Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 3 Harirtibsil VsUdimarsson félagsmálaráðherra teknr fyrstu skófhist ungtma siö 5. áfanga Frani- kvæmdanefndar byggingaráætln nar í Breiðholti. 150-200 í búðir á ári með sérstökum skilmálum Unnið að sameiningu stjórnar Verkamannabústaða og Framkvæmdanefndar bygginga ráætlunar HANNIBAL Valdimarsscn, fé- lagsmálaráðherra, tök sL iawg- ardag fyrstu skófhistnngiE að 5. byggingarsifaisga Framkvænida- nefndar byggingaráætlunar, að viðstöddum fulltrúiun Keykja- viknrborga.r, nefndaarmönnum ©g mokkrum gestam. Eins og fyrri áfangar F. B. verður Jsessi 5. og næstsíðasti áíángi byggður í Breiðhoiti cg verða í honum 284 íbúðir. Byrj- að verður á grunni eins lengsta lháss, sem hafin hefnr verið byggúng á hér á landi, en það 'erðuir uni 320 m að lengd með ®0 tveggja og þriggja herbergja toúðnm, og má því búast við að toúafjöidi í þessu húsi verði 700 -800 manns. Til viðmiðunar um engd hússins má geta þess að ií hús þetta stæði við Austur- itrætt myndi það ná frá Morg- unblaðshúsinu og nokkuð tipp í lankastræti. Framkvæmdaneínd byggingar læitlunar F. B. hefur nú starfað !rá árinu 1965, en stofnun nefnd- irinnar var liður í lausn á erfiðri dnnudeilu. Hlutverk nefndarinnar var að byggja 1250 íbúðir fyrir lág- launafólk og var upphaflega ákveðið að það skyldi gert á ár- unum 1966—1970. Aðilar að F. B. eru tveir, þ.e. íslenzka rikið og Reykjavikur- borg og útvegar ríkið f jármagn til byggingaframkvæmdanna að 4/5 hlutum en Reykjavíkurborg að 1/5 hluta, enda er eignar- réttur og ráðstöfunarréttur á íbúðum i sömu hlutföUum. Þeim 1000 ibúðum, sem koma í hlut rikisins samkv. reglugerð ráðstafar Húsnæðismálastjórn að fengnum tiHögum þriggja manna nefndair verkalýðsfélag- anna í Reykjavik til láglauna- fólks sem eru meðiimir í verka- iýðsfélögunum. Greiðsluskilmálar eru þeir, að kaupandi greiðir 20% af and- virði ibúðarinnar á fjórum ár- um, en 80% af söluverðinu er lánað til 33 ára. Það kom fljótt í ljós að ekki yrði unnt, að ljúka þessu verk- efni á eins skömmum tima og ætlað var í upphafi, og er nú unnið eftir áætlun, sem gerir ráð fyrir að vei'kefni þessu verði lokið í árslok 1974. Bygginigarframkvæmdir hóf- ust vorið 1967 og voru á þvi ári og árinu 1968 byggðar 312 íbúðir í 6 fjölbýlishúsum, en auk þess voru reist 23 einbýUshús, sem flutt voru inn frá Dan- mörku. Nokkurt hlé varð á starfsemi F. B. árið 1969 og stafaði það að nokkru leyti af þeim efna- hagsörðugleikum, sem þjóðin átti þá við að striða. Byggingarframkvæmdir hóf- ust sáðan aftur sdðari hluta árs- ins 1969 með byggingu 180 íbúða við ÞórufeU og YrsufeU og er þeim áfanga að ljúka um þess- ar mundir. Á síðastiiðnu hausti var byrj- að á grunnum 4. áfanga sem í verða 192 ibúðir, en uppsteypa hófst I marzmánuði og stendur yfir fram i febr.—marz. Fyrstu íbúðir í þeim áfanga verða vænt aniega tilbúnar nú fyrir jól og verða síðan afhent tvö stigahús mánaðariega og verður svo áfram þar tii verkefni F. B. verður lokið um áramót 1974— ’75. Samkvæmt nýlegum lögum um Húsnæðissmálastofnun rikis- ins o. fl. hefur nýlega verið skipuð stjórn Verkamannabú- staða í Reykjavík. Unnið er að þvi að starfsemi þessara tveggja stofnana verði tengd þanni'g að um svipað leyti og F. B. af- hendir sinar síðustu ibúðir verði fyrstu íbúðir Verkamannabú- staða tilbúnar til afhendingar. Á þennan hátt verður láglauna- fófki gefinn kostur á að kaupa 150—200 íbúðir árlega með sér- stökum greiðsluskilmálum. Á meðfylgjandi mynd er stjórn Framkvæmdanefndar byggingaráætlnnar: — F. v. Ríkarðiir Steinbergsson, framkv.stj., Óskar Hallgrímsson rafvirkjameistari, Gísii Halldórsson aridtekt, Eyjólfur K. Sigurjónsson lögg. endursk. formaður, Guðmund ur J. Guðmundsson verkamað- ar og Ingóifur Finnbogason by ggingameistari. TYSGOTU1 SÍMI 12330. LAUGAV. 66 SÍMI 13630. VEKJUM ATIIYGLT Á FÖT MEÐ VESTI STAKIR JAKKAR LITAÚRVAL AF STÖKUWl TERYLENE BUXUM. BtNDI og BINDASETT • BÆJARINS MESTA GALLABUXNA ÚRVAL BOLIR, BELTI, • SOKKAR og SPORTJAKKAR GEISILEGT URVflL mm&m m GALLABUXUR ÚR DENIM. BURSTUÐU DENIM, FLAUEL OG NANKIN. KJÓLAR TEKNIR UPP I DAG. HERRA- OG DÖMU SPORTJAKKAR BOLIR FRÁ SCOTT LECTER KVENPEYSUR OG HERRAPEYSUR. <§i KARNABÆR STAKSTEINAR Eitt sinn kommi, ávallt kommi Fyrhr kosningar bar málfiutn- ingur bcmniúnista það með sér, að þeir fundu það og skildu, að stefna þeirra í innanríkis- sem utanrikismáliim átti ekki hijóm- grurtn með þjóðinni. Fyrir þá sök vöLnðust þeir sem lieitan eid- inn að taia um viðhorf sitt til vestrænna lýðræðisþjóða cg samstöðu íslands með þeim, hvað þá að þeir miiintust á þjóð- nýtingu atvinnuveganna eða takmörkun eignarréttarins. Þesss í stað snökkuðu þeir um nátt- úriifegurð og vernd einstakiings- ins. Hámarki náði þessi velg julegl uppgerðartónn, þegar MagnúS Kjartansson kallaði sjálfan sig í flokkakynningu í sjónvarpinu ekki sósíalista, heldur „lýðræðis- iegan jafnaðarmann“. Eftir kosningarnar kom í ljós, að kommúnistum hafði enn einn sinni tekizt að blekkja menn til fylgis við sig. Og nú þykjast þeib hafa búið svo vel um sig, aS ástæðulaust sé að dyljast, svo að aftur er farið að brydda á! hinum raunverulegu hugsjónunt þeirra i Þjóðviijanum, Talað et! um, „að virkt starf Alþýðubandai iagsins innan þings og utan geti búið í haginn fyrir áframliald- andi baráttu fram til sósíalísks þjóðfélags“, og kvartað yfir því, að ekki séu horfur á því að ríkis- stjómin framkvæmi „elginda- breytingar“ á þjóðfélaginu, „svo sem þjóðnýtingti atvinnutækja, takmörkun á eignarrétti maiuia o. s. frv.“ Meira að segja Stefán Jónssoit útvarpsmaður, sem fyrir kosning- ar augiýsti sig sem sériegan vemd ara iaxveiðibænda og hagsmuna þeirra, boðar nú lagasetningu um takmörkun á yfirráðarétti bænda yfir veiðiréttinum. Talar bann um „braskið með laxveiðiároar okkar“ í því sambandi og segir: „hvað minn hiut áhrærir er þiirf- in fyrir slíka iagasetningu orðin næsta brýn“. Samstaða lýð- ræðisflokkanna Þegar öryggismál þjóðarinnar ber á góma, er af hálfu Fram- sóknarflokksins sleginn sá var- nagii, að þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmálans um brottflutn- ing varnariiðsins á Keflavikur- flugvelii, sé með öllu óvíst, hver skipan verður höfð á vöraum landsins í framtíðinni. Lögð er áherzla á samstöðu okkar með öðrum lýðræðisþjóðum og vikið að þeim skyldum, sem við höfum við aðrar vest.rænar þjóðir, sem okkur em skyldastar og við eig- um og viijum hafa sem mest sam- skipti við. Eins og að líkum lætur er slíkf tal eitur í beinum kommúnista. Fyrir þeim vakir það eitt, að reka fleyg milli íslendinga og annarra vestrænna lýðræðis- þjóða, því að með þeim eina hætti sjá þeir þess nokkra von, að þeim takist að koma hér á því „sósíalíska þjóðskipulagi“, sem þá dreymir s\o mjög um. Þannig á að búa „í haginn fyrir áfamhaidandi baráttii til „sósí- alísks þjóðfélags“. Þess verður þ\i að vænta I lengstu lög, að Framsóknarfiokk- urinn beri gæfu til þess að ieita samstöðu við lýðræðisflokkana um öryggismál þjóðarinnax og hvernig þeim verði skipað I framtíðinni. IESIÐ Hlorgtmbkbib DRGLECII t v \ <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.