Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1971 Geroge Harmon, Coxe: Græna Venus- myndin 50_ gokk út um dyrnar o-g flýtti sér eftir ganginum og fram í eldhús, og það var nógu bjart að baki honum til þess að hann gæti séð hurðina. Svo ákafur var hann við þessa leit sína, að hann gleymdi alveg aðstöðumuninum. Hann gleymdi þessari aðvörun og þessari ósjálfráðu kennd, sem varaði hann við hættunni. Hann vissi það eitt, að þessi maður hafði gengið honum úr greipum síðastliðna nótt, og kannski gæti sér gengið betur í þetta sinn, ef hann flýtti sér nægi lega. Hann gekk yfir gólfið og tók 5 hurðina. Hún var ólæst, eins og hann reyndar vissi fyrir, og hann gekk út um dyrnar. Hann stanzaði ekki nema andartak og kynni að hafa séð skugga á hreyfingu i myrkrinu fyrir neð an sig. En hvað sem hann nú kann að hafa séð, þá færði hann sig ósjálfrátt upp að veggnum og um leið kom spreng ing í stiganum, fimmtán fetum fyrir neðan hann. Blossi kom upp í áttina til ' hahs, og það var rétt eins og stiginn skyltfi. Skothveliur heyrðist og hann fann kipp í öxiinni, er eitthvað lenti i henni. Hann kippti sér til baka og inn i eldhúsið, og heyrði þá fótatak á tröppunum og að ein- hver hurð fyrir neðan hann var snögglega opnuð og siðan var hen.ni skellt i. Svo varð aftur þögn og hann krossbölvaði. Hann lokaði og læsti dyrun- um. Síðan hélt hann áfram að bölva með sjálfum sér, sárgram- ur. Sjálfum sér og heimskiu sinni. Hann hafði orðið fyrir skoti og það var sjátfum honum að kenna. Því að hann hafði gleymt þvi, sem ’mikilvægast var — hér var við morðingja að eiga, sem var vopnaður byssu. Hann kveikti ljós. Leit á öxl- ina á sér og stráuik jakkann. Hann fann dálítinn dofa, en ekkert blóð og ekkert gat. Hann spennti vöðvana og aðgættd bet ur, gekk síðan að dyrunum. Á hurðinni var gat með flis- um út frá, sem vissi upp á við. Það var svo sem einn þumlung þaðan, sem öxlin á honum hafði verið. Þá áttaði hann sig á því, að hann hafði alls ekki orðið fyrir skotinu, heidur hafði það verið höggið og titringurinn, sem hafði komið honum til að halda það. En þessi vitneskja varð hon- um ekki til neinnar huggunar. Það var ekki honum að þakka, að hann hafði sloppið. Kúla í öxlina hefði verið væg refsing fyrir að leggja sig í siíka tví- sýnu. Hefði þarna verið ofurlít ið bjartara og maðurinn svolít- ið handvissari, þá væri hann ekki hér nú að bölva heimsku sinni og mistökum. Og þessi heppni hans varð honum ekk. tii neinnar huggun ar eða léttis. Hann hristi af sér vonzkuna og leitaði svo eftir veggnum þangað til hann fann kúlufarið. En meðan hann var að því, heyrði hann glugga opn aðan. Svo opnaðist hurð út í ganginn og loks heyrðist suðan af æstum mannsröddum. Hann þaut inn í setustofuna og slökkti Ijósið. Nú gat hann betur heyrt mannamálið, lágvær ar en æstar raddir sambýlis- fólksins, sem var að ræða þetta skot, sem það hafði heyrt. Svo skelltist gluggi aftur. Dyr lokuð ust og raddirnar dóu út og Mur doek sat þarna í myrkrinu og beið. Hann reykti einn vindling meðan kyrrð var að komast á í húsinu. Og svo reykti hann VINYL - BA5T - PLAST - PAPPÍRS VEGGFÓÐUR annan áður en hann kveikti aft ur. Svo sat hann og horfði á myndima af bláa dalnum, sem hékk uppi yfir arnimum. Hann starði lengi á hana hálflukt- um augum og mældi á henni stærðina. En þá sió niður í hann nýrri hugdettu og hún var filjót að þróast í huga hans. Hann fleygði vindlingnum i arininn og stóð upp. — Það munar minnstu, sagði hann í hálfurp hljóðum, — þetta er hér um bil rétta stærðin. Hann seiidist eftir myndinni og tók hana niður af veggnum. Þegar hann sneri henni við, sá hann, að fjórir bognir naglar héldu striganum í rammanum og hann sneri þeim til, svo að hægt væri að taka myndina út. Hann var mjög spenntur þessa liitlu stund, sem það tók að losa myndina, og svo athugaði hann hana að aftan, en um leið hvarf líka nýja vonin og hann fann ekkert nema vonbrigði og þreytu. Hann stakk blindramm- anum aftur inn í hinn og sneri nögluinum til þess að festa hann. Svo hengdd hann myndina upp aftur, horfði á hana um stund og reyndi að hugsa. Louíse hafði verið hér í um það bil klukkustund. Að þvi er Jack Fenner sagði, hafði hún ekki haft neitt burt með sér. Hvað hafði hún þá verið að gera þarna í heilan kluikkutima? Loks komst hann að þeirri n.ið urstöðu, að ekkert gagn væri í þessu. Hann reyndi að hugsa, en þreytan hafði deyft skynsemi hans og hæfileika til að hugsa rökrænt. Hann gat ekki ein- beitt sér né hugsað hugsun til enda og feng.ið skynsamlega út- komu. Þegar hann fann, að hug ur hans fór alltaf sama hring- inn, án þess að neitt kæmi út úr því, vissi hann, að hingað yrði hann að koma aftur. Hann var engu fróðari nú en þegar hann kom, nema nú vissi hann, að einhverjir fleiri en Louise höfðu áhuga á þessari íbúð. Hann eíaðist um, að þessi einhver mundi koma aftur í nótt. Kannsiki dytti honuim eitt- hvað betra í hug í fyrramálið. Hann opnaði dyrnar og gægð- ist út, slökkti síðan ljósið. Hann fór fram i ganginn og lokaði hljóðlega á eftir sér. Nú heyrð- ist ekkert hljóð nema hans eig- ið fótatak. 19. kafli. Þegar Kent Murdoek kom að vinnustofu Roger Carroll næsta morgun, fann hann miða á hurðinni, sem á stóð: „Er í mat." Hann tók nú samt í hurðarhún- inn og fann, að hurðin var ólæst. Hann gekk inn og settist á legubekkinn. Kveikti sér í vindl ingi og leit á úrið sitt. Klukk- an var 9.30. Honum lá á að kom ast aftur í ibúð Gail í Blake- stræti, en þá mundi hann, að hann hafði líka langað að svip- Hrúturinn, 21. niarz — 19. april. Svörin fara að koma af sjálfu sér núna. Nautið, 20. apríl — 20. maí. I*ú forö ekki varliluta af rómaiitíkinni þessa dagaua. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. l?ér hættir til að smia út úr fyrir þeim, sem cru aö spyrja þi«t, ojf það er alrangt. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. l>að er eiuskis uýtt að fara í launkofa með mikiiia'íí málefni. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Heyndu að uá samau þeim, sem eru þér líkastir, og fá sem flest- ar Iiliðar á þeirra vandamálum. Mcyjar, 23. ágúst — 22. september. t»ú grætir vel tekið þér smáhlé, en eins líkiest er, að hetra sé að lialda áfram að starfa um simi. Vogin, 23. septcmber — 22. október. Réttast er núna að bera saman hækuruar í vissum tilnans'i. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Keyndu uð hafa allt sem einfaldast í starfinu. Bogmaðurinn, 22. nóvembcr — 21. desember. Reyndu að koma þér að efninu strax, os' reyndu að kveða and- sta>ðinsana í kútiiin sem fyrst. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Sumir reyna að láta líta svo út, sem þú sért handbendi d.iöfuls- ins, þótt þú sért aðeins að sera skyldu þína. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. I>ú ert ekki einu sinni sðður við ástvini þína. Hvar endar þessi skeifius- Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að starfa ekkert í das. eu bíða heldiir átekta. ast um hérna, svo að hann stóð upp og tók að svipast ura. Hann hafði enga hugmynd um, að hverju hann var að .leita, eða hvort hann var að leita að nokkru. Honum datt i hug, þeg- ar hann skildi eftir opið forð- um og rakst svo á Ertoff og Leo, að eitthvað gæti verið hérna til að staðfesta grun hans um, að Carroll hefði gert stælinguna af grænu Venusmyndinni. Nú byi'j aði hann á legubekknum og hélt svo áfram um herbergið. Ekkert var í legubekknum hvorki á bak við hann, né í púð- unum. Hann hélt framhjá mál- verkahillunum en gægðist baík við ísskápinn. Hann leitaði bak við ofninn og dró giuggatjöld- in frá, ef eitthvað skyldi vera falið bak við þau. Svefnherbergið var litið og dlmmt, en út úr því var kompa, sem var snyrtihterbergi og steypubað með blikikhlif utan um. Þegar hann fann ekkert þarna eða í svefnherberginu, sneri hann aftur inn í vinnustof una. Aftur leit hann á úrið, og velti því fyrir sér, hvort hann ætti að bíða og leggja fyrir Carr oll eina eða tvær spurningar, sem hann hafði í huga, en þá var hann kominn að borðinu, BFÆÐURNtR ORMSSONK tásmúla 9. simi 38620_ SVFR Veiðimenn Laus laxveiðileyíi í Gljíifurá, Leirvogsá, Stóru-Laxá, Hagaós og silungsleyfi í Brúará. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 2—7 nema laugardaga kl. 10—12, sími 19525. sem á voru nokkrar bækur og lítið útvarpstæki. Það stóð fast upp við vegginn og hanm hreyfði það, en um leið tó(k hann eftir því, að það var opið að aítan. Hann fór að opna ein- hverja bók um „Ameriska nú- tímalistamenn", en þá, rétt eins og ósjálfrátt, sneri hann út- varpstækinu við og leit inn í það að aftan. Það sem hann sá gerði það að verkum, að íiðringur fór um hann allan, og hann stóð graf- kyrr, með stirðan hálsinn og sveitta lófana. Því að lamparn ir í þessu tæki tóku ekki allt rúmið. Það var tveggja þuml- unga autt rúm frá þeim og upp í kassann og í þessu rúmi var blá skammibyssa. 9em snöggvast var Murdock frá sér numinn. Hann athugaði byssuna vandlega og fannst hún vera 32 hiau'pvídd og nú datt honum ýmislegt í hug, sem vert gæti verið að muna. Andrada hafði verið skotinn með byssu af sömu stærð. En Lorello? Það vissi hann ekki. Hann hafði ekki spurt Bacon að því. Og svo kúlan, sem var næist um komdn í hann sjálfan í nótt sem leið? Hvaða stærð var hún? En svo áttaði hann sig betnr MANST ÞU SÍMANÚMERIÐ HJÁ HREVFL/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.