Morgunblaðið - 28.09.1971, Side 14

Morgunblaðið - 28.09.1971, Side 14
14 MORGUTSTBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1971 4 Útgafandí hf. Arvakur, Raykjavfk. Framkvnmdaatjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjðrar Matthfas Johannessan. Eyjólfur Konrá® Jónsson. Aðatoðarritatjórí Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórí Björn Jóhannsson. Auglýaingaatjóri Ami Garðar Krístinason. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstrasti S, sfmi 10-100 Augiýsingar Aöalstraati 6, sími 22-4-80. Aakriftargjaid 196,00 kr. á mánuði Snnanlanda. f lauaasðlu 12,00 kr. eintakið. LANDGRUNNIÐ FISKVEIÐITAKMÖRKIN Á ður en Alþingi lauk störf- um í vor kaus það fimm manna nefnd, einn mann frá hverjum þingflokki, til að semja frumvarp til laga um rétt Íslendinga til land- grunnsins og hagnýtingar auðæfa þess. Frumvarp nefndarinnar skyldi meðal annars fela í sér „ákvæði um óskertan rétt Islendinga til fiskveiða í haf- inu yfir landgrunninu, eins og rétturinn til hafsbotnsins hefur þegar verið tryggður með lögum frá 24. marz 1969 um yfirráðarétt íslands yf- ir landgrunninu umhverfis landið“. Eigi er kunnugt um starf- semi þessarar nefndar, að öðru leyti en því, að hún hef- ur komið saman og að sjáv- arútvegsráðherra er formað- utr mefndarinnar. Það virðist einsýnt, að þessi nefnd muni semja frumvarp til laga um útfærslu landhelginnar, sem taki gildi 1. september næsta ár. Hefur þingið góðan tíma til íhugunar og ákvörðunar þesisa mikilvæga máls. Það ec að visu svo, að á grund- veHi landgrunnslaganna frá 1948 Kefur fiskveiðilögsagan og útfærsla hennar síðan verið ákvörðuð með reglu- gerðum. En að þessu hefur verið fundið og talið lögform- legra að Alþingi sjálft ákvarðaði fiskveiðilögsöguna mleð lögum. Núverandi stjórn arflokkar tileinkuðu sér þetta sjónarmið, þegar þeir eða fulltrúar þeirra báru fram frumvarp til laga á Alþingi 1960—61 um lögfestingu ís- lenzku fiskveiðilögsögunnar eins og hún var þá, 12 mílur frá grunnlínum umhverfis landið. Nú er það svo, að rík- isstjómarflokkarnir slógu af landgrunnsstefnunni á síðasta Alþingi í tillöguflutningi sín- um og vildu takmarka út- færslu fiskveiðilögsögunnar nú við 50 mílur. Þegar ríkis- stjómin var mynduð, voru 50 míina mörkin sett í stjóm- arsamninginn. í þeirri nefnd, sem ríkis- stjómin setti á laggimar sér til ráðuneytis um framvindu landhelgismálsins, eiga tveir formenn stjórnarandstöðu- flokkanna sæti. Á fundi, sem sjávarútvegsráðherra, Lúðvík Jósefsson, boðaði til á Hótel Sögu í fyrri viku, kom það fram, að formaður Sjálfstæð- isflokksins, Jóhann Hafstein, taldi mikla nauðsyn að forð- ast innbyrðisdeilur um mörk fiskveiðilögsögunnar, land- grunnið allt eða 50 mílurnar. Nú hefur formaður Sjálf- stæðisflokksins á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna, sem haldið var á Ak- ureyri um síðastliðna helgi, stungið upp á leið, sem ætti að geta fellt saman sjónarmið allra, bæði stjórnar og stjóm- arandstöðu. Sú tillaga felst í því, að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar á næsta ári miðist við landgrunnið allt, sem eng- inn ágreiningur er eða hefur verið um, að er okkar loka- takmark, og það tilkynntum við Bretum og Þjóðverjum með samningsgerðinni frá 1961. Jafnframt taki Alþingi þá ákvörðun, að fiskiskipum annarra þjóða verði fyrst um sinn heimilað að veiða upp að 50 mílna mörkunum, þar til íslendingar ákveða annað, eftir að hafa mælt og rann- sakað sjálf landgrunnsmörk- in nánar. Með þessu vinnst það, að við þurfum ekki að taka upp baráttu að nýju að fáum árum liðnum fyrir land- grunninu öllu, heldur stefn- um strax að lokafcakmark- inu, landið og landgrunn- ið eru eitt. Slík barátta er okkur á engan hátt erfið- ari en útfærsla í 60 mílur, nema síður sé, enda með þeim hætti, sem felst í tillögu for- manns Sjálfstæðisflokksins sama og 50 mílur fyrst í stað, gagnvart öðrum þjóðum. UtanríkisráðheiTa hefur stungið upp á áframhaldandi viðræðum við Breta og Þjóð- verja til samkömulags í land- helgismálinu. Sjávarútvegs- ráðherra hefur stungið upp á umþóttunartíma til samkomu lags. Það er fullkömlega eðli- legt, að Íslendingar bjóði upp á vissa tilslökun til samkomu- lags og er þess að vænta, að Bretar og Þjóðverjar meti slík viðhorf í þeim viðræðum, sem utanríkisráðherra hefur boðað að fram muni fara. Útfærsla fiskveiðilögsög- unnar er lífshagsmunamál okkar íslendinga, en við kjós- um friðsamlega úrlausn mála við gamlar vinaþjóðir. Samtök um verndun f iskimiða við Kanada Vilja viðræður fulitrúa Kanada, íslands, Noregs og Danmerkur með yfirráð land grunnssvæða fyrir augum Dartmouth, Nova Scotia — AP NÝSTOFNUÐ samtök full- trúa allra þátta fiskiðnað- arins í austurhluta Kanada hafa ákveðið að fara þess á leit við stjórnina í Ott- awa, að hún geri þegar í stað ráðstafanir til þess að vernda fyrir ágangi er- lendra fiskiskipa þá fiski- stofna á miðum við landið, sem farið hafa minnkandi að undanförnu. Hyggjast samtökin vísa til fyrirætlunar íslenzku ríkisstjórnarinnar um að færa út fiskveiðitakmörkin við ísland í 50 sjómílur — og þau hyggjast einnig leggja til, að fulltrúi stjórnar Kanada hafi frum- kvæði að viðræðum við fulltrúa íslands, Noregs og Danmerkur með það fyrir augum, að allar þjóðirnar fái í sínar hendur yfir- stjórn landgrunnssvæða, hver við sitt land. Samtök þessi, sem nefnast „Björgum fiskveiðum okkar“, eiga upptök sín á Nýfundna- landi, þar sem ofveiði hefur stefnt i hættu fjórum mikil- vægustu fisktegundum. Á stofnfundi samtakanna fyrir helgina var kjörin fram- kvæmdastjórn, sem þegar tók til að semja tiliögur til þess að leggja fram á fundi, sem fyrirhugaður er í Ottawa 8. október n.k. með sjávarútvegs ráðherra Kanada, Jack Davis samgönguráðherra, Don Jamieson og utanríkis- ráðherra landsins, Mitchell Sharp. Formaður samtakanna sem kjörinn var A. A. Gus Etche- gary, frá St. Johns á Ný- fundnalandi, sagði á stofnfund inum, þar sem saman voru komnir fulltrúar samtaka út- gerðarmanna, sjómanna og visindamanna að þeir, sem að fiskiðnaði stæðu óttuðust, að þær ráðstafanir, sem Kanada- menn gætu gert, á grundvelli alþjóðaráðstefnu um fisk- veiðar í Norður-Atlantshafi og Hafréttarráðstefnunnar, mundu reynast of síðbúnar til þess að fást við vandamálið á raunhæfan hátt. Hann sagði, að ofveiðin und an Nýfundalandi hefði orðið til þess meðal annars, að ýsa mætti heita horfin af mark- aðnum, sem hefði aftur orð- ið til þess, að þorskverð væri nú hærra en nokkru sinni fyrr og fiskveiðiþjóðir beindu at- hygli sinni í sívaxandi mæli að öðrum tegundum. Karfa sagði hann, að væri ekki leng ur að finna í svo miklu magni, að verulega borgaði sig að veiða hann, — og það væri einungis flyðra sem enn væri til nóg af. Formaðurinn bætti því við, að það væri kominn tími til að kalla fiskveiðiþjóðirnar l saman — leggja fyrir þær | staðreyndir, sem fyrir hendi ( væru um rýrnun fiskistofn- anna, og gera þeim fulla I grein fyrir því, sem er að i gerast. ( Etchegary sagði, að samtök in mundu einnig reyna að ■ fá ráðamenn kanadískra lands i svæða við Atlantshaf til þess , að gera samþykkt ámóta og rikisstjórar fylkjanna á Nýja- Englandi gerðu nýlega, um 1 æskilega útfærslu fiskveiði- lögsögu í 200 sjómílur. ' L Á fundinum í Ottawa, I október, munu forystumenn samtakanna væntanlega leggja fram tillögur um, að kanadisk yfirvöld geri grein fyrír afstöðu sinni varðandi umsjón og stjóm landgrunns- svæða og að þau geri ráðstaf- anir þar að lútandi fyrir árs- lok 1973. Einnig vilja samtök- in, að tóif sjómílna fiskveiði- takmörk nái til allra svæða við strendur Nýfundnalands í og Labrador og að bundinn verði endi á fiskveiðar er- lendra fiskiflota I St. Lawr- enceflóa. Samtökin vilja, að vissum svæðum við strand- línuna verði skipt niður í reiti l eða „hólf“, þar sem eingöngu 7 fái að veiða þeir sjómenn, er 1 stunda veiðar nærri landi. Loks munu samtökin leggja til, að stjórn Kanada hafi frumkvæði að viðræðum full- 1 trúa hennar við fulltrúa stjórna Islands, Noregs og Danmerkur með það fyrir augum, að allar þjóðirnar fái i sinar hendur yfirstjórn landgrunnssvæða, hver við sitt land — og benda sérstak- lega á, að íslenzka ríkisstjóm- in hefur tilkynnt að hún muni lýsa yfir 50 sjómílna fiskveiði lögsögu fyrir septemberlok næsta árs. Diplómatar í Moskvu bíða brottvísunar London, 27. sept. AP.-NTB. TALSMAJÐUR brezka utanrikis- ráðuneytisins sagði í dag, að 105 Rússar, sem hafa verið sakaðir um njósnir í Bretlandi, yrðu reknir úr Iandi þrátt fyrir hótun sovézku stjórnarinnar um hefnd- arráðstafanir. Sovézku njósnar- arnir hafa hálfs mánaðar frest til þess að fara úr landi, en ekk- ert bendir til þess að þeim iiggi nokkuð á. Brezkir leyniþjónustu- starfsmenn hafa nánar gætur á þeim. Sovézka stjómin sagði í yfir- lýsingu, að hún sæi sér ekki ann- að fært en að svara brottvísun- unum í sömu mynt ef brezka stjómin breytti ekki ákvöröun sinni, og bíða brezkir diplómatar nú þess að töluverður fjöldi þeirra verði rekinn úr landi. Eng ar töliur hafa verið nefndar í sovézkum blöðum, og er talið að það geti bent tíl þess að Rúss- ar ætli ekki að reka jafnmarga íulltrúa og Bretar hafa gert, enda hefði það í för með sér að svo að segja allir brezkir full- trúar í Sovétríkjunum yrðu að fara úr landi. Starfslið brezka sendiráðsins í Moskvu er 78 manns og þar af eru 40 diplómatar. AIls eru um 400 brezkir kaupsýslumenn, tæknifræðingar og verkfræðing- ar í Sovétríkjunium auk um 20— 30 Skiptistúdenta og um 10 blaða- manna. Ekki var búizt við endan- legri ákvörðun Rússa í málLnu fyrr en Andei Gromyko utanrík- isráðherra hefði rætt við hinn brezka embættisbróður sinn, Sir Alec Douglas-Home. Þeir eru báðir í New York þar sem þeir sitja Allsherjarþinig Sameinuðu þjóðanna. 1 mótmælum sovézk-u stjórnar- innar segir að brottreksturinn sé tilraun af yfirlögðu ráði til þess að grafa undan tilraun Rússa til að draga úr spennu í Evrópu. Brezka stjómin er sökuð um að hafa torveldað þessa viðleitni, og stjómarmálgagnið Pravda segir brezku stjómina bersýnilega staðráðna í að „synda á móti straumnum og hamla gegn eðli- legri þróun i Evrópu“. NJÓSNIR f BONN í Bonn birti sunnudagsblaðið VERÐ á síid veiddri tii beitu- frystingar við SV-land hefur nú verið ákveðið og segir í frétta- tilkynningu frá Verðiagsráði sjá varútvegsins: Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið eftirfarandi lágmarks- verð á síld veiddri við Suður- og Vesturland til beitufrystingar: A) Stórsíld (3—7 stk. I kg), hvert kg kr. 12.00. B) Smærri síld (8 stk. eða fleiri i kg), hvert kg kr. 7,20. Verðið miðast við nýtingu síld- ar í framangreinda vinnslu sam- kvæmt þeim reglum, sem gilt hafa. Verðið gildir frá 1. september „Welt am Sonntag" frétt þess efnis að sovézki ieyniþjónustu- starfsmaðurinn, sem baðst hæiis í London, hefði sagt frá nöfnum margra sovézkra njósnara í Vestur-Þý2kalandi. Blaðið segir, að helmingur þeirra 200 sovézku diplómata sem starfa í Vesbur- Þýzkalandi séu starfsmenn leyni- þjónustunnar. Stjómin í Bonn hefur tekið málið til meðferðar svo lítið hefur borið á, að sögn blaðsins. Blaðið segir, að upplýs- ingar sovézka leyniþjónustu- starflsmannsins muni leiða til þess að njósnahringir í Banda- ríkjunum og Vestur-Þýzkalandi verði leyst upp. til 31. desember 1971, eða þar til 4.500 tonn hafa verið fryst til beitu á verðtímabilinu en full- trúum í Verðlagsráði er heimilt að segja lágmarksverðinu upp með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns, Jóns Sig- urðssonar, hagrannsóknarstjóra og fulltrúa síldarseljenda i deild- inni, Jóns Sigurðssonar, for- manns Sjómannasambands Is- lands og Kristjáns Ragnarssonar, gegn atkvæðum Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar, fulltr. kaupenda, en Ámi Benediktsson, fulltrúi kaup enda greiddi ekki atkvæði. Reykjavík, 24. september 1971, Verðlagsráð sjávarútvégsins. Síldarverðið ákveðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.