Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 Hrottaleg likamsárás: Manni og konu misþyrmt Árásarmennirnir ófundnir MAÐUR og kona voru flutt með vitundarlaus í sjúkrahús aðfarar nótt sunnudags eftir að þau höfðu orðið fyrir hrottalegri lik amsárás tveggja ungra manna. Fólkið, sem er um fertugt, reynd ist óbrotið, en með marga og mikla áverka eftir misþyrming- arnar. Liðan fólksins var í gær sæmileg eftir atvikum. Fólkið, sem var við skál, var að koma heim af skemmtistað I Reykjavík, og var á gangi eftir Grjótagöitu um klukkan 3 um nóttina, þegar árásarmennimir tveir veittust að því. Börðu þeir fóikið í götuna og spörkuðu í það. Fólk í nærliggjandi húsum heyrði neyðaróp fölksins og kvaddi til lögreghi, en er að var komið, lá fólkið meðvitundar- iaust I götunni og árásarmenn- imir voru á bak og burt. Tala máli Islendinga við Lagosstjórn I SAMTALI, sem einn af blaða- mönnum Mbl. átti við Diallo Telli, framkvæmdastjóra Eining arsamtaka Afriku sagði Telli að hann myndi skýra Nígeríustjórn frá áhuga íslendinga á að hefja aftur sölu á skreið til Nígeríu. Af þessu tilefni hafði Mbl. sam band vjð Bjtaga Eiríksson hjá Skreiðarsamlaginu og spurði hann hvort hann hefði hitt ein- hverja af nefndarmönnum að máii. Bragi sagðist hafa hitt nokkra þeirra og rætt við þá og hefðu þeir haft góð orð um að tala máli íslendinga við stjórn- ina í Lagos, er Einingarsamtökin halda fund í Lagos í næsta mán Svana Friðriksdóttir uði. Af þessu tilefni sagði Bragi að sér íyndist sjálfsagt, eftir svo veiheppnaða heimsókn, að senda íslenzka skreiðarmenn til Níger íu í næsta mánuði til að fylgja málinu eftir. ,Ötrúlegur draumur4 „ÞETTA er ötrúlegur draum- ur og okkur finnst hann ekki enn vera orðinn að veruleika,“ sagði Helgi Angantýsson, Staðarbakka 10, Reykjavík, er við ræddum við hann í gær kvöldi en þá skömmu áður höfðu Pétur Sigurðsson, for- maður DAS og framkvæmda- stjóri þess, Baldvin Jónsson, afhent honum og fjölskyldu hans októberhús DAS að Rrú arflöt í Garðahreppi. Helgi sagði, að fjölskyidan, þau hjón og synirnir þrir hefðu flutt inn í raðhús í Rreiðholti fyrir ári og stæðu þau enn í basli við að ljúka Samstaða lýðræðisf lokk anna í varnarmálum? Athyglisverd ummæli Þórarins Þórarinssonar á Varðbergsfundi Á RÁÐSTEFNU Varðbergs um varnar- og öryggismál þjóðarinn- ar s.l. föstudagskvöld vöktu svo- hijóðandi iimmæli Þórarins I>ór- arinssonar alþingismanns mikla athygli, en þar var hann að fjalla um framtíðarskipan á vörnum landsins: „Ég spái því, að niðurstaðan verði sú, að það náist samstaða milli þeirra þriggja lýðræðisflokka, sem Seldi í Hull SLÉTTANES IS seldi í gærmorg un í Huil 77 smálestir af fiski fyrir 12.581 steriingspúnd, sem er um 2,7 milljónir króna. Meðal- verð á hvert kg var rúmlega 35 krónur. stóðu að NATO, um það, hvern- ig þeirri skipan verði fyrir kom ið.“ Áður hafði hann m.a. sagt, að hann teldi eðlilegt, að hafin yrði endurskoðun á varnarsamningn- um með það fyrir augum, að her inn dveldi hér ekki til iangframa og að það gæti gerat á fjórum árum, „en önnur skipan tæki þá við". Ákveðið væri að taka upp viðræður við Bandaríkin um það, hvernig sú skipan skyldi vera. Meðan viðhorf þeirra lægi ekki fyrir, væri ekki hægt að slá neinu föstu um það, hvemig hún yrði. Hann lagði áherzlu á, að engin ástæða væri „til að fara óðfluga að í þessum málum", þar sem f jögur ár væru til stefnu. Á ráðstefnu þessari töiuðu einn ig Jóhann Hafstein og Sigurður Guðmundsson á föstudagskvöld. Jóhainn Hafstein minnti m.a. á, að innan ríkisstjórnarinhar væri ágreiningur um afstöðuna Framhald á bls. 27. við húsið. Áður bjuggn þau í sambýlishtisi við Hjarðarhaga i 15 ár. Á myndinni er Pétur Sig- urðsson að afhenda konu Helga, Ásdísi Hallgrímsdótt- ur blómvönd og Raldvin Jóns- son horfir á. Til vinstri eru synir hjónanna Hallgrímur Pétur og Rragi Heimir. Á myndina vantar þriðja soninn Árna Þór, sem var í skóla, þeg ar afhendingin fór fram. — Ljósm.: Sv. Þorm. Samninga- fnndur í dag SAMNINGAFUNDUR verður haldinn í dag með fulltrúum Al- þýðusambands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands og hefst hann kl. 14 í húsakynnum Vinnuveitendasambandsins að Garðastræti 41. Urslit bæjarstjórnarkosninganna; Fylgishrun Framsóknar á Isafirði Ég gleðst mjög yfir verðlaununum — fyrir hönd þúsunda sjálfboðaliða á Norðurlönd- um, sagði Svana Friðriks- dóttir í Ujóðahöllinni í Genf ÚRSLITIN í bæjarstjórnarkosn- inguntim á ísafirði liggja nú fyr- ír. Heildarniðurstaða kosning- anna varð sú, að Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hlntu verulegt fylgi, en Sjálfstæðis- fiokkurinn, einn hinna flokkanna fjögurra, jók nokkuð fylgi sitt. Mikið fylgishrun varð hjá Fram- sóknarflokknum. Hann tapaði nær öðm hverju atkvæði þrátt fyrir aukninguna í Eyrarhreppi. Atkvæði féllu þannig: Alþýðuflokkurinn hlaut 260 at kv. (337) og einn mann kjörinn. Hafði tvo. Framsóknarflokkurinn hlaut 141 atkv. (276) og einn mann kjörinn. Hafði tvo. Sjáifsitæðisflokkurinn hlaut 572 atkv. (526) og fjóra menn kjörna. Hafði fjóra. Samtök frjálslyndra og vinstri Framhald á bls. 27. „EG gleðst mjög yfir því að taka við þessum verðlaunum fyrir hönd þúsunda sjálfboða liða á Norðurlöndum, sem raunar ættu skiiið að vera hér í 'ag“, sagði Svana Friðriks- dóttir um leið og hún ávarp aði Sadruddin Aga Khan prins forseta Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og fleiri stórmenni við afhendingu heið urspenings Nansens í Þjóða- höllinni í Genf í gær. Svana, sem vakti athygli fyrir glæsi lega framkomu, var klædd brúnum og svörtum síðum kjól (maxí). Var hún um- kringd biaðaljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum sjón- varps um leið og hún bafði tekið við peningnum úr hendi Aga Khans. „Þó að ísland sé í órafjar- lægð frá flóttamannavanda- málunum, vilja ungir íslend- ingar leggja það sem þeir geta af mörkum til þess að aðstoða við lausn vandamáianna" — hélt Svana Friðriksdóttir á- fram og bætti við: „og við vonum að ungt fólk í öðrum Framhald á Ms. 26. S j álf stæðisf lokkur inn: Stjórnmálafundir í Austurlandsk j ör dæmi í FRÁSÖGN Morgunblaðsins s. 1. sunnudag, þar sem greint var frá ráðgerðum almennum stjóm- málafundum Sjálfstæðisflokks- ins I öilum kjördæmum landsins, féll niður ákvörðun miðstjórnar flokksins í Austurlandskjördæmi. Þar verða fundimir á eftirtöldum tíma: Vopnafirði föstudaginn 29. október, Egilsstöðum, laugardag inn 30. október, Höfn í Homa- firði, sunnudaginn 31. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.