Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAIÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SE^TEMBER 1971 17 Jóhann Hafstein í viðtali viö Morgunblaöiö: Treystum á sérstæð réttindi og hagstæða þróun alþjóða- réttar í landh elgismálinu Sjálfstæðisflokkurinn eflir starfsemi sína Jóhann Hafstein AÐ UNDANFÖRNU hafa ver ið tíðir fundir i landhelgisnefnd og ríkisstjórn, þar sem fjallað hefur verið um landhelgismál ið, og síðastliðinn mánudag var skýrt frá þeirri ákvörðun ríkis stjómarinnar að fallast á þau sjónarmið Sjálfstæðisflokkítins að ieggja bæri uppsögn land- helgissamninganna við Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961 fyrir Alþingi. Af þessu tilefni hefur Morgun blaðið rætt )við Jóhann Haf- stein, formann Sjálfstæðis- flokksins, um viðhorfin í land heigismáiinu, svo og almennt um ýmis málefni sem hafa verið ofarlega á baugi eftir stjórnar- skiptin í sumar. Fer þetta við- tai hér á eftir. ■— Hvað viltu segja um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leita heimildar Alþingis til þess að segja upp samkomulaginu við Breta og Vestu-r-Þj óðverj a frá 1961 um landhelgi’smálið? — Ég tel mikið hafa áunnizt að fá ríkisstjórnina til að hverfa frá fyrri ráðagerðum um að segja samkomulaginu upp fyrir 1. september og áður en' frekari viðræður gátu farið fram við Breta og Þjóðverja, sem utanríkisráðherra hefur tal ið, að væru æskilegar og einn- ig sagt, að bæði brezku og þýzku ráðherrarnir, sem hann átti tal við, hefðu verið sama sinnis. — Hver er afstaða Sjálfstæð isflokksins til uppsagnar land- helgissamninganna frá 1961? — Sjálfstæðisflokkurinn mun taka afstöðu til þess, þegar ínál ið kemur fyrir Alþingi og eftir að þær viðræður hafa farið fram við Breta og Þjóðverja, sem áður var vikið að. Við treystum hins vegar á sérstæð réttindi okkar og þróun þá, sem stöðugt er okkur í vil á sviði alþjóðaréttar. Ég mun einnig leggja áherzlu á að fá afgreidda í landhelgisnefndinni tiliögu mína um, að ísland eigi frum- kvæði að tillögugerð um sér- stakan rétt strandríkis ti,i fisk veiðilandhelgi á landgrunni þess, þegar líkar aðstæður eru og hér á ÍSlandi, að þjóð bygg- ir lífsafkomu sína eða efnahags þróun á fiskveiðum. Slík tillaga yrði flutt á næsta fundi undir búningsnefndaainn'ar að haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf. Tillaga mín er nú til athugunar hjá ríkisstjórn inni, en fyrir okkur er mjög mikilvægt að geta sem fyrst leit að hófanna hjá öðrum þjóðum um stuðning við þennan mál- stað. Svipaðar tillögiur okkar fs lendinga hlutu góðar undirtekt ir á Genfarráðstefnunum 1958 og 1960, þótt okkur tækist ekki þá að fá þær afgreiddar með tilskyldum meirihluta, en það er haft eftir íslenzku fulltrúun um, sem v&rið hafa á undirbún ingsfundinum í Genf, að okkar sérstaða njóti nú miklu meiri almenns stuðnings en áður. Þetta hefir þjóðréttarfræðing- urinn okkar, Hans G. Andersen sagt, og sérstaklega kom það fram í viðtali við Þórarinn Þór arinsson, ritstjóra, í Tímanum fyri,r skömmu. — Stefnuyfirlýsing ríkisstjórn arinnar í varnarmálum hefur mjög verið til umræðu á und- anförnum vikum. Hvað viltúl segja um hana? — Stefnuyfirlýsing rikis- stjórnarinnar er í þessum efn- um loðin og ekki sízt, þegar höfð eru í huga ummæli fleiri ráðherra um það, að endurskoð un eigi að byggjast á því, hvort talið yrði hættulegt að hafa ekki varnarlið á íslandi af ein hverjum ástæðum. Fyrrverandi ríkisstjórn var ljós nauðsyn þess að endurmeta stöðu okkar í varnarmálum, enda hafði hún með höndum íhugun þess máls og hafði m.a. fengið sér til ráðuneytis kanadískan sé-rfræð ing á þessu sviði. íslendingar höfðu áður leytað ráðlegginga norsks hershöfðingja. Þess vegna tel ég ákvörðun núver- andi ríkisstjórnar um að end- urskoða eðlilega, en hitt óeðli- legt hjá stjórninni að taka á- kvörðun, áður en þessi mál hafa verið athuguð. Ég held, að menn hljóti að telja það eðli- legri vinnubrögð í þessum mál um sem öðrum, að ákvörðun sé tekin eftir að málin hafa ver ið í athugun, en ekki sé fyrst tekin ákvörðun og síðan fari fram athugun. Lýðræðisflokk- ana hér á landi hefur ekki greint á um nauðsyn þess, að fsland eigi að vera meðlimur í Atlantshafsbandalaginu, og ég held að þeir, sem þessa afstöðu hafa haft, hafi jafnan gert sé*r ljóst, að eitthvað þyrftum við og vildum á okkur leggja til þess að njóta öryggis af vernd anna-rra og sameiginlegs varnarkerfis. Ég vona, að málið komist í farsælan fairveg í við ræðum utanríkisráðherra við Bandaríkjamenn, sem hann hef ur boðað að hefjast muni á næsta á-ri. Þetta er eitt þeirra stórmála, sem ekki er hægt að afgreiða með fljótfærnislegri pólitískri léttúð. — Hver var niðurstaðan af könnun hins kanadíska sér- fræðings? — Ég hef ekki aðstöðu til að skýra frá því nú, enda tjáði hann sig reiðubúinn til frekari athugana, ef þess yrði óskað, en þessi skýrsla er nú í hönd- um ríkisstjórnarinnar, og hún á þess kost, að ítarlegri álits- gerð yrði látin henni í té, sem myndi styrkja aðstöðu hennar í endanlegum ákvörðunum um öryggismál okkar. Mér þykir líka næsta eðlilegt, að utanrík isráðherra fslands ræði þessi mál við utanrikisráðherra Norð urlandanna, en á næstunni er fyrirhugaður fundur milli þeirra í Kaupmannahöfn. Það er að mínum dómi mjög skiljan legur sá kvíðbogi, sem fram hef u.r komið í blaðaummælum for sætisráðherra Noregs, Tryggve Bratteli, vegná aukins vígbún- aðar Sovétríkjanna í Norður- höfum. —Hvað viltu segja um þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyr ir fram til þessa? — Það er nú sennilega rétt, að um þau mál verði frekar fjallað, þegar kemur til kasta Alþingis. Hins vegar er ég víst ekki einn um það að telja, að ýmsar af gerðum ríkisstjórnar- innar beri of mikinn keim af sýndarmennsku og ábyrgðar- leysi. Það getur í sjálfu sér ekki skipt neinu meginmáli, Wvort tvö vísitölustig koma fram við launagreiðslur 1. sept ember, eins og lög gerðu ráð fyri.r, eða 1. ágúst, samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnar innar. Þegar efnt er til útgjalda sem nema um 1890 milljónum króna á ársgrundvelli, finnst ýmsum undarlegt, að ekki sé jafnframt séð fyrir einhverri tekjuöflun, nema skilja eigi slikar ráðstafanir þannig, að ríkisstjórnin hafi talið sig hafa úr svo miklu að moða úr búi fyrrverandi ríkisstjórnar. Þá fe.r lika að fara lítið fyrir hroll vekjandi lýsingum á efnahags- ástandinu, sem voru í hávegum hafðar fyrir kosningar. — f blöðum stjórnarflokk- anna hefur verið skýrt frá því, að senn eigi að taka ákvörðun um virkjun Tungnaár. Hvað er um það að segja? — Jú, það er búið að segja frá því oft I Þjóðviljanum að undanförnu, að nú ætli iðnaðar ráðherra að fara að standa í stórræðunum og í Tímanum var viðtai við ráðherrann sl. laug- ardag um það sama, að bráðum yrði ákveðið að virkja. Þegar ég beitti mér fyrir löggjöf á síð asta Alþingi um stórvirkjaúir í Tungnaá við Sigöldu og Hraun eyjafoss, þá hvarflaði vitaskuld ekki að mér, að ekki yrðu hag nýttar þær mikiivægu heimild ir, sem löggjöfin veitti Lands- virkjun að áskyldu samþykki ráðherra. — Þú segir ,,stórvirkjanir“. Er þá víst að um stórvirkjun verði að ræða? — Það veit ég að sjálfsögðu ekki um, frekar en ráðherrann sjálfur. Hann segir í viðtalinu við Tímann, að verið sé nú að athuga kostnaðinn af smærri áfangavirkjun við Sigöldu. Með þeim hætti y.rði stofnkostnaður inn á hvert MW tvöfalt meiri miðað Við fullnýtingu virkjun- arinnar, en Tíminn hefur það eftir Magnúsi Kjartanssyni, að 50 MW áfangavirkjun í Sigöldu kosti 2000 milljónir króna en 100 MW síðari áfangi 1000 millj ónir króna. Ein heiildarstórvirkj un mundi þá væntanlega kosta ve-rulega innan við þennan sam anlagða kostnað og skila marg földum arði, ef sala raforkunn ar væri tryggð. Fleira kemur til sem skiptir öllu máli varðandi hágkvæmni rafvirkjana, þ#5 er, hvers konar nýting orkunn ar er ráðgerð. Þegar stórvirkj un grundvallast á stóriðju, eins og raunin er um Búrfellsvirkj un og álverið í Straumsvík, þá er verið að selja orku til iðju- vers, sem nýtir hana jafnt og þétt nætur sem daga og á sumri sem vetri. Allt öðru máli gegn ir um hina margumtöluðu húsa hitun Magnúsar Kjartanssonar með raforku. Hún byggist á mjög misjafnri nýtingu orkunn ar á hverjum sólarhring og allt annarri nýtingu að sumri en vetri. Mér sýnist hvorki mikil hagspeki né stórhugur í því að keppa við sjálfa okkur um húsa hitun með raforku, þ.e.as. að ætla henni að koma í stað jarð varmans. En ráðherrann sagði í umgetnu viðtali, að það ætti að athuga, hvort hægt væri að fá Kópavog og Hafnarfjörð til þess að hætta við ráðagerðir og raunar ákvarðanir um hita- veitu. — Iðnaðarráðherra sagði í viðtali í Ríkisútvarpinu fyrir nokkru, að kostnaðurinn á kíló wattstund við Sigöldu sannaði, að orkusölusamningurinn við álverið væri óhagstæður. — Já, ég heyrði þetta í út- varpinu. Þetta er algjörleiga rangt, og Magnús Kjartansson veit vel, hversu fádæma blekk ingar hann fer með. Vissulega væri miklu kostnaðarsamari stórvirkjun við Búrfell nú en þegar hún var framkvæmd góðu heilli, þrátt fyrir andstöðu allra núverandi stjómarflokka, en stórvirkjun við Búrfell væri ekki fyrir hendi í dag, ef þeir hefðu ráðið. Fyrsta áfanga væri ef til vill lokið, en lands- menn þyrftu þá að greiða marg falt dýrari raforku en þeir nú gera frá Búrfellsvirkjun. Magn ús Kjartansson, iðnaðar.ráð- herra, verður að gera sér ljóst, að sem ráðherra getur hann ekki leyft sér að endurtaka blekkingar Magnúsar Kjartans sonar, Þjóviljaritstjóra — og allra sizt í hlutlausu Rikisút- varpi. — Telur þú raforkusölusamn ing Landsvirkj unar við álverið hagkvæman? — Á því leikur enginn vafi. Ég skal aðeins tæpa á nokkr- um staðreyndum. Hann tryggði lántökumöguleika til Búrfells- virkjunar, hann tryggði lands- mönnum miklu ódýrari raforku en ella, raforkan er greidd í er lendum gjaldeyri og álverið skuldbundið til greiðslu rafork unnar, hvort sem hún er notuð eða ekki, en vegna erfiðleika á álmarkaði nú, hafa álbræðslur sums staðar lokað og aðrar dreg ið úr framleiðslu. Tekjur af raf orkusölunni til álbræðslunnar munu á 25 árum nema um 6.500 milljónum króna eða 74 millj- ónum dollara. Samtals munu gj aldeyristekj ur af sölu raf- magns til álbræðslunnar og skattgjald hennar í 25 ár nema um 11.000 milljónum króna eða hátt í þrefalt hærri upphæð en allur stofnkostnaður Búrfells- virkjunar. Gjaldeyristekjur af sölu rafmagns til álbræðslunn- ar og skattgjalds munu fyrstu 15 árin nægja til þess að endur greiða öll lán vegna Búrfells- virkjunar með 7% vöxtum. Oft hefur reyndar verið bent á þess ar staðreyndir og margt flek'a mætti nefna. — Hvaða viðbúnað hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú í stj órnarandstöðu? — Við höfum haldið allmarga fundi þingflokks og miðstjórn- ar, þar sem m.a. hefur verið fjallað um undirbúning þing- haldsins. Jafnframt hefur ver- ið ákveðið að halda Flokks.ráðs- fund eftir að þingið kemur sam an. Ennfremur erum við að undirbúa fundahöld í öllum kjördæmum á haustinu. Sam- bandsþing ungra Sjálfstæðis- manna verður haldið á Akur- eyri seinast í september. Fleiri þætti,r aukinnar flokksstarfsemi eru í athugun. — Og að lokum, Jóhann, nú hefur þú látið af ráðherrastörf um og ekki vitað til þess, að þú hafir tekið við öðru embætti. — Hvað hyggst þú fyrir? — Fyrst um sinn mun ég ein göngu helga mig starfsemi í þágu flokksins. Sem formaniji Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- andstöðu er mér ljóst, að við þurfum að herða róðurinn og vissulega dylst ekki nauðsyn þess, að við í stjórnarandstöð- unni veitum núverandi ríkis- stjórn aðhald, eins og við höf- um nú þegar gert með góðum árangri í landhelgismálinu. — StG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.