Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 6
6 MORG17NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 FLUTNINGABIFREIÐ Ford '66 með feistivagni, 8-10 tonn, til sölu. Uppl. í síma 50938 eftir kl. 7 á kvöldín. 3JA HERB. ÍBÚÐ óskast á leigu sem allra fyrst Keflavík-Njarðvík. Uppl. um Keflavíkurflugvöll, Stmi 24324, samóand 5114. Robert Bess. ÞJÓNUSTA Tö'kum að okkur tollútreikn- irvg, verðútreikning, launaút- reíkning o. fl. Fljót og góð •þjónusta. Upplýsingar í síma 12801 eftir kl. 17.00. HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti, 30 stk. á 300 kr. Þvott ur, sem kemur í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir Siðumúla 12, sími 31460. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu. Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. ATVINNA Bifreiðarstjóri með meirapróf óskast. Umsóknir leggist inn til afgr. Mbl. fyrir kl. 5 á fimmfudag, merkar: „Atvinna — 4371". IBÚÐ ÓSKAST Tæknifræðingur óskar eftir þriggja henbergja fbúð. Uppl. í síma 33154. TEK I SAUM pil'S, buxur og ve®ti, hef tvístunguvél. Helga Hannesdóttir klæðskeri sími 82896. SNIÐKENNSLA síðdegiB- og kvöldnémskeið. Inn ritun í síma 19178. Sigrún A. Sigurðardóttir Drápuhlíð 48, 2. hæð. KÓPAVOGUR, AUSTURBÆR Kona eða ungfingsstúlka óskast til að líta eftir 7 ára dreng eftir hádegi 4—5 daga í víku. Uppk í síma 42574. KEFLAVlK — REYKJAVÍK Fultorðin reglusö'm kona ut- an af löndi óskar eftir 1—2 herb. og eldhúsi, heimilisað- stoð kemur til greina. Sími 37517 Rvík eða 2774 Keflav. BARNGÓÐ KONA óskaiSt til að gæta 10 nrránaða gamallar stúlku frá kl. 9 ti! 5 5 daga vikunnar. Þarf helzt að búa 1 Hlíðunum eða Mið- bænum. Uppl. í s. 21553 eftir kl. 5 á daginn. Areiðanleg stúlka ós'kast í brauða- og mjólkur- búð bálfan daginn. Uppl. í síma 33435 eftir kl. 2 í dag. IBÚÐ ÓSKAST Fjögurra herbergja íbúð eða rúmgóð 3ja herbergja óskast til leigu strax. Upplýsingar í síma 16134 kl. 7—9 í kvöld og annað kvöld. HVÍTUR KETTLINGUR hefur tapazt frá Sölvhóls- götu 10. Finnandi vinsamlega hringi í 16144 eða 14205. Minningartaflan í turninum Drottinn segir: Ég: mun breyta sorg- þeirra í gleði og hugga þá og gleð.ja eftir harma þeirra (Jerem. 31.13). í dag er þriðjudagmrinn 5. október. Er það 278. dagur ársins 1971. Árdegisháflæði í Reykjavík er klukkan 06.30. Eftir lifa 87 dagar. Næturiæknir í Keflavík 5. 10. Jón K. Jóhannsson. 6. 10. Kjartan Ólafsson. 7.10. Arnbjöm Ólafsson. 8., 9., 10. 10. Guðjón Klemenzson dögum frá 15.9.—15.12. Á virk- uim dögum efiir samkomulagi. Náttúruffripasafnið Hverfisgötu 116, OpiÖ þriðjud., fimmtud., iaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. 1110. Jón K. Jóhannsson. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaiga og fimmtudaga frá kl. 1.30. Að- gangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar (gengið inn frá Eiriksgötu) er opvð frá fel. 13.30—16. Á sunnu- Báögjafarþjónusta Geðverndarfélags- ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30 síðdegis að Veltusundi 3, simi 12139. ÞJónusta er ókeypis og öllum helmil. Sýning Handritastofunar lslands 1971, Konungsbók eddukvæOa og Flateyjarbók, er opin á sunnudögum Kl. 1.30—4 e.li. I Árnagaröi viO Suður götu. Aögangur og sýninvarskrá ókeypls. Hér uppi í kirkjuturninum ber ýmislegt fyrir augu. Rétt við uppganginn hangir röð af perlukrönsum. Við austurþil stendur verklegur bókaskápur, sneisafullur af Stjórnartíðind- um og öðrum opinberum ritum. Þetta er allt frá gamla tíman- um. En nútíminn —• tækniöldin — lætur sig hér ekki heldur án vitnisburðar. Fulltrúi hans er rafmagnstaflan með sínum mæl- um og öryggjum og rofum. Frá henni liggja raftaugarnar í mörgum samhliða rörum, sem síðan kvíslast um allt kirkjuhús ið því að staðurinn er á orku- svæði ríkisrafveitunnar og kirkjan því lýst og hituð með rafmagni. En hvað er nú hér? Við hliðina á þessum myndar lega bókaskáp rís tréspjald í ramma upp við vegginn. Það er málað blátt, ramminn með rauð um listum, litirnir ótrúlega lítið farnir að fölna þegar þess er gætt hve gamall gripurinn er eins og síðar kemur fram. tnnan rammans er spjaldið allt útfyllt svörtu upphafsstafa letri, svo ótrúlega skíru og greinilegu eins og það hafi ver- ið skorið í gær. Hvað er það sem hér er skráð? FIELL HIER 1 FOLDAR SKAUT FORELDRA KIÆRSTA VON SÁ GÓÐRA HYLLE HLAUT HAN CHR. PETURSSON. VALMENNI UNGA EY UNT LENGRA SKEYÐSINS VAR OG VITNI: HOLD ER HEY HEIMINUM ÞANNIG BAR. ÞEIM SÁRT HANS SAKNA HÉR SIE TIL HUGGUNAR SKRÁÐ: HANN DAUÐUR ECKI ER EN BYGGER FEGRA LÁÐ. SÁ TÓK HANN SEM AÐ GAF SENN MUN NÆR ÞRJÓTA ÁR GUÐ! JESUS AUGUM AF ÖLL ÞERRA SORGARTÁR. FÆDDR. XXIX NOVEMBER MDCCC. DÁINN XXIX APRIL MDCCCXXIII. Sjálf er taflan 50x80 cm að stærð, ramminn 7 cm breiður. Hún er úr þrem samantöppuð- um fjölum, allmjög farin að gisna eins og myndin sýnir ef hún tekst vel. Miðfjödin er nokkru lengri en hinar. Fyrir ofar rammann hefur verið skorið í hana hjarta. Nú er það brotið. Enginn hefur hirt um að endurnýja það, því að öll þau hjörtu, sem syrgðu Kristján Pét ursson látinn og blessuðu minn- ingu hans eru löngu hætt að slá. Poreldrar hans voru prófasts- hjónin i Stafholti, sr. Pétur Pét ursson og mad. Sigþrúður Bjarnadóttir. Þau eignuðust tvö börn: Arndisi konu sr. Friðriks Eggerz og Kristján, sem andað- ist eins og fyrr segir á 23. ald- ursári „skólapiltur kominn und ir dimmision". Segir í kirkjubók inni að hann hafi legið 18 vikur í gicht. Mun þó fleira hafa ver- ið heimfært undir þann sjúk- dóm en nú er gert. En hvað sem hefur dregið Kristján Pét- ursson til dauða, báru foreldrar hans þungan harm í brjósti eft- ir þennan eina son sinn, sem var langt kominn með nám er hann deyði. Þegar vorið kom, tók dauðans engill hann í fang sér meðan vorgyðjan sveif „úr suð- rænum geim á sólgeisla vængj- unum breiðum" inn yfir Borg- arfjörð. HÉR ÁÐTJR FYRRI (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Svona gerum við þegar við FRÉTTIR Kvenfélag Óháða safnaðarins N.k. fimmtudag, 7. október kl. 20.30 i Kirkjubæ, sýnikennsla i hárgreiðslu og andlitssnyrtingu. Takið með ykkur gesti. Safnað- arkonur velkomnar. Spakmæli dagsins — Hversu myrkt sem kann að vera í íbúð sálarinnar, er leik völlur á þakinu, ef hugur manns getur gert að gamni sínu. — H. Redwood, Þessa fallcgu mynd tók K. Ben. nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.