Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIf), 11!V|,\iTi;UAGt;H.J9. ÁGÚS'I’ 197,1
TT
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
iiiiini iiiiiiijul
■ l
★★★★ Frábær, ★★★
★ sæmileg, O léleg,
mjög góð,
fyrir
h* góð,
neðan allar hellur,
Sig. Sverrir
Pálsson
Björn
Sigurpálsson
Sæbjörn
V aldimarsson
Háskólabíó:
RÓMEÓ OG JÚLÍA
1 Verönu, og hvernig ást þeirra
og átakanlegur dauOadagi varö
ættunum sú refsing, er fékk lægt
öldur hatursins. 1 titilhlutverk-
um Olivia Hussey og Leonard
Whiting, kvikmyndataka di
Santis, leikstjóm Franco Zeffir-
elli.
AA Trúverðug kvikmynda-
útgáfa og laus við væmni
(nema helzt tónlistin). Aðall
myndari;rmar er þó kvik-
myndataka Di Santis, og frá-
bær leikur Ann Heywood í
hlutverki fóstrunnar.
Hefðbundin kvikmyndaútgáfa
á leikriti Shakespeare um ástir
þessara sögufræga ungmenna •
mitt i blóöugu stríöi ætta þeirra
AA Zeffirelli hefur tekizt að
gera dágóða mynd um hinar
ungu og óhamingjusömu per-
sónur Shakespears. Þó ekki
svo mikið af eigin getu, né
aðalleikaranna, heldur vegna
sláandi fegurðar myndatöku
De Santis, (Oscar 69), og raun
veruleik búninga, sviðsetn-
inga og leiktjalda.
Laugarásbíó:
AÐ DUGA EÐA DREPAST
Jim Schuyler (Kirk Douglas),
eirin af haröhentustu lögreglu-
mönnum New York, verður aö
segja starfi sínu lausu af þeim
sökum. Skömmu siðar er hann
ráöinn lífvörður Renu Westa-
brook, sem grunuö er um morö
ásamt giaumgosanum Johnatan
Fleming, á auöugum manni
hennar. Réttarhöldin í málinu
hefjast og Jim ákveöur aö kom-
ast aö hinu sanna. Hann er viss
um sakleysi Renu og telur aö
Fleming hafi framiö morðið. Kn
þetta reynist ekki auðvelt. Hann
heldur áfram aö leita sönnunar-
gagna og liggur þá leið hans til
nágrannans Finchley, og kemst
hann þá á snoðir um, aö sá sé
dauður. en bófi tekiö hlutverk
hans til þess að komast yfir auö
æfi Finchleys. En nú vill bófinn
Renu feiga, þvl hún getur reynzt
honum hættuleg, og heíst þá
keppni um lif og dauöa.
kk Allgóð sakamálamynd aí
gamla skólanum — auga fyr-
ir auga og tönn fyrir tönin.
Spenna helzt út alla myndima,
þrátt fyrir að efnisþráðurinn
sé nokkuð óskýr. Eli Wallach
og Kirk Douglas eru ágætir,
en Koscina virðist aðeina hafa
fegurðina til að bera.
Tónabíó:
MAZÚRKI Á RÚM-
STOKKNUM
Skólastjóraskipti standa fyrir
dyrum I heimavistarskólanum.
Um tvo kennara er aö ræöa
sem eftirmenn, þá Max M. (Ole
Söltoft) og Herbert Holst, en
Max er í uppáhaldi hjá nem-
endunum og fráfarandi skóla-
stjóri er einnig hlynntur hon-
um. Þar er þó einn galli á, þvl
aö svo kveður á um I reglum
skólans, aö skólastiórinn skuli
„vera kvæntur maður“. Max hef
ur hins vegar aldrei veriö við
kvenmann kenndur, og aöeins
mánuður til steínu. Nemendurn-
ir grípa til sinna ráöa og senda
honum fatafeliu, en Max flýr
undan ágengni hennar. Fráfar-
andi skólastjórafrú kemur Max
óvænt til hjálpar, en einnig
koma tvær dætur eins skóla-
formannsins mjög náiö viö sögu.
kk Kynlífskímni er að verða
sérgrein Dama, og þessi mynd
er dæmi um það, er þeim
tekst hvað bezt upp, auk
þess sem hún er faigmaninlega
unndn að ytri gerð.
★ Flestar danskar gaman-
myndir þjóna aðeins eimum
tilgangi — að fá kvikmynda-
húsgesti til að hlæja. Þá
tekst þeim oft maima bezt að
gera góðlátlegt grín að bless-
uðu kláminu. f þessari mynd
heppnast hvont tveggja svona
all bærilega.
Gamla Bíó:
„POINT BLANK“
Hrottafengin glæpamynd, sem
greinir frá viöureign einstaklings
viö glæpahring til aö ná aftur
peningum, sem hann telur rétt-
mæta eign sina. Hann haföi tekið
þátt í ráni ásamt vini sínum,
Reese að nafni, og konu sinni, en
strax aö verknaðinum loknum
reynir Reese aö koma honum íyr
ir kattarnef, þar eö hann þarfn
ast allra peninganna. Morötilraun
in mistekst, og helsæröur er hann
skilinn eftir á ránsstaönum. Hann
kemst burtu af ránsstaönum og
fær fullan bata, en er þó álitinn
dauöur af ílestum. Síðar veröur
undarlegur maöur á vegi hans,
sem leggur fast aö honum aö
hefna ófara sinna, og ná aftur
peningum sínum, sem nú eru
bundnir I glæpahring miklum. —
Þar hefst viðureignin viö glæpa-
hringinn, sem reynist mjög af-
drifarik fyrir alla aöila áöur en
yfir-lýkur. Leikstjóri er John Boor
man, I aöalhlutverki Lee Marvin.
★ ★ Aðeins önnur mynd leik
stjórans Boormans, sem hlaut
verðlaun í Cannes ’70 fyrir
fjórðu mynd sína, Leo the
Last. Lee Marvin bauð Boor-
ma-n sérstaklega að gera þessa
mynd fyrir sig, en hún lýsir
mjög vel baráttu einstaklings
ins við Mafíuna — eða amer-
ískt peningakerfi. Skemmti-
lega unnin í töku, uppbygg-
ingu og hljóðsetningu.
irk'k Myndir af þessu tagi
verða vart betur gerðar. Allur
ytri búningur mjög vandaður
ásamt óvenjulegri beitingu
„flashbacks“ a la Resnais, og
einkennilega tempruðum leik.
Efnið skilur meira eftir en títt
er um slíkar myndir.
Nýja bíó:
„FRÚ PRUDENCE
OG PILLAN“
HJónin Gerald og Prudence Hard
castle eru hástéttarfólk, þau eiga
glæsta villu, enda G. bankastjóri
og vel efnaður. Þau ræöast tæp
lega viö, en þegar G. uppgótvar
af hendingu, aö frúin tekur pill-
una reglulega, fer hann aö gruna
ýmislegt, enda auövelt íyrir hann
aö setja sig inn I svona mál, þar
sem hann hefur frillu sjálfur. AO
aláhugamál hans er aö fá skiln-
aö, og meö þvi aö setja aspirln-
töflur I staö „pillanna" hyggst
hann láta frúna gefa sér ærna
ástæöu, standi elskhuginn sig I
stykkinu. En þaö eru fleiri, sem
kunna þaö ráð, aö skipta um pill
ur I glösum og brátt er von á
fjölgun, þó ekki I réttum heima-
högum fyrir G. En meö þolinmæði
er alltaf von, svo áfram er hald-
iö . . .
k Þótt leikur í öllum hlutverk
um sé yfirleitt mjög þokka-
legur, er þessi mynd hvorki
fugl eða fiskur. Að þaS skuli
vera hægt að gera 92 mín.
mynd um „pilluna“ án þess að
snerta mannleg vandamál, er
hrein tímasóun, — eða léleg
gamanmynd.
k Allþokkaleg gamanmynd en
efni hennar ristir grunnt. Þó
gefur hún heldur ófagra mynd
af lífi yfirstéttarinnar í Eng-
lands, þó að slíkt hafi varla
verið ætlun framleiðenda.
Stjörnubíó:
NJÓSNARINN
MATT HELM
Óvinurinn hefur náö á sitt vald
helzta vísindamanni Bandarikj-
anna, en sá ræöur yfir formúlu,
þar sem sólin er notuö sem
sprengiþráöur aö öflugustu
sprengju veraldar. Matt Helm
(Dean Martin), hinn óskeikuli
njósnari Bandarikjanna, er send-
ur á vettvang til aö koma upp
um óvininn og I versta falli —
kála visindamanninum. Og Matt
Helm hefur sjaldan séö þaö svart
ara, en meö góöri aðstoð dóttur
vísindamannsins tekst honum að
komast i bækistöövar óvinarins,
og þar hefst æsilegt uppgjör góðs
og ills. En brautin reynist þyrn-
um — og konum — stráö, eins og
fyrri daginn.
k Gamanmynd, sem ætlað er
að gera grín að njósnamynd-
um, en er í fæstum tilvikum
nógu ýkt til þess að ná til-
gangi sínum. Handritið býður
upp á nokkrar skemmtiflegar
innskotssetningar, en þó er það
músík Lalo Schiffrins, sem
einna miest lyftir undir mynd-
ina.
Ö Það þarf hreinustu snilli til
að gera jafn tilþrifalitla og til
gangslausa mynd.
Hafnarbíó:
HORFNU
MILLJÓNIRNAR
Bandariskur leynilögreglumaður,
Jean Sarton er sendur til Evrópu
til aö hafa upp á tugum milljóna
dollara, sem vitaö er aö nasistar
fölsuöu í stríðinu til aö grafa und
an stöðugleika þessa bandariska
gjaldmiöils. í samvinnu viö
frönsku lögregluna er Sarton
handtekinn, gefiö aö sök vopnað
rán, og honum siöan komið fyrir
I nánd viö lifstíðarfanga, sem
handtekinn var I Marokkó strax
eftir stríö vegna samvinnu viö
nasista, og var hann talinn vita
sitthvaö um horfnu dollarana. —
Sarton og honum tekst aö flýja I
sameiningu úr fangelsinu en lenda
þá 1 klóm þýzkra glæpamanna,
sem einnig eru á höttum eftir
peningunum.
O Sakamálamynd gerð á fram
bærilegan háitt, en án nokk-
urra tilþrifa, nema helzt i kvik
myndatöku og lýsingu, sem á
köflum er óvenju vönduð, mið
að við þessa tegund af fram-
leiðslu. Frönsk-ítölsk, „dubb-
uð“ á ensku með dönskum
texta, en það er eins og allir
vita fráleitur kokkteill.