Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1971, Blaðsíða 12
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGOST 1971 i 12 Irar og íslendingar margt sameiginlegt Rabbað við Thomas Hogan, ræðismann frá Dublin THOMAS P. Hogan, ræðis- maður í írlandi, hefur gegnt því starfi í sjö til átta ár. Einu sinni áður hefur hann komið til ís- lands, en eiginkona hans, Mary, sem nú er með honum hefur ekki fyrr heimsótt ísland. Þau hjónin létu hið bezta af ræðis- mannaráðstefnunni og Hogan sagði: — Ég álít rétt að halda slíkan fund, því að það er mjög æski- legt að ræðismennirnir hittist og beri saman bækur sínar og eigi viðræður við íslenzka ráða- menn og embættismenn. Við það tekst kynning og skilningur glæðist og okkur gefst tækifæri til að setja okkur nokkuð inn í íslenzk málefni og bæta við því sem upp kemur hverju sinni. Ég tei það raunar algera for- sendu fyrir því, að ræðismað- ur geti sinnt starfi sínu, svo að vel sé, að hann hafi sem mest samskipti við utanríkisráðu- neytið og fái þaðan allar upp- lýsingar, sem honum mega að gagni koma. Ég get ekki sagt, hélt Hogan áfram, að starf mitt sem ís- lenzkur ræðismaður sé sérlega umfangsmikið, þar sem alltof litil samskipti hafa verið milli landanna. Að vísu er rétt að viðskipti hafa aukizt nokkuð og þó nokkuð er af ferðamönnum í«ienzkum, sem koma tiii ír- lands, en það mætti vissulega aukast. íþróttahópar hafa sótt okkur heim, íslenzk bridge- sveit gat sér mjög góðan orðstír á alþjóðlegu móti þar fyrir nokkrum árum og allmargir rithöfundar hafa sótt leikhús- hátíðir okkar. En því er ekki að leyna að fátt er um Ira sem hingað koma og ég er hræddur um að vitneskja landa minna um ísland sé af skornum skammti. Segja má að það sé eitt af verkefnum minum að bæta þar um betur og víst reyni ég að gera hvað ég get. Starf ræðismanns er vissulega þó nokkuð þýðingarmikið, hon- um ber ekki aðeins að greiða götu manna frá því landi sem hann þjónar, heldur og að gera sitt til að auka viðskipti og efla menningartengsl. En þar sem akurinn er nánast óplægður tekur allt slíkt starf sinn tíma. En þar sem eiga í hlut þjóð- ir, sem eru að mörgu leyti jafn líkar og írar og íslendingar ætti slíkt ekki að vera ógern- ingur. írar og íslendingar eru hreint ekki ósvipaðir í útliti og að upplagi. Og í sögu þjóð- anna er margt likt. Báðar bjuggu þjóðirnar við aldalanga kúgun erlendra drottnara og brutust af eigin rammleik undan okinu og hafa byggt upp nýtt, ,Jeep' Wagoneer 6 manna 4ra dyra Glæsilegur á götu - hörkutól á fjöllum! JffiO Wagoneer 4-Door Allt á sama staó Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL. VILHJALMSSON HE Stór og glæsileg sex manna bifreið með fjórum farþegadyr- um, miklu farangursrými og luxus innréttingum. Þér veljið milli sex strokka vélar og V8. Framhjóladrifið er i tengslum þegar þér óskið, hvílt þess á milli. Jeep Wagoneer hefur nú verið á markaðnum í fjölda ára. Fteynslan er fengin. Á henni byggist það traust sem Wagoneerinn nýtur. Þessi bifreið býðst yður fyrir 565 þúsund og þá eru bæði öryggis- belti og fullkominn Tectylryð- vörn innifalin í verðinu. n CM f 5 Z x | 1 s f Wagoneerinn er sýndur á bílasýningunni fyrir framan Laugardalshöllina sjálfstætt þjóðfélag. Þar af leið- andi hafa þjóðirnar glímt við svipuð vandamál, sem í raun- inni ættu að tengja þær nánari böndum. Bæði írar og íslend- ingar eru haldnir útþrá og leita víða til ferðalaga og búsetu. En það er eitt af fleiru sem ein- kennir þjóðirnar báðar, að þær halda einstaklingseinkennum sínum og eru stoltar af upp- runa sinum, kynslóð eftir kyn- slóð í framandi landi. Verðmætatjón er gifurlegt, sundrungin ólýsanleg, þar sem hver höndin er upp á móti ann- arri og mannslífin ekki mikite metin þarna norður frá um þessar mundir. Við höfum að sjálfsögðu engin ítök á Norður- írlandi, en það mætti segja mér að það yrði vandkvæðum bundið að finna framtíðar- lausn. Farið hefur verið fram á að Sameinuðu þjóðirnar sendi nefnd til Norður-írlands, til að kanna málið, en Bretar hafa lagzt gegn því og segja að slíkt sé afskipti af innanrikismáli. Eitt er það sem mörgum írum mislíkar og það eru landamæri ríkjanna tveggja, þau eru ekki ákvörðuð eftir neinurn rökræn Mary og Tliomas Hogan frá Dublin. Hogan var að því spurður, hvort áhrifa hinna miklu átaka á Norður-írlandi hefði gætt að verulegu marki í lýðveldinu. Hann sagði: — Segja má, að ástandið í lýðveldinu sé nokkurn veg- inn með eðlilegum hætti, en hinu er ekki að leyna, að ókyrrðin á Norður-írlandi og hinar voðalegu blóðsúthelling- ar hafa skilið eftir sín spor og við höfum vissulega þungar áhyggjur af framvindu mála. Vandamálið verður áreiðanleiga ekki leyst með valdbeitingu, það ætti að liggja í augum uppi. um reglum, þau eru aðeins lína á landakorti og standast ekki, þar sem hvorki virðist hafa ráð ið landfræðilegt né annað skyn samlegt mat. Ég held að æ fleiri hljóti að sjá, að óeðlilegt er að írsku ríkin skuli vera tvö. Ég held að vandinn verði ekki leystur, fyrr en írland er sam- einað. Ég veit líka að það verð ur hægara sagt en gert og ég kem ekki auga á í fljótu bragði, hvernig það gæti gerzt. En sama þjóðin byggir bæði lönd- in og slík skipting er alltaf til tjóns og stendur í vegi fyrir eðlilegri framþróun. Fatakaupstefnan — á Seltjarnarnesi IIaustkaiip.stefn:ui „íslenzkur fatnaður" verður að Jiessii sinni lialdin í íþróttahúsi Seltjarnar- nesslirepps 2.—5. septemher nk. Þar sýna 23 fyrirtæki nýjustu framleiðsluvörur sínar, sem setja nuinu svip á haust- og vetrar- tízkuna. — Þetta er 7. kaup- stefnan er Félag íslenzkra iðn- rekencla gengst fyrir. Kaupstefnan er með hátt- bundnu sniði — ailir inmikaupa- stjórar og eigendur verzlunar- fyrirtækja eru boðniir á kaup- stefmina. Opnunarathö'fn fer fram kl. 10.30 á fimmtudags- morgum, þar flytur Gummar J. Friðrikssom, formaður Félags ís- lenzkra iðmirekenda, stutt ávarp og síðan verður tizkusýndng. Kaupstefnan verður opim dag- lega frá kl. 10—18 nema á sunnu- dagimm frá kl. 13—18. Tízkusýn- ing verður kl. 2 á hverjum degi, en tizikusýningar fyrir almenn- ing verða haldmar í Súlnasal Hótel Sögu á föstudagSkvöld og summudagskvöld. Fyrirtækim Gráfeldur og Skó- verksmiðja Iðumnar taka nú í fyrsta skipti þátt í fatakaup- stefn'u á vegum F. 1.1. Eins og við fyrri kaupstefn- urnar hefur náðst samkomiuiag við Fl'Ugfélag Islands og helztu hótel í Reykjavík um 25% aí- slátt á fargjöldum og gistirými fyrir þá imnkaupastjóra, sem sækja hau.stkaup.stefnuna 1971. Aðalfcostirnir við kaupsteínur sem þessa, eru, að þar fá imm- kaupastjórar tíekifæri tffl að kymma sér afflar vörur, sem á boð- stólum eru, á einum stað. Þannig fá þeir gdöggt yfirldt og saman- burð á verði, gæðum og því öðru, sem vörunum viðkemur. Fram- leiðendur fá tækifæri tffl að ná til mun stærri kaupendahóps em ellla og geta fyrirfram komdzt á snoðir um álit kaupenda á þeim nýjungum í framleiðsiliunmi, sem ráðgerðar eru. (tslenzkur fatnaður.) 120 millj. dala tjón í Pakistan Dacca, 27. ágúst. AP. TJÓN á uppskeru og eignum af völdum monsúnflóða í Austur- Pakistan nemur 120 mllljónum dollara, samkvæmt áreiðanlegum heimiidum í Dacca. Flóðið nær yfir 16.000 ferkíiómetra svæði og hefur eyðilagt 19.000 lestir af hveiti, 30.000 lestir af hampi og 300.000 hús. Að minnsta kosti 79 ha.fa lát- izt á flóðasvæðinu, sem er I Pabna-fyiki, en þar af hefur 51 dáið úr kóleru. Yahya Khan for- seti hefur beðið Bandaríkin um fimm milljóna dollara aðstoð og frestað fyrirhuguðu manntali vegna ástandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.