Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FlMM^rtfOAGUR 2. 'SEPTÉMBEÍR Jð7f’ ‘ Mjög ánægjulegt að vera með íslendingum SÝNINGAR Einar Þorláksson hefur efnt til sýningar á verkium sLnum i Casa Nova Menntask'ólans í Reykjavík. Nokkur tími er lið- inn, frá því er Einar hélt sina fyrstu sýningu i gamla Lista- mannaskálanum, en þessi nýju verk Einars sýna að hann hef- ur unnið af mikiHi elju og not- fært sér með ágætum þá hæfi- leika er fram komu hjá honum sem byrjanda. Hann hefur jafn- vel komið nokkuð á óvart með þessum verkum, og ég held, að óhætt sé að segja, að nú standi hann ótrúlega vel sem listamað- ur, og eftir þessa sýningu verða óneitanlega bundnar enn meiri vonir við hann sem fullþroska listamann. Þessi sýning er fyrirferðarmik il og þar kennir ýmissa grasa, en styrkur hennar er auðfundinn og þá eru það þau verk, sem gerð eru í olíulitum, sem mest að kveður. Einari fer vel að mála nokkuð stórar myndir, og það er eins og skap hans og hugmyndaflug njóti sin bezt, þegar hann fær nægilegt svig- rúm á léreftinu. Litir hans eru hvellir og ólgandi og falla vel að því formi, er listamaðurinn hefur valið sér. Sum þessara verka eru nokkuð í ætt við Cobra stefnuna svokölluðu, og er það vel. En Einari tekst mjög vel að halda sinum séreinkenn- um og er hvergi þræll eins eða neins. Þannig eiga listamenn ein mitt að notfæra sér það, sem er að gerast og hefur gerzt í sam- tíð þeirra. Af þessum fáu línum vona ég, að lesendur sjái það fyllilega, að ég hafði ánægju af þessari sýn- ingu Einars Þorlákssonar og að hún kom mér þægilega á óvart. Það er heldur ekki oft, sem tæki færi gefst til að sjá slíkar stökk- breytingar hjá ungum listamönn- um. Ég vona því, að sem flestir sjái þessa sýningu Einars og að hún megi verða uppörvandi fyr- ir hann fyrst og fremst. Björg Þorsteinsdóttir sýnir grafík í Unuhúsi við Veghúsa- stíg, og þar eru yfir fjörutíu grafíkmyndir samankomnar. Björg hefur stundað þessa list- grein undanfarin ár og notið ágætrar menntunar bæði hér heima og erlendis, enda aug- Ijóst, að hér er ekki byrjandi á ferð, þegar komið er í Unu- hús. Æting og akvatinta eru helztu aðferðir Bjargar við myndgerð, og sýnist rtiér hún tæknilega mjög fær á því sviði. Grafik er annars svo margslungin tækni- lega, að það þarf sérfræðing tii að dæma þar um. Ég skal fús- lega játa, að ég hef ekki tækni- kunnáttu ti;l að geta farið veru- lega út i þá sáima, en ég gæti trúað, að Björg væri færari en ég fæ séð á þessu sviði. Þessi sýning hennar er sérstaklega skemmtileg og hefur upp á margt að bjóða. Þarna er svoWt- ill súrrealismi blandaður pop- áhriifum og sum þessara verka eru hreinar abstraktionir. Þetta er dálítil spegilmynd af nútím- anum og þeim umbrotum, sem eiga sér stað í myndlist samtím- ans. Það er eitthvað aðiaðandi við þessi verk, sem ekki verður lýst í skrifuðu máli, en á sér myndrænar forsendmr eingöngu. Þetta er sérstæð og eftirtektar- verð sýning, sem ég ræð fölki til að heimsækja. Fyrir nokkrum árum var grafík varla til hér á ís- landi, og það var eins og lista- menn okkar forðuðust þá mynd gerð fremur öðru. Nú er svo komið, að grafík hefur náð góðri fótfestu og er blómstrandi listgrein, sérstaklega hjá yngra fólki. Þetta er ef til vill eitt það merkiiegasta, sem er að gerast í myndlist okkar. Eitt er víst, ár- angur í grafík á íslandi undan- farin ár hefur orðið grósku- fyllri og meiri en noikkur þorði að láta sig dreyma um. Valtýr PétursHon. í Köin er stórt Islandsvina- félag. Varaforseti þess er ræð- ismaöur Islands þar, Löffler að nafni, sem nú situr ræðismanna ráðstefnuna hér. — Mér er mikil ánægja að því að standa að Islandsvinatfélagi, og þaö telur uim 300 manns. Það er mikið fyrir smáþjóð. Max Adenauer, sonur Kon- rads Adenauers er meðllmur í þvi, og fjölídi stúdenta bæði frá Köln, Aaehen og Bonn ásamt eiginkonium þedrra eru meðlimir hjá okkuir. — Er fréttist uim þá ákvörð- un islenzku rikisstjórnarinnar að færa út landheligina, tók þýzka fólkið þvi misjafnlega. Menn sögðu sem svo, að það væri á móti alþjóðalögum að taka til slíkra ráða, enda þótt • EINN Á BÁTI í HEIMSKAUTAÍS Anchorage, Alaska, 31. ágús't — AP COLIN Irwin, ungur Englend- ingur, sem reynir að verða fyrst- ur manna til að sigla norðvestur- leiðina, er kominn til Kanada eftir að hafa verið tepptur í haf- ís í tæpan hálfan mánuð austur af Barter-eyju, bandariskri rat- sjárstöð í Alaska. írwin siglir á um 5 metra löngum báti, sem kail ast „Endeavor", og er talið að hann hafi vetursetu í Eskdmóa- þorpinu Tuktoyatuk norðaustur af mynni McKenzie-fljóts. • EK HÚN EKKI AMELÍA EARHART? New York, 31. ágúst — AP KONA, sem segist ekki vera Amelia Earhart, hefur krafizt 1,5 milljón dollara í meiðyrðamáli gegn útgefanda bókarinnar „Amelia Earhart er á lifi“. Kon- an, sem heitir Irene Bolam, segir það róg sem segir i bókinni að hún leyni þvi að hún sé í raun og veiu Amelia Earhart, fyrsta konan, sem flaug yfir Atlants- haf. Amelia Earhart hvarf yfir Kyrrahafi á flugi umhverfis jörðina árið 1937. Löffler ræðismaður frá Köln. það skildi nauösyn þess að vernda hrygningasvæðin, og skildi lika íslenzkt hugarfar. Það er ekki nóg. — Ef þið segjjð ykkur hins vegair úr NATO, þá harma landar mínir það. Fólkið heima segir: Islendingar eru meðlimir í NATO, og hafa ekkert leyfi tii að senda bandaríska herinn heim. Hermennirnir eiiga að verja landið, sem er einn hlekkur í varnarkeðju banda- lagsins, og þetta og aðrar slik- ar aðgerðir veikja stórum mátt NATO. SMkt er óæskilegt og snertir margar þjóðir. Þetta mætti framkvæma á annan og hugþekkari hátt, svo sem að fækka hermöfnnunum eitthvað. Það væri strax annað mál. -— En svo að ég viki aftur að Islandsmálium í umdæmi mínu í Þýzkalandi, þá vil ég segja þetta: Áhugi fyrir landi og þjóð er mikill, og ekki sízt fyrir bók- menntum og tungu ykkar. I því sambandi hefur verið stofnað prófessorsembætti við háskólann í Köln, og islenzku nemendurnir sem sækja fyrir- iestra þar, eru kringum þrjá- tíu talsins. Ég hef lært að meta það bezta 1 íslenzkri þjóðarsál Rætt við Fritz Naschitz ræðismann frá Israel Fritz Nasehitz er mörgum að góðu kunnur, enda hefur hann verið aðalræðismaður íslendinga í ísrael í meira en tvo áratugi og margoft heim- sótt landið. Hann sat hér ráð stefnu íslenzkra ræðismanna á dögunum. Þar flutti hann ávarp um skyldur og skuld- bindingar ræðismanna. Geta má og, að í ræðu, sem Þór- hallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri héit á ráðstefnunni, vék hann sérstaklega að starfi tveggja ræðismanna og fór lofsamlegum orðum um störf þeirra í Islands þágu. Hann komst svo að orði, að margir ræðismenn okkar hefðu unnið mikið starf til að efla og auka viðskipti landa þeirra við Island og í því sam þandi gæti hann ekki látið hjá líða að nefna tvo, sem hefðu gegnt skyldum sínum með sérstökum ágætum og náð góðum árangri. Kvaðst Þórhallur þar eiga víð Erik heítinn Juuranto, ræðismann i Finnlandi og Fritz Nas- ehitz frá ísrael. Blaðam. Mbl. spurði Nas- chitz, hvort það hefði ekki kostað hann mi'kið erfið; og þrotlaust starf að ná þeim ár angri sem að ofan var vikið að. Hann sagði: — Ég hef lagt rrtig eftir að auglýsa og kynna íslenzkar vörur í Israel, bæði almenn- ingi sem opinberum aðilum. Ég hef reynt að le'.ða þeim fyrir sjónir, að það sé hag- ur neytenda að kaupa is- lenzkar vörur. Það sem hef- ur auðveldað mér allt slíkt kynningarstarf er meðal ann- ars það, að vörurnar hafa ver ið góðar og vandaðar og holl- ar neytendum. En þó að vel hafii gengið, er þó ekki nokkur vafi á að þessi viðskipti landa okkar hafa góða mögu- leika á að vaxa svo um mun ar og sú verður vonandi þró unin. Sé talað um árangur af starfi mínu, þá gleðst ég ein- læglega yfir þvi að finna að viðleitni mín er vissulega met in. Mér er það fyrst ag fremst áhugaefni að færa nær hvora annarri tvær vinveittar en landfræðilega fjarlægar þjóðir. Israelar og Islending- ar hafa marga sameiginlega hagsmuni og Israelar gleyma aldrei því sem þeim er vel gert. Ég get sagt það fullum fetum, að Islendingar hafa jafnan stutt ísraela og verið þeim hlynntir í alia staði og þjóð mín þakkar siikt af heii- um hug. Ég tei, að það hafi verið báðum þjóðunuim heilla- drjúgt að finna að þær gátu á ýmsan hátt unnið saman þótt höf og lönd aðskilji þær. Enda hefur vinsemd og hlý- hugur ísraela og Islendinga dýpkað með árunum og traust bönd tengja þær sam- an. Það er ekki orðskrúð af minni hálfu þótt ég segi, að mér finnst heiður að gegna starfi sem íslenzkur ræfti.s- maður í heimalandi mínu. Ég er nú aldursforseti ræðis- manna i ísrael, þ.e. hef þeirra lengstan starfsaldur og er því eins konar talsmaður sam taka okkar. Það er líka sómi fyrir land ykkar, vona ég. Hvað eftir annað hef ég koim- ið hingað og ég vona ég megi segja, að ég hafi kynnzt og lært að meta að verðleikum allt það bezta í hinni ís- lenzku þjóðarsál. Ég býst við að Israelar viti óvenjuroikið um ísland, mið- að við það sem gerist. Ekki svo að skilja að þeir hafi tak markaða þekkingu á öðrum löndum; ég tel einmitt að þeir ha-fi ákaflega miikinn áhuga á öðrum þjóðum og geri sitt bezta til að auka við þekk- ingu sína. ísraelar eru fróð- leiksþyrst þjóð. En varðandi vitneskju u.m Island gleymist aldrei stuðningur íslandis við stofnun IsraeLsrikis hjá Sam- einuðu þjóðunum, ag síðan hafa gagnkvæmar heimsókn- ir forystu.menn begigja land- anna gert sitt til að ýta und- ir áhuga og skilning. Ég hef ekki hvað sizt fundið áhuga hjá unga fólkinu, og nú hef- ur það bætzt við, að Loftleið- ir halda uppi verulegri land- kynningarstarfsemi í ís.ael og mér er kunnugt uon að fjöl margir landar minir ferðast með Loftleiðum milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Eins og fram hefur komið í frásögn af fundi Gideons Rafaels, ráðuneytisstjóra í ut Fritz Naschitz. anríkisráðuneytinu í Israei, höfum við fullan hu.g á að bjóða fram aðstoð okkar varð andi skipulagninigu aukinnar ferðamannaþjónustu hériend- iis. Ég hygg að þið getið lært margt af okkur, enda er þjón usta við ferðamenn og fyri’-- greiðsla í því sambandi ein helzta tekjulind okkar. Fritz Naschitz sagði að lok- um: — Ég vii ekki láta hjá liða að koma á framfæri kveðjum til margra góðra vina, sem ég hef ekki haft tök á að vera takmörkuð en góðVilji hitta í þessari Islandsferð. Fiskveiðimörk kunna að minn í garð íslendinga á sér engin takmörk. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.