandsins. GANGIÐ ÚTI í GÓÐA VEÐRINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.