Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 28
í MORGÚNBLAÐfÐ, FIMMTUDAGIÍR 19. ÁGÚST l9Yl Geioge Harmon Coxe: Græna Venus- myndin 39 stólnum og saug letilega langa munnstykkið sitt. Ef nokkuð var, þá varð Bacon ennþá minna ágengt við Erloff og Leo en við "hin. Hvor- ugur þeirra þekkti Damon eða hafði nokkurn tima séð hann. Þegar kom að sendibílnum — sem var stoiinn — og svo mál- verkunum, sem þeir höfðu tekið heima hjá Carroll, þá svöruðu Pörulaust Ali Bacon Við skerum pöruna frá fyrir yður. Það er yðar hagur. Biðjið því kauþmann yðar aðeins um ALI BACON. SÍLD&riSKUR þeir ekki einu sinni já eða nei. Bacon hætti við þá. Hann var ekki einu sinni gramur á svip- inn. Hann sneri sér að Damon. Þekkið þér Tony Lorello? — Nei. — Hann lék á gítar í Silfur- hurðinni. - Ég fer lítið í næturklúbba. — Bíllinn yðar tók hann samt upp úti fyrir Silfurhurðinni i nótt um hálftvöleytið. Damon losaði stubbinn úr munnstykkinu. — Það hlýtur að vera misskilningur. — Og innan hálftíma var Lor- ello myrtur. Hann var skotinn á stuttu færi, alveg eins og And- rada prófessor. — Þér hafið verið á ftalíu, hr. Damon, sagði Yates. — Þér keyptuð málverk og fleira þar fyrir stríð. — Já, ég hef verið þar, sagði Damon, .— en ég keypti ekki nema lítið. Á þeim tíma var út- flutningur á slíku mjög tak markaður. — En þér komuð nú samt með eitthvað heim, sagði Bacon. — Með því að láta mála aðra mynd ofan í þá upphaflegu og láta svo taka yfirmálninguna af þegar hingað kom. Damon glápti bara á hann og Yates hleypti brúnum. Bacon var orðinn harður á svipinn og tekinn að roðna á hálsinum. Ef þér hafið verið að svip- ast um eftir málverkum, sagði Yates, — þá þekkið þér líklega borgina Venatra? — Venatra? Damon tók að horfa upp í loftið. — Er það skammt frá Napóli? — Svo sem sextiu mílur, sagði Murdock. — Ég er ekki viss um það, sagði Damon. Ég kann að hafa komið þar við. —- En þér þekkið Bruno And- rada? ;— Það held ég ekki. — Kannski aldrei séð hann? — Nei. . - Hann var bróðursonur próf essorsins, sagði Yates. — Það er undarlegt, ef þér þekkið hann ekki. Hvað er undarlegt við það? Hann þekkir yður. Nú mátti sjá viðbrögð en þó ekki nema lítil. Damon leit of- Gólfrenningar Sisaldreglar með gúmmíundirlagi, hentugir á forstofur og eldhús. A Þorláksson & Norðmann M. urlítið niður og horfði á Yates, sem var að fitla við tvö pappírs- blöð, þessi sem Murdock hafði náð i heima hjá Lorello. Yates rétti annað þeirra að Damon, og Murdock sá, að þetta var fremra blaðið, sem byrjaði þannig: „Kæri Georg Damon". Damon las bréfið og æð á enn inu á honum varð sýnileg, en að öðru leyti sáust ekki á honum nein svipbrigði. Hann lagði bréf ið frá sér og augnlokin voru jafn þreytuleg og áður. — Þér sáuð undirskriftina, sagði Yates. — Og það er auðséð á öllu bréfinu, að Bruno And- rada var þarna að skrifa manni, sem hann þekkti allvel. — Já, sagði Damon. — Nú man ég það. Ég hitti hann einu sinni. Hvar náðuð þér í þetta bréf ? — Heima hjá Lorello, sagði Bacon. — Þetta og hitt líka. - Mætti ég fá að sjá hitt ? — Ekki í bili, hr. Damon, sagði Yates. Damon strauk yfirskeggið og sneri svo upp á það öðru megin. — Hvernig náði Lorello i bréfið? — Við héldum nú, að þar gætuð þér hjálpað okkur, sagði Yates. — Og það var ein ástæðan til þess að við buðum yður að koma hingað. Sýnilega var það sent yður. — Ég hef bara aldrei séð það áður, sagði Damon. — Nei, það sem þér sáuð núna er eftirrit, sagði Yates. Og það er jafnaugljóst, að bréfið hefur verið fengið Tony Lorello í hendur þegar hann var á ítaliu með hernum — til þess að hann skilaði því til yðar . . . Og þér hafið aldrei fengið það? Getið þér fundið nokkra ástæðu til þess, að Lorello skilaði því ekki? — Nei. Murdock horfði á Damon. Æð in á enninu var enn sýnileg og andlitið var eins og stirðnað og sýnilega hélt Damon þvi þann- ig til þess að það kæmi ekki upp um hann. Enda þótt Yates tryði því ekki, þá var ekkert að græða á svörum hans og hann mundi vita, að hann átti sér ekk ert til varnar nema það að lát- ast ekkert vita. — Það er í meira lagi ein- kennilegt, sagði Yates. Hann tók af sér þykku gleraugun og þurrkaði af þeim. — Mjög svo einkennilegt. Þér sjáið, að milli línanna á upphaflega bréfinu var annað bréf og miklu mikil- vægara — skrifað með ósýni- legu bleki. — Hvernig vitið þér það, ef þér hafið ekki frumbréfið? Það er eina ályktunin, sem hægt er að draga af innihaldi seinna bréfsins. Ef þér hefðuð fengið það bréf, hr. Damon, gæti það gefið skýringu á sinni ögn- inni af hverju. Yates setti aftur upp gleraug- un. Tii dæmis hefðuð þér get- Iirúturinn, 21. niarz — 19. april. l»ú skilur vel að kraftaverk verða ekki alveg- að ástæðulausu. Nautið, 20. apríl — 20. maí. IltiKsuóti vel ráð þitt svo geturðu hali/.t handa strax. Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júnl. Sýndu nú hvað I þér hýr. l»ú kemst langt í dng. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Öhjákvæmilejvt virðist að eitthvað rekist á störf |>ín í einka- málum í bili. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. l»ú ffetur átt von á Restum, en láttu þá ekki dvelja þér í óhaif. Meyjar, 23. ágúst — 22. septeniber. Kvyndu að vera friðsamleuur og ánæftður þótt annað fólk sé alltaf að eruja siff yfir smámunum. Vogin, 23. september — 22. október. Yi»l?ra fólkið er lfklegt til að vera þér ærið umhugsunarefni. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Kinhver tekur niikið mark á þér, og það gleður þigr. Bogniaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. l»ú sleppur ekki alveg: við rómantíkina. Reyndii að kynnast nýju fólki. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Re.vndu að hafa dálítið svigrúm, þótt þér sé þröngur staltkur sniðinn. \atnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. l»ú skalt láta skynsemina ráða. riskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyiidu að skapa þér sterkari samhönd, því að ekki er allt sem sýnist. að vitað, að Andrada-safnið, sem kom um daginn, muiidi koma nokkru eítir að þér fenguð bréf ið. Þér hefðuð þá haft svigrúm til að koma Arlene fyrir heima hjá Andrada. Þér hefðuð haft tíma til að hafa samband við Er- loff og Leo, svo að þeir væru til búnir til að framkvæma þau of- beldisverk, sem þér ætluðuð þeim að vinna. Þér gátuð ekki vitað, að Murdock miundi koma fram á sviðið. 1 rauninni . . . — Hvað hefði ég ætiað með þessu? sagði Damon. Ef geng- ið er út frá því, að ég hafi feng- ið þetta bréf? Að stela safninu kannski? — Að stela einni mynd úr því. Mynd, sem kölluð er Græna Venusmyndin. Murdock kveikti sér í vindl- ingi. Honum leið rétt eins og Bacon leit út — gramur og reið- ur. Hann var — alveg eins og Bacon og Yates — viss um, að Damon hefði fengið bréfið og svo gert allt þetta, sem Yates var að gefa í skyn. En Damon sat þarna án þess að láta sér bregða og Yates varð að láta eins og Damon kæmi þetta allt á óvart. — Ég ímynda mér, að þar sem þér vissuð innihald bréfsins, þá hafið þér ætlað að fremja ein- hvers konar rán eða innbrot, til þess að ná í þessa mynd. Og það varð auðveldara með því að hafa Arlene þarna í húsinu, svo fremi þér gætuð séð fyrir henni framvegis. En þegar hún sá skeytið frá Murdock og þér viss- uð, að hann var væratanlegur, sáuð þér auðveldari aðferð. Þér vissuð með hvaða lest Murdock kæmi og menn yðar sem komu í lestina i Providence fundu út, hver farþeganna var Mur- dock og eltu hann svo úr lest- inni. Það er að segja, þetta hefði orðið auðveldara, hefði ekki Andrada þekkt Murdock í sjón. — Þér verðið að afsaka, ef ég fylgist ekki almenniiega með, sagði Damon. Þar sem ég veit ekki, hvað stóð í þessu bréfi, er mér dálítið erfitt að fylgjast með. Ég las í Courier um að safnið væri væntanlegt. Ég fór heim til Andrada og hann sýndi mér nokkrar myndir. Mur- dock kom til mín, kvöldið sem ráðizt var á Andrada og spurði um þessa grænu Venusmynd, og svo þegar hún barst í búð ina mína næsta dag, hringdi ég sam“f"ndis í lögregluna. Meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.