Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGOST 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundssort. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritaljórn og afgreiðsla Aðalstrseti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. ERFIÐ VERKEFNI BÍÐA ÚRLAUSNAR Oá er yfirleitt háttur ríkis- stjórna, er þær setjast að völdum, að haga orðum sín- um og vinnuaðferðum á þann veg, að veki traust bæði inn- anlands og utan. Er þetta ekki hvað sízt mikilvægt, þegar svo háttar til sem hér á landi nú, að framundan bíða okkar erfið verkefni úr- lausnar og þá fyrst og fremst útfærsla landhelginnar. En auk þess ríður okkur á að tryggja stöðu okkar gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu, svo að okkur auðnist að ná viðhlítandi samningum við það, ef og þegar á þarf að halda, þar sem tekið verður tillit til sérstöðu okkar og smæðar. Því að sjálfsögðu kemur full aðild að Efnahags- bandalaginu ekki til greina. Á þessu er vakið máls hér og nú vegna ummæla þeirra og álits, sem vart verður víða erlendis á ríkisstjóm íslands, eins og rakið hefur verið hér í Morgunblaðinu. Þannig heldur bandaríski blaðamað- urinn C. L. Sulzberger áfram skrifum sínum um ísland í International Herald Tribune og kemst m.a. svo að orði í þriðju grein sinni sl. föstu- dag: „Nýja ríkisstjórnin vakti öll þessi vandamál upp sam- tímis með djarflegum loforð- um fyrir kosningarnar, en eft- ir þær komst hún til valda: Að banna veiðar erlendra fiski- manna innan 50 sjómílna markanna; að vísa brott Bandaríkjamönnum og að komast að samkomulagi við Efnahagsbandalag Evrópu. Nú er stjórnin farin að velta þvi fyrir sér, hvort öll þessi atkvæðaveiðandi fyrirheit séu framkvæmanleg.“ Þannig verður þess víða vart, að menn eru vantrúaðir á, að ríkisstjómin geri alvöru úr því, að vamarliðið verði látið hverfa úr landi. Og væri það vissulega betur, að ríkis- stjómin endurskoðaði afstöðu sína til öryggismála þjóðar- innar. En í því sambandi vitnaði blaðamaðurinn til við- tals, er hann átti við Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og hefur eftir honum þessi ummæli: „Samkomulag um fiskveiðimörkin kemur fyrst. Við munum fara mjög hægt í hinum málunum, þar til landhelgismálið er leyst. Ég ætla að taka mér góðan tíma til að íhuga herstöðvarmál- ið.“ Stefnum öll að sama marki egar þær undirtektir, sem vinstri stjórnin hefur fengið á erlendum vettvangi, ber á góma, er næsta spaugi- legt að gaumgæfa ummæli stjómarblaðanna þar um. Þannig staglast þau á því dag eftir dag, að öll séu þessi um- mæli eftir ritstjórum Morg- unblaðsins höfð og að Morg- unblaðið hafi hönd í bagga með því, sem fram kemur og sagt er um ísland í erlendum fjölmiðlum. Slík furðuskrif eru að sjálfsögðu óskiljanleg frá mönnum, sem gert hafa blaðamennsku að lífsstarfi sínu og eiga því af eigin raun að vita, um hvað þeir eru að tala. En þeir um það. Slík skrif þjóna hvort eð er ekki öðrum tilgangi en þeim, að lýsa sálarástandi þeirra manna, sem þau láta frá sér fara. Hitt er sönnu nær, að litlu skiptir, hvað við kunnum að álíta sjálf um, hvað sagt er, jafnvel hér á landi, hvað þá það, sem erlendis er. Okkur kann að fal'la það misvel í geð, hvað þar er sagt. En út á eitt kemur, að mestu varðar fyrir okkur að fylgjast vel með þvi, sem þar er sagt, og reyna að bæta úr, ef eitthvað þykir á skorta um okkar málatilbúnað. Þannig er það og um land- helgismálið og því fremur, sem þar er um lífshagsmuna- mál okkar að tefla, að þá eru mestar líkur til, að það nái farsællega fram að ganga, ef þjóðin öll fær að fylgjast með þeim rökum, sem við höfum fram að færa, og mótbárum andstæðinga okkar. í engu máli eins og þessu ríður á, að samstaða náist með þjóð- inni og sú samstaða er fyrir hendi. Markið er eitt og að því stefnum við öll. Fyrir þá sök hafa utanríkisráðherra okkar og embættismenn þeir, sem með honum eru, góðar óskir allra þjóðhollra íslend- inga í fararnesti, að för þeirra megi takast giftusamlega. JOSEPH GODBER Viðræður hans við Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, hefjast í dag í DAG hefjast viðræður Ein- ars Ágústssonar, utanrikisráð hennar í Lundúnuim við Jos- eph Godber, aðstoðarutanrík- is- og samveldisráðherra, þar sem íslenzki ráðherrann mun væntanlega skýra sjónarmið íslenzku rikisstjórnarinnar í landhelgismálinu. Einar mun siðan hailda til Vestur-Þýzka- lands og ræða þar við Walter Scheel, utanríkisráðherra. Joseph Godber var skipað- ur aðstoðarutanríkis- og sam- veldisráðherra, þegar Edward Heath tók við embætti for- sætisráðherra á Bretlandi í júní 1970. Hann hefur gegnt ráðherrastöðuim i nokkrum fyrri ríkisstjórnum Ihalds- flokksins og átti sæti í Skuggaráðuneytinu þegar flokkur hans var í stjórnar- andstöðu. Joseph Bradshaw Godber fæddist 17. marz 1914. Hann hóf ungur störf í fyrirtæki fjölskyldu sinnar og á árun- um 1946—1952 sat hann í sveitarstjóm Bedifordskíris. — Hann var kjörinn á þing fyr- ir Ihaldsflokkinn i Grantham- kjördæmi í almennum þing- kosningum í október 1951. Á árunum 1952—1955 var hann ráðuneytisstjóri í verka- málaráðuneytinu. Eftir að hafa verið varaleiðtogi þing- flokks stjórnarinnar á þingi á árunum 1955—1957 varð hann aðstoðarráðherra og fór með mál er varðaði landbúnaðar- mál, þegar MacMillan mynd- aði stjóm í janúar 1957. Hann hafði þá þegar afiað sér staðgóðrar þekkingar á landbúnaðarmálum, enda hafði hann fengizt við bústörf og gróðurhúsavinnu og ver- ið framarlega í bændasamtök um í heimahéraði sínu. — Hann var í brezkri sendi- nefnd, sem sat fund um efna- hagsmál samveldislanda í Montreal 1957 og fékkst við fjölmörg mál, er vörðuðu hag og almenna uppbyggingu landbúnaðarmála heima fyrir. Hann stýrði þriggja manna sendinefnd sem fór til Belgíu, Frakklands og Þýzkalands til viðræðna um landbúnaðarmál 1 febrúar 1960. Frá því í október 1960 — júni 1963 var Godber starfs- maður i utanríkisráðuneyt- inu. í janúar 1961 hélt hann í heimsókn til Moskvu og til samninga við Sovétmenn um aukin menningarskipti Bret- lands og Sovétríkjanna og tókst sú ferð í alila staði hið bezta. Hann var og fonmaður brezku sendinefndarinnar i fjarveru utanríkisráðherra, á þingi Sameinuðu þjóðanna 1961—1962. Frá því í marz 1962 var hann formaður brezkrar nefndar á ráðstefnu 18 rikja í Sviss um afvopn- unarmál og dvaldi hann þá löngum stundum í Genf. Sem meðlimur i Skugga- ráðuneytinu varð Godber í fyrsta sinn talsmaður í.okks sins í þinginu, varðandi verka lýðsmál og síðar tók hann við landbúnaðarmálunum. Árið 1967 var hann formaður þing- mannanefndar flialdsflokks- ins sem fór í kynnisferð til aðalstöðva Efnahagsbanda- lags Evrópu ti*l viðræðna um landbúnaðarmál. Godber hefur skrifað allmik ið um innan- og utanrikismál í brezk blöð og flutt fjölda fyrirlestra við menntastofnan- ir. Hann er kvæntur Miriam Sanders og eiga þau tvo syni. Versti fellibylur í Hong Kong frá 1962 Miklar skemmdir og a.m.k 90 hafa látizt Hong Kong, 17. ágúst. AP. FELLIBYLURINN RÓSA varð meira en níutíu manns að bana í dag, þegar hann æddi yfir Hong Kong með 209 kilómetra hraða á klukkustund og úrkomu, sem mældist um 30 sm. Er þetta einn versti feliibylur, sem gengið hef- ur þarna yfir frá því 1962, þegar fellibylurinn Wanda tók með sér 250 Iíf. Fliestir fórust í dag, eða 75—80 manns, þegar ferjunni „Fat- shan“, sem gengur milli Hong Kong og Macao, hvolfdi. Voru þeir flestir af áhöfn skipsins. Fjórir af áhöfninni, sem komust af, töldu að þeir, sem dirukkn- uðu, mundu hafa lokazt inni i vistarverum skipsins. Vitað var um rúmlega tvö Ný mengunar- nefnd skipuð HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra Magnús Kjartans- son, hefur í dag skipað rtefnd, sem hefur fengið það hlutverk, að semja drög að reglugerð, sem ráðherra hyggst setja samanber 13. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968, að því er segir í frétt, sem Mbl. barst í gær frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Ákvæði væntanlegrar reglugerðar eiga að koma í veg fyrir mengun lofts, láðs og lagar af völdum eitur- efna og hættulegra efna, sem koma fram sem úrgangsefni eða á annan hátt við iðnrekstur eða annan atvinnurekstur. I nefndinni eiga sæti: Benedikt Sigurjónsson, hæsta- réttardómari, formaður. Alfreð Gíslason, læknir. Vilhjálmur Lúðviksson, efna- verkfræðingur og Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri. Tillögur niefndarinnar verða lagðar fyrir landlækni og eitur- efnanefnd til umsagnar eins og fyrrgreind lög gera ráð fyrir. hundruð manns, sem hlotið höfðu meiðsl af völdum fellibylsina og 2.500 höfðu misst heimili sín. Meðal anniarra, sem fórust, var 5 manna fjölskylda, sem drukkn- aði, er fiskibátur sökk og vitað Einkaskeyti til Mbl. frá Kau pmannaböf n. • Hestamótið, sem dansk-ís- lenzka hestafélagið gekkst fyrir sl. sunnndag á Norður-S.já- landi tókst með ágætnm og náðu íslandshestarnir, sem voru frá Sviss, Svíþjóð og Danmörku, góðum árangri í mörgum grein- um. • Á mótinu var í fyrsta sinn veittur verðlaunapeningur, sem gerður er eftir listrænni fyr- irmynd dönsku listakonimnar, Vibeke Alfeldt, sem kunn er fyr- ir hestamyndir sínar. Sýnir myndin islenzkan hest, sem kemur hiaupandi í átt til áhorf- andans. Verðlaunapeningurinn hefur verið gerður í gulli, silfri og bronsi og er veittur sem 1., 2. og 3. verðlaun. • Meðal áhorfenda á mótinu voru íslenzka sendiherrafrú- in, Ólöf Pálsdóttir og forstjóri sölndeildar SfS í Hamborg — og í veizlu, sem haldin var að mótinu loknu hélt Gunnar Eyj- ólfsson, leikari ræðu. Áhorfendur á mótinu voru um 800 talsins. 1 því tóku þátt 92 hestar, þar af fjórir frá Sví- þjóð og tveir frá Sviss. Fyrstu verðlaun i keppninni í tölti, sem íslenzka landbúnaðarráðuneytið veitti hlutu hryssan Ljóska frá Hellu, knapi Gunnar Jónsson, geldinigurinn Dropi, knapi Bert Jönsson, graðhesturinn Glæsir frá Blönduósi, knapi Niels Erik Kaa. Glæsiir var dæmdur bezti danski graðhesturinn en beztur allra graðhesta varð sænskur. var um tvo menn, gem fórust af raflosti. Fjögur börn urðu undir kofa, sem hrundi í veðrinu. Tugir skipa hröktust upp á kletta og eyjar í nágrenni Hong Komg og fregnir frá ýmsum stöð um í nágrenni nýlendunmar hermdu, að um fjörutíu fiskiskip og togarar hefðu annaðhvort sokkið eða laskazt í storminum. Sendiherra íslands í Dan- mörku gaf verðlaun i skeiðkeppn inmi — fallega bók — og vanm þau Surtur, knapi Helle Hjört. Fyrstu verðlaun í hindrunar- hlaupi, gefin af SlS vann Jarp- ur, knapi Katrine Langvad. Verðlaunin voru útskorið tré- skrin. 1 unglingakeppni í tölti vann Sóti, — knapi Astrid Jóns- som — fyrstu verðlaun. Toppa frá Uxahrygg, knapi Elizabet Terner, var dæmd bezti alhliða gæðingur. Meðal sænsku þátttakendanna var ungur Islendinigur, Sigurður Sæmundsson. Hann reið hestin- um Fjalla-Eyvindi og vann silf- urverðlaunin í tölti. Af svissmesku hestunum vakti Víkingur mesta athygli. Knapi á honum var Barla Maissen. Eig endur danskra Islandshesta létu svo ummælt, að Víkingur vissi sannarlega hvað skeið væri, svo góðir væru hestarnir í Danmörku ekki í því. Víkingur náði tíman- um 20.03 sek. á 200 metra skeiði. Á mótinu kom glöggt i ljós, að mismunandi áherzla er lögð á þær kröfur, sem gerðar eru til hestanna, eftir því hvert lamd- ið er. Svissnesku hestarnir t.d. báru af dönsku hestunum í hlýðni, stökki og hindrunar- hlaupi. 1 Danmörku er megin- áherzla lögð á tölt og f jórgang. Á mótinu var ennfremur keppt í hindrunarstökki. Danir bættu met sitt, sem jafnframt er Evr- ópumet íslenzkra hesta um 10 sentimetra. Það var 1,15 m en varð 1,25 m. Rytgaard, Velheppnað hestamót á Norður-Sjálandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.