Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1971 JlttfgtfitMftMfr Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hsraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. OROINN í GJALDEYRISMÁLUNUM í undanförnum árum hefur mikils óróa gætt í gjald- eyrismálum heimsins og hafa legið til þess ýmsar orsakir. Annars vegar hefur greiðslu- halli Bandaríkjanna verið mjög mikill, sem m.a. stafar af byrðum þeirra vegna vama hins frjálsa heims og aðstoðarinnar við þróunar- löndin, en inn í dæmið verka einnig verðbólguvandamál þar í landi, sem hafa leitt af sér margháttaða erfiðleika og raunar verkað út frá sér til annarra landa. Hins vegar hefur greiðslustaða annarra iðnaðarvelda eins og Vestur- Þýzkalands og Japans verið mjög hagstæð og styrkt gjaldmiðil þeirra mjög mikið. Þessi þróun hefur leitt til endurtekinna gengishækk- ana á sumum Evrópumyntum eða til þess, að vissar gjald- eyristegundir hafa verið látn- ar fljóta, sem kallað er, þ.e.a.s. þær hafa verið losað- ar frá stofngengi og verð- gildi þeirra ráðizt á frjálsum markaði. Þessar ráðstafanir hafa þó ekki nægt til þess að skapa nægilegt jafnvægi, og mun það hafa verið ástæðan til þess, að Nixon, forseti Bandaríkjanna, sá sig knúð- an til að grípa til óvenju róttækra ráðstafana í efna- hagsmálum. Milli þessara ríkja hafa um langa hríð farið fram um- ræður um þessi mál, m.a. inn- an Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en þær virðast ekki hafa leitt til neins samkomulags um, hvernig bregðast skyldi við vandanum. En það er ekki ólíklegt, að Bandaríkin séu nú með efnahagsaðgerðum sínum að reyna að stugga svo rækilega við þeim þjóðum öðrum, sem þarna koma helzt við sögu, að það leiði til þess, að þær neyðist til að gera ráðstafanir í þá átt að hækka gjaldmiðil sinn gagnvart doll- ar, en það telja Bandaríkja- menn óhjákvæmilegt, ef jafn- vægi eigi að skapast í gjald- eyrisviðskiptum. Ómögulegt er að mynda sér neina skoðun um það enn, hverjar afleiðingar efna- hagsráðstafanir Bandaríkj- anna hafi eða hver viðbrögð iðnaðarríkjanna í Vestur- Evrópu og Japan verði. En það er áreiðanlegt, að á miklu veltur fyrir hinn frjálsa heim og heimsvið- skiptin, að samkomulag tak- ist um það, hvaða leiðir skuli famar til þess að komizt verði hjá viðskiptastríði, sem annars gæti orðið afleiðing þessara ráðstafana. Kemur til kasta verðjöfnunarsjóðsins IJyrir okkur Íslendinga, sem erum svo mjög háðir utanríkisviðskiptum, getur það orðið mjög örlagaríkt, hver framvinda þessara mála verður. Hækkun fisktollsins í Bandaríkjunum hittir okkur að sjálfsögðu, en eftir sein- ustu fréttum að dæma virð- ist ekki vera þar um mjög alvarlegt áfall að ræða, eins og menn óttuðust í fyrstu, að verið gæti. Þessi þróun sýnir þó ljós- lega, hversu rétt sú stefna fyrrverandi ríkisstjómar var að freista þess að búa svo í haginn fyrir fiskiðnaðinn og sjávarútveginn, að hann gæti staðið af sér slík áföll, en veigamesta skrefið í þá átt var stofnun Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins. Jafn- framt sýnir þessi þróun, hve varasöm stefna núverandi ríkisstjórnar er að rýra Verð- jöfnunarsjóðinn og draga þannig út getu hans til þess að hamla á móti áföllum, sem ávallt má gera ráð fyrir að yfir skelli. Hver sem þróunin verður í gjaldeyrismálunum á næst- unni, er það augljóst, að mikil vandamál bíða úrlausn- ar ekki síður fyrir okkur en okkur skyldar þjóðir og við- skiptaþjóðir okkar, sem þetta óvissuástand snertir mest. Það er okkur því lífs- nauðsyn, að haldið sé uppi vinsamlegri og góðri sam- vinnu við þær í þessum mál- um ekki síður en öðrum. Eins og nú horfir veltur á miklu, að tekið sé á málun- um af fullu raunsæi og festu. Því að eins og Halldór E. Sig- urðsson, f j ármálaráðherra, sagði á fundi fréttamanna á mánudag, er á þessu stigi hvorki hægt að segja, að það verði gengislækkun eða að það verði ekki gengislækkun íslenzku krónunnar. Og má þá að vísu segja, að þar sé um nokkuð breyttan tón að ræða frá fyrri yfirlýsingum vinstri stjórnarinnar. En þetta sannar aðeins enn, að aðstæður verða að ráða, til hvaða ráðstafana sé gripið á hverjum tíma. FYRIR mér voru flóttamanna búðirnar í Indlandi hörmuiegar andstæður þess, sem ég hafði átt að venjast. Óþverri, leðja og eymd fylltu út í hvert hom myndarinnar og í brennidepl- inum störðu döpur augu flótta fólksins, sem þarna vlssu flótta mannabúðirnar æðstu sælu þessa heims. Að vísu má segja, að flóttafólkinu liði eins vel og allar aðstæður leyfðu. En það eru aðstæðumar; fátækt, eymd og fábreytni, sem enginn get-ur sætt sig við — að minnsta kosti ekki meðan hann horfir upp á þær. Flóttafólkið tók daginn yfir- leitt snemma. Þá varð ös við alla vatnspósta og s-umir biðu þelrra ekki, he-ldur létu sér nægja leðjuvatnið til fljótlegr- ar morgunsnyrtingar. Uppþvott urin-n var með sama hætiti. í þeim flóttamannabúðum, sem ég heimsótti, bjó fólkið ým ist í mlsstórum strákofum — frá einni upp í nokkrar fjöl- skyldur, eða stórum tjöldum — alllt að 30 fjölskyldur í tjaldi. Holræsarörin í Salt Lake Ciity- búðunum við Kalkútta voru sérstök fyrir þær. „Það skiptir einna méstu máli, að okkur tak ist með einhverjum hætti að útvega flóttafólkinu þak yfir höfuðið," sagði vestur-biengalsk ur embættismaður við mig. — „Monsúnregnið er umhverfi þessa fólks nógu andsnúið, þó að við látum það eklki líka eyði leggja fólkið sjálft. Það hefur örugglega fengið meira en nóg á flóttanum." Matarskömmtun er einu sinni á dag. Hver flóttamaður fær 800 grömm af mat; þar af er helminguirinn hrísgrjón og 200 grömm grænmeti, en afgang urinn eru mjöl til brauðgerðar og ýmiss konar krydd til matar ims. Aðeins ungbörn fá ein- hverja mjólk. Máltíði-na umdir býr svo hver fyrir sig og í fá breytni dagsins verður hún einn þýðingarmesti þáttur lífsins í flóttamannabúðunum. „Við reynum að trein-a okkur hverja mimnstu athöfn,“ sagði einn flóttamaðurinn í Salt Lake Ciity —■ búðun-um við Kalkútta. „Hér flýtir sér enginn að neinu. Jafnvel að ganga örna sinna er tilbreyting í fásinninu." Og dagurinn líður hægt. Börn in eru fljót að finna hvert ann. að og iðin við að finna sér eitt hvað til dundurs, þótt umhverf Frá Dacca — höfúðbarg A-Pakistans. Fólkið leitar í rústum heimila sinna eftir árás stjórnar- hersins á borgina MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1971 17 ið hafi þeim lítið, sem ekkert að bjóða. Það er eins og börnin — þau, sem heilbrigð eru ■—■ eigi betur með að sinna sjálfum sér í hörmumgunum en foreldrar þeirra. „Guði sé lof, að sonur minn er aðeins þriggja ára,“ sagði einn fjölskyldufaðirinn. „Hann er enn of ungur til að skilja lífið og reynslan heima eyðileggur ekki fyrir honum þá fátæklegu gleði, sem hann finn ur sér hérna. En hvaða framtíð bíður hans?“ Ung kona sat við tjaldskörina og sagði börnum sínurn hetju- sögur af föður þeirra, s-em hefði snúið við á landamærunum til urinn gegnum monsúnregnið og nótiti-na undan óttanum og of- beldin-u, er í megindráttum sú sama. En þrátt fyrir það er and lit hans eitt,- spyrjandanum ný t-engsl við föðurlandið. Föður- landið, sem þeim báðum er nú í svipinn horfin paradis. Eða er það kanneki ekki bara í svip- inn? Og þegar skuggar kvöidsins tevgja sig yfir flóttamannabúð irnar, berast frá einu tjaldanna ómar hins nýja þjóðsöngs Bengla Desh: „Gullna Bengal“ að berjast undir fána Bangla Desh, eins og frelsismenn í A- Pakistan hafa skýrt land sit-t. Þessi fjöiskyldufaðir hafði séð til þess, að fólk h-ans kæmist ó hult yfir til Indlands, en síðan hafði hann slegizt í hóp þeirra -— um fjöldann fara ekki áreið anOlegar sögur, en talið er, að þeir skipti þúsundum, sem kjósa að hverfa aftur til að leggja hönd á frelsisplógin-n. Og þá er það móðurinnar að lifga upp fá breytt lifið í flóttamannabúðun um með sögum fyrir böm sín. Sinn eigin ugg geymir hún handa skjóli næturmyrkursins. Bengalir eru stolt fólk. Og flóttafólkið tapar ekki _ reisn sinni í hörmungunum. „Eg hef nú séð fyrir mér og mínum í gegnum mö-rg ár,“ segir aldrað- ur flóttamaður. „E-n nú verð ég að sætta mig við ómagahlut- verkið. Það er erfitt. Kannski það erfiðaista af því öllu.“ Flóttafólkið þyrstir i fréttir að heiman. Hver nýr flóttamað ur er spurður spjörunum úr. — Reynsla han-s er oftast nær hin sama og spyrjandans — nafnið á þorpinu er kannski annað, en hörmuleg flóttasagan; barning- eftir bengalska nóbelsverðlauna hafainn Rajblndranath Tiagorev ......kom vor; Ó, móðir mín <( -- XXX --- Um fjórir mánuðir eru nú síðan átökin í Austur-Pakistan hófust. Þó að nú sé erfitt um vik að fá fréttir frá landinu, ber fl-estum þeim, sem reynt hafa að kyn-na sér málin, sama.n um, að atburðunum í Auistur-Pakist- an verði helzt líkt við skipulagt þjóðarmorð. „Djengis Kahn tuftugustu aldarinnar“ er nafn bótin, sem indversk blöð veita Yahya Kahn, Pakistanforseta, fyrir framferði hermanna hans í Austur-Pakistan. Heimildum ber illa saman um fjölda þeirra borgara, sem stjórnarherinn hefur myrt með köldu blóði. Lægstu tölu-r, sem nef.ndar eru, hljóða upp á 200 þúsund manns — þær hæstu segja um eina milljón. Hver sem sannleikurinn er, íar það ekki milli mála, að reynslan af að gerðum stjórnarhersins eða ótt inn við hana hefur hrakið 7,5 Fórnarlömb stjórnarhersins í A-Pakistan milljónir manns frá heimilum sínum — slyppar og snauðar — í ömurleika útlegðarinnar, eins og hann getur gerzt verstur. Eftir að hafa farið myrðandi, rænandi og brennandi um borg ir og bæi A-Pakistan, situr stjórnarherinn þar nú að völd- um meðan frelsis-her Bangla Desh (sem er hið nýja nafn landsins), Mukti Bahani, safnar styrk úti á liandsbyggðinni með dyggum stuðningi meirihluta fólksins. Mukti Bahani heldur uppi stöðugum skæ'ruhernaði og ástandið í landinu hefuir þróazt upp í kaldrifjað borgarastríð. Á hverjum degi finnast „svikar ar“, sem kúlan og moldin geyma bezt og óttinn við of- beldi og hermda-rverk lamar fólkið, eða ýtir undir það að flýja. „Ég er á lífi,“ er eina svar ið, sem fæst, þegar fólk er spuf-t um ástandið. Borgarastríðið í A-Pakistan hefur tekið á sig allar verstu myndir slíkrar styrjaldar. Það er ekki aðeins, að kaldrifjuð morð verði skrifuð á reikning stjórniarhiersinis. Mukti Bahanij bítur líka frá sér af f-ull'lkominni grimmd, þótt aflið sé enn ekki til jafns við stjórnarherinn. E-n fólkið fellur ekki fyrir byssu- kúlun-um fyrir stjómmálalegar skoðanir einar saman. Kynþátt ur og trú eru einnig gildar á- stæður til hermdarverka; — á báða bóga. Stjórnarherinn, sem að mieginhluta er skipaður Punjabis-mönnum frá V-Pakist an, myrðir Bengali, sem eru íbúar A-Pakistan. Sá minnihluti í A-Pakistan, sem ekki er af bengölskum toga spunninn, Bi haris, styður stjórnarherinn. — Svo Bengalir myrða Biharis- fólk lífea. Og það gefur stjórn arhemum og Biharis ástæðu til að myrða enn fleiri Bengali. Hindúatrúarminnihlutinn í A- Pakistan, sem telur um 10 millj ónir manns, lendir milli steins og sleggju og rejmdar beindu-st úbrýmingaraðgerðir stj ór.nar- hersin-s í fyrst-u að mestu gegn Hindúum. Um 90% flóttamanna straumsins til Indlands eru Hind úar. Þannig snýst hjólið áfram í A-Pakistan með vaxandi hraða og öldur byssukúlanna hrífa æ fleiri með sér í trylltan hruna dans borgarastyrj aldarinnar. — Enn sem ko-mið er stíga stjórn arhermennirnir blóðugustu spor in: „Þeir eru milljónir. Við er- um bara þúsundir," er haft eft ir háttsettum stjórnarhermanni. „Þess vegna hlýtur grimmdin að vera okkar sterkasta vopn. -- XXX --- Og flóttafólkið í búðunum í Indlandi kinkar kolli. Það gref ur sorg sína inn í þög.nina og bíður. Freysteinn Jóliannsson. Máltíðin verður flóttafólkinu í búðunum þýðingarmesti þáttur hins daglega lífs. „Hver verður framtíð hans?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.