Morgunblaðið - 19.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1971
15
Fyrri hluti ræðii Jóharms Hafstein á Alþingi í gær:
Stefnt að auknum ríkis-
afskiptum inn á við
— Giæfralega að farið út á við
— Fylgja ber landgruims-
stefnunni í landhelgismálinu
í GÆB fóru fram á Alþingi
umræður um stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar, en að
venju lýsti forsætisráðherra
stefnu stjórnarinnar í ræðu.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, flutti í
þessum umræðum yfirgrips-
mikla ræðu, þar sem hann
lýsti afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins til ríkisstjómarinn-
ar og stefnumála hennar.
„Við Sjálfstæðismenn vit-
um, að áhrif okkar verða ekki
útilokuð, enda þótt tilgangur-
inn sé að setja okkur utan-
garðs, við eigum sterkari ítök
í hugum fólksins en svo,“
sagði Jóhann Hafstein í lok
ræðu sinnar. „Á því byggj-
um við okkar stjórnarand-
stöðu í þeim mæli, sem ég hef
lýst henni: Hún á að vera
áhyrg en hörð, hún á að vera
málcfnaleg og hún á að vera
sanngjörn.“ Ræða Jóhanns
Hafstein fer hér á eftir í
heild: (Sjá frásögn af umræð-
um að öðru leyti á bls. 11).
Hæstvirtur forsætisráðherra
hefur nú gert grein fyrir stjórn-
arkmyndun sinni á sl. sumri
þann 14. júli og meginatriðum
úr stjórnarsáttmálanum.
Af þessu tilefni vil ég leyfa
mér að gera grein fyrir nokkr-
um grundvallaratriðum i stefnu
og viðhorfum Sjálfstæðisflokks-
ins, Á þeim hlýtur að sjálf-
sögðu öðru fremur að mótast
aístaða þingflokks Sjálfstæðis-
manna til núverandi hsestvirtrar
rilkisstjórnar.
GRUNDVALUARSTEFNA
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
var stofnaður fyrir rúmum 42
árum, í maímánuði 1929, við
samruna íhaldsiflokksins og
Frjálslynda flokksins, var grund-
vallarstefna flokksins mörkuð i
tveim mjög einföldum en skýr-
um yfirlýsingum:
1 fyrsta lagi: „Að vinna að
þvl og undirbúa það, að Island
taki að fullu og öllu sín mál í
sínar eigin hendur og gæði lands-
ins til afnota fyrir landsmenn
eina, jafnskjótt og 25 ára samn-
inigstímabil sambandslaganna er
á enda."
í öðru lagi: „Að vinna i inn-
anlandsmálum að víðsýnni og
þjóðlegri umbótastefnu á grund-
velli einstaklingsfrelsis og at-
vinmufrelsis með hagsmuni allra
stétta fyrir augum.“
Hér er ekki á ferðinni löng
stjórrtmálayfirlýsing eða sátt-
máli. En það er ekkert loðið i
því, sem hér er sagt, og öll
þjóðin skildi vel, við hvað var
átt. Það er ekki tilviljun, að
þessar tvær grundvailaryfirlýs-
inigar hafa verið, eru og verða
gruntónninn í stefnu og starfi
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrra atriðið er að visu til
framkvæmda komið við stofnun
lýðveldisins á Þingvöllum 17.
júní 1944. Á enga er hallað, þótt
sagt sé, að aðrir hafi ekki tekið
forustumönnum Sjálfstæðis-
flokksins fram í því að berjast
fyrir og leggja með farsælum
hætti hornsteininn að hinu ís-
Ienzka lýðveldi 1944. Sjálfstæðis-
mönnum var líka fullljóst, að
sjálfstæðisbaráttunni var ekki
lokið með endurreisn lýðveldis-
ins. Engir aðrir hafa átt rikari
þátt í þvi að mó<ta utanrikis-
málastefnu þjóðarinnar á fyrstu
árum lýðveldisins en forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins og
leggja grundvöllinn að farsælu
samstarfi með vestrænum lýð-
ræðisþjóðum og bræðraþjóðum
á Norðurlöndunnum á alþjóða-
vettvangi, í senn til þess að
treysta öryggi landsins og fram-
tið og taka þátt í varnarsam-
starfi lýðræðisþjóða gegn of-
veldi og ofriki eftir þvi sem
okkar litla þjóð hefur verið
þess megnug.
ÓTTINN VI»
RÍKISAFSKIPTI
Bjarni Benediktsson gerir
grein fyrir því í ritlingi, sem
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna gaf út 1970 og nefnist
„Þættir úr fjörutíu ára stjóm-
málasögu", að ein af höfuð-
ástæðum fyrir stofnun Sjálf-
stæðisflokksins 1929 hafi verið
vaxandi ótti margra um, að þá-
verandi ríkisstjórn Framsóknar-
flokks stefndi, með stuðningi
Alþýðuflokksins, að takmörkun-
um á einstaklingsfrelsi og at-
vinnufreisi í skjóli harðnandi
stéttabaráttu. Aðra greinina í
stofnyfirlýsingu Sjálfstæðis-
flokksins ber að skoða í þessu
ljósi. En seinni tíma saga hefur
kennt okkur að eigi var ástæðu-
laust, að leggja áherzlu á að efla
í þessu þjóðfélagi einstaklings-
frelsi og atvinnufrelsi með hags-
muni allra stétta fyrir augum.
Vinstri stjórn tók hér við völd-
um 1934 undir forsæti Fram-
sóknarflokksins. Voru þá mjög
aukin rikisafskipti á ýmsa vegu
og sjaldan lét hún standa á sér
hin rika tilhneiging stjómvalda
þess tíma að vega að einstakl-
ingsfrelsinu og athafnafrelsinu,
ef því var að skipta.
Vinstri stjórn var aftur mynd-
uð á Islandi á miðju ári 1956
eftir alþingiskosningar þá og
eftir að gerð hafði verið tilraun
með kosningabandalagi, svoköll-
uðu hræðslubandalagi, til þess
að ná meirihluta á Alþingi með
minnihluta kjósenda. Því var
lýst yfir af forustumönnum þess
stjórnarsamstarfs, að aðalatriðið
væri að setja Sjálfstæðisflokk-
inn hjá í þjóðfélaginu, að útiloka
áhrif hans, að hann og hans
sjónarmið skyldu utangarðs í
íslenzku stjórnmálalífi.
Þessi áform lánuðust ekki.
Spyrja mætti, hvers vegna þau
hafi ekki lánazt? Að mínum
dómi misheppnuðust þau fyrst
og fremst vegna þess, að sjálf-
stæðisstefnan er of rótgróin í
lundarfari Islendinga til þess, að
hún verði sett utangarðs. Sjálf-
stæðisflokkurinn efldist jafnt og
þétt, meðan hann var einn i
stjórnarandstöðu á þessu vinstri
stjórnar tímabili. Þegar bæjar-
stjómarkosningar fóru fram i
ársbyrjun 1958 í öllum kaupstöð
um landsins, sem þá voru jafn-
framt sérstök kjördæmi, hlaut
stuðningslið þáverandi vinstri
stjórnar aðeins 42,3% atkvæða,
en Sjálfstæðisflokkurinn einn
53,77% atkvæða. Þessi vinstri
stjórn flosnaði upp eftir tveggja
og hálfs árs stjórnartímabil og
var orðstír hennar vægast sagt
mjög vafasamur, eins og oft
hefur verið að vikið hér í þing-
sölunum og utan þeirra.
MIKILSVERÐUR
LÆRDÓMUR
Islenzka þjóðin hafði hlotið
mikilsverðan lærdóm af tveggja
og hálfs árs stjórnarferli vinstri
stjórnar á Islandi.
Ýmsir höfðu áður haldið,- að í
vinstra samstarfi væri eitthvert
lausnarorð íólgið. Nú vissu þeir
betur. Ríkisstjórnin hafði reynzt
þess algjörlega vanmegnuð að
efna fyrirheit sín um efnahags-
lega uppbyggingu í landinu, ög
hún hafði svikið eitt helzta kosn-
inga- og samningsmál sitt, að
láta varnarlið Bandaríkjamanna
á vegum Norður-Atlantshafs-
bandalagsins hverfa úr landi.
Það er ef til vill kaldhæðni ör-
laganna, að þá gerði þessi vinstri
stjórn bezt, þegar hún sveik
mest.
Nú er orðið langt um liðið,
síðan dagar þessarar vinstri
stjórnar voru taldir. Hins vegar
er það óumdeilt, að á þvl tíma-
bili, sem síðan er liðið, hefur
islenzka þjóðin lifað eitt hið
mesta framfaraskeið í allri
sinni sögu. Þó er það svo, að
bæði skiptust á skin og skúrir
á þessu tímabili, í aflabrögð-
um, árferði og viðskiptakjörum
þjóðarinnar, eins og kunnugt
er.
Á þessu framfaraskeiði is-
lenzku þjóðarinnar og efnahags-
legrar velgengni eru það öðru
fremur grundvallarsjónarmið
sjálfstæðisstefnunnar, sem mót-
að hafa stjórnarathafnir og lög-
gjöf. Þau hafa verið samræmd
félagshyggju og áætlunargerð
án ágreinings við Alþýðuflokk-
inn, en um stjórnarsamstarf
þessara tveggja flokka var að
ræða allt tímabilið.
1 SK.IÓLI SJÁLFSTÆÐIS-
STEFNUNNAR
Hver voru þessi grundvallar-
sjónarmið sjálfstæðisstefnunnar,
sem í ríkum mæli mótuðu stjóm
málaþróun eða þjóðfélagsþróun
undanfarinna ára? Ég get svar-
að þessari spurningu örfáum
orðum:
Jón Þorláksson, fyrsti formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sagði I
ræðu á fundi Heimdallar, félags
ungra Sjálfstæðismanna í
Reykjavík fyrir 42 árum: „Sá,
sem viffl leita eftir efinalegri vel-
gengni fyrir sjálfan sig, verður
að gjöra það með því, fyrst og
fremst, að leitast við, að full-
nægja sem bezt þörfum ann-
arra.“ Þetta höfum við Sjálf-
stæðismenn talið vera grund-
vallarlögmál allrar heilbrigðrar
efnahagsstarfsemi, sem byggð
er á atvinnufrelsi og frjálsum
viðskiptum.
Á Landsfunndi Sjálfstæðis-
flokksins, sem haldinn var í lok
aprílmánaðar í vor, var m. a.
þessu lýst yfir:
„Stefna Sjálfstæðisflokksins er
grundvölluð á þeirri lýðræðis-
hugsjón, að einstaklingar og
samtök þeirra hafi svigrúm til
orða og athafna, svo að frjáls
hugsun og persónulegt framtak
fái notið sin, til heilla fyrir
hvern einstakan þjóðfélagsborg-
ara og heildina I senn. Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur einn is-
lenzkra stjórnmálaflokka megin
áherzlu á gildi einstaklingsins.
Markmið sjálfstæðisstefnunnar
er að efla og varðveita frjáls-
ræði sérhvers borgara til orðs
og æðis.“
Ennfremur lýsti Landsfundur-
inn því yfir, „að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni því aðeins taka
þátt i stjórnarmyndun, að kosn-
ingum afstöðnum, að unnt verði
að halda áfram á braut aukins
frjálsræðis og dreifingar valds-
ins í þjóðfélaginu til þegnanna."
Sjálfstæðisfliokkurinn hefur
samlagað einstklingshyggju gildi
félagslegrar samhjálpar. Allar
meiriháttar breytingar í félags-
málalöggjöf okkar, sérstaklega
þær, sem lúta að tryggingamál-
um, almannatryggingum og heil-
brigðismálum, hafa átt sér stað,
þegar Sjálfstæðisflokkurinn var
aðiíi að stjómarsamstarfi og þá
jafnframt fyrir fmmkvæði hans,
þegar svo bar undir.
Sj álfstæðLsflokkurirm áttd fruini:
'kvæði að gerð byggðaáæOl-
ana, eða áætlun um byggðaþró-
un svo sem Vestfjarðaáætlun,
Norðurlandsáætlun og Sam-
gönguáætlun Austfjarða. Síðar
sigla fleiri í kjölfarið, en við
höfum ætíð gert okkur greúi
fyrir þvi, að tengja verður dreif-
býli og þéttbýli tmustum sam-
félagsböndum og þannig þró-
ast þjóðfélagið bezt, eins og hag
kvæmust þróun grundvallast að
sínu leyti á gagnkvæmum skiln-
ingi stéttanna, aðila vinnumark-
aðarins, launþega og vinnuveit-
enda.
Sjállfstæðisflokku.rinn heMuir
fast við það sjónarmið að bæta
þurfi kjör láglaunastéttanna í
þjóðfélaginu og hefur ótrauður
barizt fyrir þvi, að launastétt-
unum beri á hverjum tima rétt-
látur arður af afrakstri þjóðar-
búsins.
Sá stjórtnarfflokkanna, sem fcap-
aði verulegu fylgi í kosninguin-
um í sumar, Framlsóknarflökkur-
inn, hefir nú stj órnarforustuma-
Fyrrveriaindi formaður flokksina,
Eysteinm Jónisson, missti tíuinda
hvern manin í sínu kjördæmi á
Austurlandi. Sjálfur hæstv. for-
sætisráðlhenra missti þingmann í
kj’ördæmi sínu og „morgun-
stjanna" flokksins, Stelngrímur
Herimaninlsson ritari flokksins,
tapaði upp undir 8%atkvæða í
sírau kjördæmi.
Kommúniistar hafa verið leidd-
ir til vallda með mestum áhrif-
um í rikisstjórn landsims á veiga-
mest mál, svo sem atvinnumálín
öll, utan lamdbúraaðanmála, peni-
ingamálin með yfirstjónn bamfca-
mála og yfirstjónn viðskiptamála
í landinu og eiras út á við. Mörg-
um finnist anmar.ra hlutur æði
mikið minmi.
„ÓFÆRUFOSS"
Nú höfum við heyrt boðskap
hæstv. fonstæisráðherra, og vil ég
í framihaldi af því, sem ég nú
hefi sagt, snúa mér að honurni.
Um stjórnarsáttmála hæstv.
rlkisstjórnar langar mig fyrst til
þess, að fara nokkrum almenn-
um orðum. Rétt eftir kosnáng-
annar gaf Alþýðubandalagið út
sérstakt blað, þar sem m. a. voru
rædd úrslit kosni.ngainma, en á
fjórðu síðu vair talið upp í nítjáni
liðum það, sem laut fyrirsögn-
inmi. „Þetta þarf virastri stj&rtri
að gera“.
Á miðri síðu var tveggja dálfca
miymd og fögur af fossi í fall-
vötnum ökkar íslendinga. Eflaust
hefur hann átt að minma á stór-
hug í yirkjunarmálum. Myndin
var af Ófærufossi, hvort sem það
hefur nú verið tilviljun eða kald-
hæðni, sem réði. Eitt er athyglia-
vert að það gefur vart @S líta
llkari plögg en stjórnarsáttmála
hæstv. ríkisstjórmar og þessa
stjórn.máilayfirlýsinu Alíþýðiu-
bairadalagsins um það, hvað
viinistri stjórm þurfi að gera. Það
er augljóst mál að það er sama
höndin, sem stýrir penmanium.
Það er sama formið á báðurrt
plöggunum. í öllum atriðum ©r
það sami hugur eða sarna efnii,
sem bak við býr.
Stj ómarsáttmáli núverandi
hæstv. ríkisstjórnar er að því
leyti mjög sérkenrailegur, miðað
viið fyrrl stjórnarsáttmála, að
haavn líkist meir fundarsam-
þykkt, óskalista eða stjóimiiniála-
yfirlýsimgu frá ráðstefmi, eða
eitthvað því um líkt. Þar af leið-
andi er litil ástæða til þess að
ræða hamm í einistökum atriðum.
nú, heldur láta reynslunia skera
útr um framkvæmd málamma.
Enda verður það að segjast, að
samraingsatriðin eru í lang fleat-
um tilfellum svo óljós, að ekkert
Framh. á bls. 16
Jóhann Hafstein