Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 32
flUCLVSmCflR @«-»22480 fBM ■—'«*i-uaawawe^T ■BKBB8WM DRCLECn Enn breytist Banka- strætishornið Vegna almennrar óánægju og blaðaskrifa um nýbyggingu á lóð nr. 14 við Bankastræti hefur borgarráð nú samþykkt breytingar á húsinu, sem bezt sjást á meðfylgjandi myndum. Efri myndin sýnir húsið eins og það var upphaflega fyrir- hugað, en hin neðri sýnir breytingamar, sem borgarráð samþykkti á fundi í fyrradag. Borgarráð fól jafnframt borgarritara að semja við eig anda hússins um breytingarn ar og standa þeir samningar nú yfir og sagði Jón Tómas- son, skrifstofustjóri, a<J ekki væri annað séð nú en að þeir tækjust. Myndirnar, sem hér birtast, útbjó Stúdíó Gnðm. „Ákvarðanir réttra að- ila eru nú endanlegar“ Lögreglan mun fara a5 málinu með varúð - veita stuttan frest - en hundavinir hugleiða lögbann SVO sem kunnugt er synjaði borgarráð Reykjavíkur beiðni Hundavinafélagsins um endur- skoðun á reglugerð um bann við hundahaldi í Reykjavík í fyrra- kvöld með 4 atkvæðum gegn 1. Jafnframt var vísað frá frestun- artillögu Alberts Guðmundssonar og tillögu Steinunnar Finnboga- dóttur, sem fól í sér að þeir hundar, sem nú væru í eigu Reyk víkinga fengju að lifa. Báðar þessar tillögur voru felldar með 4 atkvæðum gegn einu. Tillaga Steinunnar Firunboga- dóttur var svohljóðandi: „Með hliðsjón af því, að um langan tíma hefur e&ki verið fylgt eftir sem skyldi lögunum um bann við hundahaldi í borg- inni og þeinri staðreynd að í skj óli þess hefur fjöldi fólfcs haft þessi dýr á heimilum sínum tel- ur borgarráð, að eins og málum er nú háttað, sé það æskileg mála miðlun, að nú þegar verði skrá- settir allir þeir hundar, sem eru Framhald á bls. 10. 24 Islendingar við tækniaðstoð í þróunarlöndum 11*1 < ' ■ ■ Framkvæmdirnar á Keflavíkurflugvelli: Ipl w. M h í % & i | 1 i « Jp iBlyl ; *■ íslendingar standa sjálf- ir undir framkvæmdum - falli Bandaríkjaþing frá f járveitingu við brottför hersins, segir utanríkisráðherra Kostnaður talinn 11-14 millj. dala NVLEGA kom út skýrsla á veg um Sameinuðu þjóðanna yfir þá einstaklinga, sem unnu sem tækniráðunautar í þróunariönd- iinum á vegum Sameinuðu þjóð anna og sérstofnana þeirra árið 1970. Á listanum eru nöfn 24 ís- lendinga. Þeir eru: Björn Bjarnason, sem starfaði sem fiskitæknifræðingur hjá FAO í Vietnam. Sveinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri við verkefni í E1 Salvador á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ingvar Emilsson, sérfræðingur í haffræði í Mexíkó fyrir UNES- CO. Þá koma margir skipstjórar, sem unnu fyrir FAO á ýmsum stöðum: Örn Erlingsson í Kóreu, Þorbjörn Finnbogason í Pakist- an, Trausti Gestsson í Panama, Árni Gíslason í Mexiko, Gunnar Guðmannsson á Mauritius, Þor- valdur Guðmundsson í Argen- ÞRIÐJUDAGINN 31, ágúst 1971 boðaði Pétur Thorsteins- sen, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, á sinn fund sendiherra Breta á fslandi, John McKenzie, og síðar sendifulltrúa Þjóðverja, Ger- hard Weber, til þess að árétta tínu, Halldór Halldó»rsson í Kór eu, Birgir Hermannsson á Jama ica, Gísli Jónasson í Suður-Jem en, Skarphéðinn Jónsson á Ind landi og Mauritius. Guðlaugur Hannesson efna- fræðingur vinnur að fæðurann- sóknum í Thailandi fyrir FAO. Kári Jóhannesson er radíó- tæknifí-æðingur fyrir FAO á Fíla beinsströndinni í Afríku. Einar Kvaran er framkvæmda stjóri við viðfangsefni fyrir FAO á Filipseyjum. Jakob Magnússon, starfar á sviði fiskilíffræði fyrir FAÓ í E1 Salvador. M. Magnússon vinnur að fisk- flutningum og fisksölum í Araba lýðveldinu fyrir FAO. T. S. Sigurðsson vinnur fyrir UNESCO að upplýsingasöfnun í Malawi. Pétur Sverrisson við boranir fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Tyrk landi. sjónarmið íslenzku ríkis- stjórnarinnar í landhelgis- málinu. Afhenti hann þeim hvorum í sínu lagi við þetta tækifæri greinargerð frá ríkisstjórninni, þar sem rakin eru meginsjónarmið ríkis- FJÁRVEITING Bandarikjaþings til framkvæmdanna á Keflavík- urflugvelli er árangur af viðræð- um, sem íslenzk sendinefnd frá utanríkisráðuneytinu átti við bandarísk stjórnvöld á sl. ári, að sögn Péturs Thorsteinssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðn- neytinu. Samtals nemur umrædd stjórnarinnar í landhelgis- málinu. Greinargerðin, sem Bretum var afhent, hljóðaði svo: Ríkisstjórn Isiands hefir kynnt sér efni Aide-Memoire sendiráðs- ins, dags. 17. júli 1971, og leyfir sér að skýra frá eftirfarandi Framhald á bis. 10. fjárveiting 5,8 milljónum dala eða iim 510 miUjónum isl. króna, eins og áður hefur verið skýrt frá. Pétur ságði ennfremur, að gert hefði verið ráð fyrir að meginhluti fjárveitingarinnar færi til lengingar á þverbraut- inni svonefndri á Keflavikurflug- velli. Eins og menn munu minn- ast spunnust talsverðar umræð- ur um nauðsyn þessara fram- kvæmda á sl. ári, enda munu talsverð brögð að þvi, að flugvél- ar verði að yfirfljúga vegna ófull nægjandi lendingaraðstæðna á vellinum. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um, að kostnaður við þessar endurbætur á Keflavíkur- flugvelli hafi verið áætlaðar sam- tals 11—14 milljónir dollara. 1 samtali við Morgunblaðið í gær sagði utanríkisráðherra, Einar Ágústsson, að sér væri ljóst að ætti Keflavíkurflugvöll- ur að koma að fullum notum og nauðsynleg nýting að fást af honum fyrir flugfélögin, væri lenging á flugbrautum óhjá- kvæmileg. Aðspurður um til hvaða úrræða yrði gripið í þvi tilviki að varnarliðið á Keflavik- urflugvelli hyrfi á brott og ekki yrði af fjárveitingu Banda- rikjaþings, sagði utanrikisráð- herra, að um það hefði ekfci ver- ið fjallað í ríkisstjórninni, en Is- lendingar yrðu þá væntanlega sjálfir að standa undir þessum framkvæmdum með einhverjum hætti. 18 manna undirnefnd mótar kröfurnar Á FJÖLMENNUM fundi fuU- triia stærstu sambanda ASl, sem stóð í Lindarbæ frá kl. 5 i gær til kl. 11 í gærkvöldi, var kosin 18 rnanna undirnefnd og er hlutverk hennar að reyna að móta sameiginiegar kröfur og opna fyrstu viðræður við at- vinmirekendur og rikisstjórn um Framhald á bls. 10. Greinargerð til Breta og Þjóðv. um landhelgismálið: Efnt verði til funda með aðilum í leit að hagfelldri lausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.