Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBL,A»IÐ, MUÐJUÐAGUR 5. OKTÓBER 1971 21 ■ i frettum KVENMANNSVEKK ? Malvina Antonitz er flug- freyja hjá bandarísku flug- félagi og nýlega, þegar hún flaug til Ástralíu, fékk hún tækifæri til að fara að sjá keppni í viðarhöggi. Henni virt- ist þetta tiltölulega auðveld íþrótt og skemmtileg að auki og þess vegna ákvað hún að reyna getu sína. Fáum höggum seinna var hún komin að þeirri niðurstöðu, að þetta væri íþrótt einungis fyrir sérfræðinga. En ætli áhorfendur séu henni allir sammála? HEIMSINS STÆRSTA BARN Tuttugu og tveggja mánaða gamall strákur, sem vegur 28 kíló, er sagður vera stærsta barn heimsins. Elias Daou Sari- atou frá þorpinu Abengourou á Filabeinsströndinni vó 4 kiló við fæðingu (16 merkur) og neytir enmþá aðeins móður- mjólkur. Hann er 90 sentimetra hár og mittismál hans er 91 sentimetri. Læknar segja, að Elias sé algerlega eðlilegur, en hanm er i hæsta máta óvenju- legur og nú streymir fjöldi ferðamanna til þorpsins til að lífta á drenginn. BRÚÐKAUPSTERTU í EINUM GRÆNUM Alfred Caple og hans heitt- elskaða Kate Benson pöntuðu brúðkaupstertu og báðu bakar- ann að senda hana eins fljótt og hægt væri, svo að þau gætu gift sig í „einum grænum“. Það var samt sem áður ekki þessi venjulega ástæða fyrir hraðgiftingu (!) heldur, eins og forstöðukonan á elliheimilinu, þar sem þau kynntust, sagði: — Maður hefur ekki mikinn ttma til að kasta á glæ, þegar maður er á gamals aldri. Og það eru þau A1 og Kate. Hann er 90 ára og hún er 97 ára!í ,rn*r*- íc«„* HÁVAÐAMÆLINGAK Þetta fölk í hvitu sloppunum er að gera mælingar á umferð arhávaðanum á einu af aðal- torgum borgarinnar Kharkov í Úkraínu. Niðurstöður mæling- anna verða ritaðar inn á kort af borginni og síðan er ætlunin að skipuleggja á ný umferðar- dreifingu i borginni og gera nauðsynlegar lagfæringar á bifreiðum til að mimnka háv- aðann. Þegar hefur þessu verki verið lokið á ýmum stöðum í borginni og hefur umferðar- hávaðinn þar lækkað til munai eftir nauðsynlegar lagfæringar.i TRUFLIÐ EKKI ÖKUMANNINN Paul Johnson er tveggja ára gamall gutti í Stratford í Eng- landi. Mamma hans fór með hann í ökuferð um daginn og setti hann að sjálfsögðu i aft- ursætið og þar átti hann að sitja rólegur. En snáðinn var ekki alveg á þeim buxunum, heldur stóð upp, greip báðum höndum fyrir augu mömmu sinnar og sagði: „Gettu hver það er?“ Hún ók á 50 km hraða á þvi augnahliki óg þeg- ar hún sá skyndilega ekki út úr augunum, sveigði bíllinn út af veginum og lenti þar á kyrr- stæðum vörubil. Bíllinn henn- ar klesstist illa, hún skrámað- ist og fékk glóðarauga, en stráksi slapp ómeiddur. —- Kannski hefur hann lært eitt- hvað af þessu, segir móðirin. XXX LÖGREGLAN í „GRÍSA- STRÆTI“ Nú á að fara að reisa nýja lögreglustöð i bænum St. Ives í Englandi og á stöðin að standa við götu, sem lengi hefur borið nafnið Pig Lane (Grísastræti). Lögregluþjón- arnir hafa eitthvað verið að ergja sig yfir þessu, því að „pig“ (grís) er eitt af uppá- haldsnöfnum lýðsins á lögreglu manni. Nú hafa yfirvöld sýnt skilning sinn á þessu vanda- máli og gatan hefur verið skírð Broad Leas (hvað sem það nú þýðir, en geta má þess að orðið broad er gjarnan notað af karlmönnum um kvenfólk, sem þeir vilja nota á vissan hátt). XXX DÝRAVINURINN 1 UMFERÐINNI Brezkur ökumaður var ný- lega dæmdur í 12 punda sekt fyrir óvenjulegt athæfi í um- ferðinni: Lögreglumaður sá til hans, þar sem hann ók með hundinn sinn i fanginu. Þótti þetta ekki geta talizt tU var- kárni í umferðinni. LOKSINS LÉK HÚN VEL Þegar An,n Margret fór frá Svíþjóð til Bandaríkjanna hef ur hún sjálfsagt talið sig eíga góða daga í vændum sem leik- kona þar vestra. Og góða daga hefur hún átt — ekki fyrir leik hæfileika, heldur fyrst og fremst fyrir útlitið, sem hefur gengið vel í augun á bíógestum. Nú hefur hún þó náð þeim áfanga að hljóta góða dóma fyr ir leik sinn í kvikmynd — og þykir hún „bara þrælgóð leik XXX NÝJAN HUND — MEÐ TÚLK? Ríkisfjölleikahúsið í Moskvu sendir bráðlega sýningarflokk til Bretlands og umboðsmenn flokksins leita nú æðislega að hundi, sem getur komið í stað hunds stórtrúðsins Popovs, en síðarnefndi hundurinn fær ekki að koma til Bretlands kona“, eins og unglingamir myndu víst segja það. Myndin, sem hún stóð sig svo vel í, heit ir „Carnal Knowledge" og var leikstýrt af Mike Nichols, sem m.a. gerði kvikmyndina „The Graduate“, sem notið hefur gríð arlegra vinsælda um alian heim. Ann Margret hélt nýlega tii London til að Ivera viðstödd frumsýningu þessarar nýju myndar sinnar í Evrópu og þar var þessi mynd tekin. XXX vegna strangra reglna utn sótt- kví. En sá hundur, sem gerist staðgengili þess rússneska, verður helzt að skilja rúss- nesku til að geta skilið trúð- inn Popov, svo að ef ekki reynist unnt að fá hund, sem kann rússnesku, verður líklega að fá túlk til aðstoðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.