Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MHXVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971 Afmæli Reykjavíkur er í dag, 18. áífúst. Að Árbæ er fyrirhug að hús fyrir minjasafn Reykja- víkurborgar og þar er nú Ár- bæjarsafn, eftirsóttur ferða- mannastaður, sem gott er að heimsækja er sólin skin og snæða þar pönnukökur og sitt- hvað fleira. Nýlega átti blaða- maður Mbl. tal við Pál I.índal, borgarlögmann og frú Rann- veigu Tryggvadóttur, sem sér um rekstur Árbæjarsafns. I>au gengu með okkur um safnið og sýndu okkur helztu sýningar- gripi. • rJkasta kona LANDSINS í ÁRBÆ Árbæjarsafn er stofnað 1957 en búsetu í Árbæ lauk 1948. Bæjarins er fyrst -getið í rituðu máli 1464, en þá á Ólöf ríka Loftsdóttir þar viðdvöl og gengur hún frá bréfii þar. 1 fyligd nraeð henni þá er Stein- móður ábóti í Viðey. Um Árbæ S Ijósi sögunnar segir Hörður Ágústsson, skólastjóri, sem mest hefur rannsakað gömul hús á Islandi: „Þess er ekki að vænta, að tæplega miðlungsbýli á borð við Árbæ eigi sér mikla eða merka sög-u, umfram þá, sem hverj-um búanda og skyldiuliði hans var viss fyrr meir, stanz- laust strit fyrir nauðþurftum, basl og barnadauði, ásamt ein- hverri gleðiglætu í bland. Þó dregur birtubroti mikilla tíð- inda tvisvar á þennan stað. 1 íyrra sinn árið 1464. Dag einn siðla sumars það ár ber að garði í Átbæ ríkustu og fræg- ustu konu lamdsins í þann tíma. Ólöf Loftsdóttir er á leið sunn an úr Hafnarfirði. Hún hef-ur þar fyrir þrem dögum látið þar aif hendi rakna mikið fé -upp í jarðakaup bónda sins, Björns hins ríka hirðstjóra frá Skarði. Bjöm er smátt og smátt að kaupa af konungi hinn mikla jarðaauð Guð- m-undar Arasonar frá Reyk- hólum. Nokkrum árum áð- ur hafði Bimi og ættmönnum hans tekizt með aðstoð kon- ungsvaidsins að knésetja Guð- mund, sem verið hefur auðug- asti maður landsins fyrr og slð ar, í stórfelldustu hagsmuna- átökum aldarinnar. Segja má að sú gilíma hafi náð langt út fyrir landsteinana, þvl að Guð mundur var með nokkrum hætti fu-lltrúi Englendinga, en þeir og Danir bitust u-m verzl- un landsmanna. 31. júlí 1464 stendur brot af þeim eftirleik I Árbæ. 1 fylgd með Ólöfu er sjáif-ur ábótinn i Viðey, Stein- móður, sem vottar í bréfi, sem Skriíað er þennan dag í Árbæ, ásamt Jóni nokkrum Narfa- syni, að afhending fjármun anna haf-i farið löglega fram“ Hvers vegna hin ríka höfð- ingskvinna, Ólöf hin stórláta hefur valið Árbæ á melborð- inu austan Elliðaáa sem áning- arstað — segir Hörður Ágústs son að verði sjálfsagt aldrei ráðið. Einhvern veginn finnst mann-i þó að híibýli auðugasta klausturs landsins hefðu sómt sér betur fyrir Ólöfu. Kannski hefur hún verið á hraðri leið vestur og ekki haft tima til að fara út í Viðey. Því varð það að samkomulagi miili hennar og ábótans að leiðir skyldu skilja í Árbæ. Þessi stutta við- dvöl gæti þá bent á það að Ár- bær hefði áður fyrr verið i þjóð braut ekki siður en á siðari tímum. • ÓDÆÐI í ÁRBÆ Rú-mum 200 árum síðar er Árbæj-ar aft-ur getið í annálum. Húsfreyjan í Árbæ leggur ofur ást á un-gan sambýlismann, svo mikla, að hún eggjar hann til óhæfuverka gegn bónda sinum. Ungi maðurinn myrti bóndann og þeissa harmleiiks er geitið svo í Vallaannál frá 1704: „Þá bjó að hJál-fum Árbæ við Elliðaár sá maður, er Særnund- ur hét Þórarinsson, grimsnesk- ur að ætt. Steinunn hét kona hans og var Guðmundsdóttir; hún hafði verið tvígipt áður. Sigurður hét maður Arasorn, ungur og ókvæntur, er bjó til móts við þau á hálfri jörðinni. Það bar til Mauritius-mes.su morgun (22. Sept.), að Sigurð- ur kom á Bústaði og Breiða- holt, þei-r eru bæir hinir næs-tu Árbæ fyrir sunnan, og sagði Sæmund hafa gengið heiman suður yfir ár kveldinu fyrir, en eigi aptur -kominn, og bað menn fara að leita hans með sér. Þeir fóru með honum 4 saman, og urðu þau lok ieit- arinnar, að þeir fundu Sœ- mund örendan undir fossi þeim í ánni syðri, er Skötufoss heit- ir. Lá hann á grúfu, og er þeir tóku hann u-pp, var hann náföl ur í andliti svo sem þeir, er deyja á þurru, en eigi bóLginn, sem þeir, drukkna, rann og ekki vatn úr munni honum, en eigi var framar rannsakað. Var Mk hans flu-tt yfir ti-1 Gufuness, þan-gað sem Árbær á kirkju- sókn, og búið þar til moldar, en ei-gi heima. Gekkst Si-gurður fyrir þvi, kvað Stein-unni sig þess beðið hafa. Var líkið svo -grafið og þá eigi frekar ath-ug- að. En Xitlu síðar kom upp það rykti, að Sigurður mundi ann- aðhvort vita eða valda d-auða Sæmundar. Reis það svo hátt, að Sigurður var tekin-n í Erfær isey, þar hann var ti-1 sjávar og fluttur til Seltjarnarness. Hafði þá Kjösarsýslu Ndel-s) K(ier). Lét hann held-ur harðlega, og synjaði þess, er hann var rykt- aður af, unz Páll Beyer kom yf ir -til 'Seltj'arnamess, og lét Sig- urði það í Ijósi, að hann ætlaði næsta morgun inn til G-ufuness að láta -grafa Sæm-und upp apt- ur, skyldi hann fara með og ganga að l-íkinu. Við það brá Sigurði svo, að hann með- kenndi fyrir Páli og öðrum þeim, er á heyrðu, að hann væri valdur dauða Sæmundair. Hlóðaeldhús. Páll spurði með hverju móti hann hefði honum banað. Hann kvaðst hafa gengið að baki Sæ m-undi, þá er hann stóð á bakk- anuim við fossinn, og hru-ndið hon-u-m fram í hyl-inn með dútré því, er hann hafði í hendi; hefðu þeir farið þangað til veiða sunnudagskveldið og þett-a úr orðið. Kvaðs-t þetta gert hafa af langri áeggjan Steinunnar, kon-u Sæmundar, og hefði hún beðið si-g að koma honum fyrir með ein- hverju móti, þá hann sæi færi á. Var hann síðan varðveittur og vakað yfir hon-um um nætur af öll-u-m bæjum á Nesinu til skiptis. Árbær eins og hann sést út inn 'V' ' g " " -y-' e s f'yt glugga Hábæjar. Fegursta húsið í Árbæ er ofla ust kirkjan. Mánudag næstan eptir allra- heilagramessu þingaði Niels Kier sýslumaður sitt fyrsta þing að Varm-á í Mosfeilssveit um dauðamál Sæmundar Þórar inssonar. Var þar fyrir rétti SLgurður Arauson, og með- kenndi allt hið sam-a og áður fyrir Páli Beyer. Þar var og Steinunn, og gekk treglega við því í fyrstu, er Sigurður bar fram, en viðurkenndi það þó um síðir fyrir umtölur Páis Beyers, er þar var og á þing- inu. Var málið svo sett fyrir lögmann, en þau flutt bæði tif Seltjarnarness, og sátu þar upp þaðan hálfan mánuð í jám um. — Föstudag næstan eptlr Marteinsmiessu hélt Sigurður lögmaður þi-ng á Kópavotgi um mál Sæmundar og dæmdi bæði til dauða, Sigurð og Steinunn-i. Voru þau tekin af daginn ept- -ir. Sigurður höggvinn skammt frá tún.garði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggsitaðuri-nn ávallt áður verið upp á háls- inum, en drekkt inn í El-liðaá syðri. Fen-gu þau bæði góða iðr- an og skildu vel við. Hjá af- töku þeirra var Páll Beyer, o.g lét setja á stöng höfuð Sigurð ar við gröf hans. Sigurður hafði 7 vetur um 20, en Stein- unn 7 vetur um 40. Hún átti eptir 3 börn, er hún hafði átt við sínurn fyrrum mönnum, en þau Sæmund-ur áttu ekki barn; hið yngsta þei-rra, pilt 14 vetra gamlan, er Bergur hét, tók Páll Beyer. Þótti þetta mál eitthvert ljótast orðið hafa I þann tíma.“ • ÁRBÆR SEM SAFN Önn-ur annálsverð tíðindi hafa vart gerzt í Árbæ. Mi-kil blaðaskrif urðu um Árbæ, þeg- ar búskapur þar lagðist niður 1948. Umræðuefnið var fram- tíð Árbæjar og var niðurstað- an sú að Reykvíkin-gafélagið tók að sér forsjá staðarins og slðar Reykjavíku-rbor-g. Lárus Sigurbjörnsson, bongarskjala- vörður þá fékk það hlutverk að sjá um staði-nn og byggja han-n upp — það safn húsa, sem nú stendur í Árbæ. Rosfcn-ir Reykvíkinigar eiga þó áreiðanlega margir hverjir skemmtil-egar minningar frá Árbæ, sem var frá áramótum gisti- og veitingastaður í ná- grenni Reykjavíkur. Þó mun hlutverk Árbæjár sem sLífcs þjón-ustustaðar hafa farið minn-kandi með vélaöld — er bifreiðin komst í almenn-a notk un. Aftur er Árbær orðinn veit in-gastaður og bragðast rjóma-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.