Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 15
i jMOHGlLNBhAÐl-h), 1:'I.MMTIB)AGUR, 1‘). ÁGVST(1971 15 Gengið á vit náttúrunnar VEÐRIÐ var búið að vera mjög gott um tima. Af þvi að það var komið svo nálægt JónKmessunni, langaði mig að komast upp í sveit og liggja einhvers staðar úti Jónsmessunóttina og kynn- ast náttúrulífinu betur en hægt var hér í bænum. Ég átti ekkert íarartæki og ákvað þvi að kom- ast eiitthvað út fyrir bæinn á puttanum eins og það er kallað. Ég hafði með mér bakpoka og í honum plast[K>ka, sem ég gat komizt í, nestisbita og kaffi- flösku. Myndavél hafði óg og smáisjá. Ég fór af stað eftir hádegið. Komst ég upp fyrir Árbæ með götuvagni og hélt síðan labbandi austur eftir veg- inum. Bílar komu og fóru fram- hjá. Ég gaf merki um að stanza, en enginn stanzaði. Var óg búinn að ganga í tæpar 15 mínút- ur, þegar gamail sendiferðabíll eitanzaði og bilistjórinn bauð mér far með sér. Þegar við komum að Hvera- gierði fór ég úr bílnum og þakk- aði ágætan greiða. Hélt ég síðan út í sveitina og gekik I þrjú borter. Þá lagðist ég niður sunn- an undir túnjaðri og teygði úr öfflum skönkum. Hér var gott að vera. Á fiötum smásteini sátu mörg fiðrildi og biðu kvöldsins til að fljútga um þegar kvöld- kyrrðin kæmi. Hér var þó náttúrulif og við steinjaðarinn bjó köngurlóin til net til að veiða í. Netið var mjög laglega gert. Fyrst þrí- hyrningar og svo ofið á milli þeirra af miklum hiagleik. Já, kömgurlær lifa ekki af hunangi eins og fluigur. Þær veiða smá sikordýr sér t.il matar eins og rándýrin gjöra. Endia g'æti hún flokkazt til þeirra hvað fæðuöfl- un snertir, þótt i smærri stíl sé. Köngurlóin fór ekkd langt frá netinu sínu. Hún beið við eina landfestina og þegar hún fann að twgað var og kippt í land- taugina, kom í hana æðisgangur. Hún þaut út netdð og athugaði hvað þessum láitum olli. Tók sdð- an smáfluguna i bitkrókana og færði á loft meðan hún renndi sér fimlega eftir netinu aftur. Hún hélt áfram með fluguma að smá siniutoppi sem var þar rétt hjá. Þar inni í sinudúskinum var Mtill hvítur silkiiþráðahnoðri og í homum voru eggin fali.n. Þama var iheimili henmar í hljóðri ró í faðmi néittúrunnar sjálfrar. Nú var þokuislæðingur að siga fram með fjöllumum. Grasið var að verða rakt. Sá ég þá nokkra litfla grasisnigla færa sig upp á steinröndina. Þar var gamian að veita þeim eftirtekt. Ef komið var nærri þeim með puntstrái kippfust þeir til og breyttu um stefnu. Skynjun þeirra virtist aflar næm, þrátt fyrir það að þe»r sæju ekki. Þama rétt hjá séeininuim var stór mosaþúfa Þar lá hrossagaukur og hreyfði sig ekki þótt ég lægi tíu faðma frá bönum. Umifeðmingsgras óx upp með steindnum á einn veginn. Blómin voru hér um bil ful'lþroákuð en biðu sólarinnar. Ég hugsaði með ámægju til morgunsins, þegar allir hunangsdýrkendur kæmu að sækja sé,r hunang. Nú sá ég var maðUT kom frá bænum og stiefindi til min. Ég stóð upp og gekík á móti honum. Gotft kvöld, við sáum eirhverja hreyfingu héma í grasinu og viQidum vita hvað þetta væri, eagði maðurinn um leið og hann rétti mér höndina. Já, ég var lengi búinn að þrá að liggja úti i sveit þessa nótt og fylgjast með náttúrul'ífinu, i kyrrð og einvéru, svaraði ég. Já, það er Jónsmesisunótit núna, sagði bónd- inn. Annans er þér vel'komið að liggja inni á dívan í stofunni minni í nótt. Þalkka yður fyrir. ég er ákveðinn í að dveilja hérna í nótt. Svo kvaddi hann og sagði iwn leáð: Þú keimur í fyrraimáJið og færð þér kaffísopa áður en >ú ferð. Þakka yður fyrir. Ég fór í plastpokann, sem náði mér upp undir höku, og lagðíst niður hjá steininum aftur. Allt var að verða svo hljótt og himn- esk ró hvildi yfir öllu umhverf- inu. Ég starði á alilar hreyfingar sem óg sá. Nú leið mér ágætlega pókanum og hafði ég bakpok- ann undir höfðinu. Ég hafði legið noklkra stund, þegar ég sá hvar eitthvert stærðarferliki, svart, nálgaðist mig. Ég sá það ekki ganga, ekki skreið það heldur. Það leið ósköp rólega yfir gras- inu. All.taf nálgaðist það. Ég hugsaði strax að þetta myndi vera eitthvað af undrum Jóns- messunæturinnar. Það kom í mig óró og kvíði. Átti ég að mæta þessu einsamall. Það var ekki langt þangað til það kæmi í kallfæri við mig. Kviðinn óx. Nú opnaði óg augun. Ég hafði sofn- að. Þessi svarta þúst var ekkert annað en fyrsti sólargeislinn, sem kom á móana. Ég hresvsti mig á kaffinu og beið svo eftir að sólin skini á umfeðmingsgrasið. Það var ekki nema smástund. Strax og fyrstu geisiarnir skinu á blómið opnað- ist eitt blómanna. Strax voru komin nokkur fiðriikli og sveim- uðu yfir. Svo settist eitt fiðrildið mjög gætilega og stakk sogpíp- unni niður i sarpinn. Dagstarfið var hafið. Hver vann eftiir sinni þörf. Allt var það dýrunum í sjáiLfs þarfir og um leið tii að viðhalda jurtinni. Frjóið settist á bakið á fiðrildiniu og svo ner- ist það við frjóblöð næsta blóms og þá var lífimu borgið. T. A. Norska-húsið, elzta húsið í Stykkishólmi, Stykkishólmur: Norska-húsið gert að byggðasafni Stykkishóimi 15. ágúst. ELZTA húsið í Stykkishólmi, Norska-húsið, verður nú gert að byggðasafni og mun vermdað. Hefur sýslunefnd Snsefellsness- og Hnappadalssýslu o. fl. keypt húsið af Kaupfélagd Stykkis- hólms og hyggst korna þama upp minja- og byggðasafni og yfirleitt nota það fyrir allt sem geymir sögulegar minjar sýslurmar. Er alltaf untnið að söfnwn fágætra og gamalla muna. Hús þetta byggði á sínum tíma Ámi Thorla- eius, kaupmaður. Fluttd viðimn tilhöggvinn frá Noregi. Er húsið enn þann dag í dag eins og hann gekk frá því, en þá þótti þetta höll og var viða rómað. Þama hafa margir átt heima um dag- ana, oft verið tví- og þribýli; þarna hefir verið hótel, sauma- stofa, pakkhús og um lanigt skeið var þetta aðalleikhús kauptúns- ins. Voru stænstu stofumar not- aðar til þess. Var þetta um og eft ir aldamót. Er saga hússins því hin merkasta. Þá má ekki gleyma því að Árni Thorlacius mun hafa verið fyrsti maður, siem dag lega ritaði niður veðurfregnir og hélt þvi óslit'ið áfram meðan hann lifði og þá tóku aðrir yið. Er sá þáttur í sögu hússims ekki ómerkur. Mörg munnimæli og sögur varðveitast enn í minni manna um húsið og fbúa þess, og væru vel þess virði að þeim væri safnað saman á einn stað. — Fréttarifari. 5300 skoðaðir hjá Hjartavernd Hjartavernd, landssaantök hjarta- og æðavemdarfélaga á Islandi, héldu aðalfund sinn 27. maí sl. i húsakynnum samtak- anna að Lágmúla 9, Reykjaví'k. Prófessor Sigurður Saimúels- som, fonmaður satmtakanna setti fundinn og minntist í upphaifi tveggja stjómarmainna, sem lét ust á árinu, þeirra Óskars Jóns- sonair, framkvæmdastjóra, Hafn arfirði, og Sigtryggs Klemenz- sonar, bankastjóra, en þeir vom báðir meðal stofnenda sam takanna og áttu sæti í stjóm þeirra frá upphafi. Fundar- menn vottuóu hinum látnu virð ingu sína með því að rísa úr sætum. Formaður flutti skýrslu stjómarinnar, en í henni kom m.a. fram, að á síðasta starfsári voru skoðaðir 5300 þátttakend- ur á rannsóknarstöð samtak anna að Lágmúla 9. 1 febrúar sd. hófst rannsókn á Akureyri á vegum Hjarta- og æðaverndarfélagsins þar, en rannsókn þesisi er rekin í sam- vinnu við Hjartavemd. Einstak! inigar, stofnanir og félög á Akur eyri lögðu fram um 2 milijónir til þeirrar rannsóknar. Þá gat fonmaður um gjafir, sem samtökunum hafa borizt nýlega þ.e. 100 þúsund króna gjöf frá Styrktarsjóði Dagsbrún ar og frá líknarsjóðd stúkunnar nr. 7, Þorkels Mána, I.O.O.F. hjartalínuritstælki af gerðinni MINGOGRAF 34, að verðgildi um kr. 250 þúsund. Formaður þakkaði þessar gjafir og sagði i því sambandi, að það væri mik- il uppörvun fyrir forráðamenn og starfsfólk samtakanna að verða slíks trausts aðnjótandi. Sagði formaður að sl. vetur hefði verið 'lögð áherzla á að benda á skaðsemi sígarettu- reykinga og hefði sígarettusala minnkað í Tóbakverzlun ríkisdns á eftir. F'ramtíðarverkeifini samtak- anna sagði formaður að væri að ná til sem flestra landsmanna og sagðist vona að undirbúning ur að rannsókn á fólki frá Suð- urlandsundiriendinu gæti hafizt i náinni framtíð. Þá tók dr. Guðrún P. Helga- dóttir, formaður Utanfararsjóðs Hjartaverndar, tii máls, og skýrði frá þvi, að stjómarkon- ur hefðu orðið sammála um að aifhenda stjóm Hjartaverndar sjóði sína, þair sem sjúklingar væri nú lögum samkvæmt styrktir af hinu opinbera, ef þeir þyrftu að leita sér læknis- hjálpar erlendis. Stjórn Utarufararsjóðsins hef- ur á árunum 1968—1971 veitt 19 styrkveitinigar að upphæð kr. 573.000. — Upphæðin, sem Utan fararsjóðurinn aflhenti Hjaria- vemd var alls kr. 1.958.109.21. Stjómarkonur voru: Guðrún P. Helgadóttir, Sigurborg Odds dóttir, Guðríður Elíasdóttir, Hrafnhilduir Helgadóttir, Sól- veig Eyjólfsdóttir, Ragna Þorm ar, Ólöf Möliler, Guðrún Karis- dóttir, Kristjana Helgadóttir, Elínborg Stefánsdóttir, Rósa Jensdóttir, Unnur Sehram, Ingi- björg Ólafsdóttir, Herdís Krist- jánsdóttir. 1 framkvæmdastjórn Hjarta- vemdar voru kosnir: próf. Sig- urður Samúelsson, próf. Davíð Daviðsson, Sigurliði Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Ásgeir Magnússon, framitovæmdastjóri, Stefán Júliusson, bókafulltrúi ríkisins. Málsókn New York, 17. ágúst. AP. Bandarísk kona, hefur haf- ið málsókn á hendur flugfélag inu Svissair vegna líkams- meiðsla, ótta og óþæginda, sem hún varð fyrir, þegar flugvél félagsins, sem hún var í, var neydd til að lenda á eyðimerkurflugvelli í Jórdan- íu fyrir tæpu ári. Krefst kon- an 75.000 dollara skaðabóta af flugfélaginu. Bridge EINS og áður hefur verið skýrt. frá hér i blaðinu, er ákveðið að Evrópumeistaramótið í bridge fyrir árið 1971 fari fram í Grikk- landi í nóvember nk. Að undan- förnu hefur staðið yfir úrtöku- mót á vegum landsliðsnefndar Bridgesambands íslands og er að eftir er einvígi mi'lli tveggja keppnin nú á lokastigi, þannig sveita um landsliðssætin. Sveit- irnar, sem keppa í þessu einvigi, eru þaniniig skipaðar: Sveit A: Símon Símon'arson, Þorgeir Sig- urðsson, Stefán J. Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson. Sveit B: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elias- son, Einar Þorfinnsson og Jakob Ármannsson. Bkki hefur enn verið ákveðið hvenær keppni þessi fer fram. ítalska bridgesambandið hef- ur álkveðið hverjir skipa 'muni sveit þá, er keppa mun á Evr- ópumótinu. Er sveitin þannig skipuð: Belladonna, Garozzo, Bianchi, Messina, Meyer og Mondolfo. Brezka sveitin verður þannig skipuð: Priday, Rodrigue, Flint, Cansino, Dixan og Sheenan. Tveir síðasttöldu eru nýliðar í brezka landsliðinu. Nýlega var haldinn aðalfundur hjá Bridgefélagi Reýkjavíkur, en félagið verður 30 ára hinn 18. maí 1972. Eftirtaldir voru ko'Snir í stjóm félagsins: Ragnar Halldórsson, fonmaður; Jakob R. Möiler, varaformaður; Stefán J. Guðjohnsen, gjaldkeri; Þorgeir Sigurðsson, ritari; Guð- iauguT R. Jóhannsson, íjármála- ritari. fréttir i stuttu máli RÆÐISMAÐUR RÆKTAÐI „POT“ Miami, Florida, 17. ágúst. AP. Aðalræðismaður Haiti, Eg- uene Maximilien, var hand- tekinm á flugvellinum í Miami á þriðjudagsmorgun, sakaður um að geyma marijuana á heimili sínu. Lögreglan hafði verið kvödd þangað til að rannsaka innbrot og kom þái í ljós að hann ræktaði marij- uana í garði sínum. Ráðsmað- ur ræðismannsins tilkynnti innbrotið meðan Maximilien var á Haiti. Haran var látinn laus gegn tryggingu. SKOURAS LÁTINN 1 Rye, New York, 17. ágúst.* AP. ( ' Spyros P. Skouras, einn af síðustu Hollywood-kóngun- um, lézt á mánudagskvöld af hjartaslagi, 78 ára að aldri. Skouras kom til Bandaríkj- anna árið 1910 ásamt bræðr- um sínum en þeir voru fædd- ir í Skourahorian í Grikk- 'landi. Þar var Skouras smali á bernskuárum. Hann ætlaði að læra til prests en hætti við og fluttist vestur um haf. Skouras tók við Fox Metropolitan kvikmyndahús- unum í New York árið 1932. Tíu árum síðar varð hann for- maður 20th Century Fox og\ gegndi því stairfi í 20 ár. Han-n var sérstaklega hreykinn af því að hafa framleitt fyrstu Cinemaseope kvikmyndina „The Robe“, sem gerð var 1952. Skouras neyddist til að láta af formannsstarf mu eft- ir deilurna>r innan fyrirtækis- ins, sem urðu eftir gerð kvik- myndarinnar Kleopötru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.