Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 2
2 MORGU3STBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1971 Freysteinn og Friðrik jafnir og efstir - Danir sigursælir í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda ÖLLUM skákum frá þrem fyrstu umfierðunum á skákþingi Norð- urlanda er nú lokið og raða Is- lendingarnir sér í efstu sœtin í landsMðsflokki, en Danirnir eru að sama skapi sigursælir í meist- araflokki. 1 3. umiferðinni vakti viðureign þeirra Bj'örns Þor- steinssonar og Svlans Johnny Ivárssons mesta athygli og er skiák þeirra birt hér á eftíir. Úrslit biðskákanna, sem tefld- ar voru í gærmorgun, voru sem hér segir í landsliðflokki: Tvær biðskákir voru frá 1. umfierð: Friðrik Ólafsson vann Kenneth Josefisson, Svíþj'óð, en jafntefli varð milli Freysteins Þorbergs- sonar og Johnny Ivarssons. Biðskákunum frá 3. umferð ta.uk á þann veg, að Sejer Holm, Danmörku gaf biðskák sina við Jón Kristinsson án firekari tafl- mennsku. Freysteinn Þorbergs- son vann Kenneth Josefsson. Sviinn Hákon Ákvist vann Ingv- ar Barda, Noregi. Allan Jensen, Danmörku vann Michael Nykopp Finnlandi. Staðan í landsliðsflokki er þá sem hér segir: 1.—2. Freysteinn Þorbergsson og Friðrik Ólafs- son 2% vinning. 3.—5. Björn Þor steinsson, Jón Kristinsson og Johnny Ivarsson, Sviþjóð 2 vinn- íngia. 6.—7. Allan Jensen, Dan- mörku og Hákon Ákvist, Sví- þjóð 1% vinning. 8.—10. Kenn- eth Josefisson, Svíþjóð, Helge Gundersen, Noregi og Sejer Holm, Danmörku 1 vinning. 11.— 12. Michael Nykopp, Finnlandi og Ingvar Barda, Noregi % vinn- ing. 1 meistaraflokki A eru þessir menn efstir: 1.—3. Anders Vogn- sen, Kaj Funch og Paul E. Han- sen, allir frá Danmörku með 3 vinninga. 4. Jan Berglund, Svi- þjóð 2% vinning. 5. Einar M. Sigurðsson, 2 vinninga. Fá ekki lengur ókeypis aðgang að Háskólabíói ÞEIR meðiimir Sambands ís- lenzkra námsmanna erlendis, sem ætlað hafa að hregða sér I Háskólabíó tipp á síðkastið, hafa komizt að raun tim, að skírteini þeirra nægja ekki lengur til ókeypis inngöngu. Meðlimir sambandsins hafa á undanförnttm árum átt frían aðgang flesta daga vikunnar, eins og stúdentar við Háskóla ÍSIands, enda segir í skírteini þeirra að þetta sé eitt af hlunn- indum þeim sem meðlimir hljóti. Morgunblaðið sneri sér til Friðfinns Ólafssonar, forstjóra Háskólabíós, og innti hann eftir ástæðum þessa. Friðfinnur sagði, að aldrei hefði sér vitandi verið neinn samningur milli SÍNE og bíósins um þetta efni. Hins vegar hefði þetta verið látið við- gangast á undanförnum árum. Nú væri fjöldi íslenzkra náms- manna erlendis orðinn það mik- ill, að um fjárhagslegt vandamál væri að ræða. Auk þess væri nokkuð um að skírteinin væru misnotuð, en í þeim er engin mynd af eiganda. Af þessum ástæðum, og vegna þess að ásókn í slík hlunnindi væri að stóraukast, t. d. við stofnun kennaraskóla, hefði hann gefið fyrirmæli um að SÍNE-skírtein- in gengju ekki lengur sem ókeypis aðgöngumiði. Friðfinnur sagði þó að auðvelt ætti að vera að komast að samkomulagi um þetta mál, og að góðir menn ættu að setjast á rökstóla og ræða málin í bróðerni, en það mun vera Háskólaráð, sem hefur úr- Blitavaldið. Þegax blaðið hafði samband við forsvarsmenn SÍNE sögðu þeir að málið væri í athugun. í meistarafilokki B: 1.—2. Aage Ingerslev og H. H. Vogn- sen, báðir frá Danmörku, 2% vinning. 3—.4. H. Norman-Han- sen og Þór Vakvsson, 2 vtnn- inga. 5. umferð skákþingsins verður tefld í kvöld og tefla eftirtaldir menn saman i landisliðsfflokki, en þeir fyrrtöldu hafa hvítt. Iv arsson — Holm, Barda — Jón Kristinsson, Josefsson — Bjöm Þorsteinsson, Nykopp — Ákvist, Gundersen — Freysteinn Þor- bergsson, Friðrik Ólafsson — Jensen. Skáik þeirra Johnny Ivarssons, sem hafði hvítt, og Björns Þor- steinssonar frá 3. umifierð fer hér á eftir: 1. e4—c5, 2. RÆ3—d6, 3. d4—cxd, 4. Rxd—Rf6, 5. Rc3— a6, 6. Bg5—e6, 7. f4—Be7, 8. Df3 —Dc7, 9. 0-0-0—Rbd7, 10. g4—b5, 11. Bxf6—Rxf6, 12. g5—Rd7, 13. f5—Rc5, 14. Í6—gxf, 15. gxf— Bifl8, 16. Dh5—Bb7? Eins og fljótlegt er að ganga úr skugga um, skiptir þessi biskupsleikur sköpum í skák- inni. Betra var Bd7. Af fram- haldinu sést, að Ivarsson var í engum vandræðum með að ljúka skákinni með snöggium og skemmtiiegum hætti. 17. Bh3—b4, 18. RdS—exd5, 19. exd5—Rd7, 20. Hhelf—Re5, 21. Re6—Dc4, 22. Hxe5—-dxe5, 23. Dxe5—Bh6f, 24. Rg5f og svart- ur gafst upp, enda mát óum- flýjanlegt. Félagsheimilið í Stykkishólnii, þ. e. álma sú, sem að mestu verður notuð til hótelreksturs, er nú komin undir þak og verið að mú rhúða hana að utan. Hefir verk inu miðað vel áfram í sumar. Keyptu hash og LSD fyrir 300.000 d. kr. DANSKA lögreglan hefur ný- Iega skýrt frá þjófnaðastarf- semi staersta hóps afbrotaungl- inga, sem sögttr fara af í Dan- mörku. Voru hér að verki þrjátíu unglingspiltar á aldrinum 15—18 ára og ein ttng stúlka. Þau hafa stundað þjófnaði víðs vegar um Sjáiand og haft upp úr krafsinu samanlagt um 400.000 d. kr. — hátt í fimm milijónir ísl. kr. — og vörur, sem metnar hafa verið á 100.000 d. kr. Að sögn lögregl- unnar hefur hópttrinn notað um Hundaeigendur biðja um endurskoðun Vísað til heilbrigðisráðs HUNDAVINAFÉLAGIÐ hefur skrifað borgarráði bréf þar sem farið er fram á endurskoðun á afstöðu borgarstjórnar frá 17. desemfoer sl. um bann við hunda- haldi í Reykjavik. Var þetta er- indi lagt fram á fundi borgar- ráðs á þriðjudag. Einnig vair iögð fram tillaga, er Albert Guðmundsson kynnti á síðasta fundi borgarráðs, en fresitað var tii bókunar. En hún er svohljóðandi: „Borgarráð sam þykkir að fresta aðgerðum gegn hundahaldi í Reykjavik, sem fyr- irttugaðar eru frá 1. september 1971, um óákveðirm tíma, eða þar til má'lið hefur verið rætt að nýju á reglulegum fiundi í borgarst j óminni.“ Borgarráð samþykkti að vísa erindi Hundavinafélagsins til at- hugunar heilbrigðisimálaráðs, og var afgreiðslu erindisins og til- lögunnar frestað. Vilja ekki fleiri íbúðarhús við Rofabæ ÍBÚAR í Selás- og Árbæjarhverfi eru óánægðir með fyrirbugaða húsaröð, sem standa á norðan við byggðina við Rofabæ, og hef ur Framfarafélag Seláss- og Ár- bæjarhverfis skrifað borgarráði NM 1 SKÁK EFTIR fjórðu umferð Norður- landamótsins er Friðrik Ólafsson efstur með 3% vinning, en hann vann Sejr Holm, Danmörku, í gærkvöldi. Jón Kristinsson vann Ivarsson, Svíþjóð, en aðrar skák- ir fóru í bið. Björn Þorsteiinssan er með peð yfir Barda, Noregi, en Freysteinn peði minna á mótti Nykop, Finnlandi. Josefsson hef- ur peði yfir og betri stöðu móti Aakvist, Svíþjóð, en staða Jen- sen, Danmörku og Gundersen, Noregi, er í jafnvægi. um þetta bréf, sem lagt var fram á síðasta borgarráðsfundi. Hafði verið ákveðið að auka við einbýlishúsabyggmgar við Rofabæ, þannig að ein húsaröð verði byggð umfram það sem áður hafði verið áformað við Rofabæ. Er ætlunin að þama verði verksmi ðjuf ramle i d d ein- býlishús. Með þetta eru íbúam- ir, sem fyrir eru, óánægðir. Var málinu vísað af fu'lltrúum í borgarráði til athugunar hjá skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings. Kvikmyndavél glatast ENSKUR ferðamaður, A. J. E. Lloyd að nafni frá Stowe School, Birkingham í Englandi, tapaði kvikmyndavél af gerðinni Eum- ig 308 Zoom Reflex á veginum frá Gullfossi í Kerlingarfjöll um miðjan ágúst. Lloyd er nú fatr- inn af landi brott en skilvis finn- andi er vinsamlega beðinn að snúa sér til lögreglunnar I Reykjavík, sem mun annast sendingu. 300.000 d. kr. — eða um þrjár og hálfa milljón isL kr. — tU kattpa á hashi og LSD. Lögregluforinginn, sem stjóm- að hefur rannsókn þessa máls, W. Lutken Larsen, hefur lagt til, að harðar verði tekið á afbrot- um unglinga í framtíðinni. Hann telur að þetta mál hefði ekki orðið jafn umfangsmikið og raun varð á, ef unglingarnir, sem hlut áttu að mádi, hefðu ver- ið teknir fytr úr umferð, en ekki látnir lausir vegna þess, hve ung- ir þeir voru, þegar þeir byrjuðu á þjófnaðarbrautinni. Bendir hann á, að forsprakki hópsins hafi byrjað afbrotaferil sinn 12 ára. Hann hafi verið einkar aðlaðandi í útliti og framkomu og hvarvetna komizt inn vegna þess. Á fáum mánuðum hafi hann stolið um 40.000 d. kr. á skrifstofum og í verzlunum, en síðan gerzt stórtækari. Hvað eft- ir annað hafi honum verið komið fyrir á sérstökum drengja- eða unglingaheimilum, en árangurinn ekki orðið betri en þetta. Öðru hverju hefur þessi hóp- ur haldið til á Frederiksbergi í húsnæði, sem úrskurðað hafði verið heilsuspillandi og óíbúðar- hæít. Þar hafa verið skipulagð- ar margar ránsferðirnar víðs vegar um Sjáland. Alltaf ferð- uðust ungmennin í stolnum bifreiðum og hafa valdið skemmdum á bílum sem metnar hafa verið á um 100.000 d. kr. Heykögglar jafngóðir kjarnfóðri til mjólkurframleiðslu TILRAUNIR, sem gerðar hafa verið í tilra'unastöð Búnaðarsam- bands Islands að Laugardælum og í tilraunastöð landbúnaðarins á Akureyri hafa sýnt, að unnt er að ná hliðstæðum árangri í mjólkurafurðaframleiðslu með því að hafa heyköggla í stað kjarnfóðurs með grasfóðri. 6,5 kg af heykögglum hafa sýnt sig að innihalda sama fóður gildi og 5 kg kjam'fóður, en kg af heykögglum er nú selt á 9 kr. kg, en kjamfóður kostaði í fyrra um 11 kr. kg. Ennfremur hefur Samband ís- lenzkra samvinnufélaga flutt út 9 tonn af heyköggium til Þýzka- lands og er út'lit fyrir að mögu- leiki sé á verulegum útflutningi og hafa fyrirspumir um hey- köggla borizt víða erfendis frá. 1 fyrra voru framleidd 800 tonn af heykögglum í Gunnarsholti, en þar er búizt við að heildar- framleiðslan í ár verði um 1000 tonn. Þegar er búið að panta 800 tonn. Ennfremur tók í vor til starfa heykögglaveirksmíðja á Stórólfsvelli við Hvolsvöll og er áætlað að hei'ldarframléiðsla þar muni nema um 900 tonnum. Dýrmætri rafvélasamstæðu — stolið af Vellinum DÝRMÆTRI rafvél asamstæðu frá varnarliðinu á Kefflavíkur- flugvelli var í vetur stolið og hún seld norður í land. Er vélaaam- stæðan talin 1.2—1.4 milljón kr. virði, en var seld norður fyrir 450 þúsund krónur. Sl. haust var þessi rafvélasam- stæða tekin út af flugvellinum til viðgerðar í Reykjavík, að því er Bjöm Ingvarsson, lögreglustjóri þar tjáði Mbl. Voru fyllt út toll- skjöl í sambandi við það. En þegar vélin kom ekki inn, var farið að grennslast fyrir um það. Nú hefur það upplýstst, að aug- lýst var etftir rafvél. Var þessi vél seld þeim manni og er hún nú komin norður í land. Sagði Björn að grunur lægi á að þama væri um samspil margra aðita að ræða, og væri málið í rannsókn. Einn maður inn sem þyrfti að yfirheyra væri erfendis. Prestskosningar i Kópavogi I LÖGBIRTINGABLAÐI ti'lkynn ir dóms- og kirkjumáiaráðuneyt- ið að séra Gunnari Ámasyni, sem þjónað hefur Kópavogspresta- kalili hafi verið veitt lausn frá embætti fyrir aldurssakir frá 1. september 1971 að telja. Jafnframt eru aiuglýst laus til umsóknar tvö prestaköll í Kópa- vogi, Kársnesprestakall og Digra nesprestakall. Er Kársnespresta- kaM auglýst laust frá 1. septem- ber, en Digranesprestakall frá 1. janúar. Er umsóknarfrestur til 30. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.