Morgunblaðið - 03.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1971 Akranes: 5 skip keypt, 4 seld og eitt í smíðum Akranesi 2. september. AKURNESINGAR hafa nú ný- lega keypt 5 fiskiskip, selt 4 og eiga eitt í smíðum og stækkar fiskiskipafloti bæjarins um 780 rúmlestir með þessum kaupum og sölum. Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan h.f. á Akranesi hefur nú nýlega keypt tvö skip, Gróttu RE 128, sem er 184 rúmlestir að stærð og Njörva frá Reyðarfirði, sem áður hét Magnús Ólafsson GK 494 og er 256 tonn. Vélskip- ið Ásmundur, sem er 58 lestir, var selt í sambandi við kaupin á Njörva. Þórður Óskarsson h.f. hefur keyþt vélskipið Helga Flóvents- son frá Húsavík, sem er 183 rúm- lestir að stærð. f>á hefuí Haf- aldur Böðvarsson h.f. keypt tvö skip, örfiriisey RE 14 og Akurey RE 6, sem eru 108 og 281 rúm- Fót- brotnaði er bíll ók á hest Akureyiri, 2. september. FIMMTÁN ára piltur á hestbaki varð fyrir bíl og féil til jarðar við Þverárbrú um klulkkan 11.30 í gærkvöldi. Hann vaæ ásamt öðr- um piliti að koma úr útreiðartúr og var í þann vegiinn að komast suður yfir brúna á Þverá, þegar bíll kom á móti homum og ók á hestinn. Ökumaður segist ekki hafa orðið pilfbsiins var, fyrr en um seinan, enda var rigning og vegurinn blautur og dökkleitur. Talið er að hesturinn hafi lemt á hægra afturbretti bílsins, sem vár dældað og pilturinn hafi fall- ið af hestimum við höggið. Pilturinn, sem heitir Sverrir Hjaltason, Melabraut 44, Seltjarn airnesi, og er kaupamaður á Syðra-Laugalandi í sumar, er tal inn hafa fótbrotnað, en hestur- inn meiddist ekki. — Sv. P. lest að stærð. Skipin voru keypt af Hraðfrystistöðinni h.f. í Reykjavík og komu til Ak-raness í dag. Haraldur Böðvansson h.f. hefur selt tvö skip, Höfrung II, AK 150 sem er 208 brúttólestir og Keili, AK 92, sem er 55 brúttólestir. Sigurfari AK 95, sem er 11 brúttólestir, hefur ve-rið seldur en eigandi hans var Berþór Guð- jónsson. Þá á Þórður Guðjóns- son skipstjóri skip í smíðum í Dráttarbraut Þorgeirs og Ellerts h.f. Síldarverksmiðjan og Heima- skagi h.f. eru nú að byggja fisk- verkunarhús á Heimaskagalóð, þar sem áður stóð m. a. gamla íshúsið. Það var upphaflega kælt með ís og salti, en árið 1928 voru settar í . það frystivélar. Þórður Ásmundsson og Loftur Loftsson útgerðarmaður létu byggja það rétt efti.r síðustu aldamót. — hjþ. Aukinn vígbúnaður í austri London, 1. sept., AP, NTB. ALÞJÓÐA rannsóknanefnd, skíp- uð hemaðarsérfræðingnm frá 46 ríkjum, birti í dag ársskýrslu sina í London. Kemur þar meðal annars í Ijós, að Sovétríkin eiga nú um 50% fleiri langdrægar kjamorkueldflaugar en Banda- ríkin, og að Sovétríkin eru að efla her sinn meðan Bandarikin em að draga úr herafla sínum. Þá segir í skýrslunni, að fjöldi sovézkra eldflauga i Egyptalandi hafi þrefaldazt frá í fyrrá, að Kínverjar séu orðnir þátttakend- ur í eldflaugakapphlaupinu, og að Rhodesíu-stjórn hafi tekizt að fjölga í flugher sínum um sjö herflugvélar þrátt fyrir vopna- sölubann þangað. Skýrsla nefndarinnar er hin ítarlegasta. Segir þar til dæmis, að Sovétríkin hafi nú þrisvar ■sinnum fleiri skriðdreka í Evr- ópu en Vesturveldin, og 2.500 flugvéluim fleiira í flugher sínum en Vesturveldin. Nefnd þesisi tók fyrst til starfa árið 1958, og hefur árlega hirt yfirlit yfir vígbúnað í heimmum. Segir í skýrslunni, að nefndin sé algerlega óháð öllum r£kið- •stjórnum og hagsmunasamtök- um. Helztu liðir skýrslunnar eiru þessir: 1. Langdrægar eldflaugair í skotstöðvum á landi eru í Sovét- rfejunum alls 1.510, í Bandaríkj- unum 1.054, 2. Bandaríkin hafa fækkað í her sínum úr 3,5 milljónum í 2,7 milljónir. Sovétríkin hafa fjölgað í her sínum úr 3.150.000 í 3.375. 000. 3. Bandaríkin hafa enn yfir- burði að því er varðar langdræg- air eldflaugar um borð í kafbát- um, eða alls 656 á mióti 350 í sovézkum kafbátum. Sovétríkin eru hina vegar að aukia kafbáta- Lætur smlða þrjá báta á Akureyri flota sinn, og ná væntanlega BandarJkjunum á því sviði iinnan tiðar. 4. í Evrópu hefur Atlantshafs bandalagið á sínum vegum 7.750 skriðdretea, Varsjárbandalagið 21. 700. NATO hefur þar 2.850 flug- vélar, Varsjárbandalagið 5.360. 5. Veisturveldin hafa enn yfir- burði á höfunum, en sovézki flotinn er í örum vexti. 6. SoVétríkin hafa auíkið her sinn verulega á kínversku landa- mærunum án þess að draga nokkuð af því autealiði frá Evr- ópu. 7. Um 15—20 þúsund sovézk- ir sérfræðíngar eru í Egypta- landi til að aðstoða egypzka her- inn. Sovézkiir flugmienn fljúga um 150 egypzkum MIG-þotum. Egyptar hafa nú 523 herflugvél- ar, Israelar 375. Egyptar hafa 1.650 skriðdreka, ísraelar 1.075. Þetta eru helztu tölurnar, en skýrslan í heild verður birt í Londan síðar. Rætt við Einar sölu og smíði á MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Einar Sig- urðsson, útgerðarmann, vegna fréttar um, að hann hefði selt tvo báta sína, örfirisey og Akurey, Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi. Hvað kemur til að þú ferð allt í einu að selja báta i stað þess að kaupa þá? — Ég held, að ég sé ennþá við það heygarðshomið að kaupa báta, því að ég er að láta smíða þrjá á Akureyah hjá Slippstöðinni. — Hvers vegna selur þú tiltölulega ný skip og lætur smíða önnur I staðinn? — Örfirisey og Akurey eru bæði um 300 tonn og hafa eingöngu stundað snurpu- veiðar, verið í Norðursjó á sumrin, á síldveiðum hér á haustin og fyrstu mánuði árs- ins og loks á loðnuveiðum á vertíðinni. Þannig hafa þau ekki komið með neitt hráefni fyrir frystihús mín. Að visu hafa þau veitt loðnu fyrir verksmiðjuna, en af loðnunni hefur borizt nóg. Þess vegna hef ég ekki þurft að gera út til að fá það h>ráefni. Sigurðsson um bátum — Bátarnir, sem eru í smíðum á Akureyri, verða 105—150 tonn, byggðir sem þorskveiðiskip, fyrst og fremst til línu- og netaveiða og einnig til togveiða. — Hefur þú frekari fréttir af skipasölum?' — Já. Vélbáturinn Örn, sem Hið almenna fiskveiði- hlutafélag á og ég e.r viðrið- inn ásamt 30—40 hluthöfum, hefur verið seldur Nöf h.f. á Hofsósi. Munu þeir þar ætla að nota bátinn sérstaklega til togveiða fyrir Norðurlandi allt árið um kring, nema ef vera skyldi að hann skr^ppi suður fyrir land til að veiða loðnu á meðan hún er. — Ætlar þú að selja fleiri skip? — Það getur verið að ég selji tvo 65 tonna báta, sem ég á og sem erfitt er orðið að gera út fyrir aðra en þá sem eiga bátana sjálfir og vinna á þeim. — Ætlar þú að láta smíða fleiri báta, eða ætlar þú að fara yfir í toga-rana eins og nú er í tízku? — Ég á nú togarann Sig- Einar Sigurðsson urð og útgerð hans hefur gengið ágætlega, sem ekki er furða, þar sem hann er og hefur verið aflahæsta skipið í flotanum. En hvort ég bæti við togurum get ég ekki sagt um enn sem komið er. Það er ekkort smámál fyrir ein- stakling að ráðast í kaup skuttogara, sem kosta frá 100—150 milljónvr króna. Laxárdalur: Grafnar dauðar úr fönn BÆNDUR á N-Auisturlandá ótt- ast nu, að stórfelldiir fjiárskaðar hafi orðið í ofviðri þv4 sem gekk yfir fyrir síðustu helgi. Kom þetta fram þegar Mbl. leitaði fregna um veiði í Laxá hjá Her- móði Guðmundssyni, bónda í Ár- neisi, í gær. Kvaðst hainn vita um eimn bónda í Laxárdal, sem dreg ið hefði 4 kindur dauðar úr fönn, og eins hefði ain og ein kind verið dregiin dauð úr fönn á Hóls fjölliuim og í Vopnafirði. Ennlremiur sagði Hermóður, að mörgum kindum hefði veriið bjargað lifandi úr fönin, þ. á m, 14—15 kindum á Laxárdalsheið- umum. Mývetningar hefðu einn- ig grafið eitthvað úr fönn, en þeir smöluðu um 800 fjár heim í girðingar úr vestanverðri Mý- vatnssveit. — ÁkaÆlega erfiitit er að kanma þetta að gagni fyrr em snjóinn tek uir upp, en hitastig heCur verið um frositmark á fj'öllunum þar til í gær, og vonumist við til að eitthvað tatei að hliýna á næst- unni. Annars eru þessi snjóa- löig á svo stóru svæði, þ.e. á af- réttarlömdum Þingeyinga og af- réttarlöndum Múlasýstoa, að bíða verður með að athuiga þau til hlltar flyrr en i göngunuim í haust, sagði Hermóður að lok- um. Fyrsta einkasýmng Hallsteins HALLSTEINN Sigurðsson myndhöggvari opnar í dag sýningu á verkum sínum í Asmundarsal á Skólavörðu- holti. Hallsteinn hefur sýnt á samsýningum áður, en þessi sýning er fyrsta einkasýning ' hans. Öli verkin, 26 talsins, erti gerð síðan 1968 og erti þau öll unnin erlendis, en Hall steinn hefur stundað iistnám í Bretiandi síðustu 5 vetur í og verður þar einn vetur í viðbót. Vrerkiii eru unnin úr gifsi, járni, steypu og trefja- plasti. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—10 til 19. september. Á myndinni er Hallsteinn Sigurðssoli við tvö vt-rka sinna. (Ljóstm. Mbl. Kr. Ben.). Kærði nauðgun RCrMLEGA þrítug kona kærði í fyrrakvöid nauðgun til lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelii, eftir að hafa verið handtekin við að hrjóta rúðnr í einni blokk- inni með grjótkasti. Var hún bú- in að brjóta tvær rúður er húm var handtekin, Þegar farið var að yfirheyra konuna hjá lögreglunni, sagði hún að sér hefði verið nauðgað í þessu húsi skömmu áður, en vegna ölvunar var framburður hennar mjög ónákvæmur. Við yfirheyrslur í gær kom fram að konan hafði verið ölvuð frá því á þriðjudagskvöld, en verið að flækjast um í fyrmefndri blokk allan miðvikudaginn, en í blokk- inni eru eins til þriggja manna herbergi. Ber hún að þrír menn hafi nauðgáð henni í tilteknu he.rbergi, en veit ekki nöfn þeirra og segist ekki geta þekkt. þá í sjón. Aftur á móti hefur hún þekkt aftur í sjón nokkra menn, úr hópi þeirra sem yfir- heyrðir hafa verið, en setur þá ekki í samband við nauðgunina. Kannast þó margi.r úr húsinu við að hafa séð konuna þar í fyrradag. Strax og konan kom til lög- reglunnar var farið með hana á sjúkrahúa tll læknisrannsóka- ar, en áverkar voru ekki sjáan- legir á henni. Slorifleg skýrsla um niðurstöður læknisrann- sóknar var ekki komin tii lög- reglunnar í gærkvöldi. Unnið var að lögreglurannsókn í gær- dag og verður haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.