Morgunblaðið - 05.10.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 OAU: Einingarsamtök Afríkuríkja EFTIR l>ví sem sjálfstæðum ríkjum Afríku fjölgaði að lok- Inni siðari heimsstyrjöldinni, urðu þær raddir háværari, sem mæltu með stofnun sam- taka, er gætu unnið að sam- eiginlegum hagsmunamáluni rikjanna á breiðum grund- velli. Ekki tókst þó að ná samstöðu um þessi mál fyrr en á fundi leiðtoga 30 Afríku- ríkja, sem haldinn var í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, dagana 23.—28. maí 1963. Lauk þeim viðræðum með stofnun samtakanna „Org- anization of African Unity — OAU“, eða Einingarsamtaka Afríkurikja, eins og samtök- in liafa verið nefnd á ís- lenzku. Hafa samtökin dafn- að frá stofnuninni, og eru aðildarríkin nú 41. 1 stofnskrá samtakanna segir að helzti tilgangur þeirra sé eftirfarandi: Að efla einingu og samstöðu rikja Afríku. Að samhæfa og auka barátt- una fyrir bættum lifskjör- um í Afriku. Að vemda fullveldi og sjálf- stæði ríkjanna. Að útrýma allri nýlendu- stefnu í Afriku. Diallo Telli, aðalfram- kvæmdastjóri OAU. Að styðja alla alþjóða sam- vinnu í fullu samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóð anna og Alþjóða mann- réttindasáttmálann. Frá þvi OAU-samtökin voru stofnuð hafa þjóðhöfðingjar aðildarríkjanna komið saman til ráðstefnu árlega, og var síðasta þing leiðtoganna hald ið í Addis Ababa dagana 21.— 23. júní í sumar, en næsta leiðtogaþing verður haldið í Rabat, höfuðborg Marokkó, næsta sumar. Á þinginu í sumar var Moktar ould Daddah, forseti Mauritaniu, kjörinn forseti samtakanna. Á vegum OAU er einnig starfandi ráðherranefnd, skip uð ráðherrum frá öllum að- ildairíkjunum, og kemur hún saman tvisvar á ári. Einnig eru starfandi ýmsar fasta- nefndir, svo sem miðlunar- og sáttanefnd, til að f jalla um deilumál ríkjanna og frelsis- nefnd, sem ætlað er að styðja frelsisbaráttu í ófrjálsum ríkjum Afriku. Fram'kvæmdaráð OAU hef- ur aðsetur í Addis Ababa, og er Diallo Telli Boubakar frá Guineu aðalframkvæmda- stjóri samtakanna. Frá þvi samtökin voru stofnuð hafa þau haft af- skipti af mörgum sameigin- legum hagsmunamálum rikj- anna, og ber þar fyrst að nefna baráttuna fyrir auknu sjálfstæði í álfunnd. Hafa samtökin haldið uppd lát- lausri baráttu gegn nýlendu- stjóm Portúgala í Angóla og Fulltrúar OAU, sem heinisóttu Island um helgina, koiuu frá ríkjununi, setn sýnd eru þverstrikuð hér á kortinu. gegn minnihlutastjórnum hvitra manna í Rhodesíu og Suður-Afriku. Aðildarríkin að OAU eru þessi: Alsir, Botswana, Burundi, Cameroon, Chad, Dahomey, Efri Volta, Egyptaland, Eþíópía, Fílabeinsströndin, Gabon, Gambía, Ghana, Guinea, Kenýa, Kongo (Brazzaviile), Kongo (Kins- hasa), Lesotho, Libería, Líbýa, Madagascar, Malawi, Marokkó, Mauritanía, Mauri- tius, Mið-Afríku-lýðveldið, Miðbaugs-Guinea, Niger, Nigeria, Rwanda, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súd- an, Swaziland, Tanzanía, Togo, Túnis, Uganda og Zambia. Merkisberi í sjálf stæð- isbaráttu lands síns Moktar ould Daddah, forseti Máretaníu HEIMSÓKN sendinefndar Sameiningarbandalags Afríku- ríkja til íslands nú um helg- ina hefur að vonum vakið mikla athygli, því að það er sjaldgæft, ef það hefur þá gerzt nokkru sinni fyrr, að jafnmargir áhrifamiklir hátt- settir stjórnmálamenn úr löndum þessarar fjarlægu heimsálfu, hafi sótt ísland heim. Formaður afrísku sendi- nefndarinnar var Moktar ould Daddah, forseti Máretaníu á vesturströnd Afríku og er hann í hópi kunnustu og áhrifamestu stjórnmálaleið- toga þeirra landa Afriku, sem orðið hafa sjálfstæð riki sið- ustu áratugi. Máretanía varð lýðveldi árið 1960. Landið varð hluti af frönsku Vestur-Afríku árið 1920 og síðan nýlenda Frakka. Var landinu í fyrstu stjórnað frá St. Louis í Senegal. Árið 1946 hlaut Máretanía nokkra sjálf- stjórn, en rúmum áratug síð- ar, eftir að árás skæruliða frá Marokkó í norðri hafði verið hrundið, kaus það sér sjálf- stjóm undir forsæti Moktar oúld Daddah, sem gerði hafn- arborgina Nouakchott að höf- uðborg landsins. Árið 1958 varð Máretanía fullvalda ríki innan franska samveldisins og 28. nóvember 1960 lýsti landið yfir fullu sjálfstæði sínu. Máretanía varð aðildarríki Sameinuðu þjóðanna í öktóber 1961. Moktar ould Daddah, forseti Máretaníu, er seranilega sá maður, sem átt hefur drýgstan þátt í því að afla landinu sjálf- stæðis. Hann er fæddur 25. des. 1924 og gekk fynst í Skóla í landi sínu, en fór síðan til framhaldsnáims í Frakk- landi, Stúdentsprófi lauk hann í Nizza, en lagði síðan stund á Kortið sýnir legu Máretaníu í Afríku og landfræðilega af- stöðu þess til nágrannaríkjanna. Moktar ould Daddah, forseti Máretaníu. laganám í París og lauk lög- fræðiprófi þar. Árið 1957 gerð- ist hann málfærslumaður í Dakar í Senegal, en síðar á sama ári var hann gerður að varafonsætisráðhenra Máre- taniu og jafnfamt ráðherra kennslumála- og æsikulýða- mála. Eitt af því fynsta, sem hann kom í kring, var að fá því framgengt, að Nouakchott yrði gerð að höfuðborg lands- ins. Árið 1958 hlaut Máretanía sjálfstjórn, en MOktar ould Daddah var kosinn Iög- gjafarþing landsins árið eftir og aðeins mánuði síðar varð hann forsætisráðherra og jafnframt innaniríkisráðherra. Hanm stefndi miarkvisst að því að afla landi sínu fulls sjálfstæðis og Máretanía varð lóks sjálfstætt ríki árið 1960. í almentnum kosningum, sem fóru í kjölfar sjálfstæðis- yfirlýsingarinnar, var Moktar ould Daddah, kosirun forseti landsins (1961) og hefur gegnt því embætti síðan. Eitt meginvandamál ould Daddah sem forseta hefur ver- ið að vinna bug á áleitni Mar- okkómanna í norðri, en þeir hafa hvað eftir annað komið fram með landakröfur á hend- ur Máretaníu. Hefur þarna verið um erfiðasta vandamál Máretaníu á sviði utaruríkis- mála að ræða allt frá stofnun lýðveldisins. Þannig gerðu Marokkómenn árásir inn í landið bæði 1956 og 1957, en þessum árásarferðum var hrundið í bæði skiptin. Stærsti stjórnmálaflokkur Máretaníu er svonefndur end- urskipulagninigarflokkur, sem komið var á fót árið 1958 með samruna tveggja stærstu stjórnimálaflOkkannia. í norð- urhluta landsins e>r hins vegar fyrir hendi skipulögð hreyf- ing, sem vill, að landið sam- einist Marokkó, en Marokkó stjórn hefur hvað eftdr anrnað borið fram kröfur um yfirráð yfir Máretaníu, eins og drepið var á hér áðan. Máretanía er mjög víðáttu- mikið land eða nær 10 sinnum stærra að flatarmáli en ísland. Ibúafjöldinn er þó tiltölulega mjög lítill eða í kringum ein milljón, sem er ekki núkið í jafn stóru landi. fbúarnir eru af mismuniandi bergi brotnir. Sumir eru Arabar að uppruma en aðrir eru negrar. Flestir eru íbúamir múhaimeðstrúar. - Podgorny Framhald af bls. 1. sióustu viku var undirritaður í Hanioi samningur um hernaðar- Lega og efnahagslega aðstoð Kín- verja við stjóm N-Víetnams. Stjómin í Hanoi hefur ekki tekið aflstöðu í deilum Sovétmanna og Ktoverja, í ræðu sinni sagði Podgomy, að Sovétmenn og N- Víetnamar sitæðu undir sama hugsjónafána — fána marxisma- leninisma. Þessar þjóðir hefðu varðveitt hreinleika hugsjóna þeirra og það mundu þær gera áfram, þrátt fyrir hvers kyns storkun og útúrsnúninga, sem byggðust á endurskoðunarstefn- um og kreddutrú. Podgorny lýsti stuðningi Sov- étstjómarinnar við áætlun þá í sjö liðum, sem stjórn þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í Suður-Víetnam hefur lagt fram fyrir sitt leyti sem grundvöll að lausn Víetnam- deilunnar. Hann fordasmdi hins vegar áætlanir Bandarikjastjóm- ar og kenningar Nixons varð- andi Víetnam, sakaði Banda- ríkjastjóm um að draga á lang- ton friðarviðræðumar í Paris og fordæmdi hana harðlega fyrir loftárásir á Norður-Víetnam. — S-Afríka Framhald af bls. 1. við st j órn armálgagnið „Frater- nité Mairtin“: „Fyrsti áfangi slíkra umræðna verður sá, að vinir mínir og ég sendum sendinefnd til Pretoria tól þess að kooma á sambandi við Johamnes Vorster forsætisráðherra og samstarfa- menn hans. Ef allt gengur að óskum og þessar viðræður bera jákvæðan árangur, mun ég ekki hika við að fara til Suður-Afríku ásamt mokkrum öðrum þjóðhöfð- ingjum og bjóða Vorster að heimsækja Okkur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.