Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 10
r"_ f 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971 18. ágrúst 1786, þ.e.a.s. fyrir nákvæmlega 185 árum var einok im aflétt á fslandi með konung legrri tilskipun ogr 6 íslenzkir kaupstaðir stofnaðir. — Einn þessara kaupstaða var Eskif jörð- ur. Fyrir 185 áriun iét Eski- fjörður ekki mikiö yfir sér. I»ar var aði'ins eitt býli, sem og bar nafnið Eskifjörður og: hjáleiga þess, Lambeyri. En til staðarins fluttist dugrmikið fólk, sem efldi hann með dugnaði og bjart- sýni og í dag er þar risin blóm- leg byggð, þar sem 930 manns eiga sér heimili og una sér vel tindir brattri fjallshliðinni við Eskifjörð. —- Gott merki um dugnað og framtak Eskfirðinga er að þeir hafa iátið skrá sögu staðarms frá upphafi og kemur fyrsta bindi þessa verks einmitt út í dag. Ritið nefnist „Eskja — bók in um Eskif jörð“ og er eftir Ein- ar Braga Sigurðsson, sem fædd- ur er og uppalinn á Eskifirði. í þessu fyrsta bindi er rakín stað fræði söguslóða og lýst um 900 önnefnum við Eskifjörð. Næsta bindi mun síðan fjalla um upp- haf sjálfrar byggðarinnar o<g verzlunarsögu Eskifjarðar frá 1786 og eitthvað fram á 19. öld- ina. Þriðja bindi mun væntan- lega fjaila um tímabilið þar á eítir og fram til dagsins i dag. Til gamans má geta þess að for- setahjónunum var fært að gjöf fyrsta eintakið af Eskju er þau heimsóttu staðinn 8. ágúst s.l. Bókin var bundinn inn í mjög fallegt alskinn af Auðunni Eim- arssyni kennara, en hann er frá Eskifirði. KAUPSTA0UR RÍS Vlö ESKIFJÖRÐ 1 stuttu spjalli við Einar Braga fyrir skömmu rakti hanm í stórum dráttum sögu staðarins frá upphafi til þessa dags. Ein- ar sagði m.a.: Á átjándu öld var emgin byggð við Eskifjörð, nema eitt býli sem einnig hét Eskif jðrð- ur eða Eskjufjörður eftir hnjúk nokkrum í Eskífjarðarheiðar vanga, sem sporöskjulöguð dæld er ofan í og kallast Eskja. —- 1 Eskifirði bjó Þorsteinn Þor- steinsson lögréttumaður sem gjarnan var kallaður Þorsteinm rí'ki. Utar með firðinum, þar sem þorpið er nú, var iítil hjáleiga Eskifjarðar, Lambaeyri. Þá er það 1779 að Múlasýslu er skipt í tvennt, í Norður-Múlasýslu og Suður-Múlasýslu og Þorlákur ís fjörð er skipaður fyrsti sýslu- maður Suður-Múlasýslu. Þegar Eskifjörður um 1890. Mynd þessa tók Nicoline Weywadt en hún var fyrsti lærði Ijósniyndarinn á Austurlandi. Nicoline var ætt uð frá Djiipavogi. hann fer að svipast um eftir setri, festir hann augun á Eski- firði og kaupir bæinn, en Þor- steinn ríki flytur út á Lambeyri og skilur undan jörðinni það land sem Eskifjarðarkaupstaður stendur nú á. Næst er það sem tíðindum sætir að árið 1786 er einokun aflétt á íslandi og Eski fjörður er gerður að kaupstað. Formlega létti einokuninni þó ekki af fyrr en 1. janúar árið 1788 og tók þá fríhöndlun við. — Það sama vor kom til Eskifjarðar norskur kaupmaður George Wallace frá Bergen. Kom hann á skútunni Álkunni. Stundaði George verzlun og fiskveiðar um sumarið en sigldi síðan aftur um haustið til Bergen. Vorið 1789 kom hann aftur til Eski- fjarðar og þá með meiri við- burði. Hafðí hann með sér húsa- við, keypti Lambeyri af KatLi syni Þorsteins ríka, sem þá var orðinn bóndi og reisti sér fyrsta húsið, sem reist var í þessum nýja kaupstað. Kaup- verð jarðarinnar þ.e.a.s. allt kaupstaðarsvæðið í dag var að- eins 46 ríkisdalir og þykir manni það vel sloppið. — Stutt 7 . : ' j& i ííSS''' Prestss«»trið Hólmar standu frú Kristrún Séra Hallgrímur vai '*— 'i' V ... . . Itcyðarfirði iim 1874. Á dyratröppiiniim .lónsdóttir og séra Hallgrínmr Jónsson. afabriiðir Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra. var í veru Georgs á Lambeyri, því árið 1792 kaupir stæltasti fríhöndlari þess tima, Georg sögu að segja að Carl Daniel Tulinius byrjaði að verzla þar árið 1863 og rak verzlun til árs- ins 1905 er hann dó. Eftir það voru ýmsir menn sem verzluðu i Útkaupstaðnuim, en árið 1949 lagðist verzlun þar niður. Voru þá báðar gömlu verlanirnar horfnar og nýjar komu í stað- þá báðar gömlu verzlanirnar sem höfðu skipt bænum í tvo kjarna, hafði það í för með sér að sú skipting hvarf og bærinn varð ein samfeHd heild með verziunum dreifðum um plássíð. Nöfnin Útkaupstaður og Fram- kaupstaður lifa þó enn og minna á gamla tíð og það sama gerir gamla verzlunarhús Örum & Wulff sem stendur enn og verð ur varðveitt eins Lengi og kost- ur er að ráði Þórs Magnússonar þjóðmónj avar ðar. Sildarsöltnn á Eskifirði um 1930. HAFA VÖLU SÉR TIL VERNDAR Þegar líða tekur á 19. öldina verður Eskifjörður ekki aðeins aðsetur kaupmanna heldur fara embættismenn að flytja til stað- arins. Fyrsti sýslumaðurinn, sem sezt að í bænum er Jónas Thor stensen, árið 1854 og hefur Eski fjörður verið aðsetur sýslu- manna Suður-Múlasýslu æ síð an. Árið 1861 sezt fyrsti Lækn- irinn að, og var það Bjarni Thorlacius en allt fram tiL árs- ins 1930 bjugigu prestar staðar- ins á Hólmum, handan fjarðar- ins. Á meðan prestsetrið var á Hólrruum fóru Eskfirðingar ýmist landleiðina tid messu, eða á báti yfir fjörðinn og þaðan yfir HólmaháLs, til Hólma. í fyrsta bindi Eskju segir á einum stað frá vöLuleiði á Hólmahálsi og þeirri sögu sem skapazt hefur í kringum þann stað. 1 bókinni segir: ,,Á utan- verðum Hólmahálsi í Reyðar- firði er steinn er kallaður er Hvildarsteinn og stendur rétt hjá alfaraveginum. Hjá steinin- um er grænn grasblettur, er nefnist Völuleiði og er nú saga til: Völva ein bjó á Sómastöð- um í Reyðarfirði nokkru fyrir þann tíma er Tyrkir rændu hjer við land. (1627). Áður en hún andaðist lagði hún svo fyrir, að sig skyidi grafa þar, er bezt væri útsýn yfir Reyðarfjörð og kvað þá aldrei fjörðinn miundu rændan af sjó meðan nokkurt bein væri óbrotið i sér. Var hún þá grafin á fyrrnefndum stað. - Þegar Tyrkir komu að Aust- fjörðum, hugðu þeir sjer til hreyfings að sigla inn á Reyð- arfjörð og ræna Hólmakirkju og kaupstaðinn að Breiðuvikur- stekk. Þóttust þeir eiga þar fangsvon góða. En er þeir komu í fjarðarmynnið, kom á móti Franihald á bls. 19 Framkaiipstaður 1907 eða 1908. Ljósmynd |æssa tók Ingimiindur Sveinsson, bróðir Jóhannesar S v. Kjarval. Andreas Kyhn Lambeyrina og rak hann þar litla verzlun. Um- svif á Eskifirði tóku þó ekki verulegan kipp fyrr en dönsku kaupmennirnir Örum & Wullff settu þar upp fyrstu verzlun sína á íslandi árið 1798. Verzl- un þeirra var þar sem heitir Út- kaupstaður á Eskifirði og ráku þe'x og afkomendur þeirra verzl un í Útkaupstað í 65 ár. Næsti merki atburðurinn í sögu Eskífjarðar er að Kjartan Isfjörð sonur sýslumannsins byggir verzlun á staðnum árið 1802 og var hans verzlunarstað ur nefndur Framkaupstaður. Verzlaði Kjartan þar til ársirs 1845, en þá andaðist hann. En aðrir menn tóku við verzluninni og var verzlað í Framkaup staðnum til ársins 1932. En í Út kaupstaðnum er hins vegar þá Útkaiipstaður skömmii fyrir aldamót. Carl D. Tiilinius stendur á skiltinu yfir dyruni Gömlu Búðarinnar, en búð |x»ssi stendur á Eskifirði enn þann dag í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.