Morgunblaðið - 02.09.1971, Síða 21

Morgunblaðið - 02.09.1971, Síða 21
MÖKGUNBLAÐIÐ, I'IMMTUDAGUR 2. SEPTÉMSER 197 21 Trúi að Kanada muni SUNBE^ fréttir i $tuttu máli • SKAUT GEÐSJÚKL- INGUR MAFÍUFOR- INGJANN? New York, 31. ágúst — AP EINN af yfirmönnum skipulagðr ar baiáttu bandarísku stjórnar- innar gegn glœpum, Daniel P. Hollman, kveðst halda, að tilraun in til að láða Mafiuforingjann Joseph Colombo af dögum hafi verið verk geðsjúklings og að ekki hafi verið um að ræða inn- byrðis baráttu glæpaflokka, eins og lögreglan hefur getið sér til um. Hann kvað það ekki venju Mafíunnar að fela einhverjum utan hennar leigumorð og sagði, að ef tilræðismaðurinn hefði ekki veriö skotinn til bana eftir til- ræðið hefði hann getað veitt upp- lýsingar sem hefðu skaðað Mafiuna. — ÉG ER þeirrar skoðimar, að Kanada muni styðja þá ráðstöfun íslendinga, að færa út fiskveiðilögsögu sína, sagði J. Ragnar Johnson, ræðismað ur íslendinga í Toronto í Kan ada, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli fyrir helg- ina, er ræðismannafundur ut- anríkisráðuneytisins stóð yf- ir. — Mér þykir trúlegt, hélt liann áfram, að Kanadamenn mundu sjáifir gjarna vilja færa út sína fiskveiðilögsögu. Þetta er mál, sem varð'ar þá nijög, því að erlend fiskiskip veiða við landið í stórum stíl, Rússar undan Kyrrahafs- ströndinni og Portúgalar, Frakkar og Spánverjar undan Atlantshafsströndinni. En við verðum að sjá til hvað ríkis- stjórn þeirra gerir. — Landhelgismálin voru ný lega tekin til meðferðar í mjög 9vo fróðlegum sjónvarpsþætti, þar sem einnig var rætt um rússnesk fiskiskip, sem siglt hafa mjög na&rri landi og ver ið grunsamlega vel búin loft- netum, að áliti kanadísku strandgæzlunnar. Þegar að þessum skipum er komið sigla þau burt og sagt var frá einu atviki, þar sem Rússar voru fúsir að ræða við Kanada- mennina en vildu alls ekki fá þá um borð í sitt stóra skip, heldur vildu þek koma yfir i litla skipið þeirra. J. Ragnar Johnson virtist mjög ánægður með ræðis- mannafundinn — og ísland og íslendinga yfirleitt. — Það er gaman að sjá, hve framfarir e-ru hér örar, sagði hann. íslendin.gar hafa kjark og vit til að nýta þau gæði, sem landið og náttúran býður þeim, svo sem vatnsorku og jarðhita — og ferðamanna- straumur hefur aukizt mjög. Stærsta auðlindin er þó fólkið sjálft. íslendingar eru gæddir góðum gáfum og eiga góða námsmenn og lærdómsmenn, sem geta haslað sér völl hvar sem e-r. — Ég hef verið ræðismaður íslands í Toronto frá þvi árið 1947 og er stoltur af því. ís- lenzk málefni hafa aldrei vald ið mér erfiðleikum. Hafi ein- hver vandamál borið að hönd um hef ég alltaf getað leitað til sendiráðsins í Washington og notið þar fyllstu samvinnu. J. Ragnar Johnson e.r fædd ur í Winnipeg árið 1902. Kona hans Marion fædd Sellers er einnig fædd þar í borg, en komin af enskum, skozkum og frönskum ættum. Þau kynnt ust í háskólanum í Manitoba, þar sem bæði voru við nám — hann í lögum, hún i hag- fræði. Síðan lá leið hennar til New York, þar sem hún lærði hjúk.run á Presbytarian Ho- spital en hann stundaði fram haldsnám í lögfræði við Har- vardháskóla i Bandaríkjun- um. Hann hefur verið starf- andi lögmaður í Toronto frá árinu 1935. Ræðismaðurinn tekur fram, að hann heiti Jón Ragnar — hafi haldið íslenzku útgáfunni í fo.rnafni en orðið að laga eft irnafnið að staðháttum. —Við erurn nú orðnir þrír með nafninu Jón Ragnar, seg ir hann — einkasonur minn, — sem einnig er lögmaður i Tor Marion og Jón Ragnar Joluison onto -— og sonur hans, heita bóðir sama nafni. Foreldra.r Jóns Ragnars fluttust til Kanada í kringum 1890. Móðirin Guðrún Ásgeirs dóttir var frá Lundum í Borg arfirði en faðirinn Finnur Jóns son, frá Melum í Hrútafi.rði. Var Finnur mörg ár ritstjóri Lögbergs og hafði líka lengi bókaverzlun, þar sem hann seldi mest íslenzkar bækur. íslenzkum arfi hefur greini- lega v&rið vel við haldið í þess ari fjölskyldu, því Ragnar tal ar ágæta ísleuzku og heldur tíðum fyrirlestra um ísland og islenzk málefni; sonur hans er mikiil áhugamaður um ís- land, skilur íslenzku allvel og hefur komið þrisvar sinnum til íslands, síðast kom hann með konu sína unga, sem hann hefur smitað af íslands bakteríunni. Anna.rs sagði ræð ismaðurinn, að þriðja kynslóð in í Kanada talaði yfirleitt ekki mikið islenzku nema þeir sem hefðu lært hana sérstak lega af áhuga. Nefndi hann sem dæmi um áhugann, að Hermann Pálsson hefði feng- ið þrjátíu og fimm nemendur í islenzku, þegar hann byrjaði á sínum tíma að kenna málið í háskólanum í Toronto. Jón Ragnar sagði, að í Tor onto væri sta.rfandi íslendinga félag — Icelandic Canadian Club, sem í væru um 150 fé- lagar. Þeir héldu fundi eða samkomur um það bil einu sinni í mánuði 7—8 mánuði ársins, ýmist væru þá haldnir fyrirlestrar, sýndar kvikmynd ir eða litskuggamyndir -— eða haldið uppi gamni og skemmt- an. — Og nú er stutt í hund-rað ára afmæli íslendingabyggðar í Kanada? — Já, og þess verður áreið- anlega minnzt veglega. Ég held að þegar sé hafinn undir búningur að hátíðahöldum vegna þessa afmælis. Væntan- lega verður mest um að vera í Manitoba, því fyrsta stóra íslendingánýlendan var þar. Hins vega.r höfðu íslendingar setzt að annars staðar áður, m.a. í Nova Scotia og Ontario. Frá Ontario fór t.d. stór hóp- ur til Manitoba, nokkrir urðu þó eftir og er enn nokkuð af afkomendum þeirra i Onta^'io. — Og hvað um 1100 ára af mælighátíð íslandsbyggðar 1974, má búast við Vestur-ís- lendingum heim þá? -— Það verður áreiðanlega hugur i fólki að komast heim til þess að taka þátt í þeim há tiðahöldum. Vestur-fslending ar komu I stórum hópum á Al þingishátíðina 1930 og þeir verða vafalaust ákafir í að komast heim nú. FYRSTA SENDING — ÓBREYTT VERÐ Fyrsta sending væntanleg um miðjan september. Verð bílanna i þessari fyrstu sendingu verður óbreytt frá því í sumar. Pöntunum veitt móttaka nú þegar. Sunbeam et' aflmikii og örugg fjölskyldubifreið. _______________ rt-I.rv •. .- « - C7- '■>- rr r iMnrMMi n 1 m Allt á sama Stað Lauyavegi 118 - Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF styðja Islendinga - í landhelgismálinu, segir ræðismaður Islands í Toronto, J. Ragnar Johnson, lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.