Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971 19 — Eskif jörður Framhald af hls. 10. þeim geysandi stormur,. svo að fjöll þakti í sjávaríoki beggja megin fjarðarins. Urðu þeir þar frá að hverfa við svo búið. — Aðrir segja, að þeim hafi þótt svo að sjá inn til fjarðarins sem •þar brynni bæði land og lögur. 1 austurtúniniu á Hólmum getur að líta nokkra ljósleita steina, er standa þar upp úr þúíunum. Segja menn, að það sjeu leg- steinar barna þeirra sömu völu er grafin er á hálsinum. Var það trú manna, að með þvi að slá á þá mætti láta koma niður úr hverri átt er vildi.“ Er þetta ein af fjölmörgum sögum sem skráðar hafa verið um Eskifjörð og Einar Bragi hefur safnað saman á einn stað í fyrsta bindi af Eskju. I sam- bandi við frásögn þessa bætti Einar við að Eskíirðingar tryðu enn á verndarmátt vöivunnar og kynnu fleiri sögur því til sönmunar. En hins vegar væru Eskfirðingar hættir að fara fram hjá völuleiðuim er þeir fara til messu, þar sem presturinn býr nú orðið inni i kaupstaðn- um, en ekki á Hólmum. SÍLDARÆVINTÝRIN Um 1880 hefjast síldveiðar Norðmanna við Austurland. Höfðu þær i för með sér vax- andi atvinnu sem aftur hleypti vexti í kauptúnin á Austfjörð- um. Er síldveiðar þessar hefjast eru íbúar Eskif jarðar innan við 100, en árið 1906 er Eskifjörður verður sérstaikur hreppur eru ílbúarnir hvorki meira né minna en þrisvar sinnum flieiri. — Á síldarárunum um 1880 fluttust ýmsar norskar fjölskyldur til Esikifjarðar og settust þar að og búa afkomendur þeirra enn þann dag I dag á staðnum. Má þar t.d. nefna Friðrik Klausen, síldveiðimann og afkoimendur hans sem mjög hafa komið við sögu staðarins, að sögn Einars Braga. Og er sonarsonur Friðr- iiks Jóhann Klausen t.d. núver- andi sveitarstjóri á Eskifirði. — Sildarævintýrið um 1880 entist ekki lengi frekar en önnur síld- arævintýri síðar og sveifliur miklar voru i atvinniuliiifiinu a Eskifirði fyrri hluta þessarar aldar. En þrátt fyrir það hélt kauptúnið áfram að stækka stöðugt og eflast og nýjar at- vinnugreinar voru teknar upp, auik verzlunarinnar og síldveið- anna. Má þar m.a. nefna bátaút- gerðina, sem i dag er aðalat- vinnuvegur Eskfirðinga, og heí ur treyst afkomu heimafólksins mikið. Er nú svo komið að íbúar Eskifjarðar eru orðnir 930 tals- ins og hafa aldrei verið fleiri og nýbyggingar, bæði íbúðar hús og önnur mannvirki spretta þar upp, enda afkoma manna þar eystra yfirleitt góð. HÉT Afi SKRIFA BÓK UM Atthagana 1 eftirmála fyrsta heftis Eskju segir Einar Bragi að hann hafi í ofdirfsku æskudaga heitið því eiitt sinn, að þegar honum hefði vaxið fiskur um hrygg skyldi hann meðal annarra smámuna rita eina bók um átthagana, aðra um ættjörðina og þriðju um heiminn. — Ég taldi mig, sagði Einar Bragi, löngu leyst- an undan hugmyndinni, sem hverjum öðrum barnaskap, en én.gu að síður hófst ég handa árið 1965. Tildrögin voru þau að ég komst að því að Hilmar Bjarna.son mágur minn hafði mikinn áhuga á að saga staðar- ins yrði skráð. Ég fór því i kyrr þey að safna upplýsingum hér syðra sem erfitt var að ná fyrir austan. Nokkru síðar var skip- uð sór.stök byggðarsögunefnd á Eskifirði og endirinn varð sá að ákveðið var að ég ritaði sögu staðarins. í>á var ég kominn með miikið efni og það fór að spyrj- ast eystra og það varð síðan að samíkomulagi að ég sæi um að koma þessu verki af stað. Hef ég tekið að mér fyrsta og annað bindi, era þessa öld ætla ég ei.n- hverjum öðrum, sagði Einar Bragi Sigurðsson að lokum. — Minning Lúðvík Framhald af bls. 11. ÞEGAR dauðinn ber að dyrum hljóðnia raddir okkar allra, er við erum staddir. Þó ©r þetta hvers- dagalegur atburður. Hvert augna blik er einhver að deyja. En dauða-stundin er stór, áhrifai’ik sorgar- og alvörustund. Við horf- um votum augum til þess óræða Þegar öldungurinn, er lokið hefur ströngu ævistarfi, er kvadd ur í hinzta slnm, er kveðjan ljúf- sár, og minningarnar í brjóstum ástvinanna hugljúfar, vitandi, að þessa skuld verða allir að gjalda. En þegar sendiboðinn með sigð- ina heggur að rótum hlyni, er enn bera fullt laufskrúð og rós- rauða rekla, íimnst okkur, er skynjum skammt, órétt grisjað. Þá er mikill harmur kveðinn að ástvinum þess fallna vinar. Og aðrir vandamenn og vinir drúpa í auðmýkt. Við spyrjum: Hvers vegn,a var hanm, á bezta aidri, tendraður góðum áformum, burtu kallaður af jörðinni. Svarið bíð- ur síns tíma. Þegar sortinn virð- ist byrgja sorgarranninm, þá er trúin ein megnug, að rjúfa hel- fjötra myrkursims, með geislum eilífðarljóssins, og trúin traustið á alskyggnan föður lífsims veit ir syrgjendum sálarró og styrk. Ég veit að ástvinir Lúðvíks Jó- hannessonar, er í dag drúpa við gröí hans, eiga þá trú, og traust á alföður lífsins. Hamn eimn er fær að leiða jarðarinniair börn að lokamarkmu. Við, er stöndum aðeins fjær, skiljum vel harm- sollin tár háaldraðrar móður, eig inkomu og barna. Við getum að ein® tekið þátt i sorginni, og eig um hlutdeild í henmi, en felum í bæn vorum algóða föður að þerra tárin og lækna sárin. Við vitum, að hann, er frá okkur var tekinn, er kominn á æðra svið lífsins. „Meira að starfa guðs um geim.“ Lúðvík Ástvaldur Jóhanmesson var fæddur í Reykjavík 19. des- ember 1914. Foreldrar Lúðvíks voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Þorgrímssonar frá Sveinseyri við Tálknaíjörð og Elísabet Davíðs dóttir Jóniatainssonar frá Marða núpi i Vatnsdal. Jóhamnes e;r lát inn fyrir nokkrum árum. Hanm var dáður húsa- og húsgagnasmið ur. Elísabet hefur búið um ára- bil í húsi síms látna sonar, Lúð- víks, og konu harns. Lúðvík ólst upp í foreldriahús- um og dvaldist þar að mestu til fullorðimsára. Smemma bar á af burða hagleik hans, og starfsvilja. Þegar á unglingsárum vann haxm að smíðum sem fullgildur maður væri. Þegar Lúðvík var full- þroska að aldri, gekk hamn í Iðm skóla íslands og lauk þaðan prófi með ágætis vitnisburði. Seinraa tók Lúðvík meistarapróf í yfir- byggingu bifreiða, og var það haras aðal'Starfsgrein æ síðan. Lúð vík starfaði um skeið hjá Strætis vagnafélagi Reykjavíkur. Sýndi hamn þar leikni í starfi. Undi hamn því ekki, að íslendingar þyrftu að flytja inn fullyfir- byggða bíla, þá smíði væri sjálf sagt að framkvæma hér heima,, og' skyldi gert. Þegar á öndverðum fimmta tug a.ldarinnar jókst mjög innflutn- ingur á stórum fólksflutningabif reiðum, er fluttu fólk landsfjórð unga mill'i, Árið 1942 stofmaði Lúðvík, með aðstoð nokkurra vinnufélaga sinna Bílasmiðjuna h.f., eina fyr irtækið í þeirri starfsgrein, sem vaið í höndum Lúðvíks og þeirra félaga risastór stofnu-n, á okkar mælikvarða, enda eftirsótt og vin sæl stofnun, vegna vandvirkni, og vandaðrar framkomu stjórn- endarma í hvivetma. Mestu kreppu tímabil á þessari öld var nýlega gengið um garð, þurfti því mikla bjart-sýni og áræði til, að stofna slíkt fyrirtæki, sem Bílasmiðjan var. Lúðvík var djarfur, dugmik ill og hagsýnm. Og hornsteiniar stofnunarinnar voru: trúmenrys'ka og drenglyndi. Lúðvík Jóhannesson var fram- gjarn og hugsjónaríkur, og kom því víða við í atvinnulífi þjóðar vorrar. Árið 1950 tók hann við framkvæmdastjórn Norðurleiða h.f., og rak það fólksflutningafyr irtæki um fimm ára skeið, með miklum ágætum. Því fram- kvæmdastjóra starfi, sagði hamn lausu, vegnia mikilla anna á öðr um sviðum, sérstaklega kallaði Bílasmiðjan eftir mestum starfs- tíma hans og orku. Lúðvík var félagslyndur á- hugamaður, og vildi efla sam- starf manna til þjóðþrifa á víð- faðma vettvangi. Hann var einn stofnenda vátryggingafélagsins Tryggingar bf. og starfaði í þeim samtökum, sem stjórnarnefndar- maður' og endurskoðandi til ævi loka. Þegar Ragnar Jóhannesson framkvæmdaistjóri . stofnsetti Tékkneska bifreiðaumboðið árið 1946, var Lúðvik þátttakandi, með bróður sínum, og var í stjórn fyrirtækisims til endadæg- urs. Öll störf Lúðvíks einkennd- ust af dáðríki og drengskap. Stofn anir þessar bíða mikið tjón við fráfall slíks manms sem Lúðvík var. Lúðvík Jóhannesson kvæntist 29. maí 1939, eftirlifandi konu sinni: Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur Hákonarsonar, frá Stafnesi í Höfnum, kommurn af himni þjóð- kunnu Kirkjubæjarætt. Vilhjálm ur Hákonarson er látinin, en kona hans, móðir Ingibjargar, Eydís Guðmundsdótitir frá Nesjum, Mið nesi, dvelst hjá dóttur simni, Ingi björgu. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir er mikilhæf ágætiskona. Studdi hún mann sinn í hans marg- þætta starfi, og því tíðum ströngu. Mannkostir Ingibjargar birtust og í uppeldi barma beirra Lúðvíks. Samhent voru þau hjón um ástríka umhyggju fyrir börn unum, sem allt annað í sambúð- irani. Börn hins látna vinar okkar og Ingibjargar Vilhjálmsdóttur eru: Vilhjálmur, doktor í efna- fræði, starfar hjá rannsókna- ráði iðnaðarins, hann er kvæntur Áslaugu Sverris- dóttur; Konráð Alexander, er stúdent í læltnadeild Háskóla ís lands; Eydís er gift Árna Val Atlasyni húsasmið hér í borg- inni, Davíð Þór, fimmtán ára, í heimahúsum. Fyrr miss'tu þau hjónin dreng átta ára gamlan, er Davíð hét. Snemma barði sorgin að dyrum á því ástrika heimlli. Lífið er hvarvetma svipult! En börnin eru öll myndarleg og vel gefin, enda vel búin undir bar- áttu lífsins. í dag fylgir systir mín sínu fjórða bami til grafar. Tvö þeirra missti hún, meðan þau vot’u enn í bernsku: Sigríði og Ólaf. Dótt- ir hennar Aðalheiður lézt fyrir mörgum árum, þá gift Guðmundi Jerassynd loftskeytamararai. Eftir lifa nú tveir synir Elísabetar: Ragnar framkvstj. Tékkraeska bifreiðaumboðsins og Konráð Davíð framkvæmdastjóri. Ragn- ar er kvæntur bandaris'kri, konu, Stasia Jóhamnesson, fæddri Gogotz, en Konráð er kvæntur Páldísi Eyjólfsdóttur. Mig brestur orð, en bið í hljóði Guð, að gefa systur minni styrk, sem og öllum syrgjendum Lúð- víks frænda míns. Það er óbein huggun syrgjenda, að hinn látni var göfugur maður, sem ekki að eims urani sinum nánustu, heldur og þjóð sinni og lamdi. Lúðvík var hugljúfi allra er honum kynnt ust. Óvin átti hann engan. Hann var trúr sjálfstæðisstefnunni, og hefur starfað um árabil í full- trúaráði Sj álfstæðisflokksins. Allir vandamenn og vinir hins látna og syrgjendur hans samein ast í bæninni. Seint á baraalegurani, var Lúð- vík spurður um hvernig honum liði, hann svaraðk „Mér líður vel. Ég er að fara heim.“ Þessi orð hans eru iærdómsrík. Geym um þau í góðu minni. Stgr. DavíÖsson. í DAG verður Lúðvík Á. Jóhann- esson forstjóri til moldar borinn. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju. Lúðvik var fæddur í Reykjavík 19„ des. 1915. Hann andaðist J0. ágúst sl. á Landa- kotsspítala. Foreldrar haras voru Jóhannes Kr. Jóhannesson bygg ingameistari, Þorgrímssonar £rá Sveinseyri og Elísabet Davíðs- dóttir, Jónatanssonar frá Marð arnúpi í Vatrasdal. Hann ólst upp hér í Reykjavík hjá foreldrum sínum og nam tré smíðar hjá föður sínum og gekk i iðnskóla. 1939 kvæntisit Lúðvík, eítiriif andi konu sinni Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur, Hákonarsonar frá Stafnesi. Börn þeirra eru: Vu- hjálmur’ efnaverkfræðingur, f. 1940, Davíð, sem þau misstu 1951, Konráð Alexander f. 1948, Eydís f. 1950 og Davíð Þór f. 1956. Ég kynntist Lúðvík 1937. Vor um við þá báðir starfsmenin hjá Strætisvögnum Reykjavíkur h.f. og unnutn þar við yfirbyggingar á strætisvögnum. örlögin hafa hagað því þannig að leiðir oltkar hafa legið saman lengst af síðan, þannig, að við höfum unnið í sama fyrirtæki í um 30 ára skeið. Árið 1942 stofnaði Lúðvík ásamt okkur fjórum öðrum fyrir tækið Hf. Bílasmiðjam. Ári seinma bættist einn við svo að við urðum sex eigendur. Við vorum þá all- ir á bezta aldri og bjai'tsýnir á framtíðina, en þó var Lúðvík bjartsýmastur okkar allra og var það lengst af, þótt á ýmsu gengi. Honum var fljótlega falin for staða fyrirtækisins og gegndi hann þvi starfi til æviloka. Útilífsmaður var Lúðvík mikill, þó ekki klifi hann fjöll, fór á skíð um og skautum á yngri árum, og lax- og silungsveiðar stundaði hann mikið og voram við oft sam an við veiðar. Eru það minar eftir minniliégustu stundir með honum. Þar var hann frjálsastur og narat sín bezt. Þar var hann hrókur alls fagnaðar, hjólpfús leiðbein andi og góður veiðimaður og fé lagi. Hanra var áhugamaður um skóg rækt og plantaði miklum fjölda trjáa við sumai’bústað sinn við Hafi’.avatn. Þar undi haran bezt í frístundum sLnum, með fjölskytd unni. Heimilið var honum rnikils virði og haran mat konu sína og börn mikils og naut þess að eiga gott heimili. Lúðvík var hraustmenrai mikið alla ævi, svo ég man aldrei eftir að hann lægi veikur einn einasta dag þar til núna rúma tvo síöastl. mánuði. Kem-ur þvi bæði mér og fleirum á óvart að hann skuli nú vera horfmn af sjónarsviðirau. Hann mun þó ekki hafa gengið heill til skógar síðasta ár, þótt hvorki hatin né aðrir kunnugir hafi gert sér þess fulla grein. Ég þakka þér Lúðvík allar góð ar samverustundir og það gerum við ailir félagar þínir í Bílasmiðj ur.ni og biðjum forsjónina að styrkja konu þína, börn, tengda- börn, barnabarn og aldraða móð ur. Gunnar Björnsson. KVEÐ.IA LÚÐVÍK Á. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Bí'lasmiðjunnar hf. er horfinn sjónum okkar — að- eins hálfsextugur að aldri. — Svo snöggt var ljánum að þessiu sinni sveiflað, að engrar undan- komu var auðið. Lúðvik á'tti að baki sér merka sögu huigsjóna- og atihafnamanns ins. Á unga aldri lauk hann námi í bifreiðasmíði. Átti það nám eft- ir að verða honram notadrjúgt síðar. Fyrir rúmum þremur ára- tugum stofnsetti hann, ásamit fimm saimvöldum félögum, Bíla- smiðjuna hf., landsþekkt fyrir- tæki í sinni grein. Þeir, sem fylgzt hafa með þroun í smíði bifreiðayfirbygginga hér á iandi, eru á einu máli um, að þar hafi mörgu Grettistakinu verið lyft. .Við ý'-msa örðugleika Var oft að etja, fjárskort og efnahagsvanda mál aimennt, að ekki sé minnzt á harða og oft ójafna samkeppn- isaðstöðu við framleiðenður er- lendis. Hlutur Lúðvíks í þessum þætti baráttusögu islenzks iðnað- ar er og verður skýr og afmark- aður. Ábugamál Lúðvíks voru fjöl- þætt. Gekk hann að þeim ölluim með sama leiftrandi áihuganum. Ánægjulegt var að fylgjast með starfi hans í skógræktarmálum á landsspildu þeirra hjóna við Hafravatn — hvemig hann með nærfærni og natni hlúði að ung- um, veikburða gróðri og gróður- setti nýjan. — IJnun er þar nú yfir að líta. — Listhneigð var Lúðviiki í blóðp borin og söngmaður ágætur., — Hjálpsamur var hann svo að af bar og ávallt boðinn og búinn til starfa fyrir góð málefni. Það þekkja félagar hans í Lions- klúbbnum Baldri vel. Við þau vegamót, sem ram sinn skilja að leiðir okkar, flyt ég þér, góði vinur, innilegar þakkir fyrir ágætt samstarf og fyrir allar ógleymanlegu ánægjustund irnar. Við hjónin vottram korau hans, Ingibjörgu Vilhjálmsdótfur, börn um og tengdabörnum, svo og aldraðri móður og tengdamóður okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að . blessa minningu hins látna. Eiríkur Ásgeirsson. LC9I19 RhmlnJ.___.1 Vtía_________ DDCLECn t Eiginkona mín og móðir, Ásta Möller, Ægisíðu 92, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni á morgun, fimmtu- daginn 19. ágúst, kl. 10,30 f.h. Víglundur Möller, Anna Herskind. Vegna jarðarlarar Lúðvíks Á. Jóhannessonar, forstjóra, verða söludeild, vara- hlutaverzlun og skrifstofur okkar lokaðar i dag, miðvikudag- inn 18 ágúst, frá kl. 13.00 til 16,30. Tékkneska bifreiðaumboðið á islandi h.f. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. LOKAÐ eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar Lúðvíks Á. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra. TRYGGING H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.