Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1971 23 Fréttabréf frá. Þórshöfn: ALDREI MEIRI ÞORSKAFLI Þórshöfn, 20. ágúst. TÍÐARFAR hefur verið mjög gott í sumar. Þorskaflirm hefur aldrei áður verið jafn góður, en hann er frá áramótumtil júlíloka 1985 tonn. Á sama tímabili í fyrra var aflinn 977 tonn. Af þessum afla hafa 1610 torin farið I frystiingu, en 375 verið sölt- uð. Togskipið Harpa hefur verið gert út héðan í þrjá mánuði og aflað um 500 tonn, og hefur því ödu verið landað hér. Stærri bátamir hafa flestir verið með þorskanót í sumar, og öfluðu þeir mjög vel I júní og júlí. Aftur á móti var aflinn frem ur tregari á handfæri þessa mán- uði. Nú hefur þetta snúizt við. Handfærabátar afla vel, en nóta bátar lítið sem ekkert, og eru þeir því að byrja með snur- voð og línu. Gæftir hafa verið góðar fyrripart aumars, en það aem af er ágúst hefur verið frem ur vindasamt, og þurrviðri hefur verið óvenjumikið. Um mánaðamótin júní-júlí strandaði m.a. Hagbarður, 16 lesta eikarbátur frá Húsavik, við Ytra-Áland i Þistilfirði. Dag- imn eftir var vitaskipið Árvakur fengið til að ná bátnum út, og var ætlunin að draga hann himgað til Þórshafnar. Ekki tókst samt betur til en svo, að báturinn sökk skammt frá hafnargarðin- um á 10 faðma dýpi, en óþægi- lega nálægt skipalegunni. Ekki þótti forsvaranlegt að láta bát- inn liggja þarna, og var varðskip fengið til að fjarlægja hanm. Varðskipsmenn festu dráttartaug í bátinn, drógu hann eftir botn- inum imn í Lónsfjörð og skildu hann eftir inni við fjarðarbotn, þar sem lítil eða engin skipaum- ferð er. En nú kom 'upp kurr mikiil hjá snurvoðarkörlum á Þórshöfn, og töldu þeir sig grátt ieikna, þar sem bátsflakið hefði verið sett á beztu kolabreiðurn- ar í firðinum. Ekkert gátu þeir þó aðhafzt í málinu. En næst gerist það, að nokkrir menn frá Akureyri kaupa flakið á sjávar- botni og tekst þeim að lyfta því frá botni með flothylkjum og draga inn að bryggjunni hér. Þar tók krani við, og tókst hon- um að lyfta flakinu upp í sjólok- in. Var það síðan bundið með vírum utan í bryggjuna, og þar hangir það nú. Ekki er ljóst hvað gerist næst. Framkvæmdum hef- ur verið hætt a.m.k. í bili, en hitt er víst, að snurvoðakarlar anda léttar. Góð atvinna hefur verið i sum- ar, og er það að mestu hinum góða sjávarafla að þakka. Nú eru þrjú íbúðarhús í srníð- um hér í þorpinu, og eitt er í smíðum á bænum Syðri-Reykj- um í Sauðaneshreppi. Unnið hefur verið við að raf- lýsa hafnarsvæðið, setja upp ný innsiglingamerki og leiða vatn fram á bryggjurnar. Mikil bót er af þessu, því fram til þessa hafa sjómenn orðið að athafna sig í höfninni í svartamyrkri, og það er oft erfitt í skammdeginu, bein línis lífshættulegt. Þá hafa þeir þurft að aka vatni í tunnum nið- ur í bátana. í sambandi við þetta má geta þess, að hafnargjöld eru hærri en víðast hvar anrnars stað- ar á landinu, og hafa þau verið það lengi. — FréttaritarL Rússar lækka rúbluna Moskvu, 1. sept., AP, NTB. SOVÉTSTJÓRNIN brást í dag við hinu ótrygga ástandi í al- þjóðagjaldeyrismáliun, með því að lækka gengi rúblunnar örlítið gagnvart gjaldmiðlum 15 þjóða. Dollarinn var undanþeginn þess- ari lækkun. Lækkun þessi etr taliin hafa mjög lítil áhrif, vegna þess að ekki er verzlað með rúbluna á frjálsum maTkaði. Heimildir í Moskvu herma að þetta séu mestu breytiingar sem Sovét- stjóm hafi gert á gj aldeyrisskrán ingu rúblunnar gagnvaxt erlend- um gjaldmiðlum í 10 ár. Miklir málverka- þjófnaðir á Ítalíu Rómaborg, 1. september — NTB LÖGREGLAN í Rómaborg hóf í dag umfangsmikla leit að mál- verkum, sem stolið hefm- verið á Ítalíu í þessari viku. Málverk- in eru metin á 170 milljónir króna. Þeirra merkast er verk eftir Tizian frá endurreisnar- timabilinu, „Heilagt samtal“, og var því stolið úr kirkju í þorp- inu Pieve Didadore á Norður- ftalíu. A málverkinu sést guðs- móðir með barnlð og dýrlingar krjúpa við fætur þeirra. Það var málað í kringum 1560. Þjófarnir höfðu og á brott með sér þrettán málverk önnur úr kirkjunni og telur þorpsprestur- inn i Pieve Didadore, að þjófam- ir hafi falið sig á bak við orgel- ið í kirkjunni, þegar henni var lokað á mánudagskvöld. t gær var fjórtán málverkum til viðbótar stolið frá itölskum auðkýfingi og eru þau metin á um það bil fjórtán milljónir króna. Þau voru flest eftir ítalska málara, t.d. Piazzetta, Fadovanio og Cabinava. Þá var stolið 30 ítölskum nútímamál- verkum úr ibúð i borgiinni Udina í gærkvöldi. Suðurlands- kjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráða Sjálfstæðisfélaganna í Suður- landskjördæmi verður haldinn i Vík laugardaginn 11. sept. n.k. og hefst kl. 4 e.h. Rúta fer frá Selfossi kl. 1 e.h. með viðkomu á Hellu og Hvols- velli. Móðir okkar, Anna Sigmundsdóttir, Bugðulæk 2, andaðist 30. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju 3. september kl. 1.30 e.h. Þeir, sem vildu minnast hinn- ar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn. EBE stuðningur, London, 1. september — NTB CAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Louis Harris-stofnunin gekkst fyrir, fer þeim enn fjölg- andi í Bretlandi, sem eru fylgj- andi aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Voru nú 36% aðspurðra með aðild, en í júni si. voru 20% hlynntir henni sam- kvæmt niðurstöðum sömu skoð- anakönnunarstofnunar. Nú voru 39% á móti, en voru 47% í júni. I þessari skoðanakönnun kem- ur fram, að vinsældir ríkisstjóm- ar Edwards Heaths hafa vaxið, en Verkamannaflokkurinn hefur þó enn vinninginn frEun yfir ihaldsmenn. Hjartans þakkir færi ég mínum elskulegu börnum og fjölskyldum þeirra, einnig öðrum ættingjum og vinum fyrir heimsóknir, gjafir og góðar óskir í tilefni 75 ára afmælis míns þann 12. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll og launi ríkulega. Valgerður Bjarnadóttír, Keflavík. Ég þakka innilega öllum þeim, er sendu mér gjafir og góðar óskir á áttræðisafmæli mínu 21. ágúst síðastl. Guð blessi ykkur öll. Salóme Sigurðardóttir, Víðimel 69. &wv7X /fÞ wterr/f Höfum opnað aftur að .. I B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.