Morgunblaðið - 03.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUOAGUR 3. SEPTEMBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Rsykjavík. Framkvaamdaatjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannassen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarrítstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakiö. TÖKUM FRUMKVÆÐIÐ í OKKAR HENDUR Ijað er nú komið í ljós, að * ríkisstjórnin hefur horfið frá fyrri áformum sínum og fallizt á þau sjónarmið Sjálf stæðisflokksins, að leggja beri uppsögn landhelgissamn inganna við Bretar og Vest- ur-Þjóðverja fyrir Alþingi í stað þess að segja þeim upp 1. september si. Með þeim hætti vinnst utanríkisráð- herra okkar tími til frekari viðræðna við starfsbræður sína í Englandi og Þýzkalandi fyrir uppsögn samninganna, en það hafði ráðherrann talið æskilegt eftir för sína til landanna tveggja fyrir skömmu, og voru ráðherr- arnir, sem hann átti þar tal við, sama sinnis. Eftir að þær umræður hafa farið fram og við þinglega meðferð máls- ins í vetur er eðlilegt, að af- staðan til samninganna verði mörkuð í ljósi þeirra upplýs- inga, sem þá hafa komið fram. Þannig segir Jóhann Hafstein í viðtali við Morg- unblaðið í gær, þegar hann er spurðúr um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til uppsagn- arinnar: „Sjálfstæðisflokkurinn mun taka afstöðu til þess, þegar málið kemur fyrir Alþingi og eftir að þær viðræður hafa farið fram við Breta og Þjóð- verja, sem áður var vikið að. Við treystum hins vegar á sérstæð réttindi okkar og þróun þá, sem stöðugt er okk- ur í vil á sviði alþjóðaréttar. Ég mun einnig leggja áherzlu á að fá afgreidda í landhelg- isnefndinni tillögu mína um, að ísland eigi frumkvæði að tillögugerð um sérstakan rétt strandríkis til fiskveiðiland- helgi á landgrunni þess, þeg- ar líkar aðstæður eru og hér á íslandi, að þjóð byggir lífs- afkomu sína eða efnahags- þróun á fiskveiðum. Slík til- laga yrði flutt á næsta fundi undirbúningsnefndarinnar að hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Genf.“ Tillaga þessi er nú til at- hugunar hjá ríkisstjórninni. Ótrúlegt er annað, en athug- unum þeim verði hraðað svo sem kostur er, því að á miklu ríður, að við getum sem fyrst leitað hófanna hjá öðrum þjóðum um stuðning við mál- stað okkar. En á það má minna, að svipaðar tillögur hlutu góðan hljómgrunn á Genfarráðstefnunum 1958 og 1960, þótt þær fengjust ekki afgreiddar þá með tilskildum meirihluta. En það hefur komið fram hjá þjóðréttarsér fræðingi okkar, Hans G. And- ersen, svo og hjá Þórarni Þórarinssyni ritstjóra Tím- ans, sem báðir sátu undir- búningsfundinn í Genf, að sérstaða okkar nýtur nú miklu meiri almenns stuðn- ings en áður. Þannig vinn- ur tíminn með okkur. „Við treystum á sérstæð réttindi okkar og þróun þá, sem stöð- ugt er okkur í vil á sviði al- þjóðaréttar“, svo að tilfærð séu orð Jóhanns Hafsteins. Endurskoðun varnarsamningsins 4 lmennt hefur menn furðað * á þeim ótímabæru yfir- ýsingum, sem ríkisstjórnin Lefur gefið í varnarmálun- im, einkum eftir að ljóst rarð, að talsmönnum henn- r ber engan veginn saman im það, hver sé hinn raun- ■erulegi tilgangur endurskoð inar þeirrar, sem nú er boð- ,ð á vamarsamningnum. firðist ýmislegt óljóst í því ambandi, sem ekki verður akið hér að þessu sinni, en það bent, að ákvæðin í mál- fnasamningi ríkisstjómarinn r um brottflutning varnar- iðsins voru sett í hann áður n nokkur athugun hafði arið fram á afleiðingum þess f hálfu stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn var fyrrver- ndi ríkisstjórn Ijóst, að nauð yn ber til þess á hverjum ímá að endurmeta stöðu kkar í varnarmálunum. [afði hún í samræmi við það fengið sér til ráðuneytis kanadískan sérfræðing á sviði varnarmála, en áður leitað ráðlegginga norsks hers höfðingja um sama efni. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að íhuga hverju sinni breytingar á stöðu Íslands í vamarmál- unum, en auðvitað eru það óeðlileg vinnubrögð að taka fyrst ákvörðun og athuga málin síðan eins og vinstri stjórnin stefnir að. í sambandi við endurskoð- un varnarsamningsins er einkum nauðsynlegt að hafa í huga, svo að tilfærð séu ummæli Jóhanns Hafstein í Morgunblaðinu í gær: „Lýð- ræðisflokkana hér á landi hefur ekki greint á um nauð- syn þess, að ísland eigi að vera meðlimur í Atlantshafs- bandalaginu, og ég held, að þeir, sem þessa afstöðu hafi haft, hafi jafnan gert sér ljóst, að eitthvað þyrftum „Fundin ljóð“ Páls Ólafssonar komin út „Yfirskygðir staðir“ Halldórs Laxness væntanleg á næstu vikum TVÆR fyrstu jólabækur Helgrafells koma á markaS- inn í dag, „Fundin ljóð“, nýtt óprentað ljóðasafn eftir Pál Ólafsson, en hér í blaðinu var nýlega sagt frá þessari óvæntu bók og birt úr henni tvö ástar ljóð. Hin bókin er „Eplatréð" eftir John Galsworthy í þýð ingu Þórarins Guðnasonar læknis, með teikningum eftir Nínu Björnsson, dóttur Hendr iks Sv. Björnssonar, sendi- herra. Aðra.r bæku,r Helgáfells í haust verða þessar: „Yfir- skygðiir staðir“, ný bók eftir Halldór Laxness, væntanleg í þessum mánuði. Það er safn ritgerða um mörg og óslcyld efni. „Fagurt galaði fuglinn sá“, þriðja og síðasta bindið af ævi sögu „Einars ríka“, skráð af Þórbergi Þórðarsyni. „Eyrbyggjasaga“ með mynd skreytingu Hrings Jóhannes- sonar, listmálara, en Þorsteinn frá Hamri sneri henni til nú- tímamáls. „Rímnablöð", ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. „Einar Benediktsson", 3. bindi nýs skáldaþings dr. Sig urðar Nordals. „Asmundarkver", ný sam- talsbók Matthíasar Johannes- sens og nú við Ásmund Sveins son myndhöggvara. „Stefnumót í Dublin", skáldsaga eftir Þráin Bertels- son blaðamann. „Jónas Hallgrímsson“ ný útgáfa á öllum verkum skálds ins í útgáfu Tómasar Guð- mundssonar skálds og með formála eftir hann. FUNDIN LJÓÐ Á bókarkápu „Fundinna ljóða“ skrifar K.ristján Karls- son bókmenntafræðingur: Með þessari ljóðabók bæt- ist íslenzkum bókmenntum óvæntur og merkilegur feng- ur. Það er með einsdæmum, að í Ijós komi jafnmikið Ijóðasafn eftir eitt af höfuð- skáldum nítjándu aldar, nú á áttunda tug hinnar tuttug- ustu, 66 árum eftir dauða skáldsins. Sjálf er bókin ein- stæð meðal íslenzkra ljóða- bóka, því að hún er mesta safn ástaljóða, sem íslenzkt skáld hefur látið eftir sig. Ást Páls Ólafssonar til Ragnhildar konu hans er ís- lenzk minning, sem stígur fram með nýjum ferskleik og margvíslegum tilbrigðum í þessari bók. Kvæðin geyma í senn andblæ liðins tima og hita lifandi máls. Þau spegla ást skáldsins í geðbrigðum daglegs lífs, í kvíða og vonum, í örvæntingu og fögnuði. LBeint sem óbeint segja þau sögu hans og Ragnhildar frá fy.rstu kynnum þeirra, áður en þau máttu eigast, og til ellidaga skáldsins, þegar kvíði dauðans tekur að sækja æ fastar að honum og hann óttast viðskilnað þeirra. Kvæðin segja líka frá sam- bandi Páls og Ragnhildar við föður hennar, Björn Skúla- son, sem var einkavinur skáldsins. Hann er þriðja per- sóna í kvæðunum, verndaíi ástar þeirra lífs og liðinn. Páll Ólafsson er ástarskáld í sönnustu merkingu þess orðs, af því að ást hans til einnar konu endist honum til sífelldrar endurnýjunar. Hann er uppi á öld rómantísku stefnunnar, en kvæði hans e-ru í eðli sínu klassísk og raunsæileg. Ást hans er ekki skáldleg ímyndun, heldur lif- Páll Ólafsson andi tilfinning til lifandi konu. Þó að Páll Ólafsson sé íslenzkastur skálda, minna ástarljóð hans einatt á suð- rænni mansöngva en við eig- um að venjast. Þau eru af- burða fallegur skáldskapur og ákaflega raunveruleg. EPLATRÉÐ Á bókarkápu „Eplatrésins" stendur: Nóbelsverðlaunaskáldið John Galsworthy er jafnan talinn til mestu skáldsagnahöfunda Breta á þessari öld. Sögur hans njóta stöðugt mikiila og almennra vinsælda vegna frá- sagnarsnilldar hans, skáld- legrar innsýnar, mannúðle^r ar sálfræði og skarpskyggni á þjóðfélagið. Er þess skemmst að minnast, að sjón- varpsleikir gerðir eftir mesta verki hans, Sögu Forsyte-ætt- arinnar, fóru nýlega sigurför víða um lönd. Galsworthy hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels árið 1932. Eplatréð er ein frægasta saga Galsworthys, og hér njóta sín ýmsir beztu og geð- felldustu kostir hans til fullnustu, ekki sízt hin skáld- lega gáfa. Þórarinn Guðna- son læknir hefur snúið sög- unni á íslenzku af alkunnri við og vildum á okkur leggja til þess að njóta öryggis af vernd annarra og sameigin- legs varnarkerfis. Ég vona, að málið komist í farsælan farveg í viðræðum utanríkis- ráðherra við Bandaríkja- menn, sem hann hefur boð- að að hefjast muni á næsta ári. Þetta er eitt þeirra stór- mála, sem ekki er hægt að afgreiða með fljótfærnislegri pólitískri' léttúð“. smekkvísi og listfengi. Er nafn hans í senn trygging fyr- ir góðu söguvali og úrvals- þýðingu. STARFSSTYRKIR OG STUÐNINGUR VIÐ BÓKASÖFN Á fundi með blaðamönnum í gær komst Ragnar í Smára forstjóri og bókaútgefandi m. a. svo að orði: fslendingar styðja leikstarf semi og tónlistarlíf af furðu mikillll rausn, þótt betur þurfi að gera þar sem annars stað- ar svo við séum orðnir menn með mönnum. Ef við yrðum að kaupa aðgöngumiða að konsertum og leikhúsum á kostnaðarverði væri þar með skorið á tvær sterkustu taug- ar þjóðlífsins. En leikhúsin og sinfónían eru tryggingin sem við leggjum sjálfum okk- ur og öðrum að sanna að við séum lifandi, hugsandi og starfandi menningaífólk. En ýmislegt hefur orðið út- undan, þar á meðal rithöfund ar og ýmsir aðrir listamenn. Fyrir rithöfunda, sem þó eru okkar frumsönnun fyrir andlegu lífi í landinu, hefur alltof lítið verið gert, lista- mannalaunin svokölluðu hafa flest árin farið lækkandi og rithöfundar hafa ennþá að mestu á sinn kostnað haldið uppi opinbe.rum bókasöfnum landsiins. Ef þeir mnik'ölluðu bækur sínar, eins og aðrar stéttir gera hlífðarlaust, miundi diregið dökkt ský fyrir sólu i menningarlegum efn- um. Tvær merkar og þýðingar- miklar nýjungar hafa þó komið fram er smám saman kynnu að breyta miklu fyrir listamenn. Þar á ég við aukinn stuðning við bókasöfn í landinu og starfssty-rkir til listamanna. Mjög róttækar aðgerðir „ofan að“ í menningarmálum koma sjaldan að fullum not- um, en hvað snertir rithöf- unda er allt að komast í sjálf- heldu. Höfundar hafa ekki lengur ráð á að spreyta sig á erfiðum og seinunnum verk- efnum, ná taki á stórum efni- viði og fá næði að vinna ú.r honum listaveirk. Fjárhags- vandræði rithöfunda verður, því miður, ekki leystur af út- gefendum, ritlaun geta ekki hækkað frá því sem er og bókaverð ekki heldur. Lausnin í svipinn: Halda áfram i sama dúr og unrtið hefur verið undanfa.rin ér, en í mjög auknum mæli. Stofn- un bókasafna í skólum lands- ins og í öllum sveitum, borg- um og bæjum, þar sem að minnsta kosti 2 — 3 eintök séu handbær af hverri bók ís- lenzkri, og starfsstyrkir. Ég mundi telja að næsta skreflð væri að greiða fulla ártega starfsstyrki til 20 — 30 lista- manna. Annað bindi V-Skaft- fellinga komið út ÚT er komið hjá bókaforlaginu Leiftri annað bindi af fjórum tim V-Skaftafellinga á árunum 1703 og 1966, sem skráðir fund- ust á skjölum og bókum. Björn Magnússon hefur tekið saman. 1 ritumum verða skráðir aliir þeir, konur og karlar, sem taldir eru til V-Skaftfellinga og skráð- ir fundust í emb;At tisbók um þeiim, skjöluim og bréfum, se'm talin eru í skná óprentaðra heiim- ilda. Þá ©r í bókinni skrá yfir bú- endur jarða og aðra húsráðend- ur. Annað bindið er alls rúmar 400 bls. og sparmar yfir Guðríði tiil Keti'ls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.