Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1971, Blaðsíða 15
MORGU'NBLAfHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 15 „Skilningur og vinsemd Is- lendinga komu ekki á óvart66 — sagði forseti Mauritaníu á fundi með fréttamönnum SENBINEFNDIN frá Einingar- samtökum Afríku (OAU), sem hér var á ferð um lielgina, hélt fnnd með fréttamönnum á Hótel Sögu á sunnudag, þar sem for- maðtir nefndarinnar, Moktar ould Daddah forseti Mauritaniu gerði grein fyrir tiigangi heimsóknar- innar og þeim boðskap, sem nefnd im flytti íslenzkum ráðamönnum og íslenzku þjóðinni. Fundinn sátu auk forsetans, fulltrúar 5 Afríkuríkja í sendinefndinni, ut anríkisráðherrar Zambíu, Malí, Mauritaníu, Kamerún og Kenya. Forsetinn minntist í upphafi á íandhjelgismálið og sagði að þar nytu íslendingar stuðnings Ein ingarsamtaka Afríku, en nánar er sagt frá því í annarri frétt hér í biaðinu í dag. Moktar ould Daddah gerði síð an grein fyrir heimsókninni og sagði að megintilgangur fararinn ar til Norðurlanda væri að ræða ástandið í S-Afríku, Rhódesíu og portúgölsku nýlendunum Angóla og Mozambique þar sem 30 millj. Afríkubúa byggju við kynþátta misrétti minnihlutastjórnar hvítra manna og yfirráð S-Afríku yfir SV-Afríku, sem Sameinuðu þjóðirnar hefðu á sínum tíma fengið þeim, en síðar tekið aftur, án þess að S-Afríkustjórn hlýddi þeirri ákvörðun. Málið hefði ver ið lagt fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, sem hefði lýst yfirráðin ólögleg, en þrátt fyrir þetta þver skallaðist stjórn S-Afríku við að hlíta úrskurðinum. Sagði forset inn að Einingarsamtökin legðu mikla áherzlu á að allt yrði gert til að neyða S-Afríkustjórn til að láta af þessum yfirráðum hið bráðasta. ANGÓLA OG MOZAMBIQUE I>á vék forsetinn að nýlendu- stríði Portúgala gegn frelsishreyf ingum í Angóla og Mozambique. Hann sagði að Portúgalar hefðu nú 200 þúsund manna herlið í þessum nýlendum og að meðal þessara hermanna væri ein og hálf herdeild af þremur, sem Portúgölum bæri að leggja NATO til. Hann sagði að nefndin ætlaði að heimsækja öll aðildarriki NATO og reyna að fá þau til að hætta efnahagslegum og hernað arlegum situðningi við Portúgal sem gerði Portúgölum kleift að halda úti baráttunni gegn frelsis hreyfingum. Að vísu væri ekki um beinan slikan stuðning að ræða, en þar sem NATO legði Portúgölum til aðstoð, sem nægði til að sjá um heimavarnir, gætu Portúgalar notað eigin fjármagn til að kosta herliðið í nýlendun- um. Hann sagði einnig að Afriku ríkin væru þess fullviss að án sið ferðilegs stuðnings frá NATO gætu Portúgalar ekki haldið þess ari baráttu áfram. NEFND SKIPUÐ Forsetinn var spurður um á- standið innan frelsishreyfinganna í portúgölsku nýlendunum, hvort þar ríkti meiri eining nú en und anfarin ár. Hann svaraði því til að i Mozambique væri full eining meðal foiystumanna frelsishreyf- ingarinnar, en í Angóla væru hreyfingamar tvær, sem fyrir frelsi landsi.ns berðust. Hefðu Einingarsamtök Afríku á síðasta fundi sínum skipað nefnd nokk- urra leiðtoga Afríkuiríkj a, sem hefði því hlutverki að gegna að reyna að sætta þessar hreyfingar og væru menn vongóðir um ár- angur af starfi þessarar nefndar. UNNIÐ EFTIR ÝMSUM LEIÐUM Þá var forsetinn að þvi spurð ur hverjar aðrar ráðstafanir þeir hefðu gert til að afla málstað sín um stuðnings og hvað þeim hefði orðið ágengt á síðustu árum. Hann svaraði þvi til að auk heimsókna sendinefndarinnar væri unnið á vettvangi Samein uðu þjóðanna og eftir ýmsum öðr Frá blaðamannafundi sendinefndar Einingarsamtaka Afríku að Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Moktar ould Daddah forseti Mauritaníu og formaður sendinefndarinnar um diplómatískum leiðum í von um að af þessum störfum yrði jákvæður árangur. Hann sagði, að m.a. hefðu þessar að- gerðir leitt titl þess að ítalir hættu við þátttöku í smíði mikillar stíflu i Angóla. Þá sagði hann, að bar áttan nyti fjárhagsaðstoðar ým issa alþjóðlegra samtaka, t.d. Heimskirkjusamtakanna, og ann. arra kirkjulegra samtaka. Hann sagði, að Einingarsamtökin hefðu stofnað sérstakan sjóð árið 1964, sem styrkti baráttu frelsishreyí inganna. Svíar sagði hann að hefðu styrkt frelsisbaráttuna svo og aðrar Norðurlandaþjóðir, þó að í minna mæli væri. Forsetinn sagði að lokum að sendinefndin hefði í viðræðum sinum við íslenzka ráðamenn mætt mikilli vinsemd og skiln- ingi á baráttu Einingarsamtak- anna gegn kynþáttastefnu S-Afr íkustjórnar, enda væri sú stefna fordæmd í málefnasamningi ía- lenzku ríkisstjórnarinnar. Hann sagði, að það hefði ekki komið nefndarmönnum á óvart að mæta svo góðum skilningi á íslandi, þvi að íslendingar hefðu um alda raðir búið undir erlendri stjórn og skildu því hvers vegna Afríku þjóðir berðust gegn áþján og mis rétti. Viðskiptabaimi hótað: Laxveiðimenn segja Dönum stríð á hendur Ofsafengnar árásir á Dani í bandarískri skýrslu BOSTON 4. október — NTB. Bandaríska laxverndarnefndin — CASE — undirbýr nýja lierferð gegn laxveiðum danskra togara á Grænlandsmiðuni. Herferðin miðar að því að fá alla Banda- ríkjamenn til að hætta algerlega að kaupa danskai- vörur í Banda- rikjunum, ef Danir minnka ekki í algert lágmark laxveiðar á lit- hafiiui. CASE itrekar fyrri rök í SkýrSlu, sem nofndin hefutr ný- tega sent frá sér, tiil að hnekkja rökum Dana fyrir þvi að ekki sé vísindalega sannað að úthafsiax- veiðar gangi vemlega á laxveiði- stoEninn í Norður-Ameníku. Rök Dana eru sö'gð lýsa hroka, Vöruflutningar aukast VÖRUFLUTNINGAR Loftleiða jukust í ágústmánuði í ár um 198% miðað við sama mánuð í fyrra og urðu 315 smálestir. Til samanburðar er þess getið í fréttabréfi Loftleiða tii starfs- manna sinna, að í nóvember 1970 voru fluttar 215 smálestir, en það hafði verið hæsti mánuð- ur í vöruiflutnmgum fram til þessa. og riki eins og Noregur og Bretland sökuð um að hafa óbeinlínis svikið Bandaríkin og Kanada í þessu máli. Þau hafi formlega lýst yfir stuðningi við CASE, en raunverulega að- eins hugsað um að tryggja eigin- hagsmuni sína og þanniig gefið dönsikum fiskimönnuim frjáilsar hendur á Norðvestur-Atlan'ts'hafi. Á það er einnig bent, að CASE hyggist knýja fraim lagasetningu í því skyni að koma til leiðar sameiginlegri stefnu Bandarikj- anna og Kanada um laxveiðar á Norður-A'tlamtshafi. CASE segir, að þessi barátta hafi borið þann árangur, að lagt hafi verið fram lagafrumvarp þess efnis, að bann að verði að kaupa allar fisikaf- urðir frá löndum, sem leyfa lax- veiðar á Norður-Atlantshafi i svo rikum mæli, að hindrað sé það starf, sem nú sé ummið í þágu verndumar laxstofnsins. Ofsafen'gnar árásir eru gerðar í skýrslunni á danskt samfélag og dönsku þjóðina, og virðast þær greimilega byggðar á skýrslu sérstakrar CASE-nefndar, sem heiirmsótti Danimörku í apríl sl. „1 sóSíaliísku landi eins og Dan- mörku eru blöð, útvarp og sjón- varp greinitega mjög háð hinni opinberu afstöðu, þótt þessum miðlum sé ekki beiniínis stjóm- að af ríkissitjórninini. Máistað CASE eru einfaldlega ekki gerð skil, því stjórnin vil'l sannfæra þjóðina um, að ástand laxamál- anma sé með felldu og vegna þess ástæðulaust að gera nokk- uð. Að minnsta kosti var þetta meðferðin, sem CASE-nefndin fékk í apríil," segir í skýrSlunni. sænsk Þ-JÓÐNÝTING lyfjaverzlunar í Svíþ.jöð hefur ekki gefið eins góða raun og vonir stóðu tíl, þegar til hennar var stofn- að um síðustu áraniót, að sögn danska blaðsins „Bör- sen“. Tilgangur þjóðnýtingar- innar var tvíþættur: lyf áttu að lækka í verði og þjónusta lyfjabúða að batna. Hvorugt hefur tekizt að sögn blaðsins. Dreifingarkostnaður og þar með verð á lyfjuim hefur hækkað á timabiilinu. Verð- hækkunin í septemiber var að meðaltali 5%. Lyf sem fást án framvisunar lyfseðla eins og magnyl hækkuðu mest í verði eða um alit að 11%. Aukagjald fyrir afgreiðslu hafði áður hækkað úr 80 sænskuim aurum í tvær sænsik Brosio til A-Evrópu Brúss©!, 4. okt. — NTB STAÐGENGLAR utanríkis- ráðherra NATO-landanna og nokkrir aðstoðarutanríkisráð- lierrar frá aðildarlöndunum komu í dag saman til fundar í Briissel til að velja fulltrúa, sem verður sendur í heim- sókn til Varsjárbandalags- landanna og til þess að kanna ar krónur. Sænski félagsmálaráðherr- ann sagði hins vegar þegar hið nýja fyrirkomulag var inmteitt, að rikiseinokun smá- söilunnar mundi hafa miki'l áhrif á verðmyndunina: lyf mundu lækka í verði þar sem ríkisifyrirtæki gæti fylgt virkri verðstefmu og hagrætt dreifingunni. Bæði þjóðfélag- ið og einstaklingar mundu njófca góðs af, en þvert á móti hafa lyfin hækkað. Rökin fyr- ir verðhækkuninni eru að launakostnaður ríkislyfsölunn ar hafi aukizt. Laun eru stærsti útgjalda- liður í rekstrarreikningu'm lytfjabúðanna, Biiið milli launaútgjalda og álagningar var tengi 80 á móti 20, en möguleika á gagnkvæmum samdrætti herliðs í Evrópu. Verkefnið verður sennilega falið ítalanum Manlio Brosio, sem Iét af starfi framkvæmda stjóra NATO í síðustu viku. Hinn nýi framkvæmda- stjóri bandalagsins, Josef Luns, segir að fundurinn í dag hafi mikla pólitíska þýð- ingu. Á ráðherrafundi í Lissabon í sumar var sam- þykkt að hefja samningavið- ræður við Austur-Evrópurík- in um fækkun herja í Evr- ópu. söl'u'hagnaður 30%. Rikislyf- | salan hefur á tæpu ári hækk- að álagningu um 50%, og | meiri hækkunu.m er spáð á I nœs ta ári. | Sagt var, að tilkoma ríkis- 1 lyfsöiunnar mundi bæta þjón- l ustu við neytend'ur, en að | sögn „Börsen" er mikluim erf- iðlei'kum bundið að tryggja ' örugga dreifingu til ú.tibú- anna. Birgðaástand lyfjabúð- anna hefur versnað, og al- . gengt er orðið að bíða verði tvo til þrjá daga eftir af- i greiðslu á lyfjum að sögn | blaðsins. Þó er á það bent að | ríkið reyni að gera eitthvað tiii þess að leysa þessi vanda- i miál. Þjóðnýting hækkar 1 lyf í verði eftir síðustu verðhækknir er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.